Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 05.01.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2021 England Southampton – Liverpool ........................ 1:0 Staðan: Liverpool 17 9 6 2 37:21 33 Manch. Utd 16 10 3 3 33:24 33 Leicester 17 10 2 5 31:21 32 Tottenham 16 8 5 3 29:15 29 Manch. City 15 8 5 2 24:13 29 Southampton 17 8 5 4 26:19 29 Everton 16 9 2 5 26:20 29 Aston Villa 15 8 2 5 29:16 26 Chelsea 17 7 5 5 32:21 26 West Ham 17 7 5 5 24:21 26 Arsenal 17 7 2 8 20:19 23 Leeds 17 7 2 8 30:33 23 Wolves 17 6 4 7 18:24 22 Crystal Palace 17 6 4 7 22:29 22 Newcastle 16 5 4 7 18:26 19 Burnley 15 4 4 7 9:20 16 Brighton 17 2 8 7 21:28 14 Fulham 15 2 5 8 13:23 11 WBA 17 1 5 11 11:39 8 Sheffield Utd 17 0 2 15 8:29 2 Ítalía B-deild: Brescia – Vicenza .................................... 0:3  Birkir Bjarnason kom inn á hjá Brescia eftir 60 mínútur en Hólmbert Aron Frið- jónsson er meiddur. Venezia – Pisa.......................................... 1:1  Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magn- ús Karlsson voru varamenn hjá Venezia og komu ekki við sögu. Grikkland Lamia – Aris Saloniki.............................. 2:0  Theódór Elmar Bjarnason kom inn á hjá Lamia eftir 62 mínútur. Spánn Valencia – Cádiz ....................................... 1:1 Staðan: Atlético Madrid 15 12 2 1 29:6 38 Real Madrid 17 11 3 3 30:15 36 Real Sociedad 18 8 6 4 27:13 30 Villarreal 17 7 8 2 22:17 29 Barcelona 16 8 4 4 30:15 28 Sevilla 15 8 3 4 18:11 27 Granada 16 7 3 6 19:25 24 Celta Vigo 17 6 5 6 22:24 23 Athletic Bilbao 17 6 3 8 19:19 21 Cádiz 17 5 5 7 12:21 20 Real Betis 17 6 2 9 20:31 20 Eibar 17 4 7 6 14:16 19 Levante 16 4 6 6 21:23 18 Alavés 17 4 6 7 15:20 18 Real Valladolid 17 4 6 7 16:24 18 Getafe 16 4 5 7 12:17 17 Valencia 17 3 7 7 23:25 16 Elche 15 3 7 5 13:18 16 Osasuna 16 3 5 8 15:25 14 Huesca 17 1 9 7 14:26 12  Spánn Joventut Badalona – Valencia ........... 80:91  Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Valencia og tók 1 frákast. Andorra – Real Madrid....................... 69:75  Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig og tók 6 fráköst hjá Andorra. NBA-deildin Detroit – Boston ............................... 120:122 Brooklyn – Washington ................... 122:123 Memphis – LA Lakers....................... 94:108 Minnesota – Denver ......................... 109:124 San Antonio – Utah .......................... 109:130 Chicago – Dallas ............................... 118:108 Phoenix – LA Clippers..................... 107:112 Golden State – Portland .................. 137:122   Reykjavíkurmótið í knattspyrnu hefst eftir aðeins ellefu daga, 16. janúar, svo framarlega sem heim- ild hefur fengist til þess að hefja keppni á þeim tíma af sóttvarna- ástæðum. Knattspyrnuráð Reykja- víkur tilkynnti þetta í gær og enn- fremur að Egilshöll standi öllum liðum til boða en þau lið sem þess óski geti spilað heimaleikina á sín- um heimavöllum. Sömu níu félög og vanalega leika í meistaraflokki karla, KR, Valur, Fram, Þróttur, Víkingur, Fjölnir, Fylkir, ÍR og Leiknir. Þar er leikið í tveimur riðlum og keppni er áætluð 16. janúar til 6. febrúar. Fram bætist við í kvennaflokki þannig að þar verða nú sjö lið í tveimur riðlum. Hin liðin eru KR, Valur, Þróttur, Víkingur, Fjölnir og Fylkir en keppni er áætluð frá 17. til 27. janúar. KR er ríkjandi Reykjavíkurmeistari í karlaflokki og Fylkir í kvennaflokki. Ellefu dagar í fyrsta mótið? FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnukonan Dagný Brynj- arsdóttir hefur sett stefnuna á at- vinnumennsku á nýjan leik eftir stutt stopp á Íslandi en hún lék með Sel- fossi síðasta sumar. Miðjukonan, sem er 29 ára gömul, varð Þýskalandsmeistari með Bay- ern München árið 2015, deild- armeistari með Portland Thorns í bandarísku atvinnudeildinni árið 2016 og meistari með liðinu 2017. Þá hefur hún fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val, 2007, 2008, 2009 og 2010, sem og bikarmeistari með Val árin 2009, 2010 og 2011. Dagný er samningslaus þessa dag- ana en hún hefur verið orðuð við sitt gamla félag Val að undanförnu, sem og lið á Englandi. „Það hefur verið mikill áhugi, bæði frá liðum erlendis frá sem og á Ís- landi,“ sagði Dagný í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eins og staðan er í dag snýst þetta fyrst og fremst um að finna hvað hentar bæði mér og fjölskyld- unni minni best á þessum tímapunkti þar sem ég er líka eiginkona og mamma. Síðustu vikur og mánuði hef ég einblínt á sjálfa mig og að ná mér góðri af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá mig. Eins og staðan er í dag tel ég ólík- legt að ég sé að fara erlendis í jan- úargluggganum og ég er meira að horfa á það að fara utan næsta sum- ar, ef það stendur mér til boða,“ bætti Dagný við en hún á að baki 118 leiki í efstu deild með Val og Selfossi þar sem hún hefur skorað 44 mörk. Á ferlinum heima og erlendis hefur hún samtals spilað 191 deildaleik og skorað 54 mörk. Fer ekki til Bandaríkjanna Dagný sneri heim úr atvinnu- mennsku frá Bandaríkjunum síðasta sumar en hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2018 og greindi frá því í samtali við Morgunblaðið að fjöl- skyldulífið hefði ekki farið vel með boltanum. „Ég myndi ekki beint segja að við- horfið gagnvart atvinnumennskunni sé breytt en ég get alla vega staðfest það að ef ég fer aftur út þá verður það ekki til Bandaríkjanna. Það er erfitt meðal annars út af tíma- mismuninum og þegar ég var að fara í landsliðsferðir þaðan var ég að skilja manninn minn og son minn eft- ir heima í allt upp í tvær vikur. Það væri vissulega gaman að spila á Englandi en það þarf allt að ganga upp ef það á að verða að veruleika. Vissulega myndi staðsetningin henta okkur vel en ég er samt sem áður ekkert að einblína of mikið á að spila á Englandi, frekar en annars staðar. Ég er opin fyrir öllu og tilbúin að skoða nánast allt ef ég á að vera al- veg hreinskilin.“ Allt á réttri leið Miðjukonan er að jafna sig á bein- bjúg á fæti og lék því ekki með ís- lenska kvennalandsliðinu í loka- leikjum liðsins gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM í lok nóvember og byrjun desember. „Ég hef ekki spilað fótbolta í þrjá mánuði en þetta er á réttri leið hjá mér þótt ég sé ekki byrjuð að sparka í bolta enn sem komið er. Ég hef ver- ið að taka létt skokk og er þess vegna bjartsýn á að þurfa til dæmis ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna. Ég finn mun minni verki en ég gerði þannig að þetta er að batna en það er mjög mikilvægt að ég taki ekki of stór skref í einu. Ég er þess vegna að reyna trappa mig niður, jafnvel þó allt gangi vel, svo ég þurfi ekki að taka nokkur skref aftur á bak í bataferlinu. Mann langar alltaf að taka tröllaskref fram á við þegar maður finnur að hlutirnir eru að ganga upp en sjálf held ég í vonina um að ég geti byrjað að spila fótbolta í lok mánaðar. Það helst hins vegar í hendur við það að ég þarf að finna mér nýtt lið og vonandi skýrist það á næstu vikum.“ Langaði í annað barn en vill meira í boltanum Dagný á að baki 90 A-landsleiki en þátttaka Íslands á EM 2022 á þátt í því að hún vill reyna fyrir sér í at- vinnumennsku á nýjan leik. „Ég tel mig hafa það mikla reynslu sem leikmaður að ég á að geta spilað enn þá í hæsta gæðaflokki. Eftir að ég eignaðist son minn hefur mig langað í annað barn en ég fann það svo hjá sjálfri mér í apríl á þessu ári að mig virkilega langar í meira í fót- boltanum. Ég lofaði sjálfri mér því einhvern tímann að á meðan ég væri enn þá að spila fótbolta þá ætlaði ég að verða eins góð og ég gat orðið. Maður heldur ekki áfram að bæta sig nema með því að spila í hærri gæða- flokki og ég vil líka vera í eins góðu standi og mögulegt er fyrir Evrópu- mótið á Englandi sumarið 2022. Ég er hins vegar ekki tvítug leng- ur og það þarf allt að ganga upp. Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið heim því ég hefði ekki viljað vera er- lendis, ein frá ættingjum og vinum, í kórónuveirufaraldrinum. Við lærð- um mikið á því að koma heim og við erum líka betur í stakk búin núna að taka ákvarðanir upp á framtíðina að gera því við vitum nákvæmlega að hverju við erum að leita,“ sagði Dagný í samtali við Morgunblaðið. Stefnir aftur á atvinnu- mennskuna  Dagný leitar að nýju félagi eftir að samningur hennar á Selfossi rann út Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Dagný Brynjarsdóttir vinnur skallaeinvígi í sínum nítugasta landsleik sem var gegn Svíum á Laugardalsvellinum í september. Stephen Curry varð í fyrrinótt næstelsti leikmaðurinn í sögu NBA- deildarinnar í körfuknattleik til að skora sextíu stig eða meira í leik. Curry, sem er 32 ára, skoraði 62 stig, 31 í hvorum hálfleik, og setti persónulegt met þegar Golden State lagði Portland að velli, 137:122. Aðeins Kobe heitinn Bryant, 37 ára, hefur verið eldri þegar hann náði þessum stiga- fjölda. Curry lék í 36 mínútur af 48 í leiknum en þetta er hæsta stiga- skor leikmanns Golden State í deildinni í 47 ár. Stephen Curry skoraði 62 stig AFP 62 Stephen Curry skorar 3ja stiga körfu í leiknum gegn Portland. KSÍ mun hefja formlegar viðræður í vikunni við þá aðila sem koma til greina sem næsti þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. „Við höfum fengið nokkrar umsóknir um starf- ið og þá hafa okkur einnig borist ábendingar og tilnefningar. Eins og gengur og gerist þrengist hring- urinn þegar viðræður fara af stað og við erum í þeim fasa núna. Við erum að leita að þjálfara til þess að leiða liðið næstu árin og á þeim for- sendum byggjum við okkar vinnu,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, m.a. við mbl.is í gær. Viðræður hjá KSÍ í vikunni Morgunblaðið/Eggert Kvennalandsliðið Hver verður næsti þjálfari þess? Liverpool mátti sætta sig við annað tapið í ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili þegar meistaraliðið heimsótti Southampton í gærkvöldi. Danny Ings, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiks- ins strax á 2. mínútu. Liverpool hefur þá ekki unnið í síðustu þremur leikjum í deildinni sem teljast nokkur tíðindi í ljósi vel- gengni liðsins síðustu árin. Liver- pool er samt sem áður í efsta sæti með 33 stig eins og reyndar Man- chester United sem á einn leik inni. Southampton hafði ekki náð í sig- ur í síðustu leikjum en sýndi að lið- inu er full alvara með að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum. Liðið er með 29 stig í 6. sæti en liðin í 4.-7. sæti eru öll með 29 stig. Einungis fjórum stigum munar sem sagt á liði í 7. sæti og efsta lið- inu. Úrslitin gera kapphlaupið um titilinn því enn meira spennandi. AFP Skorar Danny Ings sendir boltann í fjærhornið á snyrtilegan hátt í gær. Toppbaráttan harðnar eftir tap Liverpool

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.