Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 32

Morgunblaðið - 05.01.2021, Side 32
Starfsfólk bókaverslana Eymundsson heldur utan um sérstakan metsölulista með þeim bókum sem seld- ar eru í verslunum. Listinn yfir tíu söluhæstu bækur liðins árs í verslunum ligg- ur fyrir og trónir Snerting Ólafs Jóhanns Ólafssonar á toppnum. Næstsöluhæst var Vetrarmein Ragnars Jónassonar og í þriðja sæti Þagnarmúr Arnalds Indr- iðasonar. Þá koma Gata mæðranna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur, Dýralíf eftir Auði Övu Ólafs- dóttur, Vegahandbókin 2020, Þess vegna sofum við eftir Matthew Walker, Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson og tíunda bók á listanum er Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason. Snerting eftir Ólaf Jóhann seldist best í verslunum Eymundsson Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjálfseignarstofnunin Strandagaldur hefur undanfarin 20 ár byggt upp sýningar og söfn, sem tengjast göldr- um, á tveimur stöðum á Ströndum. Í tilefni tímamótanna var sett upp sér- stök afmælissýning í safninu á Hólmavík og verður hún út árið. „Þetta er sýning um það markverð- asta sem hefur gerst og áunnist á undanförnum 20 árum,“ segir Anna Björg Þórarinsdóttir, framkvæmda- stjóri Strandagaldurs. Undirbúningur að stofnun safnsins hófst 1996. Anna Björg rifjar upp að Strandamaðurinn Jón Jónsson, þjóð- fræðingur og nú stjórnarformaður stofnunarinnar, hafi bent á í skýrslu hvernig þjóðfræðin gæti nýst sam- félaginu. Hópur heimamanna hafi gripið hugmyndina á lofti, skipt með sér verkum, lagst í fræði- og rann- sóknarvinnu og síðan fengið Árna Pál Jóhannesson leikmyndahönnuð til að hanna sýninguna í gamla kaup- félagshúsinu við höfnina, sem þar með hafi fengið nýtt hlutverk. Sig- urður Atlason hafi verið einn stofn- enda og verið framkvæmdastjóri frá byrjun til dánardags og hún síðan tekið við í ársbyrjun 2019. „Safnið og vöxtur þess er fyrst og fremst Sigurði að þakka, það var opnað á Jónsmessunni árið 2000 og hefur verið opið síðan.“ Aðdráttarafl Grunnsýningin á Hólmavík fjallar um galdrafárið á 17. öld og lýsir fjöl- breyttum göldrum og galdrastöfum, sem notaðir voru á Íslandi, þjóðsög- um sem tengjast göldrum og refs- ingum vegna galdra. Sýningin var hugsuð sem aðdráttarafl fyrir svæðið og upphaflega var gert ráð fyrir því að vera með sýningar á mismunandi stöðum til að vekja athygli á þeim, að sögn Önnu Bjargar. Annar hluti sýningarinnar, Kotbýli kuklarans, var opnaður í eftirlíkingu bóndabæjar frá 17. öld í Bjarnarfirði 2005. „Flestir sem sakaðir voru um galdur voru úr hópi alþýðunnar, fólk sem barðist fyrir lífi sínu og greip til kukls í von um að það myndi veita því vernd og aukna veiði úr sjó,“ útskýrir Anna Björg. Kotbýli kuklarans hafi verið sett upp til að veita innsýn í þessa lífsbaráttu og sýna hlut kukls- ins í henni. Auk sýninga hefur stofnunin stað- ið að ýmsum viðburðum, sinnt rann- sóknum og útgáfu, meðal annars gef- ið út bækur um galdrafárið, auk þess sem hún tengdist sérstakri þjóð- fræðistofu sem nú er rannsóknar- stofa Háskóla Íslands. Þá sé vakin at- hygli á því hvernig þjóðtrúin hafi verið gagnvart göldrum. „Við erum til dæmis með eftirlíkingu af nábrók, brók sem búin var til úr skinni af dauðum manni. Menn fóru í brókina, voru með galdrastaf, stálu peningum, settu í punginn og voru þar með komnir með peningapung.“ Anna Björg bætir við að til standi að opna þriðja hluta sýningarinnar í Árneshreppi. „Þar voru þrír menn brenndir og sagt hefur verið að það hafi markað upphaf galdrafársins.“ Galdrafár og þjóð- sögur á Ströndum Galdrasafn Anna Björg Þórarinsdóttir með tilbera, sem er skepna búin til með göldrum til að stela mjólk frá kúm og kindum.  Sérstök afmælissýning verður í safninu á Hólmavík út árið Sýning Nábrækurnar eiga að draga að peninga til þess sem gengur í þeim. INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 5. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Fjarvera Arons er vitaskuld blóðtaka enda leikmaður sem er reglulega í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með félagsliðum sínum og nú fyrirliði íslenska lands- liðsins eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti keppni. Á EM í Svíþjóð snerist sóknarleikur íslenska liðsins mikið í kringum Aron sem er ósköp skiljanlegt. Nú þarf þjálfarateymið að bregðast við og finna aðrar út- færslur,“ segir meðal annars í grein um karlalandsliðið í handknattleik í blaðinu í dag en Aron Pálmarsson verður ekki með í næstu verkefnum í janúar. »27 Bregðast þarf við fjarveru Arons og finna aðrar útfærslur í sókninni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.