Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Þegar frost
er á fróni
Þinn dagur, þín áskorun
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
ferðaskipum fyrr en búið er að ná
betri tökum á faraldrinum í heim-
inum.“
Alls voru sjö komur farþegaskipa
til Faxaflóahafna í fyrrasumar með
1.346 farþega. Þetta var gríðar-
legur samdráttur frá árinu 2019.
Það ár voru 190 komur farþega-
skipa til Faxaflóahafna með
188.630 farþega. Samdrátturinn
milli ára var um 99%, eða sem nem-
ur 187.284 farþegum.
Tekjutap Faxaflóahafna var gríð-
arlegt. Tekjur fóru úr 597 millj-
ónum árið 2019 niður í 11,2 millj-
ónir í fyrra. Sama á við um aðrar
hafnir.
Í fjárhagsáætlun Faxaflóahafna
fyrir árið 2021 er ekki gert ráð fyr-
ir miklum tekjum af skipakomum
skemmtiferðaskipa, segir Erna.
„Tímarammi farþegaskipanna er
svipaður og farfuglanna, vanalega
frá lok apríl til október með nokkr-
um undantekningum. Þar sem
tímaramminn er stuttur mun taka
aðeins lengri tíma fyrir þennan iðn-
að að rétta sig af en flugfélög, sem
eru að fljúga til Íslands allt árið um
kring. Við verðum hins vegar að
vera bjartsýn og vona að árið 2021
verði betra en árið 2020 í skipa-
komum. Það koma fleiri skip en í
fyrra en hversu mörg þau verða,
það getum við ekki sagt til um að
svo stöddu,“ segir Erna. Hún segir
hins vegar að árið 2022 líti mjög vel
út og kveðst ekki trúa öðru en þær
bókanir muni standast.
217.399 farþega. „Hins vegar eru
þetta væntingar skipafélaganna,“
segir Erna „Þau vilja hefja sigl-
ingar til Íslands en hinn almenni
borgari er ekki tilbúinn að ferðast
enn þá. Heimsfaraldurinn setur
strik í reikninginn og fólk ekki jafn
tilkippilegt að bóka ferðir. Fólk vill
ferðast til öruggra landa og mestu
máli skiptir að bólusetning hjá
þjóðum gangi vel fyrir sig og beri
árangur. Ég held að fólk fari ekk-
ert að ferðast með skemmti-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Búið var að bóka tæplega 200 kom-
ur skemmtiferðaskipa til Reykja-
víkur næsta sumar. En vegna far-
aldurs kórónuveirunnar eru blikur
á lofti og síðustu vikurnar hafa af-
bókanir byrjað að berast, að sögn
Ernu Kristjánsdóttur, markaðs-
stjóra Faxaflóahafna.
Bókunarstaðan hjá Faxaflóa-
höfnum eru 198 skipakomur með
Morgunblaðið/RAX
Tignarleg sjón Ekkert af stóru skemmtiferðaskipunum kom hingað í fyrra en vonir standa til að einhver komi í sumar. Celebrity Eclipse hefur komið hingað nokkrum sinnum undanfarin ár.
Skipafélögin byrjuð að afboða
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa góð fyrir sumarið Blikur á lofti vegna kórónuveirunnar
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson,
sem jafnan er kenndur við Postura,
var í Héraðsdómi Reykjaness í gær
dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að
hafa nauðgað fjórum konum á með-
ferðarstofu sinni. Um nokkurra ára
gömul mál er að ræða en brotin eru
talin hafa átt sér stað á tímabilinu
2009 til 2015. Um fimmtán konur
kærðu Jóhannes upphaflega til lög-
reglu, en rannsókn lögreglu leiddi til
þess að ákært var í fjórum tilvikum.
Í dómnum segir að hann hafi beitt
konurnar ólögmætri nauðung. Í ein-
hverjum tilvikum var Jóhannes sak-
aður um að fara með hönd sína inn að
kynfærum skjólstæðinga sinna. Jó-
hannes rak fyrirtækið Postura þar
sem hann meðhöndlaði fólk sem
glímdi við stoðkerfiskvilla.
Steinbergur Finnbogason, verj-
andi Jóhannesar, sagði við mbl.is í
gær að dómnum verði áfrýjað. „Það
eru engar sannanir og þetta er ekk-
ert annað en orð gegn orði. Það verð-
ur tekist á um þetta fyrir Landsrétti,
það er að segja hvort þetta sé nóg til
að sakfella hann.“
Fimm ára fangelsi
fyrir nauðganir
Dómnum áfrýjað til Landsréttar
Hagnaður af rekstri FISK Seafood
og dótturfélaga á síðasta ári nam um
þremur milljörðum króna. Þá voru
skuldir lækkaðar auk þess sem fjár-
fest var m.a. í tækjabúnaði og við-
haldi, að því er fram kemur í pistli eft-
ir Friðbjörn Ásbjörnsson,
framkvæmdastjóra félagsins, á vef
fyrirtækisins.
Þar segir framkvæmdastjórinn
þörf á að marka stefnu og hefja und-
irbúning að frekari uppbyggingu.
Bendir hann á að togarinn Málmey og
frystiskipið Arnar nálgast „þann ald-
ur að þörf er á endurnýjun“.
Jafnframt segir Friðbjörn þörf á að
hefja undirbúning „mikillar uppbygg-
ingar og endurnýjunar húsakosts“ á
Sauðárkróki, en á árinu seldi félagið
tvær eignir á Grundarfirði og fasteign
sem áður hýsti frystihúsið á Hofsósi.
„Framundan eru því umtalsverðar
fjárfestingar, m.a. með niðurrifi húsa-
kosts og nýbyggingum, nýjum tækja-
búnaði, t.d. fyrir svokallaða Skinpack-
framleiðslu, o.fl. Með nýjum skipum
og endurnýjuðu frystihúsi munu að-
stæður okkar til veiða og vinnslu
verða í allra fremstu röð hér á landi,“
skrifar framkvæmdastjórinn.
Til stendur að afhenda sveitarfé-
laginu á Skagaströnd án endurgjalds
svokallað stjórnsýsluhús sem nú hýs-
ir Vinnumálastofnun og skrifstofur
sveitarfélagsins. Einnig verður af-
hent gamla síldarvinnslan og rækju-
vinnslan. gso@mbl.is
Boðar miklar fjárfestingar
FISK Seafood skilaði myndarlegum hagnaði á síðasta ári
Morgunblaðið/RAX
Togari Drangey er með nýjustu
skipum landsins, von er á fleirum.