Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Hún Lilla var ofboðslegaskemmtileg. Hún var ein-hver sú fyndnasta konasem var í lífi mínu, algjör
skrípill,“ segir Edda Björgvinsdóttir
en hún og Viðar Björgvins, frændi
hennar og sonur fyrrnefndrar Lillu,
tóku sig til og gáfu nýlega út Upp-
skriftabók Lillu frænku, en hún er
byggð á gamalli húsmæðraskólabók
Lillu, eða
Margrétar
Önnu Elías-
dóttur eins og
hún hét fullu
nafni.
„Hún
var aldrei
kölluð annað
en Lilla
frænka, þó
hún væri ekki frænka okkar, heldur
var maðurinn hennar Nonni frændi.
Nonni var bróðir pabba míns, eða
reyndar voru þeir ekki bræður heldur
systkinasynir í báðar ættir, en þeir ól-
ust upp saman sem bræður hjá ömmu
og afa. Það var svo fallegt bræðra-
samband á milli pabba og Nonna alla
tíð. Lilla og mamma mín voru mjög
líkar, þó þær væru ekki blóðskyldar,
bæði í útliti og sem manneskjur.
Þetta er svo skemmtileg og flókin
saga um tengsl fólksins míns.“
Taskan undir rúmi
Sagan á bak við upp-
skriftabók Lillu er sú að
þegar Lilla flutti til Am-
eríku árið 1953 ásamt
Nonna sínum og tveim-
ur ungum sonum, þá
aðeins 27 ára
stelpa, tók hún
með sér út í heim
uppskriftabók
sem hún hafði
samviskusamlega
handskrifað í Hús-
mæðraskóla Ísa-
fjarðar.
„Þau Nonni
bjuggu allan sinn
búskap í Ameríku
og gátu ekki komið
í heimsókn til Ís-
lands fyrstu árin,
en þau komu oftar
eftir því sem leið á
ævi þeirra. Viðar
sagði kíminn að
Lilla mamma hans
hefði fyrstu árin ver-
ið með tösku tilbúna undir
rúmi, því hún ætlaði ekkert
að stoppa lengi,“ segir
Edda og bætir við að
vissulega hafi það
þótt ansi mikil dirfska
hjá unga fólkinu á
þessum tíma að flytja í aðra heims-
álfu.
„Foreldrar mínir voru ævintýra-
gjarnt fólk og þau studdu ævintýri
Lillu og Nonna vel og þeim þótti þetta
æðislegt. Mamma og pabbi fóru oft í
heimsókn til þeirra en ég fór fyrst
með þeim þegar ég var 13 ára og við
vorum í heilan mánuð hjá þeim. Þá var
Lilla alltaf með gömlu uppskriftabók-
ina sína á lofti og eldaði upp úr henni.
Sumt í bókinni varð víðfrægt í hverf-
inu hennar úti, til dæmis jólasmákök-
urnar. Pabbi heimsótti Nonna reglu-
lega síðustu árin sem hann lifði og þá
skiptust þeir á að elda upp úr bókinni
hennar Lillu. Pabbi man mjög vel eftir
þessari slitnu og mikið notuðu bók.“
Snjóbúðingur og áfasúpa
Margt í uppskriftum Lillu er
framandi fyrir ungt fólk í dag, til
dæmis áfasúpa, en áfir eru sá vökvi
sem verður eftir þegar smjör er unnið
úr rjóma. Þar eru líka frumleg heiti á
uppskriftum eins og snjóbúðingur og
bóndadóttir með blæju, sem Edda
man vel eftir að mamma hennar og
systur hennar voru með allskonar að-
ferðir við að búa til.
„Ég prófaði að elda fiskibollur í
tartalettum og hélt að fiskibollurnar
væru vandlega útfærðar og eldaðar
frá grunni í húsmæðraskólanum, en
nei, þá stendur í uppskriftinni að nota
skuli hálfdós af fiskibollum, niður-
soðnum frá ORA. Þetta þótti mér
mikið grín,“ segir Edda og bætir við
að það sé mikil gleði í þessari nýju
bók, rétt eins og í Lillu. „Við vildum
sýna bókina eins og hún er, svo þetta
eru myndir af síðunum úr henni, en
Alexandra Buhl hönnuður bjó til alveg
nýja útgáfu með því að teikna og vinna
með ljósmyndir úr fjölskyldualmbúmi
Lillu. Húmorinn er allsráðandi og
Alexandra grípur algerlega stemn-
inguna og persónuleika Lillu. Til
dæmis eru Lilla og Nonni ung í faðm-
lögum að kyssast við uppskrift að
ástarbollum. Þau voru bæði rosalegir
húmoristar og það var dásamlegt að
vera með þeim. Þau voru svo mikil
krútt saman, stríðin og sprelligosar.“
Gaman saman Edda fyrir miðju, Ólöf systir Lillu lengst t.v,
Lilla við hlið hennar, Gísli sonur Lillu og Viðar sonur hennar.
Koss Lilla og Nonni kyssast að sjálfsögðu á gamalli ljósmynd
sem skreytir síðu með uppskrift að unaðslegum ástarbollum.
Stemning Ljósmyndirnar í bókinni eru úr fjölskyldualmbúmi
Lillu frænku og oft er þar setið við veisluborð fyrr á árum.
Lilla frænka var algjör skrípill
„Þau voru rosalegir húmoristar og það var dásamlegt
að vera með þeim,“ segir Edda Björgvinsdóttir þegar
hún rifjar upp heimsóknir til Lillu og Nonna í Amer-
íku þar sem eldað var upp úr gamalli bók Lillu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töffari Lilla ung að árum að matreiða prinsessusúpu úti í náttúrunni.
Edda „Lilla tók með sér út í heim
uppskriftabók sem hún hafði sam-
viskusamlega handskrifað.“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði.
LÝSTU UPP
skammdegið
2097/30
Ljósakróna króm
Ummál: 88 cm
Hönnun: Gino Sarfatti (1958)
Verð 259.000,-