Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Uppbygging í Vestmannaeyjum „Það hefur verið gaman að fylgjast með og taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem nú er í Vestmannaeyjum. Íbúð- arhús og íbúðir af öllum gerðum og stærðum rjúka upp og fyrir- tæki á almennum markaði eru að byggja yfir reksturinn. Mikið er framkvæmt við sjávarsíðuna þar sem sjávarútvegsfyrirtækin hafa undanfarin ár verið að nú- tímavæða reksturinn með ný- byggingum og fullkomnasta tæknibúnaði og eru enn að. Með því styrkja þau stöðu sína í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum sem örugglega á eft- ir að harðna vegna þess ástands sem ríki í heiminum í dag,“ seg- ir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, við Morg- unblaðið. „Vestmannaeyjabær stendur líka í ströngu með byggingu á nýrri slökkvistöð og byggingu níu íbúða og þjónustukjarna fyr- ir fatlaða á Ísfélagsreitnum. Við erum að vinna að endurbótum á Ráðhúsinu okkar fallega og flytjum vonandi inn síðsumars. Hafinn er undirbúningur við stækkun á Hamarsskóla sem er yngribarnaskólinn okkar. Auk þess eru áætlanir um að hefja uppbyggingu á þriðju hæð í Fiskiðjunni. Í dag er öflugur at- vinnu- og rannsóknaklasi á ann- arri hæðinni sem er í umsjón Þekkingarseturs Vestmanna- eyja. Nú er hafinn undirbún- ingur að innréttingu nýsköp- unar- og frumkvöðlaklasa á þriðju hæðinni sem sýnir að Eyjamenn hugsa fram á við.“ Tækifæri til uppbyggingar Íris segist því bjartsýn á framhaldið í Vestmannaeyjum. „Auðvitað höfum við ekki far- ið varhluta af kófinu sem er mikið högg fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu en nýjar fréttir í baráttunni við Covid-19 vekja bjartsýni. Hér eru mikil tækfæri til uppbyggingar í ferðaþjónustu og spennandi hlutir fram undan. Sjávarútvegur hefur á ótrúlegan hátt náð að halda sjó og verður fljótur að ná vopnum sínum að fullu þegar birtir. Líkur á loðnu- veiði í vetur eru góð tíðindi fyrir Vestmannaeyjar, sem ráða yfir um 30% heildarloðnukvótans,“ sagði Íris að lokum. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Bjartsýn Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Uppbygging hjá bænum og fyrirtækjum  Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segist bjartsýn á framtíðina  18 Vestmannaeyjabær stendur í umtalsverðum fram- kvæmdum á tvennum vígstöðvum. Annars vegar er það ný 600 fermetra slökkvistöð sem er viðbygging við Þjónustumiðstöð bæjarins við Heiðarveg. Hins vegar þjónustuíbúðir fyrir fatlaða við Strandveg sem eru hluti íbúða- og þjónustukjarna sem rís á grunni skrifstofu Ísfélagsins sem reis um miðja síðustu öld og hefur sett svip á Strandveginn í Eyjum. Þjónustumiðstöðin var reist eftir gosið 1973 og tek- in í notkun 1975 sem Áhaldahús Vestmannaeyja og hýsti vélamiðstöð, verkstæði og geymsluhús. Endur- bætur eru gerðar á gamla húsinu en Slökkvistöðin, þar sem hægt er að koma fyrir sex slökkvi- og sjúkrabílum, er tæplega 600 fm að stærð. Verktaki er 2 Þ ehf. „Nýja slökkvistöðin leysir af hólmi gömlu stöðina sem reist var 1946 sem netaverkstæði. Allt verður endurnýjað og fært til nútímans. Settir upp kynja- skiptir búningsklefar auk annarrar starfsmanna- aðstöðu, bæði fyrir þjónustumiðstöð og slökkvilið. Ríf- lega 40 fermetra stigahúsi verður bætt við húsnæðið,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri hjá bæn- um. Íbúða- og þjónustukjarninn á Strandvegi 26 er fjór- ar hæðir og á annarri hæðinni verða níu íbúðir fatl- aðra sem Vestmannaeyjabær lætur byggja. „Í allt eru þetta liðlega 800 fermetrar og verða íbúðirnar sjö klárar á þessu ári. Gert er ráð fyrir sér- þjónustukjarna fyrir íbúðirnar auk skammtímavist- unar með sólarhringsþjónustu.“ Ný slökkvistöð og níu íbúða kjarni fyrir fatlaða Viðbygging Slökkvistöðin í Eyjum verður eum 600 fermetrar að stærð og er viðbygging við Þjónustumiðstöð bæjarins við Heiðarveg. SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Í dag eru 48 íbúðir í smíðum í Vestmanna- eyjum og alls hafa 68 nýjar íbúðir verið tekn- ar í notkun þar síðustu fimm árin. Auk þess er búið að úthluta lóðum fyrir 15 til 20 íbúðir sem munu rísa á næstu misserum og árum. Allt selst jafnóðum og ber vott um sterka stöðu Vestmannaeyja. Auk þessa fjárfesta sjávarútvegsfyrirtækin grimmt þannig að mikið hefur verið að gera hjá iðnaðarmönnum undanfarin ár. Atvinnu- ástand er yfirleitt gott nema í ferðaþjónustu sem þó hefur sloppið nokkuð vel miðað við mörg sveitarfélög. Miðað við almennt atvinnu- leysi voru 129 á skrá í Vestmannaeyjum í nóv- ember sl. eða 5,3% fólks á vinnumarkaði. Er það með því lægsta á landinu en landsmeð- altal var 10,2% og á Suðurlandi 9,3%. Þótt at- vinnuleysi sé lítið á landsvísu telst það mikið í Vestmannaeyjum þar sem meðalatvinnuleysi er 2,5% frá aldamótum. Fréttaritari og ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum tóku stöðuna á nokkrum aðilum sem koma að uppbyggingunni um þessar mundir. Eyjamenn byggja og byggja Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Bogi Rúnarsson, Óðinn Sæbjörnsson, Jóhann Sveinn Sveinsson, Sveinn Sveinsson og Gunnar Guðjónsson, starfsmenn Steina og Olla, sem er að reisa fjölbýlishús í gamla Ísfélagshúsinu. Uppbygging » Á fimm árum hafa verið byggðar ríflega 100 íbúðir í Eyjum og nýtt atvinnuhúsnæði á 18 þúsund fermetrum. » Í dag eru í byggingu um 10 þúsund fermetrar af atvinnu- húsnæði. Mestar framkvæmdir eru norðan Strandvegar. » Þar ber helst að nefna nýtt fiskvinnsluhús Leo Seafood í botni Friðarhafnar. » 48 íbúðir eru núna í bygg- ingu í 17 húsum, alls um 6.000 fermetrar, á mismunandi bygg- ingarstigi. » Undanfarin fimm ár hafa alls 68 nýjar íbúðir í 25 húsum ver- ið teknar í notkun. Alls eru þetta um 10.000 fermetrar, að sögn byggingarfulltrúa Vest- mannaeyja, Sigurðar Smára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.