Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Ármúla 24 • rafkaup.is
20% ∙ 50% ∙ 70%
ÚTSALA
Opið virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 11-16
Uppbygging í Vestmannaeyjum
„Það eru eflaust nokkrar skýr-
ingar á því að mikið er byggt í
Vestmannaeyjum þótt íbúum fjölgi
ekki í sama hlutfalli. Ungt fólk er
að snúa heim og fjárfesta og Eyja-
menn búsettir annars staðar eru
að kaupa íbúðir til að eiga hér at-
hvarf. Það eru færri um hverja
íbúð en áður og hér er töluvert af
útlendingum sem hafa ílengst og
kaupa sér íbúðir,“ segir Magnús
Sigurðsson, framkvæmdastjóri og
eigandi Steina og Olla, um þró-
unina í bænum en fyrirtækið er hið
stærsta og elsta starfandi á bygg-
ingamarkaðnum í Eyjum.
Steini og Olli var stofnað árið
1988 og árið 2010 keyptu Magnús
og kona hans, Ester S. Helgadótt-
ir, félagið og hafa rekið það síðan.
Í dag vinna um 40 manns hjá
Steina og Olla. Meðal verkefna
hafa verið Eldheimar 2014, Varma-
dælustöðin sem tekin var í notkun
2019 og frystiklefi fyrir Ísfélagið
og allar tengibyggingar, sem var
stórt verkefni.
Byggt fyrir Ísfélagið
„Það voru um 4.000 fermetrar en
við höfum víðar komið við sögu í
gegnum árin. Byggðum meðal ann-
ars nýjar þjónustuíbúðir aldraðra í
Eyjahrauni, viðbyggingu við að-
stöðu Ísfells á Kleifum sem og
stækkun húsnæðis Hampiðjunnar
á Kleifum, tengivirki fyrir HS veit-
ur og endurnýjun þakvirkis fisk-
mjölsverksmiðju Ísfélagsins. Á síð-
asta ári byggðum við þrjú
einbýlishús, endurnýjuðum bún-
ingsklefa í Íþróttamiðstöðinni,
byggðum tankahús Ísfélagsins og
erum að byggja búningsaðstöðu
við Hásteinsvöll,“ segir Magnús en
stærsta verkefnið núna er bygging
íbúða- og þjónustukjarna þar sem
skrifstofur Ísfélagsins voru til
húsa ásamt verkstæði og verbúð-
um.
Ísfélagið og skrifstofur félagsins
settu mikinn svip á miðbæinn í
Vestmannaeyjum frá miðri síðustu
öld og fram á þessa.
„Það var 2018 sem gengið var
frá samningi um byggingu þessa
þróunarverkefnis í kjölfar auglýs-
ingar Vestmannaeyjabæjar þar
sem áhugasamir aðilar skiluðu inn
sínum tillögum. Í júní 2019 hófum
við svo framkvæmdir og er verkið í
góðum gangi. Í allt eru þetta rúmir
4.000 fermetrar á fjórum hæðum
og í allt 27 íbúðir frá 55 fermetrum
upp í 170 fermetra og allar seldar.“
Stefnt er að afhendingu næsta
sumar á íbúðum á efstu tveimur
hæðunum. „Þetta er stærsta verk-
efnið í augnablikinu og svo erum
við í smærri verkefnum vítt og
breitt um bæinn. Verkefnastaðan
er góð og við erum að hefja und-
irbúning að byggingu fimm íbúða
raðhúss við Áshamar. Annað stórt
sér maður ekki í augnablikinu en
það munu koma frekari verkefni í
framtíðinni, svo mikið er víst,“ seg-
ir Magnús að endingu.
Byggja 27 íbúðir og allar seldar
Byggingarfyr-
irtækið Steini og
Olli umsvifamikið
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Framkvæmdir Magnús Sigurðsson, framkvæmdastjóri og eigandi Steina og Olla, fyrir framan gamla Ísfélagshúsið, þar sem koma nýjar íbúðir.
„Það seljast í kringum 100 eignir
á ári í Eyjum, bæði í fjölbýli og
sérbýli, oftast meira í fjölbýlis-
húsum. Er hlutfallið um sex á
móti fjórum en það breytist á milli
ára. Fjöldi íbúðareigna í Eyjum
er um 1.800 og skipta því um 5%
þeirra um eigendur ár hvert,“
segir Helgi Bragason hrl. og lög-
giltur fasteignasali hjá Fast-
eignasölu Vestmannaeyja.
Hann segir talsvert meira hafa
verið um nýbyggingar á und-
anförnum árum, mest í fjölbýlis-
húsum, í miðbænum, við smábáta-
höfnina og í raðhúsum í
vesturbænum.
„Það hefur gengið vel að selja
þessar íbúðir og ný verkefni í
burðarliðnum,“ segir Helgi og
nefnir raðhús í Áshamri og svo er
fyrirhugað nýtt fjölbýlishús við
Sólhlíð neðan við spítalann.
„Fjöldi eigna til sölu hefur verið í
kringum 120 en í dag er framboð
eitthvað minna.“
Verðþróunin stöðug
Helgi segir þróun verðs hafa
verið nokkuð stöðuga, hækkun
um 5% til 10% á ári undanfarið.
Meðalfermetraverð samkvæmt
Þjóðskrá árið 2020 er í Eyjum í
kringum 220.000 til 225.000 krón-
ur sem er nálægt því helmings-
verð miðað við höfuðborg-
arsvæðið. Í nýju húsunum í
miðbænum er verðið um 450.000
krónur.
„Mér sýnist að meðalfermetra-
verð hér sé 25% til 30% lægra en
á Selfossi, Akureyri, Akranesi og
Reykjanesbæ. Við sjáum ungt
fólk sjá tækifæri í lægra íbúða-
verði í Eyjum og störfum hér án
staðsetningar
fer fjölgandi,“
segir Helgi.
Hann segir
fasteigna-
markað í Vest-
mannaeyjum
lúta sömu lög-
málum og ann-
ars staðar á
landinu. Láns-
framboð og
kjör hafi verið hagstæð, kaup-
máttur, atvinnustig og fleira hafi
líka sitt að segja.
„Í Eyjum skipta góðar sam-
göngur líka miklu máli. Framboð
af góðu húsnæði á góðu verði hef-
ur áhrif og aukið framboð af ný-
byggingum er jákvætt fyrir bæj-
arfélagið á allan hátt. Það sýnir
bjartsýni og dug, skapar störf og
tekjur og gefur möguleika á fjölg-
un íbúa ef aðrir þættir eru í lagi
eins og atvinna, samgöngur, inn-
viðir og þjónusta.“
Helgi segir töluvert um að fólk
sem hefur ekki hér heilsársbúsetu
kaupi eignir og sé hér tímabundið
en eigi ekki alltaf lögheimili í Eyj-
um, fjölgun íbúða og eigenda
íbúða í Eyjum kemur því ekki að
fullu fram í íbúafjöldanum. Vest-
mannaeyjar hafa mikið aðdrátt-
arafl, einkum á sumrin; fallegt
umhverfi, framboð á ýmiss konar
afþreyingu og skemmtunum, góð-
ur golfvöllur og aðstaða til
íþróttaiðkunar og fleira.“
Að lokum bendir hann á að
leigumarkaður hafi verið ágætur,
mesta framboðið sé á haustin og
veturna en minnki með hækkandi
sól og á sumrin geti verið erfitt að
finna leiguhúsnæði.
Líflegur fast-
eignamarkaður
Lægra fasteignaverð í Vest-
mannaeyjum freistar unga fólksins
Helgi
Bragason
20