Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Uppbygging í Vestmannaeyjum
Sjávarútvegsfyrirtækin stóru í Vest-
mannaeyjum, Ísfélagið, Vinnslustöðin og
Leo Seafood, hafa fjárfest mikið á und-
anförnum árum og eru enn að.
„Í frystihúsinu byggðum við frystiklefa
og flokkunarstöð á árunum 2015 og 2016. Í
FES, bræðslunni okkar, byggðum við einn
stóran hráefnistank 2013 og fjóra litla
2020,“ segir Stefán Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Ísfélagsins.
„Fram undan á þessu ári er að setja upp
fjórðu pökkunarlínuna í uppsjávarvinnsl-
unni og í febrúar tökum við á móti uppsjáv-
arskipi sem við keyptum í Noregi í haust en
það var smíðað 2003,“ segir Stefán. Leo
Seafood hefur unnið að miklum endurbótum
á húsi og tækjabúnaði í húsnæði sínu við
Garðaveg og er það eitt tæknivæddasta
frystihús landsins. En ekki er látið staðar
numið þar. Byrjað er að grafa fyrir 4.000
fm húsi fyrir botni Friðarhafnar.
„Þetta verður frystihús með frystiklefa
sem eykur möguleika okkar í vinnslu á sjáv-
arafurðum. Stefnt er að því að ljúka fram-
kvæmdum eftir tvö ár en það ræðst auðvit-
að af ýmsum þáttum,“ segir Daði Pálsson,
eigandi og stjórnarformaður Leo Seafood
sem ekki er maður einhamur. „Ég hef kom-
ið að nokkrum byggingarverkefnum og er
núna ásamt fleirum að undirbúa að byggja
20 íbúðir í fjölbýlishúsum við Sólhlíð,“
bætti hann við.
13 milljarða framkvæmdir
„Við höfum fjárfest fyrir 86 milljónir
evra síðustu fimm ár, jafngildi 13,3 millj-
arða íslenskra króna. Þar af 69 milljónir
evra í varanlegum rekstrarfjármunum,
jafngildi 10,7 milljóna króna,“ segir Sig-
urgeir Brynjar Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, en tek-
ur fram að fjárfestingar rekstrarfjármuna
2020 hafi verið óverulegar. Meðal fjárfest-
inga nefnir hann kaupin á togaranum
Breka sem smíðaður var í Kína.
„Við höfum líka fjárfest í nýbyggingum.
Má þar nefna uppsjávarfrystihús, frysti-
klefa, hráefnistanka, mjölgeymslu, flokk-
unarstöð og starfsmannaaðstöðu sem verð-
ur tekin í notkun í ár. Það var kominn tími
til að ráðast í uppbyggingu félagsins enda
bæði skip og húsakostur orðinn gamall.
En við eigum enn eftir að endurnýja botn-
fiskhlið félagsins. Það kemur vonandi á
næstu árum,“ sagði Sigurgeir Brynjar
einnig.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Breytt mynd Ísfélagið og Fiskiðjan voru lengi ein helstu kennileiti í Vestmannaeyjum. Nú hafa Fiskiðjan og Vigtarhúsið fengið nýtt hlutverk og setja mikinn svip á hafnarsvæðið í bænum.
Fiskvinnsla, tankar og tækninýjungar
Miklar framkvæmdir hjá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum í Vestmannaeyjum á síðustu árum
„Ísfélagshúsið var á sínum tíma
mikið kennileiti í miðbæ Vest-
mannaeyja og var lagt upp úr því
að einkenni hússins myndu halda
sér og setja áfram svip á bæinn en
húsið er í hjarta miðbæjarins, þar
sem stutt er í þjónustu og mikið
mannlíf er almennt á svæðinu,“
sagði Ólafur Snorrason, fram-
kvæmdastjóri hjá Vestmanna-
eyjabæ.
Í endurbyggðu húsinu er verið
að innrétta þjónustuíbúðir fyrir
fyrir fatlað fólk. Verktakafyrir-
tækið Steini og Olli byggir húsið
og er mikið lagt upp úr að íbúða-
kjarninn sé heimilislegur og íbú-
um líði vel. „Innanhússhönnun er í
höndum ungra Vestmannaeyinga
en þau Ríkharður Örn Stefánsson
arkitekt, Sigrún Arna Gunn-
arsdóttir innanhússhönnuður og
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, for-
stöðumaður þjónustuíbúða Vest-
mannaeyjabæjar, tóku að sér verk-
ið og hefur þeim tekist
einstaklega vel upp að okkar mati.
Sérstaklega er hugað að sérþörf-
um íbúa og m.a. er bílakjallari þar
sem hægt er að geyma t.d. raf-
skutlur og hlaða þær innandyra.
Hver íbúð er sjálfstæð eining með
aðgengi að þjónustu eins og best
verður á kosið,“ segir Ólafur.
Kennileiti í miðbænum
Þjónustukjarni Tölvumynd af Ísfélagshúsinu í Vestmannayjum eins og það mun líta út.