Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslendingar þurfa að horfa víðar um völl þegar um utanríkisviðskipti er að ræða, bæði hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu. Þróun heimsviðskipta ber það augljóslega með sér og lýðfræðilegar breyt- ingar á helstu viðskiptalöndum sömuleiðis. Vægi Evrópu er þar að minnka, ekki síst þó vegna gríð- armikils vaxtar miðstéttar í heim- inum utan Vesturlanda, sérstaklega í Kína og Indlandi. Þá er athygl- isvert að það er Bandaríkjadalur sem er helsta viðskiptamynt Ís- lands, ekki evran, eins og sumir gætu ætlað. Þetta er meðal þess helsta sem lesa má úr nýrri skýrslu um utan- ríkisviðskiptastefnu Íslands, sem utanríkisráðuneytið gaf út í gær. Í henni má finna á einum stað helstu upplýsingar um stöðu utanríkisvið- skiptanna og helstu horfur. Það eru á hverjum tíma athyglisverðar upp- lýsingar um undirstöðu hagsældar í landinu, en sjálfsagt enn tímabær- ari en endranær nú, þegar blikur eru á lofti í alþjóðaviðskiptum, Bretar nýgengnir úr Evrópusam- bandinu (ESB) og bandalagið mögulega á nokkrum tímamótum af þeirri og ýmsum ástæðum öðrum. Við bætist svo auðvitað heimsfar- aldurinn, sem hefur haft gríðar- mikil áhrif á heimsviðskipti og þá ekki síst ferðaþjónustu, sem á raun- ar frekar við á Íslandi en víðast hvar. Útflutningsríkið Ísland Ísland er útflutningsdrifið hag- kerfi með lítinn innanlandsmarkað og tiltölulega fábreytta framleiðslu. Þar skipta auðlindir landsins mestu, hvort heldur horft er til próteins, orku eða nátttúrufegurðar, en eftir sem áður þarf að nýta þær og koma á framfæri við umheiminn, eigi þær að koma að gagni og skapa verð- mæti. Sem þjóð erum við því háð greið- um aðgangi að erlendum mörkuðum og aðföngum erlendis frá. Þar eiga Íslendingar því afar mikið undir frí- verslun, bæði til þess að koma ís- lenskri vöru og þjónustu á framfæri við heimsþorpið, og einnig til þess að Íslendingar geti notið hins besta sem umheimurinn hefur að bjóða. Evrópska efnahagssvæðið Skýrslan fjallar í nokkru máli um fríverslunarsamninga Íslands. Þar er mestur veigur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), en innan þess eru um 500 milljónir manna. Sá óhefti aðgangur að innri markaði Evrópu er kjölfesta í utan- ríkisviðskiptum. Stærstur hluti viðskipta Íslands er við Evrópuríki og á það við um út- flutning og innflutning á vöru og þjónustu. Samningur Evrópusam- bandsins (ESB) og EFTA-ríkjanna um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er grundvöllur þessara við- skipta og hefur tryggt greiðan að- gang íslenskra útflytjenda að evr- ópska markaðnum í rúm 25 ár. Á árinu 2019 fóru yfir 80% af öll- um vöruútflutningi Íslendinga til Evrópuríkja og um 2⁄3 hlutar alls inn- flutnings komu þaðan. Hlutfall vöru- útflutnings til Evrópusambands- ríkja (ESB28) var 70,9%, en ef Bretland er undanskilið (ESB27) lækkar hlutfall Evrópusambandsins í 60,5%. Ekki er þó allt sem sýnist um vægi Evrópu (eða evrunnar) í þeim efnum. Þannig er Holland meðal helstu viðskiptalanda Íslands, Aukin viðskipti utan Evrópu  Ný skýrsla um utanríkisviðskipti bendir til þess að áherslan sé að færast frá Vesturlöndum  Mest viðskipti við Bandaríkin  Dalurinn vegur þyngra en evran  ESB-aðild myndi hækka vöruverð Samanburður á fríverslunarneti Íslands og ESB Eins og staðan er, fleiri samningar eru í farvatninu Fríverslun við Ísland og ESB Fríverslun við Ísland en ekki ESB Fríverslun við ESB en ekki Ísland ESB GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU Vissir þú að um 80% af ónæmiskerfinu eru í meltingarveginum? KEFIR er auðugur af lifandi góðgerlum sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að bæta meltinguna og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Hann inniheldur einnig mikið af próteini, kalki og nauðsynlegum vítamínum eins og B12. KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI Toyota á Íslandi býður til sýningar laugardaginn 9. janúar í Kauptúni í Garðabæ, á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ. Fjórir fjórhjóladrifn- ir bílar verða í aðalhlutverki; High- lander Hybrid sem nú er frum- sýndur á Íslandi, 70 ára afmælis- útgáfa Land Cruiser, nýr Hilux með stærri vél og aukinni dráttargetu og RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem njóta mikilla vinsælda. Nýr Toyota Highlander Hybrid kemur nú á markað í fyrsta sinn í V- Evrópu og þar með á Íslandi. High- lander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innan- rými. Þá verður sýndur nýr Toyota Hilux með verulegum breytingum. Toyota Land Cruiser er nú 70 ára orðinn og kominn með endurbætta vél sem eykur afl og hröðun bílsins. Síðast eru nefndir Toyota RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem hafa heldur betur slegið í gegn „Þetta er spennandi sýning fyrir þá sem hafa áhuga á fjórhjóladrifn- um bílum og það er sérstaklega gaman að fá Highlander í hópinn. Þetta er stór fjölskyldubíll og stærsti hybridbíllinn sem Toyota er með. Þetta og fleira eru tíðindi í jeppaheiminum,“ segir Kristinn J. Einarsson, sölustjóri hjá Toyota Kauptúni. Toyota sýnir fjóra fjórhjóladrifna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jeppar Spennandi sýning fyrir þá sem hafa áhuga á fjórhjóladrifnum bílum, segir Kristinn J. Einarsson sölustjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.