Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 23

Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 sem stafar af því hve ákaflega mikið af vörum til og frá Íslandi fer um höfnina í Rotterdam, þó uppruna- landið kunni að vera annað Evr- ópuríki eða lönd í fjarlægum heims- hlutum. Ef Holland er þannig undanskilið hefur Bretland verið stærsti einstaki markaðurinn fyrir íslenskar vörur undanfarin ár og ekki útlit fyrir breytingu á því. Árið 2019 komu 50,6% tekna Ís- lendinga af þjónustuútflutningi frá Evrópuríkjum og rúmlega 3⁄4 hlutar innfluttrar þjónustu komu þaðan. Hlutfall Evrópusambandsríkja (ESB27) í þjónustuútflutningi var 32,4%, að undanskildu Bretlandi. Bandaríkin voru stærsti einstaki markaðurinn fyrir íslenska þjón- ustu árið 2019 (29,7%) og Bretland sá næststærsti (11,9%). Evrópusambandið Evrópusambandið snýst hins vegar ekki aðeins um fríverslun þeirra á milli, heldur er það tolla- bandalag gagnvart umheiminum. Ríki sambandsins hafa sameig- inlega viðskiptastefnu og gera alla fríverslunarsamninga sameiginlega og mega ekki gera slíka samninga upp á eigin spýtur. Af þeim sökum blasir við – miðað við núgildandi fríverslunarsamn- inga Íslands og tollastefnu ESB – að vöruverð á Íslandi myndi hækka með inngöngu í Evrópusambandið. Ísland hefur enda gengið mjög langt í viðleitni sinni til fríverslunar og frjálsræðis í viðskiptum. Sama mynd var raunar dregin upp í greinargerð íslenskra stjórn- valda, sem unnin var samhliða aðild- arviðræðum Íslands og ESB árin 2009-2013. Þar kom fram að aðild að tollabandalagi ESB hefði í för með sér verulegar breytingar á tolla- framkvæmd, margföldun á mannafla tollsins og mikinn kostn- að, en 75% af innheimtum tolli hér á landi hefðu runnið beint til ESB. Að auki hefðu tollabreytingarnar sér- staklega skaðleg áhrif á sjávar- útveg, orkufrekan iðnað og land- búnað. Evra eða dollar Þetta með viðskiptamyntina skiptir einnig miklu máli. Útflutn- ingsgreinar eru afar háðar gengi ís- lensku krónunnar þar sem sam- keppnishæfni vöru og þjónustu veltur að miklu leyti á verði í þeim gjaldmiðli sem hún er seld. Gengi krónunnar hefur einnig áhrif á inn- flutninginn, sterk króna á að endur- speglast í lægra verði á innfluttum vörum. Undanfarin ár hefur verðmæti út- flutningsvöru sem seld er í Banda- ríkjadölum numið nær tvöföldu verðmæti þeirrar, sem seld er í evr- um, í krónum talið. Hins vegar nem- ur innflutningur á vörum sem keyptar eru í evrum meiru en inn- flutningur í dollurum. Því eru utan- ríkisviðskipti ekki eingöngu háð gengi krónunnar heldur einnig gengi helstu útflutningsgjaldmiðla. Þetta skiptir einnig máli í annarri umræðu, sem eru gjaldmiðilsmálin. Þau sjónarmið hafa þannig reglu- lega heyrst í meira en öld að ráð væri að Íslendingar köstuðu krón- unni og tækju upp aðra og gjald- gengari mynt. Síðastliðin ár hefur einkum borið á ákalli eftir því að evran yrði tekin upp hér á landi (einatt sem óbein herhvöt fyrir aðild að Evrópusambandinu), og vísað til þess að hún sé helsta viðskiptamynt landsins. En eins og dregið er fram í skýrslunni, þá er það raunar Banda- ríkjadalur sem þar er í efsta sæti, og hann þar fyrir utan með einstaka stöðu sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Skýrslan kynni því að hafa áhrif á þá umræðu. Fríverslunarsamningar Fríverslunarnet Íslands nær um þessar mundir til 74 ríkja, að með- töldum þremur samningum sem bíða gildistöku. Fríverslunarsamn- ingarnir tryggja í mörgum tilvikum tollfrjálsan aðgang fyrir íslenskar iðnaðarvörur og sjávarafurðir. Þó eru undantekningar frá fullu toll- frelsi fyrir slíkar vörur og má nefna að ýmsar sjávarafurðir bera enn tolla við innflutning til ríkja ESB. Af útflutningstölum Hagstof- unnar fyrir 2019 má sjá að vöruút- flutningur til þeirra ríkja sem Ís- land hefur þegar gert fríverslunarsamninga við nam um 86% af heildarvöruútflutningi árs- ins. Það hlutfall er tæp 74% þegar horft er til samanlagðs útflutnings á vöru og þjónustu. Vöru- og þjón- ustuútflutningur til ríkja sem Ísland hefur hafið fríverslunarviðræður við ásamt hinum EFTA-ríkjunum nam rúmum 2% af heildarútflutningi 2019. Með aðild sinni að EFTA og EES-samningnum hefur Ísland náð að tryggja afar góða samkeppnis- stöðu fyrir íslensk fyrirtæki. Alls ná fríverslunarsamningar Ís- lands til 74 ríkja og landsvæða og tæplega 3,2 milljarða manna, rúm- lega þriðjungs mannkyns. Þá bíður fríverslunarsamningur EFTA og Mercosur, tollabandalags Suður- Ameríku, undirritunar, svo útlit er fyrir að fríverslunarnet Íslands nái brátt til 77 landa og 3,4 milljarða manna. Þá standa yfir viðræður EFTA við Indland, Malasíu og Víet- nam, en þar búa tæplega 1,5 millj- arðar manna. Gangi það allt eftir mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem búa tæplega fimm millj- arðar manna, um 2⁄3 hluta mannkyns. Nýmarkaðir Loks er í skýrslunni fjallað um framtíðarhorfur og hvernig mark- aðir muni að líkindum breytast á næstu árum. Talið er að þungamiðja alþjóðlegrar fríverslunar og við- skipta þokist áfram frá hefð- bundnum mörkuðum í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu til ný- markaðsríkja í Asíu sérstaklega, en einnig í Afríku og Suður-Ameríku. Ekki er dregið úr mikilvægi hefð- bundinna markaðssvæða Íslend- inga, sem okkur standa næst, en hins vegar blasa tækifærin við í austurvegi. Í helstu ríkjum þar er ört vaxandi miðstétt, sem er að til- einka sér nýjar neysluvenjur. Í skýrslunni er lögð áhersla á að Ís- lendingar fylgist grannt með þróun- inni þar og að tryggt sé að net við- skiptasamninga Íslands nái til þeirra markaðssvæða þar sem spáð er mestum vexti á næstu árum. Vöruinnflutningur eftir gjaldmiðlum 2007 til 2019 Heimild: Hagstofan 350 300 250 200 150 100 50 0 milljarðar króna ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 USD EUR GBP NOK ISK DKK SEK Aðrir gjaldmiðlar Útflutningur til 10 helstu viðskiptalanda árið 2019 Heimild: Hagstofan MILLJARÐAR KRÓNA 0 50 100 150 200 250 300 Svþjóð Kína Danmörk Noregur Frakkland Þýskaland Spánn Holland Bretland Bandaríkin Þjónusta Vara mjolka.is Fylgdu okkur á Umferðin á hringveginum árið 2020 dróst saman um 13,6% miðað við árið 2019. Þetta er langmesti samdráttur sem mælst hefur frá því því Vega- gerðin hóf þessar mælingar. Samdrátturinn er tveimur og hálfu sinnum meiri en sá sem mæld- ist á milli áranna 2010 og 2011, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Umferðin í des- ember dróst saman um 7,3 prósent. Mest dróst umferð saman í fyrra um mælisnið á Austurlandi eða um tæplega 29% en minnst, utan höfuð- borgarsvæðis, um Vesturland eða um tæplega 18%. Af einstaka stöðum varð mestur samdráttur um mælisnið á Mýrdals- sandi eða tæplega 72%. Minnstur varð samdrátturinn, ut- an höfuðborgarsvæðis, í Kræklinga- hlíð norðan Akureyrar eða 4,5%. Umferðin á síðasta ári dróst sam- an alla vikudaga en mest á sunnu- dögum eða um rúmlega 18% en minnst á þriðjudögum eða um tæp 11%. Eins og vænta mátti er mest ekið á föstudögum en örlítið óvænt- ara að minnst var ekið á laugardög- um, því alla jafna hafa þriðjudagar haft þá stöðu, segir í frétt Vegagerð- arinnar. Umferðin um 16 lykilteljara Vega- gerðarinnar á hringveginum dróst svipað saman í desember og umferð- in á höfuðborgarsvæðinu eða um 7,3%. Mest dróst umferð saman á Suðurlandi eða um tæp 22% en minnst utan höfuðborgarsvæðis um Norðurland, eða um 12%. Ekki hefur mælst minni umferð í desember á hringveginum síðan árið 2016. Þótt samdrátturinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í desember hafi verið mun minni en mánuðina á und- an þá er samdráttur ársins 2020 fjór- falt meiri en áður hefur mælst. sisi@mbl.is Mesti samdráttur um- ferðar í sögu mælinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Umferðin hefur aldrei dregist jafn mikið saman og í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.