Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í störfum mínum um dagana hef ég kynnst miklum fjölda fólks; flestu góðu, velviljuðu og skemmti- legu. Slíkt er dýrmætt og hefur verið gæfa mín í lífinu,“ segir Helga R. Einarsdóttir á Selfossi. „Ég hef líka reynt eins og aðstæður hafa leyft að missa ekki tengslin við fólk sem mér fellur við. Þetta er kannski hluti af því að hafa áhuga á samfélaginu og vilja lifa og hrærast í atburðum hins daglega lífs.“ Jólagjöf Helgu til fjölskyldu og vina var hennar eigin ævisaga. Bókin heitir Með björtum augum – frá upphafi til eftirlauna. Þetta eru frásagnir Helgu því sem á dagana hefur drifið í 70 ár. Aðdragandinn að útgáfu bókarinnar var langur. Helga segist alla ævi hafa fundið ánægju í því að skrifa eða punkta hjá sér sitthvað sem á dagana hefur drifið. Margt hafi fallið til og sagna- bankinn stækkað með árunum. Margt sé aðeins í handritum og á minnisblöðum. Þá hefur Helga oft skrifað lesendabréf eða pistla sem birst hafa í héraðsblöðum á Suður- landi og annars staðar eftir atvik- um. Samstarfsverkefni mæðgina „Fyrir nokkrum misserum fór ég að blaða í þessum pappírum með Guðmundi Karli, syni mínum, sem hefur starfað við blaðamennsku og útgáfu í mörg ár. Við fundum fljótt í þessu heildstæðan þráð sem reyndar þurfti að spinna betur og bæta ýmsu við. Slíkt var líka gert og úr því varð handrit að bók, sem Guðmundur setti upp og bjó til prentunar,“ segir Helga. „Þetta var samstarfsverkefni okkar mæðg- inanna og við sögðum engum frá, utan hvað maðurinn minn vissi af þessu. Daginn fyrir Þorláksmessu kom bókin úr prentsmiðju og var sett í pakka til ættingja og vina. Þetta var óvænt jólagjöf, og við- brögðin frá því fólki og öðrum sem lesið hafa eru bæði skemmtileg og góð.“ Helga R. Einarsdóttir er fædd á Engi í Grafarholti, sem þá var í Mosfellssveit, í mars 1944. For- eldrar hennar, Einar Hallgríms og Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, höfðu kynnst austur í Hrunamannahreppi og ákveðið að skapa sína framtíð þar. „Móðir mín fór að Engi til að fæða mig en svo var farið með mig austur í appelsínukassa þegar kom- ið var fram í maí á þessu blessaða lýðsveldisári. Þar stofnuðu þau garðyrkjubýlið Garð og þar ólst ég upp,“ segir Helga sem í bókinni greinir frá lífinu í sveitinni, stað- háttum þar og örnefnum. Meira en kók og pylsur „Ég átti skemmtilega æsku og var strax forvitin um allt í umhverfi mínu. Það hefur fylgt mér alla tíð,“ segir Helga sem er elst fjögurra systkina. Hún gekk í barnaskólann á Flúðum, fór síðar í Héraðsskól- ann í Skógum undir Eyjafjöllum og var tæplega tvítug í eitt ár í lýðhá- skóla í Noregi. – Um tvítugt tóku þau svo saman, Helga og Sigurdór Karlsson trésmiður, og byrjuðu að búa, byggja hús og eignast börn, sem urðu þrjú talsins. „Þetta kom eitt af öðru og mér finnst þegar ég lít til baka hafa upplifað ævintýri á hverjum degi,“ segir Helga sem – að ýmsum störf- um um skemmri tíma frátöldum – byrjaði árið 1972 að vinna í sölu- skálanum Fossnesti á Selfossi. „Fyrstu árin voru þetta ígrip, en föst vinna alveg frá því um 1980 eða frá því krakkarnir komust á legg. Að vinna í sjoppunni var óskaplega skemmtilegt, þótt oft væri annríki og vinnudagarnir langir. Þarna stoppuðu rútur með ferðamenn, sveitafólkið renndi við og eins bæj- arbúar á Selfossi. Hundruð fólks á hverjum einasta degi og í þessu starfi kynntist ég ótölulegum fjölda fólks af öllu Suðurlandi og víða frá. Margt af því urðu vinir mínir. Starfið var svo miklu meira en bara að selja kók og pylsur. Ég vann í Fossnesti alveg til ársins 1996 og telst svo til að á mínum 24 árum þarna hafi ég starfað með um 200 manns, kannski fleirum.“ Rithöfundur er stór titill Helga kom til starfa í Sólvalla- skóla á Selfossi árið 1996 og var þar út starfsævina. Í bókinni segist henni svo frá að sér hafi fljótt lærst að komast af við krakkana og eign- ast vináttu þeirra. Gauragangur í unglingsstrákum hafi sjaldnast haft mikla dýpt og oft verið afleiðing vanmetakenndar. Flestum hafi ver- ið auðvelt að ná niður á jörðina. „Skólaárin voru skemmtileg,“ segir Helga sem í bókinni greinir líka frá bæjarbragnum á Selfossi, skondnum atvikum, ferðalögum og fyrirbærum. Margt sé til dæmis minnisstætt frá sumarblómasöl- unni, sem Helga hafði með höndum í mörg ár, hvar hún seldi ræktun frá býli foreldra sinna í Garði. Einnig starfi sínu viðhangandi Karlakór Selfoss, sem Sigurdór eiginmaður hennar hefur starfað með frá stofnun árið 1965. „Já, ég á margt til skrifað sem er óbirt og ég er ekki hætt. Hver veit nema meira komi út í fyllingu tím- ans. Minningar og setningar streyma fram þegar ég sest niður með blað og penna eða við tölvuna. Eins og ég segi frá í bókinni hef ég jafnan verið sátt við þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur; svo sem afgreiðslustörf, blómasölu eða að vinna í grunnskóla. Að fara svo að skrifa bók komin á efri ár er svo líka alveg stórgott. Ég segist vera ritari lífs míns en rithöfundur er kannski of stór titill,“ segir Helga R. Einarsdóttir að síðustu. Fór í sveitina í appelsínukassa  Ævisaga Helgu R. Einarsdóttur var óvænt jólagjöf  Sveitastúlkan sem vann í sjoppunni á Selfossi  Segir það gæfu að kynnast góðu fólki  Er forvitin um umhverfi sitt  Skólastörf og sumarblómin Morgunblaðið/Eggert Höfundur Minningar og setningar streyma fram þegar ég sest niður með blað og penna eða við tölvuna, segir Helga R. Einarsdóttir um ævibók sína. Kynni af góðu fólki í nærumhverfi hennar á Suðurlandi eru meginstef sögu hennar. Bók Lipur texti og skemmtilegar myndir á tæplega 200 blaðsíðum. Nýju samstarfsverkefni fyrir upp- byggingu Seyðisfjarðar, eftir þær hamfarir sem urðu í bænum rétt fyrir jólin, hefur verið hleypt af stokk- unum. Yfirskrift verkefnisins er Sam- an fyrir Seyðisfjörð. Lítill hópur vel- unnara sem tengjast hátíðunum LungA og List í ljósi auk lista- mannasetursins Heima er nú að skipuleggja styrktartónleika þar sem einvalalið íslensks tónlistarfólks kem- ur fram, auk þess sem bryddað verð- ur upp á fleiru skemmtilegu. Styrktartónleikarnir verða haldnir sem streymi á netinu og allur ágóði mun renna til íbúa og samfélagsins á Seyðisfirði. Áformað er að tónleik- arnir hefði haldnir nú í lok janúar og verður tilkynnt um nákvæma dag- setningu von bráðar. Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnunina og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast í nánu samstarfi við ýmsa að- ila í samfélaginu. Í gær voru samfélagsmiðlar átaks- ins settir í loftið, en þar verður veitt einstök innsýn í líf íbúa Seyðisfjarðar auk tónlistarbrota og annars ágætis. Þeir sem leggja vilja málinu lið geta lagt inn á bankareikning 0342-26- 000012 og kennitalan er 530269-2649 Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Bær í sárum eftir hamfarirnar fáeinum dögum fyrir jólin. Listafólkið leggur lið eftir hamfarirnar  Fyrir Seyðisfjörð  Tónleikasteymi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.