Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
BREYTT OPNUN: Virka daga 12-18, laugardaga kl.11-15
COMFORT BRA
Mjúkur teygjanlegur toppur með léttum
púðum inní sem hægt er að taka úr.
Stærðir S-XXL – Verð 4.990,-
DREAM INVISIBLE
Nærbuxur
Litir: Svart, hvítt og beige
Þrjú snið – Tvær í pakka
Verð 3.990,-
ALLT FYRIR
ÞÆGINDIN
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Núverandi hreinsistöð við Kletta-
garða í Sundahöfn uppfyllir gildandi
starfsleyfisskilyrði og reiknað er
með að stöðin geti áfram sinnt hlut-
verki sínu um ókomin ár nema ef til
koma breytingar á lögum og reglum.
Þetta kemur fram í skriflegu svari
Ólafar Snæhólm Baldursdóttur,
upplýsingafulltrúa Veitna, við fyrir-
spurn Morgunblaðsins.
Tilefni fyrirspurnarinnar var að
Faxaflóahafnir voru með til kynn-
ingar drög að tillögu að matsáætlun
vegna mats á umhverfisáhrifum
vegna framkvæmda við dýpkun Við-
eyjarsunds og landfyllinga. Þar kom
m.a. fram að ráðist verði í frekari
landfyllingar við Klettagarða vegna
stækkunar skólphreinsistöðvar
Veitna. Ekki liggur fyrir hvenær
ráðist verður í þessa landfyllingu, að
sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar,
hafnarstjóra Faxaflóahafna.Verkið
sé t.a.m. ekki á fjárfestinga- eða
framkvæmdaáætlun ársins 2021.
Grófhreinsun á skólpinu
Skólphreinsistöðin í Klettagörð-
um var tekin í notkun árið 2002, seg-
ir í svari Ólafar. Í stöðinni fer fram
grófhreinsun, en í því felst að öll föst
efni stærri en þrír millimetrar í
þvermál eru síuð frá skólpinu og að
auki eru fita og sandur skilin frá.
Eftir þessa hreinsun er skólpinu síð-
an dælt út í sjó um 5,5 kílómetra
langa útræsislögn.
Til að mæta auknum kröfum sem
búast má við í lögum og reglum, auk
þess að uppfylla markmið Veitna um
hreinar strendur, meiri nýtingu á
orkustraumum og vegna umhverfis-
sjónarmiða, þarf á næstu árum að
bæta við hreinsiþrepum. Þetta felur í
sér stækkun hreinsistöðvanna við
Klettagarða og Ánanaust. Núver-
andi hreinsistöðvar eru við sjávar-
síðuna og horft er til þess möguleika
að stækka stöðvarnar á landfylling-
um, gerist þess þörf.
Ekki er endanlega búið að meta
þörf á landrými undir mannvirkin en
samkvæmt útreikningum Veitna er
plássþörf fyrir stækkun hreinsi-
stöðvarinnar við Klettagarða u.þ.b.
fimm hektarar.
Þessi áform eru í samræmi við
áætlanir sem fram koma á deili-
skipulagi Klettasvæðis sem var sam-
þykkt 26. október 1999 þar sem fram
kemur afmörkun fyllingar fyrir
seinni þrep hreinsunar, þar sem
heildarstærð fyllingar er 50.000 fm.
Samkvæmt samningi um samein-
ingu Fráveitu Reykjavíkur og Orku-
veitu Reykjavíkur ber Reykjavíkur-
borg að sjá til þess að fráveitan fái
lóðir undir mannvirki. Þetta er talið
nauðsynlegt til að fráveitan geti upp-
fyllt framtíðarkröfur um hreinsun
skólps. Útfærsla skólphreinsistöðv-
arinnar liggur ekki fyrir, en unnið
verður sérstakt mat á umhverfis-
áhrifum fyrir byggingu og rekstur
stöðvarinnar þegar þau áform liggja
fyrir.
Norðan við Laugarnes stendur til
að halda áfram með landfyllingu sem
byrjað var á 2019 og lokið 2020, segir
í drögum að matsáætlun sem verk-
fræðistofan Efla vann. Landfylling
verði lengd til norðausturs og verður
fyrir utan skólphreinsistöð Veitna í
Klettagörðum. Hún muni mæta
stækkunarþörf skólphreinsistöðvar
Veitna og framtíðarlandþörf þeirrar
starfsemi. Ströndin á þessum kafla
sé öll manngerð landfylling, engri
náttúrulegri strandlengju verði
raskað. „Athygli er vakin á því að
umhverfisáhrif skólphreinsistöðv-
arinnar eru ekki til umfjöllunar í
þessu umhverfismati, eingöngu land-
fyllingin. Unnið verður sérstakt mat
á umhverfisáhrifum fyrir byggingu
og rekstur skólphreinsistöðvarinnar
þegar útfærsla og frekari áform
liggja fyrir,“ segir í matsáætluninni.
Hreinsistöð á nýja landfyllingu
Faxaflóahafnir áforma að stækka landfyllinguna við Klettagarða í Sundahöfn Stækkuð skólp-
hreinsistöð Veitna verður á landfyllingunni Stækkun er ekki aðkallandi að óbreyttum reglum
Til stendur að byggja nýjar höf-
uðstöðvar Faxaflóahafna á
þeirri landfyllingu sem tilbúin
er við Klettagarða. Einnig verði
þar aðstaða fyrir dráttarbáta.
Engin ákvörðun hefur verið tek-
in um tímasetningu.
Landfyllingin, sem er rétt
austan Laugarness, hefur verið
umdeild síðan fréttir fóru að
berast af framkvæmdinni. Með-
al annars var á það bent í blaða-
grein í Morgunblaðinu að Laug-
arnestangi væri vinsælt
útivistarsvæði og einstakur út-
sýnisstaður. Byggingar á land-
fyllingunni myndu skyggja á út-
sýnið til Viðeyjar og Viðeyjar-
stofu, sem væri óviðjafnanlegt
á þessum stað.
Miðstöð
hafnanna
LANDFYLLINGIN
Ljósmynd/Efla
Klettagarðar Svona mun landfyllingin líta út í endanlegri mynd. Brúni hlutinn er tilbúinn en sá blágrái er næstur.
www.mats.is
Skólphreinsistöðin Eftir að hreinsun hefur farið fram í hinni öflugu stöð
við Klettagarða er skólpinu dælt út í sjó um 5,5 kílómetra langa útræsislögn.
Allt um sjávarútveg