Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 28

Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Bjóðum upp á gler með blágeislavörn á góðu verði Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð Sími 510 0110 | www.eyesland.is Ath. 10% afsláttur fyrir námsmenn Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn desember var óvenjuúr- komusamur á Norðaustur- og Aust- urlandi og mældist úrkoman þar víða sú mesta sem vitað er um í desem- ber. Mánuðurinn var með snjólétt- asta móti miðað við árstíma en jafn- framt sá vindasamasti í 28 ár. Þetta kemur fram í yfirliti Veðustofunnar um tíðarfar í desember. Mikil úrkomuákefð var á Aust- fjörðum dagana 14. til 18. og féllu miklar aurskriður á Seyðisfirði, sú stærsta þann 18. desember, eins og rækilega hefur komið fram í fréttum. Hleypur tjón af þeirra sökum á hundruðum milljóna króna. Fjöldi desemberúrkomumeta var settur á Norðaustur- og Austurlandi. Til dæmis á Hánefstöðum í Seyðis- firði, Gilsá í Breiðdal, Skjaldþings- stöðum, Vöglum og Sauðanesvita. Mikil úrkoma mældist á sjálf- virkum úrkomustöðvum á Austur- landi. Mest mældist mánaðar- úrkoman á Seyðisfirði, 813,5 millimetrar. Í Neskaupstað mældist úrkoman 628 mm, 587 mm á Fá- skrúðsfirði og 564 mm á Eskifirði. Mikill hluti mánaðarúrkomunnar á þessum stöðum féll á tíu daga tíma- bilinu 9. til 18. Mest var úrkomuákefðin dagana 14. til 18. desember. Heildar- úrkoman á Seyðisfirði þessa fimm daga mældist 577,5 millimetrar. Það er mesta úrkoma sem mælst hefur á fimm dögum á Íslandi. Á Akureyri mældist úrkoman í desember 211,9 millimetrar, sem er fjórfalt meiri en meðalúrkoma ár- anna 1961 til 1990. Úrkoman þar er sú mesta sem mælst hefur á Akur- eyri í einum mánuði frá upphafi mæl- inga árið 1927. Úrkoma í Reykjavík í desember mældist 58,1 mm sem er 74% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úr- koman 87,6 mm og 198,1 mm á Höfn í Hornafirði. Snjólétt var víðast hvar Mánuðurinn var snjóléttur víðast hvar á landinu. Alhvítir dagar í Reykjavík voru tveir sem er 11 færri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Ak- ureyri voru alhvítu dagarnir sjö, þrettán færri en að meðaltali sama tímabils. Meðalvindhraði á landsvísu var mikill, eða um 1,3 m/s yfir meðallagi. Meðalvindhraði í desember hefur ekki verið eins mikill síðan í desem- ber árið 1992, en þá var hann tölu- vert hærri. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Að tiltölu var hlýjast á höfuðborg- arsvæðinu í desember, í innsveitum suðvestan- og vestanlands og á Norðurlandi vestra. Að tiltölu var kaldast á Austurlandi og á annesjum norðanlands. Meðalhiti í Reykjavík í desember var 1,8 stig og er það 2,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Raðast mánuðurinn í 22. sæti af 150 mælingum. Á Akureyri var með- alhitinn -0,6 stig, 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 0,7 stig og 1,3 stig á Höfn í Horna- firði. Kalt var á landinu í byrjun mán- aðar en þó nokkur hlýindi voru á landinu um hann miðjan. Metúrkoma en óvenjulítill snjór Morgunblaðið/Eggert Seyðisfjörður Miklar aurskriður féllu um miðjan desember í kjölfar gríð- arlegrar úrkomu. Tjón af þeirra völdum nemur hundruðum milljóna.  Nýliðinn desember var afar úrkomu- og vindasamur á landinu en jafnframt sérlega snjóléttur Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Lands- virkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Innrennsli í miðlunarlón Lands- virkjunar hefur verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af er vetri. Öll miðlunarlón voru full fram yfir miðj- an október, en frá þeim tíma hefur niðurdráttur verið samfelldur. Um er að ræða Þórisvatn, Hálslón og Blöndulón. Vegna þessa er heildarstaða miðl- ana um áramót ívið lakari en í fyrra. Innrennsli á Þjórsársvæði og í Háls- lón hefur verið með allra minnsta móti. Á móti kemur að orkusala hef- ur verið undir væntingum þannig að miðlunarstaðan nú um áramót er vel þolanleg, segir í fréttinni. Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Hálslón Innrennsli í miðlunarlón var í minna lagi síðastliðið haust. Ekki þarf að skammta rafmagn Sameiginleg rafræn gátt vegna of- beldis fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur, 112.is, sem opnuð var formlega í október, býður nú upp á allar upplýsingar á ensku og pólsku. Þörfin fyrir slíkt upplýs- ingatorg hefur líklega aldrei verið meiri nú í miðjum Covid-19- faraldri, segir í tilkynningu Vefurinn 112.is er allsherjar upp- lýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi, ásamt því að opnað er á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Frú Eliza Reid for- setafrú opnaði enska og pólska hlutann formlega í gær. Ofbeldisgátt á pólsku og ensku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.