Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær 7. janúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.21 Sterlingspund 172.76 Kanadadalur 99.71 Dönsk króna 20.986 Norsk króna 14.915 Sænsk króna 15.524 Svissn. franki 144.53 Japanskt jen 1.2362 SDR 184.05 Evra 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.1655 Hrávöruverð Gull 1946.55 ($/únsa) Ál 2013.5 ($/tonn) LME Hráolía 50.95 ($/fatið) Brent ● Mikil hækkun varð á bréfum í ol- íufélaginu Skelj- ungi í gær í Kaup- höll Íslands, þegar bréfin hækkuðu um 7,57% í rúm- lega 3,3 milljarða króna viðskiptum. Var gengi bréfanna í lok gærdagsins 9,8 krónur hver hlutur. Eins og fjallað var um í Viðskipta- Mogganum í gær lauk yfirtökutilboði Strengs hf. í hlutabréf í félaginu á mánudag, og samþykktu hluthafar sem eiga 2,56% hlutafjár tilboðið. Gengið sem boðið var í þeim viðskiptum var 8,315 krónur hver hlutur. Eftir að yfirtökutilboði lauk var eign- arhlutur Strengs rúm 40%. Iceland Seafood hækkaði Næstmesta hækkun gærdagsins í Kauphöllinni var á bréfum fisksölufyr- irtækisins Iceland Seafood, eða 2,63% í 625 milljóna króna viðskiptum. Þriðja mesta hækkunin varð á bréfum útgerð- arfélagsins Brims, 2,26% í 134 milljóna króna viðskiptum. Mesta lækkun gærdagsins varð á bréfum TM, en þau lækkuðu um 1,97%. Mikil viðskipti með bréf Skeljungs í Kauphöllinni Skeljungur Strengur á 40%. STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fram kom í ViðskiptaMogganum að horfur í ferðaþjónustu væru metnar dekkri eftir að bólusetning reyndist ekki í samræmi við væntingar. Þannig telur Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að það magni kerfisáhættu í greininni að næsta sumar líti ekki lengur jafn vel út. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir að það geti haft mikil efnahags- leg áhrif ef ferðaþjónustan kemst ekki í gang vegna þessa. Í þessu samhengi skipti þó einnig miklu máli framvinda faraldursins erlendis, bólusetning þar og alþjóð- legar takmarkanir á ferðalög. Samkvæmt leiðandi hagvísi Analytica var gert ráð fyrir mögu- legum viðsnúningi í átt að efnahags- bata á öðrum ársfjórðungi. Frestast fram á 3. fjórðung Yngvi segir aðspurður að vegna dekkri horfa í ferðaþjónustu kunni batinn að frestast fram á þriðja fjórð- ung, eða fram yfir mitt þetta ár. Yngvi rifjar upp að hinn leiðandi hagvísir taki m.a. tillit til væntinga almennings um efnahagslífið og at- vinnuástand. Vísar hann þar til væntingavísitölu Gallup sem stóð í 95,4 stigum í des- ember og hafði ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, eða áður en sam- komubann var sett á. Hafa fleiri mælst neikvæðir á horfur en jákvæð- ir (sjá graf) frá ágúst 2018, þegar nið- ursveifla í ferðaþjónustu var hafin. Eins og grafið sýnir ruku vænt- ingar upp eftir að jákvæðar fréttir bárust af þróun bóluefna í nóvember: Hlutfall jákvæðra nær tvöfaldaðist milli október og desember. Nú er spurningin hvernig væntingar þróast í ljósi nýrra upplýsinga um bólusetn- ingu landsmanna í ár. Að sögn Yngva mun það hafa áhrif á væntingar almennings ef hægt gengur að bólusetja þjóðina á næstu vikum og mánuðum. Það geti aftur haft áhrif á útgjöld og framkvæmdir. Loðnuvertíð gæti haft áhrif „Ég er svartsýnn á að við sjáum hraðan viðsnúning í efnahagsmálum án þess að ferðaþjónustan komist al- mennilega á skrið aftur,“ segir Yngvi. Fleiri þættir muni þó hafa áhrif á hagvöxtinn. Meðal annars hvernig loðnuvertíðin verði í ár. Kristrún Frostadóttir, aðalhag- fræðingur Kviku banka, segir það munu hafa slæm áhrif á efnahagsbat- ann ef ferðaþjónustan kemst ekki aftur af stað. Langstærstur hluti at- vinnuleysis sé nú tengdur ferðaþjón- ustu eða afleiddum greinum. „Vandinn við þessa kreppu, eins og bent hefur verið á, er mikið atvinnu- leysi vegna áfalls í greinum sem eru mjög háðar vinnuafli. Ef ferðaþjón- ustan kemst ekki af stað mun lítið draga úr atvinnuleysi. Það er erfitt fyrir fólk að færa sig hratt yfir í önn- ur störf þegar áfallið nær yfir heilar atvinnugreinar, enda umbreyta menn ekki getu og þekkingu sinni á einni nóttu. Sama á raunar við um öll störf sem krefjast nándar í dag og sæta sóttvarnahömlum. Kannanir meðal stjórnenda benda til að fyrir- tæki sem hafi svigrúm séu líka í bið- stöðu og vilji bíða og sjá hvað muni gerast.“ Fækkun í flestum greinum Spurð hvort vísbendingar séu um tilfærslu starfa úr ferðaþjónustu yfir í aðrar atvinnugreinar segir Kristrún almennt fá störf í boði. „Störf hafa tapast í allflestum greinum en áhrifin eru langþyngst í ferðaþjónustu og greinum sem krefj- ast nándar eða mannmergðar. Þegar heilar atvinnugreinar sæta hömlum eða lenda í miklu áfalli eru tækifærin fá, enda færir fólk sig oftast á milli líkra starfa. T.a.m. innan nándar- þjónustugeirans og eins í og úr ferða- þjónustu. Við vitum að þetta er fyrst og fremst ungt fólk, innflytjendur og fólk í láglaunastörfum sem hefur misst vinnuna. Ég er því svartsýn á að þessi tilfærsla geti orðið á skömm- um tíma. Langstærsti hópurinn sem hefur haldið starfinu í þessari niður- sveiflu eru einstaklingar sem hafa al- mennt meiri menntun og hærri tekjur. Fólk sem getur unnið heima hjá sér. Fyrrnefndi hópurinn er því dálítið fastur í þessari stöðu og það er langtímaverkefni að breyta því ef fólk er svartsýnt á endurkomu meiri- hluta þessara starfa á næstunni. Við umbreytum ekki samsetningu vinnu- markaðarins á nokkrum mánuðum, sérstaklega þegar við bætist inn- byggð tregða við sköpun starfa vegna sóttvarnaaðgerða. Svona til- færsla eru nógu erfið í venjulegu ár- ferði,“ segir Kristrún. Hún segir fyrri hluta ársins ekki líta vel út í efnahagslegu tilliti. „Ég held að fólk sé skiljanlega svartsýnt núna. Ég er sjálf frekar svartsýn miðað við stöðuna erlendis,“ segir Kristrún um stöðuna. Dekkri horfur gætu haft áhrif á einkaneysluna  Hagfræðingar segja endurmat í ferðaþjónustu ekki gefa tilefni til bjartsýni Væntingar og atvinnuleysi Júlí 2018 til desember 2020 18% 15% 12% 9% 6% 3% 0% 120 100 80 60 40 20 0 2018 2019 2020 Heimildir: Gallup/Vinnumálastofnun Atvinnuleysi Vísitala *Sé Væntingavísitalan 100 merkir það að jafn margir eru jákvæðir og neikvæðir. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Almennt atvinnuleysi Vegna skerts starfshlutfalls Væntingavísitala Gallup 17,8% 12% 95,4 43,8 102,6 2,2% Baldur Arnarson baldura@mbl.is Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir mikla óvissu um þróunina á vinnumarkaði. Það muni skýrast í janúarlok hvort áhrif kórónu- veirufaraldursins á atvinnuleysið séu að fullu kom- in fram. Þ.e.a.s. hversu margar umsóknir um at- vinnuleysisbætur muni berast í byrjun ársins. Færri umsóknir en í nóvember „Reynslan af íslenskum vinnu- markaði er sú að í erfiðu árferði hef- ur nóvember verið slæmur, desem- ber aðeins betri, janúar slæmur og svo hefur orðið hægur bati. Það voru mun færri umsóknir um atvinnuleysisbætur í desember en í nóvember. Þá hefur janúar farið hægar af stað en nóvember hvað varðar umsóknir um bætur,“ segir Unnur. Það kunni aftur að vera vísbend- ing um að toppinum í atvinnuleysinu sé náð. Aldrei jafn margir án vinnu „Það er mikil óvissa í kortunum. Staðan er mjög slæm en aldrei hafa jafn margir verið atvinnulausir og í nóvember í fjölda talið og hlutfalls- lega. Og ég reikna með að álíka margir verði án vinnu í desember,“ segir Unnur. Almennt hafi þróun faraldursins gríðarleg áhrif á horfur á vinnu- markaði. Atvinnuleysi verði áfram mikið á fyrri hluta ársins, ef ferða- þjónustan kemst ekki í gang. Fyrir vikið muni dreifing bóluefnis hér á Íslandi hafa áhrif á atvinnustigið. Á hinn bóginn gefi það tilefni til nokkurrar bjartsýni að bílaleigur séu í einhverjum mæli farnar að ráða inn fólk. Þá kunni eftirspurn eftir ferðalögum innanlands að styrkja ferðaþjónustuna. Fram kemur í skýrslu Vinnumála- stofnunar í nóvember að þá voru 20.906 einstaklingar án vinnu í al- menna bótakerfinu og 5.448 í skerta starfshlutfallinu, eða alls 26.354. Til að setja síðastnefndu töluna í samhengi voru 154 störf auglýst hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Vísbending um að botninum sé náð  Þó er útlit fyrir mikið atvinnuleysi Unnur Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.