Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Viðbit Ljósmyndari fylgist með tilburðum krumma í miðborginni við að ná sér í viðbit. Ekkert gekk og krummi varð argur. Eggert Í fréttum þessa vetrar hefur fátt annað verið í fréttum en kór- ónuvírusinn. Nema ef vera skyldi bóluefni. Það er því ekki úr vegi að benda lesendum á eitt atriði sem farið hefur hljótt. Á næstu vikum verður auglýstur viðauki við aðalskipulag Reykjavíkur. Aðalskipulagið gildir til 2030, en viðaukinn gildir til 2040. Hús- næðisþörf er mikil í borginni, enda hefur skipulagður skortur á byggingarlóðum leitt til hækk- unar langt umfram almennt verðlag. Kapall sem seint gengur upp Samkvæmt lífskjarasamn- ingnum átti að hefja skipulagn- ingu Keldnalandsins árið 2019. Það hefur ekki verið gert. Í áætl- un um framboð á byggingar- lóðum gerir borgin ráð fyrir að helsta uppbyggingarsvæðið verði á Ártúnshöfða næstu árin, en til að svo megi verða þarf að flytja atvinnufyrirtækin annað. Gert er ráð fyrir að ganga á helsta íbúða- svæðið við Úlfarsárdal og gera það að atvinnusvæði, þvert á fyrri loforð um uppbyggingu. Til að kapallinn gangi upp þarf svo að setja Sæbraut í stokk, en forsenda þess er lega Sunda- brautar. Hún liggur ekki fyrir. Þá gerir borgin ráð fyrir því að byggðar verði meira en 4.000 íbúðir þar sem Reykjavík- urflugvöllur er. Þetta er gert þrátt fyrir að fyrir liggi að flug- völlurinn er ekki á förum. Næstu árin verður barátta um að endurheimta störf í flugrekstri og lítið fjármagn til að byggja þriðja flugvöllinn á suðvesturhorninu. Það er því mikil bjart- sýni að gera beinlínis ráð fyrir því að húsnæðisþörf verði mætt með því að gera ráð fyrir þúsundum íbúða á flug- brautum Reykjavíkurflugvallar. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði á Keldum fyrir en eftir áratug. Ekkert á að byggja íbúðir í Örfirisey eða á BSÍ-reit. Engin hagkvæm byggingarsvæði nýtt en treyst á að flugvöllurinn fari í Hvassahraun. Fyrri áætlanir um nægt framboð bygging- arlands í Reykjavík gengu ekki eftir. Fjölgunin fór annað. Nú er verið að fækka hagkvæmum byggingarsvæðum til næstu 20 ára. Viljandi. Þess í stað er gert beinlínis ráð fyrir því að flugvöllurinn víki þótt nýlega sé búið að semja um að hann verði áfram að óbreyttu. Gatið í áætluninni er gríðarstórt eða sem nemur heilu kjörtímabili þar sem þörf er fyrir um 1.100 íbúðir á ári. Kapall sem skortir lykilspil gengur aldrei upp. Húsnæðisáætlun sem nýtir ekki hagkvæm byggingarsvæði fellur um sjálfa sig. Eftir Eyþór Arnalds » Á næstu vik- um verður auglýstur við- auki við aðal- skipulag Reykjavíkur. Aðalskipulagið gildir til 2030, en viðaukinn gildir til 2040. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Gölluð og galin áætlun Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að atlagan að kórónuveirufaraldr- inum hefur valdið verulegum usla í ís- lensku samfélagi. Þó að aðgerðir stjórn- valda til að halda far- aldrinum í skefjum hafi reynst árangurs- ríkar hafa takmarkanir á virkni samfélagsins að sama skapi haft neikvæðar afleiðingar, m.a. fyrir at- vinnulíf, skóla og íþróttastarf. Ekki verður um það deilt að strangar sóttvarnaráðstafanir hafa á tíðum verið nauðsynlegar til að hefta útbreiðslu smits. En það er ekki síst fólkið í landinu sem á hrós skilið fyrir að hafa undan- tekningarlítið brugðist vel við að- gerðum stjórnvalda, jafnvel þótt þeim hafi fylgt verulegar búsifjar. Það er gleðilegt að tekist hefur að halda fjölda innanlandssmitum inn- an skaplegra marka síðustu vikur og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort nú sé betri tíð í vændum. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að vax- andi fjöldi smita hefur greinst á landamærunum undanfarna daga sem skýrist af því að faraldurinn er enn á miklu flugi í nágrannalönd- unum. Við teljum því mikilvægt að áfram verði lögð áhersla á tvöfalda skimun við komu til landsins og að íhuga ætti að gera hana að skyldu. Við vitum ekki hvernig kórónu- veirufaraldurinn mun þróast á þessu ári því þótt miklar væntingar séu til bóluefnis sem við höfum tryggt okkur þá ríkir óvissa um af- hendingartíma þess. Myndun hjarðónæmis í samfélaginu virðist því ekki alveg í augsýn þannig að við getum tæplega gert ráð fyrir að lífið hér verði komið í eðlilegt horf fyrr en í fyrsta lagi eftir mitt ár 2021. Þangað til við getum útrýmt veirunni verðum við einfaldlega að lifa með henni. Það er því mikil- vægt að huga að því hvernig við getum þraukað næstu mánuði með því að beita hömlum á skyn- samlegan og markvissan máta og forðast jafnframt að fórnarkostn- aðurinn verði okkur um megn. Að okkar mati er brýnt að fyrirliggj- andi þekking og reynsla verði nýtt til að veita vel ígrundaðar tilslakan- ir sem miða að því að auka virkni samfélagsins án þess að því þurfi að fylgja mikil hætta á dreifingu smits. Hvað á þá að heimila og hvað ekki? Að okkar dómi þarf að skil- greina starfsemi og viðburði sem ætti að vera unnt að útfæra með sóttvarnaráðstöfunum sem draga verulega úr smithættu og yrði þá höfðað til ábyrgðar forsvarsaðila á að reglum yrði framfylgt auk þess sem eftirlit yrði með starfseminni. Dæmi um slíka starfsemi eru íþróttaiðkun í líkamsræktastöðvum og ýmiss konar menningarstarf- semi, m.a. sviðslistir. Að sama skapi er mikilvægt að forðast alfar- ið aðstæður sem vitað er að hafa mikla smithættu í för með sér. Þekkt er að hópsýkingar hafa gjarnan myndast þegar fólk hefur komið saman án þess að gæta nægilega að sóttvörnum og er smit- hættan sérlega mikil í lokuðu rými með ófullnægjandi loftræstingu. Þá verður ekki hjá því komist að geta áfengisneyslu sem áhættuþáttar því margar hópsýkingar hafa átt sér stað í tengslum við gleðskap, bæði á skemmtistöðum og í heima- húsum. Kemur það ekki á óvart í ljósi þess að áfengi slævir dóm- greind fólks og dregur úr hæfni til að sinna persónubundnum sótt- vörnum. Af þeim sökum er ástæða til að farið verði varlega í aflétt- ingu takmarkana á afgreiðslutíma vínveitingahúsa. Hafa verður í huga að reglu- bundin hreyfing er mörgum afar mikilvæg. Heilsufarsleg gildi henn- ar eru ótvíræð og margir nota lík- amsþjálfun enn fremur til að létta á áhyggjum og streitu, sem kannski hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir en nú. Þótt margir stundi fjölbreytta útivist eru enn fleiri sem nýta sér líkamsræktarstöðv- arnar í þessum tilgangi. Þær hafa hins vegar verið meira og minna lokaðar frá því í byrjun október síðastliðins og hefur það haft nei- kvæð líkamleg og sálræn áhrif á fjölda fólks. Í staðinn hefur fólk brugðið á það ráð að ganga eða skokka utanhúss en hætt er við að aðstæður til þess versni yfir dimm- ustu vetramánuðina og hafi í för með sér hættu á byltum og jafnvel brotum, ekki síst meðal þeirra sem rosknir eru. Afreksíþróttir hafa verið heim- ilaðar í nokkrum mæli í nágranna- löndunum þrátt fyrir mikla út- breiðslu farsóttarinnar og verður ekki betur séð en vel hafi tekist til. Sú spurning vaknar hvort nýta megi reynslu af afreksíþróttum á farsóttartímum við skipulag íþróttaiðkunar almennings. Það ætti að vera mögulegt að útfæra sóttvarnir á líkamsræktarstöðvum á þann hátt að smithætta sé í lág- marki. Sem dæmi mætti hafa bún- ingsklefa lokaða, takmarka fjölda fólks í æfingasal, framfylgja tveggja metra reglu, gera kröfu um grímuskyldu og hanskanotkun og sótthreinsa búnað fyrir og eftir notkun. Ástundun líkamsræktar við þessar kringumstæðum ætti tæp- lega að leiða til aukinnar smithættu umfram það sem gengur og gerist í samfélaginu. Þá er hugsanlegt að þjálfun í sóttvörnum í tengslum við íþróttaiðkun gæti leitt til aukinnar varfærni í hinu daglega lífi. Sama gæti átt við um nám og ýmsa aðra starfsemi. Ljóst er að viðbragðsaðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar skila mestum árangri ef fólk fylgir í hvívetna settum reglum, ekki síst handhreinsun, tveggja metra reglu og takmarkaðri hópamyndun. Þetta er kjarni málsins ef við viljum hægt og rólega byrja feta okkur aftur í átt að því sem við köllum eðlilegt líf. Eru ekki allir reiðubún- ir að taka þátt í því? Er tímabært að aflétta hömlum vegna COVID-19? Eftir Davíð O. Arnar og Runólf Pálsson » Það er því mikilvægt að huga að því hvernig við getum þraukað næstu mánuði með því að beita höml- um á skynsamlegan og markvissan máta og forðast jafnframt að fórnarkostnaðurinn verði okkur um megn.Davíð O. Arnar Höfundar eru læknar. Runólfur Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.