Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Í upphafi þessa árs
eru tæpir 17 mánuðir
til næstu borgarstjórn-
arkosninga í maí 2022.
Ekki einungis Reyk-
víkingum, heldur öllum
landsmönnum, er ljóst
að það stríð sem geisað
hefur á vettvangi borg-
arstjórnar frá upphafi
þessa kjörtímabils hef-
ur haft lamandi áhrif á
störf ráða og nefnda
borgarinnar. Slík staða bitnar ekki
síst á góðri þjónustu við borgarbúa,
sem þurfa að leita úrlausna erinda
sinna hjá borgaryfirvöldum.
Fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23
voru slæm og dýr mistök. Sú
ákvörðun hefur síður en svo bætt
stjórnsýslu borgarinnar og á stóran
þátt í því upplausnarástandi sem nú
ríkir í borgarstjórn. Fjölgun borg-
arfulltrúa átti sér fyrst stað úr 15 í
21 árin 1982-1986. Sjálfstæðisflokk-
urinn náði meirihluta í borgarstjórn-
arkosningunum árið 1982 og breytti
þeirri ákvörðun. Frá 1986-2018 voru
þeir á ný 15 og stjórnkerfið varð
mun skilvirkara og þjónaði íbúum
miklu betur en nú er raunin á þeim
vettvangi. Frá 2018 hafa borg-
arfulltrúar verið 23 og reynslan af
fjölgun þeirra er afleit.
Ástandið ekki
borgarbúum bjóðandi
Óhætt er að fullyrða að það
ástand sem ríkt hefur í borgarstjórn
frá upphafi þessa kjörtímabils sé
borgarbúum almennt ekki að skapi.
Samstarf meiri- og minnihluta í
borgarstjórn er í flestum mikil-
vægum málum við frostmark.
Málefnaleg umræða um mikilvæg
hagsmunamál borgarbúa og einnig
hvöss gagnrýni minnihluta í um-
deildum málum er nauðsynleg. Sam-
starf borgarfulltrúa ólíkra flokka er
mikilvægt og styrkir borgarstjórn
til framgangs góðra mála. Ekki veit-
ir af nú á viðsjárverðum tímum. Við
lestur fundargerða borgarráðs allt
frá upphafi þessa kjörtímabils blasa
við í flestum mikilvægum málum
langar og ítarlegar bókanir og nán-
ast engin samstaða. Slíkar bókanir
skila ekki miklum árangri, hafa
miklu fremur á sér yf-
irbragð málflutnings
og áróðurs en að borg-
arfulltrúi vilji með
stuttri athugasemd
gera grein fyrir af-
stöðu sinni. Í sam-
þykktum um stjórn
Reykjavíkurborgar
segir m.a.: „Óheimilt
er að færa í gerðarbók
greinargerðir eða
hvers konar skriflegan
málflutning um afstöðu
borgarfulltrúa til mála
sem til meðferðar eru.“
Þessi samþykkt er oft ekki virt.
Átök frá fyrsta degi
Áhugaleysi meirihlutans til að
bjóða upp á eðlilegt samráð og sam-
starf hefur átt stærstan þátt i alvar-
legum samskiptavanda á vettvangi
borgarstjórnar. Þvert á móti hefur
meirihlutinn beitt sér fyrir því að
torvelda störf borgarfulltrúa minni-
hlutans í ráðum og nefndum eins og
kostur er. Til dæmis er það nú
vinnuregla að ekki sé hægt að
leggja fram fyrirspurn um mál í
borgarráði sem snúa að ráðum
borgarinnar, ef flokkur borgarráðs-
fulltrúa á fulltrúa í þeim ráðum sem
varða fyrirspurnina. Með þeirri
ákvörðun er beinlínis verið að tak-
marka aðkomu borgarfulltrúa í
minnihlutanum að málum. Hvað
kemur næst?
Reykvíkingar og aðrir landsmenn
hafa allt frá upphafi þessa kjör-
tímabils vaknað flesta daga við
fréttir úr borgarstjórn sem end-
urspegla þá upplausn, mér liggur
við að segja óeirðir, sem á sér stað á
þeim vettvangi. Frá fyrsta degi nú-
verandi borgarstjórnar hafa hörð
átök einkennt nánast alla fundi
borgarstjórnar og borgarráðs. Þótt
oft áður hafi verið tekist hart á um
einstök deilumál í borgarstjórn hafa
önnur eins samfelld átök og nú fara
fram á þeim vettvangi ekki átt sér
stað áður.
Ekki vinnufriður hjá starfs-
mönnum Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg býr yfir miklum
mannauði í starfsfólki sínu. Enda-
lausar illdeilur borgarfulltrúa í
borgarstjórn, borgarráði og víða
annars staðar í borgarkerfinu hafa
slæm áhrif á vinnuanda og öryggi
starfsmanna. Stöðug illvíg og rætin
átök milli margra borgarfulltrúa
meiri- og minnihluta borgarstjórnar
á opinberum vettvangi, í nefndum og
ráðum borgarinnar, hafa að sjálf-
sögu áhrif á starfsmenn borg-
arinnar.
Sá sem þetta ritar þekkir það
ágætlega frá veru sinni í 28 ár í
borgarstjórn og hafandi fylgst með
borgarmálum nokkuð vel síðustu 10
ár, að embættismenn og aðrir
starfsmenn borgarinnar eru upp til
hópa vandað og gott starfsfólk, sem
vinnur fyrir alla borgarstjórn og alla
íbúa borgarinnar. Þau átakastjórn-
mál sem nú eru nú höfð að leiðarljósi
í borgarstjórn hafa lamandi áhrif á
störf mikilvægra ráða og nefnda í
borgarkerfinu og auðvelda ekki fjöl-
mörgum starfsmönnum borgarinnar
og kjörnum fulltrúum störf sín nema
síður sé.
Tengslin slitnuðu ekki
Auðvitað hafa alla tíð komið upp
alvarleg ágreiningsmál í borgar-
stjórn, en tengslin ekki slitnað á
milli meiri- og minnihluta, eins og nú
hefur gerst. Ég minnist sérstaklega
þeirra ára sem undirritaður átti
samleið með þáverandi borgar-
stjóra, Davíð Oddssyni, þ.e. frá
1982-1991, að þrátt fyrir hörð átök
af og til um ýmis mál var nauðsyn-
legur samráðs- og samstarfsvett-
vangur ávallt til staðar milli borg-
arfulltrúa.
Vinnubrögð á vettvangi borgar-
stjórnar í dag eru ekki bjóðandi
borgarbúum. Nú hefur þetta ástand
varað í hátt á þriðja ár og ekkert
sem bendir til að það breytist.
Starfsfólki borgarinnar og stórum
hluta kjósenda í Reykjavík getur
varla verið skemmt yfir þessari
stöðu, heldur miklu fremur misboð-
ið.
Kjósendur eiga betra skilið
Eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson » „Fjölgun borgarfull-
trúa úr 15 í 23 voru
slæm og dýr mistök. Sú
ákvörðun hefur síður en
svo bætt stjórnsýslu
borgarinnar.“
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv. borgarstjóri.
Lífshamingjan
ræðst að litlu leyti af
því sem hendir okkur,
en mestu leyti af við-
horfum okkar og við-
brögðum. Lífsleiðin er
vandrataður vegur en
jákvæðni er góður
vegvísir.Lítil en stór-
huga þjóð á norð-
urhjara veraldar –
vogskorinni eyju á
berangri Atlantshafs-
ins – byggði lífsbjörg liðinna tíma á
væntingum um bjartari daga. Ís-
lensk tunga ber þess víða merki,
enda skírskotar tungumálið gjarn-
an til jákvæðni og bjartsýni. Fátt
er nefnilega svo með öllu illt að
ekki boði nokkuð gott. Bót fylgir
böli hverju og öll él birtir upp um
síðir.
Fáir kveðja liðið ár með söknuði.
Ástvinamissir, heilsubrestur og at-
vinnuleysi urðu mörgum áfall. Fólk
missti heimili sín, lífsviðurværið og
öryggið. Úr áföllunum verður ekki
lítið gert. Þjóðin hélt í óvissuför
upp mikinn bratta en af bjartsýni
má vona að ferðalagið framundan
verði aflíðandi vegferð í átt að betri
tíð. Verkefnin framundan verða
krefjandi – en með réttu hugarfari
má draga lærdóm og leita tæki-
færa. Um þetta ber dæmisagan af
ferðamanninum og heimamanninum
ágætt vitni.
Eftir stutta dvöl í fjallaþorpi
gekk ferðamaður niður fjallshlíð í
átt að sjávarþorpi. Á niðurleiðinni
mætti hann heimamanni og tóku
þeir tal saman. Ferðamaðurinn
sagðist á leið til sjávarþorpsins og
spurði við hverju mætti búast.
Heimamaðurinn spurði hvaðan
ferðamaðurinn væri að koma og
hvernig honum hefði líkað. Ferða-
maðurinn sagðist nýkominn úr
fjallaþorpinu og reynslan hefði ver-
ið hrein hörmung. Hann hefði ekki
skilið tungumálið, hefði verið látinn
sofa á moldargólfi, veðrið hefði ver-
ið skelfilegt og maturinn hreinn
viðbjóður. Heimamaðurinn svaraði
á þá leið að sennilega yrði upplifun
hans af sjávarþorpinu hin sama.
Örfáum klukkustundum síðar
gengur annar ferðamaður niður
fjallshlíðina í átt að
sjávarþorpinu. Hann
mætir heimamann-
inum og spyr við
hverju megi búast í
sjávarþorpinu. Heima-
maðurinn spyr hvaðan
ferðamaðurinn hafi
verið að koma og
hvernig honum hefði
líkað. Ferðamaðurinn
sagðist nýkominn úr
fjallaþorpinu og
reynslan hefði verið
stórkostleg. Hann
hefði ekki skilið tungumálið svo öll
samskipti hefðu farið fram með
áhugaverðum handahreyfingum,
hann hefði verið látinn sofa á mold-
argólfi sem hefði verið ógleymanleg
lífsreynsla og veðrið hefði verið
slæmt sem hefði gert dvölina eft-
irminnilegri. Jafnframt hefði mat-
urinn verið sérkennilegur en
áhugavert hefði verið að setja sig
inn í allar aðstæður heimamanna.
Heimamaðurinn svaraði á þá leið
að sennilega yrði upplifun hans af
sjávarþorpinu sú sama.
Við veljum ekki allar aðstæður
okkar en við eigum val um við-
brögð. Lífshamingjan ræðst að litlu
leyti af því sem hendir okkur, en
mestu leyti af viðhorfum okkar og
viðbrögðum. Lífsleiðin er vandrat-
aður vegur en jákvæðni er góður
vegvísir.
Góður dagur byrjar að morgni.
Nýtt ár slær nýjan tón. Verkefnin
fram undan eru ærin en í þeim fel-
ast jafnframt fjölmörg tækifæri.
Horfum björtum augum fram á
veginn. Hin íslenska bjartsýni mun
koma okkur langt. Gleðilegt ár.
Íslenska bjartsýnin
Eftir Hildi
Björnsdóttur
Hildur
Björnsdóttir
» Lífshamingjan ræðst
að litlu leyti af því
sem hendir okkur, en
mestu leyti af viðhorfum
okkar og viðbrögðum.
Lífsleiðin er vandratað-
ur vegur en jákvæðni er
góður vegvísir.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks.
hildurb@reykjavik.is
Áburðarverk-
smiðjan í Gufunesi
lagði niður starfsemi
árið 2001 eftir
sprengingu í amm-
oníakshúsi verksmiðj-
unnar. Þar með lauk
merkilegri sögu í iðn-
aðarframleiðslu okkar
Íslendinga, en bygg-
ing verksmiðjunnar
var fjármögnuð með
Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna
árið 1954.
Verksmiðjan notaði vatn, loft og
orku til framleiðslu áburðarins.
Í verksmiðjunni voru gerðar
nokkrar veigamiklar breytingar á
æviskeiðinu, sérstaklega er um að
ræða breytingar á geymslu amm-
oníaks og blöndunarhúsi eða
NPK-byggingu verksmiðjunnar,
en þar var lokaferli í fram-
leiðslukerfi hennar. Áburðurinn
eða afurðin, sem var amm-
oníumnítrat, var bættur með
íblöndunarefnum sem juku gæði
áburðarins og fjölbreytileika.
Ammoníak er aðalefnið í fram-
leiðslu áburðarins og gerðar voru
þær umbætur að reisa kúlulaga
geymi á verksmiðjusvæðinu, 1.000
m3 að stærð. Skip þurftu að flytja
ammoníakið til landsins og komu
þau reglulega í nokkur skipti á ári
hverju.
Tvö alvarleg atvik
áttu sér stað í verk-
smiðjunni. Seinna at-
vikið varð verksmiðj-
unni að fjörtjóni og
leiddi til stöðvunar
reksturs. Það var
sprenging í amm-
oníakshúsi hennar ár-
ið 2001.
Fyrra atvikið átti
sér stað annan í pásk-
um 1990, en það var
mjög hættulegur
bruni skv. mínu mati
á toppi ammoníaksgeymiskúl-
unnar. Mat þetta studdu þýski
efnaiðnaðarrisinn BASF, ráðgjaf-
arfyrirtækið Technica, Danska
vinnueftirlitið og Landesamt für
Immissionschutz Nordrhein-
Westfalen. Íkveikjuvaldar voru
taldir geta verið tveir rafknúnir
mótorlokar, sem voru uppi á toppi
kúlunnar (mistök eftirlitsaðila) og
þau mistök verksmiðjustjórnar að
setja plaströr á útöndunarloka á
toppi kúlunnar, sem braut í bága
við öryggisreglur um örugga
vinnu á toppi kúlunnar.
Löndun á ammoníaki úr amm-
oníaksskipi leysti þessa hættulegu
atburðarás úr læðingi eftir að
löndunarbarki sprakk við upphaf
löndunar. Eldar léku um yfirborð
kúlunnar, reyndar á afmörkuðu
svæði í kringum þennan útblást-
ursloka. Ýtrustu (alvarlegustu) af-
leiðingar hefðu getað orðið þær að
allt innihald geymisins, sem á
þeim tímapunkti var rúmlega 100
tonn, hefði farið út í umhverfið og
valdið þar spjöllum og hugs-
anlegum mjög alvarlegum afleið-
ingum jafnvel dauða og áttunar-
vanda starfsmanna og annarra í
umhverfinu, allt eftir því hvaðan
vindur blés. Ekki má gleyma hug-
rekki Þórðar Bogasonar, slökkvi-
liðsmanns og ökukennara, sem
setti sig í lífshættu er hann stökk
með hraði upp stigann á kúlutopp-
inn og náði að slökkva vetniseld-
inn á síðustu stundu.
Vídeóupptöku sem sýnd var í
sjónvarpi RÚV sama kvöld var
breytt og skornar voru út senur
sem sýndu ráðaleysi og fát verk-
smiðjustjóra og aðdraganda at-
burðanna, sem var löndun á amm-
oníaki í kúlu úr ammoníaksskipi.
Þennan atburð rannsakaði ég
sem deildarverkfræðingur Vinnu-
eftirlitsins og lét taka sýni úr kúl-
unni við botnloka hennar. Mikið
magn af vetni fannst í þessu sýni.
Þrjár rannsóknarstofur voru sam-
mála um þá niðurstöðu. Ég gerði
skýrslu um þessa rannsókn og
skilaði í þremur eintökum á skrif-
stofu forstjóra Vinnueftirlitsins,
áður en ég yfirgaf stofnunina í
ágúst 1991.
Árin liðu og ekki var mikil um-
fjöllun um hættur tengdar rekstri
verksmiðjunnar, en skyndilega ár-
ið 2001 berast fregnir af spreng-
ingu í ammoníakshúsi verksmiðj-
unnar
Sprengingin var raunverulegt
slys og því mun alvarlegra en
fyrra „slysið“ og flaug þá 7,5
tonna steypustykki í umhverfið,
en ekkert manntjón varð sem bet-
ur fer. Vinnueftirlitið gerði
skýrslu um seinna slysið
(www.vinnueftirlit.is) og „nú var
vetni“ greint sem frumorsök
sprengingarinnar. Rekstur verk-
smiðjunnar var stöðvaður eftir
þessa sprengingu og líftíma henn-
ar því lokið.
Hvað er hægt að læra af þessu
dæmi?
Þekking sem varð til við rann-
sókn fyrra slyssins (óhappsins)
var ekki nýtt í þágu slysavarna!
Hvorki Vinnueftirlit né verk-
smiðjustjórn Áburðarverksmiðju
vildu læra af atburðinum eða taka
ábyrgð á honum. Nauðsynlegt er
að finna frumorsakir í orsaka-
keðju sem leiðir til slyss en það
getur orðið viðkvæmt. Mikilvægt
er að draga fram orsakir, en ekki
að búa til sökudólga. Mannleg
mistök eru eðlileg og í stór-
slysaumhverfi verður ávallt að
greina orsakir mjög ítarlega, eig-
inlega verða stjórnendur að fara í
naflaskoðun og nota greining-
arniðurstöður úr þeim til að efla
varnir.
Í greiningarvinnu á slíkum
verksmiðjum er kerfisverkfræði
mikilvæg auk þekkingar á efna-
ferlum.
Kerfisgreining er tiltölulega ung
fræðigrein og ýmsir fræðimenn
telja að hún hafi komið fram upp
úr 1950 og sé tengd framþróun í
tækni kjarnorkuvera. Ljóst er að
notkun fræðigreinarinnar getur
haft mikil fjárhagsleg áhrif í sam-
félaginu, ef það tekst að ná fram
hagkvæmum lausnum, t.d. orku-
sparnaði í stóriðju, og þar eru ef-
laust mörg tækifæri enn vannýtt.
Þegar litið er yfir farinn veg í
málefnum verksmiðjunnar þá
verður ekki fram hjá því horft að
framleiðslan hafði mikil áhrif á
landbúnaðinn í landinu, en ekki er
eingöngu hægt að byggja á líf-
rænum áburði. Kjarninn var nýtt-
ur víðar, til að mynda til sprengi-
efnaframleiðslu. Blöndun kjarna
með olíu í ákveðnum hlutföllum er
í reynd framleiðsla á sprengiefn-
inu ANFO en það var mikið notað
við framkvæmdir hér á landi.
Vinnueftirlitið leyfði notkun
með reglum og ákveðnum tak-
mörkunum.
Endalok Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi
Eftir Stefán
Einarsson » Þekking sem varð til
við rannsókn fyrra
slyssins (óhappsins) var
ekki nýtt í þágu slysa-
varna!
Stefán Einarsson
Höfundur er áhættufræðingur og
efnaverkfræðingur.