Morgunblaðið - 07.01.2021, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Fallinn er frá fyrrverandi
samstarfsmaður og góður félagi.
Ímynd hins hrausta manns,
hann Róbert, þurfti að játa sig
sigraðan nú rétt fyrir jólin eftir
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Ég kynntist Róberti fyrst
þegar hann réðst til starfa sem
smíðakennari, eins og það hét
þá, við Breiðholtsskóla. Breið-
holtsskóli var fjölmennur skóli
fjölbreytileikans með úrvalshóp
frábærra kennara sem höfðu
unnið lengi saman.
Í senn sterkan og samrýmdan
hóp en um leið formfastan og
jafnvel nokkuð lokaðan á ýmsum
sviðum.
Í félagslífinu voru konurnar í
skólanum með sinn hóp, við
karlarnir með okkar og svo
skemmtum við okkur öll saman
þess á milli.
Þegar nýr karlkennari kom til
starfa ætluðumst við hinir til að
hann gerði nánast eins og við
sögðum eða jafnvel sögðum
ekki.
Sérstaklega þegar kom að ár-
legum ferðum veiðifélagsins, þá
skipaði kafteinninn niður í hlut-
verk og allir hlýddu.
Fljótt kom í ljós að nýi smíða-
kennarinn var lítið fyrir að láta
ráðskast með sig. Hann sagði
sína meiningu, kom jafnt fram
við alla og honum hentaði betur
að leiða en vera leiddur. Við hin-
ir sáum fljótlega að þennan
mann yrði að virkja til góðra
verka þar sem illa gengi að
temja hann. Róbert fann sitt
hlutverk í hópnum, hvort sem
það var að hlaupa eftir rjúpu
upp um fjöll, skjóta gæs í skurði,
græja net fyrir misjafnlega
leyfilegar netalagnir, grilla að
kveldi lambalæri í holu eða
spjalla og hlusta á góðan djass
eftir matinn.
Í þessari samveru komu fram
þau karaktereinkenni sem
prýddu Róbert. Hann var harð-
duglegur, ósérhlífinn, ráðagóð-
ur, hjálpsamur og góður vinur
vina sinna.
Fyrir hönd okkar veiðifélag-
anna í VKKB þakka ég allt bras-
ið við veiðarnar og allar ógleym-
anlegar samveru- og
gleðistundir sem við áttum til
fjölda ára.
Róbert var mikill keppnis-
maður í öllu sem hann fékkst við
og þoldi illa að tapa. Þegar við
kennararnir kepptum við eldri
nemendur okkar í körfubolta,
hinum fagra leik án snertingar,
kom það fyrir í jöfnum leik að
varnartilbrigði Róberts kölluðu
á miklar kvartanir hjá okkar
ágætu nemendum. Hann var í
þessu til að vinna.
Róbert var frábær kennari,
fagmaður í smíðum fram í fing-
urgóma og mikill frumkvöðull í
sínu fagi.
Það var sama hvaða nem-
endahópum hann kenndi; hann
nýtti alltaf alla sína fagmennsku
sem kennari til að ná til nemend-
anna. Hann varði þá sem minna
máttu sín og fann styrkleika
þeirra í handiðninni, sem oft
komu bóklegu kennurunum á
óvart.
Hann hafði miklar væntingar
til nemenda sinna og reyndi allt-
af að styrkja þekkingu þeirra og
viðhorf.
Róbert var vel liðinn af nem-
endum, hann hélt uppi réttlátum
aga og góðum kennsluháttum og
fékk í staðinn kurteisi og
frammistöðu frá þeim.
Við leiðarlok vil ég þakka Ró-
berti fyrir frábært samstarf og
samveru í gegn um árin. Sem
fyrrverandi skólastjóri við
Breiðholtsskóla vil ég þó allra
mest þakka honum, fyrir hönd
hans fjölmörgu nemenda, alla þá
frábæru kennslu og umhyggju
sem hann veitti þeim.
Minningin um góðan mann og
frábæran kennara mun lifa með
okkur.
Ég færi Helgu og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Ragnar Þorsteinsson.
Það var alltaf
gaman að koma í
smiðjuna til afa og
Jensa frænda, að sjá þegar
„mjólkin“ rann á stálið þegar ver-
ið var að skera lengjur og þegar
stálkrullurnar komu frá renni-
bekkjunum var algjört ævintýri.
Ég fylgdi mömmu ótal sinnum
inn í smiðju og í hvert sinn sá ég
eitthvað nýtt og spennandi. Mig
minnir að um helgar hafi afi
keypt heit vínabrauð fyrir karl-
ana í smiðjunni, þetta voru bestu
vínarbrauð sem ég hef á ævinni
smakkað. Hugsanlega er það góð
minning sem yljar frekar en
bakkelsið, ilmurinn og full kaffi-
stofa af körlum að spjalla og fá
sér kaffi og heit vínarbrauð.
Afi var klár karl, hann var
mjög góður í skák og kenndi mér
mannganginn. Hann kenndi mér
líka að vinnan göfgar manninn.
Afi vildi ekki skulda neinum neitt
og kenndi mér að eiga fyrir hlut-
unum. Ég minnist þess þegar ég
var 17 ára og var að spá í bíla-
kaup, þá bauðst afi til að selja
mér bíl sem þau Ingibjörg voru
að fara að losa sig við. Við sömd-
um um að ég myndi greiða að lág-
marki 10.000 kr. hver mánaða-
mót, en þar sem ég vann með
menntaskóla var það gerlegt. Það
sat þó í mér að það væri ekki gott
að skulda þannig að ég kappkost-
aði að greiða helst alltaf meira en
Friðrik Hafsteinn
Guðjónsson
✝ Friðrik Haf-steinn Guð-
jónsson fæddist 8.
febrúar 1927. Hann
andaðist 20. desem-
ber 2020.
Útför Hafsteins
fór fram 5. janúar
2021.
10.000 í hverjum
mánuði. Þetta
gladdi afa og þegar
kom að því að ég átti
eftir um 50.000 kr.
af skuldinni sagði
hann: „Jæja Sigrún,
þar sem þú hefur
verið svo dugleg að
greiða af bílnum í
hverjum mánuði og
oft meira en um var
samið ætla ég að
gefa þér restina af skuldinni fyrir
dugnaðinn.“
Afa þótti gaman að dansa og
var virkilega góður dansari. Það
var alveg óþarfi að kunna neitt í
dansi til að dansa við hann. Afi
elskaði líka að veiða, bæði fara í
laxveiði og vera á sjónum. Hann
átti trillu sem hét Hrólfur og voru
ófá skiptin sem við fengum símtal
um að koma niður á bryggju til að
sækja fisk. Alltaf var ferskur
fiskur á borðum heima, því voru
mikil vonbrigði þegar ég varð
fullorðin og keypti fisk í matvöru-
búð sem var langt frá þeim gæð-
um sem ég átti að venjast úr
æsku.
Ég man að mér þótti leiðinlegt
að afi bauð mér aldrei með í veiði
eða að fara út á sjó með sér en
barnabörn konu hans fengu bæði
að fara í laxveiði og út á sjó með
afa. Afi var af gamla skólanum;
hann sá um að vinna og skaffa til
heimilisins en konan sá um fé-
lagsleg tengsl. Þannig voru heim-
sóknir til okkar færri en til barna-
barna hennar. Mér þótti það
miður en innst inni vissi ég að afa
þótti samt vænt um mig. Hans
leið var að gefa rausnarlegar
gjafir þótt ég hafi alltaf frekar
viljað njóta samvista með honum.
Eftir andlát Ingibjargar og
Jens frænda fannst mér afi
breytast, hann varð þakklátari
fyrir okkur barnabörnin og
barnabarnabörnin. Ég minnist
þess þegar hann lá eitt sinn á
LSH eftir aðgerð og ég var að
þrífa heyrnartækin hans, þá
horfði hann á mig og þakkaði mér
fyrir að sjá svona vel um sig. Við
áttum mörg góð samtöl á þessum
tíma og er ég þakklát fyrir þau.
Afi kvaddi oft með „takk fyrir
komuna“ og voru það hans síð-
ustu orð til mín.
Hvíl í friði elsku afi minn og
takk fyrir allt, nú haldið þið Jens
áfram að smíða á himnum.
Þín
Sigrún.
Kveðja frá Kiwanis-
klúbbnum Heklu
Hafsteinn Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri gekk í Kiwanis-
klúbbinn Heklu 10. desember
1968 og hefur því verið Kiwanis-
félagi í 52 ár. 13. desember 2018
var hann sæmdur 50 ára gull-
stjörnu klúbbsins. Hafsteinn var
ötull og áhugasamur Kiwanis-
félagi, hann var einn af stofn-
félögum Nesklúbbsins sem var
stofnaður 1971. Hafsteinn var þar
forseti 1979-1980 og aftur 1998-
1999, auk annarra embætta sem
hann var valinn til og hann sá
meðal annars um uppsetningu á
Kiwanisklukkunni á Eiðistorgi.
Einnig má þakka honum sérstak-
lega fyrir aðkomu hans við bygg-
ingu Kiwanishússins við Engja-
teig, með dyggum stuðningi.
Hafsteinn gekk aftur í Heklu
þegar Nesklúbburinn var sam-
einaður Heklu 2006.
Við Heklufélagar þökkum Haf-
steini fyrir öll þau störf sem hann
innti af hendi fyrir klúbbinn og
Kiwanishreyfinguna. Við sendum
samúðarkveðjur til aðstandenda.
Fyrir hönd Heklufélaga,
Sighvatur Halldórsson
forseti Heklu.
✝ Axel Kvaranfæddist í Sig-
urhæðum á Ak-
ureyri 7. janúar
1932. Foreldrar
hans voru Ágúst
Kvaran, leikari og
verslunarmaður á
Akureyri, og kona
hans Anna Eva
Catherine Kvaran,
fædd Schiöth.
Systir Axels er
Anna Lilja Kvaran, f. 28. októ-
ber 1935. Systur Axels sam-
feðra eru Þórdís Edda Kvaran,
fædd 21. ágúst 1920, látin 21.
febrúar 1981 og Hjördís
Briem, fædd 2. nóvember
1929.
Axel starfaði
lengst sem aðal-
varðstjóri í lög-
reglunni í Reykja-
vík en var líka um
árabil forstöðu-
maður Skilorðseft-
irlits ríkisins.
Hann var frum-
kvöðull í iðkun sjó-
sunds á Íslandi og
var ötull stuðn-
ingsmaður Knatt-
spyrnufélags Akureyrar alla
ævi. Eftirlifandi eiginkona
hans er Jónína Ósk Kvaran.
Axel lést á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 12. apríl 2020. Vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu fór út-
för fram í kyrrþey.
Faðir minn og alnafni hefði
orðið 89 ára hinn 7. janúar.
Hann lést síðastliðinn páskadag
eftir stutt veikindi. Hann hafði
verið heilsuveill síðustu tvö ár-
in svo að baráttuþrekið var
ekki mikið. Andlát hans fór
hljótt í skugga heimsfaraldurs
og langar mig því að minnast
hans með nokkrum orðum.
Pabbi hafði eins og allir af
hans kynslóð upplifað tímana
tvenna. Hann fæddist á Akur-
eyri á fyrri hluta síðustu aldar.
Akureyri var þá lítill bær og
voru uppvaxtarárin pabba kær.
Á Akureyri hafði á árum áður
sest að mikið af dönsku fólki og
átti pabbi ættir að rekja til
þeirra. Það má því segja að
pabbi hafi alist upp í dansk-
akureyrsku umhverfi og stað-
festi það af eigin reynslu að á
Akureyri var töluð danska á
sunnudögum. Konur í móður-
ætt pabba stofnuðu Lystigarð-
inn á Akureyri. Varð það fastur
liður í heimsóknum norður að
heimsækja Lystigarðinn og
taka hópmynd við brjóstmynd
af formóður okkar Margréti
Schiöth. Ég heimsótti oft Ak-
ureyri með pabba og sakna
þess nú að hafa ekki skráð allar
sögurnar hans úr bæjarlífinu.
Pabbi varð stúdent frá MA.
Útskriftarhópur hans var sam-
heldinn og átti pabbi þar kæra
ævilanga vini.
Pabbi keppti í íþróttum fyrir
KA á yngri árum og var mikill
KA-maður. KA var stofnað á
heimili afa hans og ömmu og
KA-merkið aldrei langt undan.
Bíllinn skartaði KA-fánanum
og þegar einn okkar bræðra
hljóp ofurmaraþon í Suður-Afr-
íku var að sjálfsögðu tryggt að
það væri KA-merki á hlaupa-
bolnum.
Leiðin lá svo til Reykjavíkur
í laganám. Það átti að vera
stutt námsdvöl en aldrei flutti
hann aftur til Akureyrar. Hann
kynntist móður okkar og lífið
tók við. Hann hafði unnið sem
lögreglumaður með náminu og
þar kom að hann hætti námi og
gerði lögreglustörfin að ævi-
starfi. Hann fór til náms til
Bandaríkjanna og var um ára-
bil aðalvarðstjóri í lögreglunni í
Reykjavík.
Í lögreglunni kynntist hann
sjósundi og var frumkvöðull í
þeirri íþrótt ásamt starfsfélaga
sínum Eyjólfi Jónssyni. Synti
hann meðal annars Drangeyj-
arsund og Vestmannaeyjasund.
Þeir félagar ætluðu að reyna
við Ermarsundið en urðu því
miður að hætta við. Sundið var
pabba kært og synti hann ætíð
mikið.
Síðar varð hann forstöðu-
maður Skilorðseftirlits ríkisins
og starfaði þar út starfsævina.
Það starf átti vel við hann og
átti umhyggja hans fyrir skjól-
stæðingum sínum oft ríkan þátt
í að þeir sneru lífi sínu á betri
braut. Ef maður var á gangi
með pabba og hitti skjólstæð-
inga hans vildu þeir alltaf
spjalla og greinilegt að þar var
gagnkvæm virðing.
Pabbi var hægur maður með
mikið jafnaðargeð og eins og
tamt var um menn af hans kyn-
slóð flíkaði hann ekki mikið til-
finningum sínum eða skoðun-
um. Ævi pabba spannaði miklar
breytingar í íslensku þjóðlífi.
Að mér hefur læðst grunur um
að stundum hafi hann átt erfitt
með að fóta sig í þeim miklu
breytingum og umbrotum. Það
var því gott að sjá að síðustu
æviárin virtist pabbi hafa tekið
lífið í sátt og átti áhyggjulaust
ævikvöld í sátt við sig og sína.
Í lögreglunni átti hann í tals-
verðum samskiptum við herlög-
regluna og átti hann þar ævi-
langa vini sem komu síðar oft
til Íslands. Einu sinni var ég á
ferð með einum þeirra og þá
barst talið að Íslandi og því
hversu vel hann nyti þessara
heimsókna. Þá sneri hann sér
að mér og sagði: „And Axel, yo-
ur dad is the nicest man I have
ever met.“ Ég held ég láti það
vera lokaorðin.
Axel Kvaran.
Axel Kvaran
Elskulegur bróðir okkar,
TÓMAS REYNIR HAUKSSON
rafvirkjameistari,
Helsinki, Finnlandi,
lést á heimili sínu í Helsinki föstudaginn
11. desember. Útför hans fer fram
laugardaginn 9. janúar klukkan 8 að íslenskum tíma og verður
streymt á vefslóðinni:
https://hautaus-mononen.fi/palvelut/virtuaalihautajaiset/hautajai
set-tomas-hauksson/ innskráning: tomhauk
Fyrir hönd eiginkonu hans, barna, tengdabarna og barnabarna,
Hafliði Pétursson
Arnar Hauksson
Vilhelmína Hauksdóttir
Loftur B. Hauksson
Kolbrún Hauksdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES HELGASON
rafeindavirkjameistari,
lést á Landakoti K-2 á Þorláksmessu.
Útför fer fram í Bústaðakirkju mánudaginn
11. janúar klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á
slóðinni:https://youtu.be/YOeQSjB2vpY
Fríða Sigurveig Traustadóttir
Sigríður Jóhannesdóttir
Björg Jóhannesdóttir Hringur Sigurðsson
Olgeir Jóhannesson Margareth Hartvedt
Una Jóhannesdóttir Óskar S. Magnússon
Trausti Jóhannesson Steinunn L. Þorvaldsdóttir
barnabörn og langafabörn
Elsku hjartans dóttir mín, mamma okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
MARÍA J. VALGARÐSDÓTTIR
frá Sauðárkróki,
lést laugardaginn 26. desember á
lungnadeild Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 9. janúar
klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir. Athöfninni verður steymt á
vefslóðinni: https://youtu.be/0LTVOLhxLJA
Jakobína R. Valdimarsdóttir
Finna Guðrún Ragnarsdóttir Garðar Smárason
Valgarður I. Ragnarsson Jórunn Sigurðardóttir
Ragna María Ragnarsdóttir Guðmundur Hreinsson
ömmu og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HILMAR PÉTURSSON
rafvirki,
lést fimmtudaginn 31. desember á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 15. janúar klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd.
Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni
https://www.facebook.com/groups/hilmarpetursson/
Kristinn Hilmarsson Sara Bertha Þorsteinsdóttir
Aðalheiður Héðinsdóttir
Hörður Hilmarsson Guðrún Finnsdóttir
afa- og langafabörn
Elskulegur faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur
og frændi,
SIGURGEIR BJARNI GUÐMANNSSON,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Íþróttabandalags Reykjavíkur,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn
30. desember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á Samtök sykursjúkra.
Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson
Elín Guðmannsdóttir
Bára Guðmannsdóttir
Alda Guðmannsdóttir
Anna S. Guðmundsdóttir
Guðmann Sigurgeir, Bára og Bára Vilborg
systkinabörn og aðrir aðstandendur