Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.01.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 ✝ AðalheiðurBenedikta Ormsdóttir fæddist á Hólmavík 30. maí 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 19. desem- ber 2020. Hún var dóttir Orms Haf- steins Samúelsson- ar hreppstjóra, f. 1888, d. 1951, og Jóhönnu Daníels- dóttur, f. 1896, d. 1986. Aðal- heiður átti einn albróður, Jón Ormar, f. 1938, og tvo hálf- bræður samfeðra, þá Jón Ólaf, f. 1920, og Halldór Zakarías, f. 1922, d. 2003, auk uppeldis- bróður sem var Ragnar H. Valdimarsson, f. 1918, d. 1996. Aðalheiður giftist árið 1953 Halldóri Þormari Jónssyni, f. 19. nóvember 1929, d. 14. des- ember 1995. Halldór var við ævilok sýslumaður á Sauðár- króki. Börn þeirra eru: 1) Hanna Björg, f. 29. desember 1952. Hún á tvö börn með Erni Ólafssyni, Rúnar Þór, f. 1974, og Auði Sif, f. 1978. Rúnar er kvæntur Sigríði Láru Geirdal og á hún dótturina Selmu Rán Hlinadóttur, f. 2001. Auður er gift Vali Árnasyni og eiga þau börnin Júlíu, f. 2004, Jóhannes, börnin Sóleyju Pálu, f. 2014, og Elmar Frosta, f. 2018. Sam- býlismaður Unu er Jón Kort Snorrason. Þau eiga soninn Andra Berg, f. 2020. Sambýlis- maður Ólafar er Björn Sindri Eiríksson. Þau eiga soninn Viktor Breka, f. 2018, en Ólöf á dótturina Anítu Maren, f. 2012, með Örvari Andra Sævarssyni. Aðalheiður ólst upp á Hólma- vík og sótti unglingaskóla að Reykjum í Hrútafirði. Hún flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún starfaði í atvinnumálaráðu- neytinu. Aðalheiður stofnaði þar fjölskyldu ásamt Halldóri eiginmanni sínum, en árið 1957 fluttu þau til Stykkishólms og svo til Sauðárkróks árið 1960, þar sem þau bjuggu nær óslitið fram til ársins 1995 þegar Hall- dór lést. Þau bjuggu um tveggja ára skeið á Siglufirði frá 1980-1982. Aðalheiður vann ýmis skrifstofustörf á þessum tíma og síðasta starf hennar var við þinglýsingar hjá sýslu- mannsembættinu á Sauðár- króki. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1996 og bjó þar fram til ársins 2012, en þá flutti hún til Siglufjarðar og bjó þar til ævi- loka. Aðalheiður hafði mikinn áhuga á sagnfræði, ekki síst kvennasögu, trúarbragðafræði og bókmenntum. Hún ritaði bókina „Við Ósinn“ sem kom út 1987 og greinar um sögulegt efni. Úför hennar fer fram frá Fossvogskirkju hinn 7. janúar 2021. f. 2006, og Hönnu, f. 2015. 2) Jón Ormur, f. 5. mars 1954. Hann á börn- in Gunnar Hrafn, f. 1981, með Jónínu Leósdóttur og Klöru Benediktu, f. 2001, og Tómas Jökul, f. 2005, með Auði Eddu Jök- ulsdóttur. Gunnar á dótturina Nínu, f. 2014, með Kolbrúnu Kristínu Karlsdóttur. 3) Ingibjörg f. 28. apríl 1958, gift Hermanni Jón- assyni. Þau eiga börnin Helgu, f. 1976, og Halldór Þormar, f. 1984. Helga er gift Jóni Sal- mannssyni og eiga þau börnin Hermann Inga, f. 1995, og Rut, f. 2001. Hermann er í sambúð með Ólöfu Þóru Tómasdóttur og eiga þau börnin Oliver Ares, f. 2017, og Iðunni Ýri, f. 2018. 4) Halldór Þormar, f. 1964, kvænt- ur Hönnu Björnsdóttur, f. 1960. Hanna á með Sighvati Elefsen börnin Björn, f. 1980, Höskuld, f. 1985, og Unu og Ólöfu, f. 1989. Björn er kvæntur Þórunni Grétarsdóttur og eiga þau börnin Mörtu, f. 2007, Tryggva, f. 2010, og Óttar, f. 2015. Sam- býliskona Höskuldar er Edda Rut Þorvaldsdóttir og eiga þau Í dag kveð ég elskulegu tengdamóður mína Aðalheiði Benediktu Ormsdóttur sem hefur verið stór hluti af lífi mínu til 22 ára. Þessi einstaka kona hefur reynst mér sem móðir, en ég missti móður mína aðeins 31 árs að aldri og vantaði því margt í líf mitt þar til ég kynntist henni. Á meðan hún bjó í Reykjavík þurfti ég oft að vera þar vegna starfa minna og átti með henni margar ógleymanlegar og ljúfar stundir við spjall um heimsmálin, búðar- ferðir og rabb. Stundum komu systur mínar í heimsókn og drukku með okkur kaffi en þær höfðu af henni svipaða upplifun og ég. Hún ræddi oft heimsmálin, enda fylgdist hún vel með öllu sem var að gerast og las fréttamiðla á hverjum degi á fleiri en einu tungumáli. Hún var hafsjór af fróðleik og visku um lífið sem hún miðlaði óspart og þegar hún talaði um sagnfræði, listir og stjórnmál, hlustaði fólk oft agndofa yfir því sem hún hafði fram að færa. Það var alltaf hægt að fræðast við að hlusta á hana eða ræða áhugamál okkar sem voru handavinna, garð- rækt og ferðalög. Eftir hana ligg- ur mikið af fallegri og vandaðri handavinnu, en hún vildi líka leggja sitt af mörkum og heklaði meðal annars tugi teppa sem hún gaf Barnaspítala Hringsins og síð- ar spítölum á Grænlandi. Þetta lýsir henni vel. Við hjónin fórum í nokkur ógleymanleg ferðalög með henni. Þar má nefna siglingu um Breiðafjörð og ferð norður á Strandir. Þetta voru staðir þar sem rætur hennar lágu og hún naut að heimsækja. Hún var alltaf svo ánægð þegar okkur datt í hug að fara í einhverja bíltúra, hvort sem það var til næsta bæjarfélags eða bara út í sveitina og hafði hún orð á hvað við værum dugleg að fara með „gamlingjana“ í bíltúr, en þar átti hún við sig og hundinn okkar Plató, sem henni þótti mjög vænt um. Sú væntumþykja var endur- goldin, enda lumaði hún oft á harðfiskbita og öðru góðgæti. Stundum voru heimsótt kaffihús og blaðað í tímaritum og bókum sem henni þótti nauðsynleg nær- ing fyrir sálina. Aldrei fór hún úr húsi nema uppáklædd því hún var mjög smekkleg og átti falleg, klassísk og vönduð föt. Hún var líka einstakur fagurkeri og safn- aði á langri ævi mörgum fallegum hlutum, sem hún gaf líka af sínu stóra hjarta til þeirra sem kunnu að meta þá. Á 86 ára afmælisdeg- inum hlotnaðist mér sá heiður að vera stödd með henni í Færeyjum, en þangað fórum við ásamt eldri borgurum á Siglufirði. Þetta var staður sem hana hafði langað mik- ið til að heimsækja. Við skemmt- um okkur konunglega og fífluð- umst mikið, eins og við gerðum oft, en mestu máli skipti hvað hún var sæl og ánægð að eyða þessum degi á þessum stað. Hún tengdamóðir mín var ein- stök og yndisleg kona og þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast henni svona náið. Ég hef aldrei kynnst neinum sem bjó yfir slíkri visku og fordómaleysi sem hún átti. Hún tók fjórum börnum mín- um á sama hátt og þau væru henn- ar eigin afkomendur og reyndist þeim ómetanlega vel í alla staði. Ég kveð hana með miklum söknuði en veit að hún er komin á góðan stað. Elsku tengdamamma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og með mér. Hvíldu í friði. Hanna Björnsdóttir. Elsku besta amma Stella. Það er okkur alveg óskiljanlegt að þú sért farin frá okkur og það eru fá orð til yfir það hversu mikið við söknum þín. Það mun taka okkur langan tíma að sætta okkur við að þú ert ekki lengur til staðar með þína miklu ást og umhyggju. Það verður okkur erfitt að koma til Sigló vitandi það að amma Stella verði ekki lengur með okk- ur. Við munum þó á endanum sætta okkur við það, því við vitum að nú ert þú umvafin svo mörgum öðrum sem elska þig eins og við gerum. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér. Þú kenndir okkur systrum svo margt og eitt það dýrmætasta sem þú kenndir okkur, er að vera þakk- látar fyrir lífið. Aldrei höfum við kynnst manneskju sem þakkaði jafn oft fyrir það eitt að fá að lifa svona lengi og að fá að „borga líf- inu til baka“ eins og þú orðaðir það. Allar þær minningar sem við fengum að skapa með þér eru okk- ur ómetanlegar. Við gerðum svo ótalmarga hluti saman og má þá helst nefna pæju- ferðirnar okkar í Portúgal, allar súpurnar sem þú eldaðir fyrir okkur á Kvisthaganum, öll jól og áramót sem við fengum að verja með þér, teppin sem þú heklaðir og sagðir við okkur að það væri „love í hverri lykkju“. Svo rúnt- arnir yfir á Ólafsfjörð til þess að kaupa meira garn, vindlalyktin sem okkur hefur alltaf þótt svo góð og hvað þú varst hrædd við Plató fyrst þegar þið hittust en eftir að þú kynntist honum urðuð þið bestu vinir. Hann var reyndar alltaf ánægður með þig, enda fékk hann reglulega nammi frá þér ef hann bara myndi „gyssa ömmu“. Það var svo gaman að sjá ykkur gamlingjana saman. Sú minning sem er okkur hvað kærust er sú hvað þú varst alltaf góð við okkur og alla þá ást og hlýju sem þú hef- ur umvafið okkur frá því við fyrst hittumst. Þú varst líka svo dugleg að minna okkur systur á hvað þú værir stolt af okkur og að við vær- um bónusbörnin þín. Ekki af því að við unnum í Bónus heldur af því að þér fannst þú hafa verið heppin að fá svona auka börn. Ekki má svo gleyma Unu Theodóru og Ólöfu Theo- dóru sem þú kallaðir okkur systur alltaf og sagðir okkur að Theodóra þýddi guðsgjöf. Okkur er líka minnisstætt hversu fróð og vitur þú varst. Þú kunnir svör og ráð við öllu og það var hægt að tala um allt við þig og fá ráð úr þínum óendanlega djúpa brunni. Það var ótrúlegt að hlusta á þig tala um það sem þú vissir. Þú varst líka svo dugleg að afla þér fróðleiks. Hvort sem það var um tölvuna þína á öllum erlendu miðlunum sem þú skoðaðir eða úr bókum af bókasafninu sem voru svo gamlar sumar að þær voru skrifaðar með bókstafnum z. Ekki má svo heldur gleyma að þú hafir farið í háskóla á þínum efri árum að gamni þínu. Það sem okkur systrum fannst það fyndið á sama tíma og okkur fannst það svo töff. Elsku amma Stella, við lofum því að halda alltaf efst í huganum dýrmætu minning- unum af okkur saman. Þú átt eftir að eignast mun fleiri barnabarna- börn og við lofum þér því amma, að þau fá öll að heyra fullt af sög- um um þig.Hafðu það sem allra best, elsku amma Stella, við elsk- um þig svo heitt. Þínar rúsínu- og rjómabollur, Una og Ólöf. Aðalheiður Benedikta – eða amma Benedikta eins og börnin mín kölluðu hana alltaf – var ein- stök kona í okkar lífi. Börnin þekktu hana af kærleika og gjaf- mildi – og um leið af miklum húm- or og þeirri gleði og þakklæti sem einkenndu hana sífellt meira eftir því sem á ævina leið. Þetta voru ríflega 25 ár sem við áttum sam- leið sem tengdamóðir og tengda- dóttir og fyrir tímann með henni er ég innilega þakklát. Það sem ég tók alltaf mest eftir í fari Aðalheið- ar, umfram það sem börnin mín sáu svo skýrt, var hennar mikli fróðleiksþorsti og þörf fyrir að rannsaka og skilja þá hluti sem áttu hug hennar. Það var saga og réttindabarátta kvenna bæði er- lendis og hér heima, miðaldir hér á landi og í Evrópu og svo guð- fræði, sérstaklega kvennaguð- fræði, sem fönguðu huga hennar mest. Hún kallað þetta grúsk og forvitni en hún náði seint á ævinni að skrifa ritgerðir um kvennasögu sem birtust í tímaritum og bókum. Hún settist líka á skólabekk í Há- skóla Íslands eftir að flytja til Reykjavíkur á sjötugsaldri í kjöl- far andláts Halldórs mannsins síns sem var sýslumaður Skag- firðinga öll þeirra síðustu ár sam- an. Hér syðra sótti hún í nokkur ár námskeið í sagnfræði, bókmennt- um og kynjafræði. Það fór ekki framhjá neinum sem þekkti Að- alheiði vel að þarna var hún að taka upp þráð sem hafði slitnað á unglingsárum og það ekki sárs- aukalaust. Aðalheiður hefði án nokkurs vafa lagt fyrir sig langt háskóla- nám og sennilega eytt starfsæv- inni við einhvers konar rannsókn- ir ef hún hefði átt þess kost. En Ísland, og heimurinn allur, var öðru vísi um miðja síðustu öld og örlög kvenna mótuðust af þröng- um skorðum sem samfélagið setti þeim. Hún fékk hins vegar að sjá tímana breytast og gladdist mjög yfir jákvæðri þróun jafnréttis- mála og verulega auknum tæki- færum kvenna til að gera sig gild- andi á öllum sviðum bæði hér heima og erlendis. Ég hugsa með þakklæti til hennar fyrir stuðning og hvatningu í minn garð og barnanna og gleðst einnig yfir því að hún sjálf fékk að lokum tæki- færi til þess að sinna því því sem hugur hennar stóð alltaf til. Sjálf var Aðalheiður innilega þakklát fyrir sitt líf. Hún átti mjög fallegt ævikvöld þar sem hún las hvern dag dagblöð á þremur tungumál- um, sem hún hafði að mestu kennt sér sjálf, heklaði teppi í hundr- aðavís til fjáröflunar fyrir Barna- spítalann og bágstödd börn víða um heim og hafði yfir fögur ljóð og vitur sem höfðu fylgt henni í gegn- um lífið. Það var fallegt að sjá góð- vildina og þakklætið sem ein- kenndu hana æ meir eftir því sem árin liðu. Börnin okkar Jóns Orms, Klara Benedikta, sem ber nafn ömmu sinnar, og Tómas Jök- ull, syrgja yndislega ömmu. Börnum og barnabörnum Að- alheiðar votta ég mína dýpstu samúð. Ég kveð þessa dugmiklu, kláru og góðu konu af virðingu og með djúpu þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Auður Edda Jökulsdóttir. Aðalheiður Bene- dikta Ormsdóttir Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Elskulegur bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR KRISTINN EINARSSON, Álftarima 3, Selfossi, lést á Ljósheimum mánudaginn 4. janúar. Einar Hólm Ólafsson Jarþrúður Einarsdóttir Sigurbjörn Árnason Margrét Einarsdóttir Sonja I. Einarsdóttir Hrafn Stefánsson Elskulegur eiginmaður minn, HREINN GUNNARSSON, Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi, lést á Fossheimum sunnudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 9. janúar. Í ljósi aðstæðna verður athöfninni streymt á facebooksíðu Hrunaprestakalls www.facebook.com/hrunaprestakall klukkan 15:30. Steinunn Þorsteinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN ÁGÚST, Engjavegi 53, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi sunnudaginn 3. janúar. Guðmunda Auður Auðunsdóttir Auðunn Hermannsson Bergþóra Þorkelsdóttir Birna G. Hermannsdóttir Björn Sigþórsson Hulda Soffía Hermannsdóttir Gunnar Þór Jónsson Auður Á. Hermannsdóttir Guðjón Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MARÍA TÓMASDÓTTIR, húsmóðir og skólaritari, áður til heimilis á Laugalæk 48, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Stafholtskirkju í Borgarfirði, 16. janúar klukkan 13 að viðstaddri nánustu fjölskyldu og ættingjum. Tómas Jóhannesson Pálína Héðinsdóttir Helgi Jóhannesson Gunnlaug Helga Einarsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Skarphéðinn B. Steinarsson Guðmundur Þ. Jóhannesson Laufey Ása Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, SVEINN SVEINSSON sjómaður, Vopnafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sundabúð fimmtudaginn 31. desember. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 9. janúar klukkan 13. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. Streymt verður frá athöfninni í facebookhópnum Útför Sveins Sveinssonar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valgerður H. Friðriksdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. JAKOB MAGNÚSSON fiskifræðingur, lést 1. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. janúar klukkan 15. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni: utfor-dr-jakobs-magnussonar.is Vilhelmína Vilhelmsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.