Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
SUNNUDAGSSTEIK
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Heilt lambalæri á gamla mátann
• Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 12.990 kr.
Pantaðu fyrir kl.18 laugardaginn 9. jan. á info@matarkjallarinn.is eða
í síma 558 0000. Afhent milli 17.30 og 19.00 sunnudaginn 10. jan.
TAKE AWAY
25% afsláttur
af sérstökum Take Away matseðli ef þú sækir
Frí heimsending á pöntunum yfir 10.000 kr.
gildir ekki með öðrum tilboðum.
Aðalstræti 2, 101 Rvk. |www.matarkjallarinn.is
Takmarkað
magn í
boði
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Svokallaðar safahreinsanir njóta
mikilla vinsælda en þær hjálpa lík-
amanum að hreinsa sig og núllstilla.
Að sögn Karenar Jónsóttur sem á
og rekur Matbúr Kaju hefur ásókn-
in farið fram úr björtustu vonum nú
í upphafi árs.
„Ég hef venjulega boðið upp á
svona hreinsanir tvisvar á ári en nú
er ég að fjölga þeim verulega sem
er virkilega ánægjulegt enda hafa
flestir gott af því að hreinsa líkam-
ann með þessum hætti, segir Kaja
en hreinsunin stendur yfir í viku og
fá þátttakendur daglegan skammt
af samsettum söfum sem hugsaðir
eru til að hreinsa og næra líkamann
eins vel og kostur er. Eingöngu er
notað hágæða lífrænt hráefni en
Kaja segir það mikilvægan hluta af
hreinsuninni enda sé eitt af mark-
miðunum að ná sem bestri hreins-
un.
Uppljómun á fimmta degi
„Fólk finnur mikinn mun, segir
Kaja. „Fyrstu tveir til þrír dagarnir
eru erfiðir, sérstaklega þegar fólk
er að fara í hreinsun í fyrsta sinn,
en á þriðja til fimmta degi verður
oft svokölluð uppljómun. Bólgur
minnka og jafnvel hverfa, skapið
verður léttara og svo verður bara
öll líðan svo einstök. Ég fer í safa-
hreinsun tvisvar á ári; á vorin og
svo haustin og það heldur mér
gangandi,“ segir Kaja um safa-
hreinsunina en slíkar hreinsanir
hafa notið mikilla vinsælda og hafa
sannað gildi sitt. „Í upphafi var ég
ein að vesenast í þessu en í gegnum
árin hef ég fengið samferðafólk sem
hefur hrifist af safahreinsunni og í
dag er þetta orðið að námskeiði sem
haldið er tvisvar á ári. Safahreins-
unin er ekki megrunarkúr heldur er
horft á að hvíla líffærin og gefa
þeim tækifæri á að hreinsa út og
fara í smá naflaskoðun og núllstilla
sig. Núllstilling auðveldar að ná
tökum á breyttum lífsstíl og að gera
drastískar breytingar á mataræði.
Safahreinsanir njóta mikilla vinsælda
Mikil ásókn er í safa-
hreinsanir á nýju ári
enda fólk almennt tilbú-
ið að takast á við nýjar
áskoranir og þyrst í taka
til í lífsstílnum með
hækkandi sól eftir þung-
an og erfiðan vetur.
Morgunblaðið/Eggert
Nauðsynlegt Þeir sem prófa að taka alvöru safahreinsun eru yfirleitt ólmir í að endurtaka leikinn. Hægt er að skrá sig á Facebook-síðu Matarbúrs Kaju.
Veganúar er brostinn á með öllum sínum
frábæru vegan-nýjungum og nú hefur Dom-
inós bætt í og er með þrennt meðlæti á mat-
seðlinum sem er vegan en þar af er tvennt
nýtt.
Um er að ræða gömlu góðu brauðstang-
irnar sem núna hafa verið baðaðar í sterkri
cajun kryddolíu, vinsæla kanilgottið sem er
nú bakað úr létta deiginu en þar er notuð
kanilolía í stað kanilsmjörs. Að síðustu eru
það kartöflubátarnir sem eru og hafa alltaf
verið vegan.
Að sögn Helgu Thors, markaðsstjóra
Dominós, er þetta forsmekkurinn að vegan
úrvali á Veganúar og verður bætt við vegan
úrvalið hægt og rólega út janúar. Þess megi
jafnframt geta að pizzan Vegas er vegan
pizza en hún kom á matseðil í fyrra og var
unnin með vegan rýnihópi Dominós. Það sé
kannski ekki hægt að segja að grænkerar
séu stór hópur viðskiptavina hjá Dominós, en
hann fer stöðugt vaxandi auk þess sem Ve-
gas hefur verið vinsæl hjá grænmetisætum
og öðrum sem huga almennt að heilsunni.
Það sé því afar ánægjulegt að geta boðið upp
á breiðara vöruúrval fyrir þann hóp. Vegan veisla Tvennt nýtt vegan meðlæti er nú komið á matseðil Dominós og fleira væntanlegt.
Nýtt vegan meðlæti
á matseðli Dominós