Morgunblaðið - 07.01.2021, Page 58
58 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
WWW.S IGN . I S
Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800
G
U
LL
O
G
D
EM
A
N
TA
R
60 ára Laufey ólst upp
á Smyrlahóli í Hauka-
dal í Dölum en býr í
Garðabæ. Hún er
myndlistarmaður og
rekur Galleríið á Skóla-
vörðustíg 21 ásamt
Gunnillu Óðinsdóttur.
Laufey er frumkvöðull í menningar-
málum í Garðabæ og var bæjar-
listamaður þar 2009.
Maki: Reynir Einarsson, f. 1956, sölu-
stjóri hjá Ólafi Gíslasyni og Rafborg.
Dætur: Heiðdís Rós, f. 1988, Rebekka
Jenný, f. 1993, og Aðalheiður Dögg, f.
1996.
Foreldrar: Finndís Guðmundsdóttir, f.
1932, d. 2003, og Jens Arinbjörn Jóns-
son, f. 1929. Þau voru bændur á Smyrla-
hóli, en Jens er búsettur í Reykjavík.
Laufey
Jensdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hafðu alla hluti á hreinu svo ekki
komi til misskilnings milli þín og þinna eða
þín og þess opinbera. Annars gæti eitthvað
komi þér óþægilega á óvart.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert með eitthvað á heilanum.
Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er eki
eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er eitthvert agaleysi að hrjá
þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í
lófana og takir þér tak. Stilltu þig og segðu
ekkert að vanhugsuðu máli.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert ekki sá sem allt snýst um,
þótt þér finnist að svo eigi að vera. Reyndu
að einbeita þér að færri hlutum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert önnum kafinn þessa dagana,
þótt einhverjum finnist ef til vill ekki mikið
ganga undan þér. Gættu þess að ofmetnast
ekki þegar árangur erfiðisins næst.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert skýjum ofar því draumar þínir
eru orðnir að veruleika. Allt hefur sinn tíma
og þú verður að sinna starfi þínu af kost-
gæfni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyr-
ir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverf-
inu. Gefðu sjálfum þér gaum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það þarf mikinn innri styrk til
þess að gera það rétta, sérstaklega þegar
það sýnist auðveldara að fara hina leiðina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að venja þig af þessum
stöðugu áhyggjum sem þú hefur af öllum
sköpuðum hlutum. Láttu hverjum degi
nægja sína þjáningu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Aðstæður sem valdið hafa
spennu lagast loksins. Búðu til áætlun um
að annast sjálfa þig, byggja upp það sem þú
nýtur í lífinu og sleppa við skyldur sem bara
íþyngja þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er nauðsynlegt að taka tillit
til hagsmuna annarra, þegar mál, sem
margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. Ykk-
ur vinnst miklu betur í hreinu andrúmslofti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur reynst fyrirhafnarsamt að
láta drauma sína rætast en þó er engin
ástæða til þess að leggja árar í bát. Njóttu
þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt
hönd á plóg.
margfaldan kraftlyftingameistara,
og æfði með honum í fimm ár. Ég
keppti eitthvað í kraftlyftingum, en
lenti svo í meiðslum sem ég náði
ekki að komast út úr svo ég hætti
að keppa. Bíladellan hefur alltaf
fylgt mér frá því að ég var krakki.
Ég er í Bílaklúbbi Akureyrar, en
urlöndunum. Hann er síðan í
Frímúrarareglunni á Íslandi.
Helstu áhugamálin í gegnum tíð-
ina hafa verið bílar og kraftlyft-
ingar. „Ég hef verið viðloðandi
kraftlyftingar, var eitthvað að dingl-
ast á líkamsræktarstöðvunum en
hafði svo samband við Kára Elíson,
F
jölnir Guðmannsson er
fæddur 7. janúar 1981
á Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað, en
ólst upp á Eskifirði.
„Ég var aðallega í bílaleikjum sem
krakki, sem hefur fylgt mér síðan,
var aðeins í körfubolta og fékk
kraftadellu upp frá því,“ segir
Fjölnir.
Fjölnir gekk í grunnskóla Eski-
fjarðar, útskrifaðist sem stúdent af
eðlisfræðibraut Menntaskólans á
Akureyri 2001, lauk cand.med.-
gráðu frá Háskóla Íslands 2011 og
svo sérnámi í heimilislækningum
frá Háskóla Íslands og fékk
sérfræðileyfi í heimilislækningum
2018.
„Ég ákvað á seinustu önninni
minni í menntaskóla að fara í lækn-
isfræði og það var ekki ein ástæða
frekar en önnur, ég var til dæmis að
líka að spá í að fara í verkfræði.
Ástæðan fyrir heimilislækningunum
var að ég hafði mjög gaman af því
sem ég var að sinna hverju sinni í
náminu. Ég spáði í að verða bækl-
unarlæknir, lyflæknir og geðlæknir
en komst að þeirri niðurstöðu að
það væri best að fara í heimilis-
lækningar þar sem ég gæti sinnt
þessu öllu upp að einhverju marki
því ef ég færi í eina áttina þá myndi
ég sakna alls hins.“
Eftir kandidatsárið starfaði
Fjölnir við heilsugæsluna í Fjarða-
byggð 2012-14 og eftir það hefur
hann unnið á Sjúkrahúsinu á Akur-
eyri og heilsugæslunni á Akureyri.
„Við höfum verið tíu eða ellefu sér-
fræðingar á heilsugæslunni á Akur-
eyri, það er talsvert undirmannað
en það horfir til betri vegar og verð-
um líklega orðnir fimmtán sérfræð-
ingar hérna eftir þrjú ár. Það er því
ofboðslega mikið að gera.“
Fjölnir hefur þó haft tíma til að
sinna félagsmálum og er formaður
læknaráðs heilsugæslunnar á Akur-
eyri. Hann sat í Stúdentaráði og
stjórn Stúdentaráðs fyrir Háskóla-
listann. Hann var varaformaður
Kraftlyftingafélags Akureyrar
2014-2020 og tók sæti 2020 í
Norðurlandatorfæruráði, eða FIA-
NEZ, sem útdeilir mótum á Norð-
það er einn öflugasti bílaklúbbur
landsins og heldur m.a. kvartmílu-
keppnir, sandspyrnukeppnir og tor-
færukeppnir. Ég keppi og hef dæmt
í torfærukeppnum og stunda jeppa-
mennsku á fjöllum.“ Fjölnir segist
þó ekki getað státað af neinum af-
rekum í torfærunni en nefnir að
Fjölnir Guðmannsson heimilislæknir – 40 ára
Fjölskyldan Eva, Anna Dóra og Fjölnir slaka á heima hjá sér í Hörgársveitinni.
Með nýjan bíl í smíðum
Tekist á loft Fjölnir á bíl sínum, Evu, á Íslandsmótinu í torfæru á
Bílaklúbbssvæðinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 2019.
Torfærukappinn Fjölnir eftir að
hafa fest sig í mýri á Hellu.
50 ára Jóna Heiðdís
ólst upp í Hólmaseli í
Gaulverjabæjarhreppi
en býr í Áshlíð í Hruna-
mannahreppi. Hún er
iðjuþjálfi að mennt og
vinnur á leikskólanum
Brautarholti í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi. Jóna Heiðdís er
djáknakandídat og sér um barnastarf í
Hrunaprestakalli.
Maki: Þorbjörn Sigurðsson, f. 1969, loð-
dýrabóndi.
Börn: Ásbjörn Örvar, f. 1990, Telma Þöll, f.
1993 og Sandra Mjöll, f. 1996. Barnabörn
eru Orri og Gunnhildur Ásbjörnsbörn.
Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson, 1931,
d. 2003, og Jóhanna Gústafsdóttir, f.
1942. Þau voru bændur í Hólmaseli og Jó-
hanna er búsett á Selfossi.
Jóna Heiðdís
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Garðabær Ella Margrét Striz Eriks-
dóttir fæddist 7. ágúst 2020 kl. 2.41.
Hún vó 3.775 g og var 52 cm löng. For-
eldrar hennar eru Erik Tryggvi Striz
Bjarnason og Sólveig Björk Ingimars-
dóttir.
Nýr borgari