Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R 60 ára Laufey ólst upp á Smyrlahóli í Hauka- dal í Dölum en býr í Garðabæ. Hún er myndlistarmaður og rekur Galleríið á Skóla- vörðustíg 21 ásamt Gunnillu Óðinsdóttur. Laufey er frumkvöðull í menningar- málum í Garðabæ og var bæjar- listamaður þar 2009. Maki: Reynir Einarsson, f. 1956, sölu- stjóri hjá Ólafi Gíslasyni og Rafborg. Dætur: Heiðdís Rós, f. 1988, Rebekka Jenný, f. 1993, og Aðalheiður Dögg, f. 1996. Foreldrar: Finndís Guðmundsdóttir, f. 1932, d. 2003, og Jens Arinbjörn Jóns- son, f. 1929. Þau voru bændur á Smyrla- hóli, en Jens er búsettur í Reykjavík. Laufey Jensdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hafðu alla hluti á hreinu svo ekki komi til misskilnings milli þín og þinna eða þín og þess opinbera. Annars gæti eitthvað komi þér óþægilega á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert með eitthvað á heilanum. Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er eki eins langt undan og virðist við fyrstu sýn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Stilltu þig og segðu ekkert að vanhugsuðu máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert ekki sá sem allt snýst um, þótt þér finnist að svo eigi að vera. Reyndu að einbeita þér að færri hlutum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert önnum kafinn þessa dagana, þótt einhverjum finnist ef til vill ekki mikið ganga undan þér. Gættu þess að ofmetnast ekki þegar árangur erfiðisins næst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Allt hefur sinn tíma og þú verður að sinna starfi þínu af kost- gæfni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyr- ir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverf- inu. Gefðu sjálfum þér gaum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það þarf mikinn innri styrk til þess að gera það rétta, sérstaklega þegar það sýnist auðveldara að fara hina leiðina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að venja þig af þessum stöðugu áhyggjum sem þú hefur af öllum sköpuðum hlutum. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins. Búðu til áætlun um að annast sjálfa þig, byggja upp það sem þú nýtur í lífinu og sleppa við skyldur sem bara íþyngja þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er nauðsynlegt að taka tillit til hagsmuna annarra, þegar mál, sem margir eiga aðild að, eru til lykta leidd. Ykk- ur vinnst miklu betur í hreinu andrúmslofti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur reynst fyrirhafnarsamt að láta drauma sína rætast en þó er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Njóttu þess með þeim sem hafa stutt þig og lagt hönd á plóg. margfaldan kraftlyftingameistara, og æfði með honum í fimm ár. Ég keppti eitthvað í kraftlyftingum, en lenti svo í meiðslum sem ég náði ekki að komast út úr svo ég hætti að keppa. Bíladellan hefur alltaf fylgt mér frá því að ég var krakki. Ég er í Bílaklúbbi Akureyrar, en urlöndunum. Hann er síðan í Frímúrarareglunni á Íslandi. Helstu áhugamálin í gegnum tíð- ina hafa verið bílar og kraftlyft- ingar. „Ég hef verið viðloðandi kraftlyftingar, var eitthvað að dingl- ast á líkamsræktarstöðvunum en hafði svo samband við Kára Elíson, F jölnir Guðmannsson er fæddur 7. janúar 1981 á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað, en ólst upp á Eskifirði. „Ég var aðallega í bílaleikjum sem krakki, sem hefur fylgt mér síðan, var aðeins í körfubolta og fékk kraftadellu upp frá því,“ segir Fjölnir. Fjölnir gekk í grunnskóla Eski- fjarðar, útskrifaðist sem stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri 2001, lauk cand.med.- gráðu frá Háskóla Íslands 2011 og svo sérnámi í heimilislækningum frá Háskóla Íslands og fékk sérfræðileyfi í heimilislækningum 2018. „Ég ákvað á seinustu önninni minni í menntaskóla að fara í lækn- isfræði og það var ekki ein ástæða frekar en önnur, ég var til dæmis að líka að spá í að fara í verkfræði. Ástæðan fyrir heimilislækningunum var að ég hafði mjög gaman af því sem ég var að sinna hverju sinni í náminu. Ég spáði í að verða bækl- unarlæknir, lyflæknir og geðlæknir en komst að þeirri niðurstöðu að það væri best að fara í heimilis- lækningar þar sem ég gæti sinnt þessu öllu upp að einhverju marki því ef ég færi í eina áttina þá myndi ég sakna alls hins.“ Eftir kandidatsárið starfaði Fjölnir við heilsugæsluna í Fjarða- byggð 2012-14 og eftir það hefur hann unnið á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri og heilsugæslunni á Akureyri. „Við höfum verið tíu eða ellefu sér- fræðingar á heilsugæslunni á Akur- eyri, það er talsvert undirmannað en það horfir til betri vegar og verð- um líklega orðnir fimmtán sérfræð- ingar hérna eftir þrjú ár. Það er því ofboðslega mikið að gera.“ Fjölnir hefur þó haft tíma til að sinna félagsmálum og er formaður læknaráðs heilsugæslunnar á Akur- eyri. Hann sat í Stúdentaráði og stjórn Stúdentaráðs fyrir Háskóla- listann. Hann var varaformaður Kraftlyftingafélags Akureyrar 2014-2020 og tók sæti 2020 í Norðurlandatorfæruráði, eða FIA- NEZ, sem útdeilir mótum á Norð- það er einn öflugasti bílaklúbbur landsins og heldur m.a. kvartmílu- keppnir, sandspyrnukeppnir og tor- færukeppnir. Ég keppi og hef dæmt í torfærukeppnum og stunda jeppa- mennsku á fjöllum.“ Fjölnir segist þó ekki getað státað af neinum af- rekum í torfærunni en nefnir að Fjölnir Guðmannsson heimilislæknir – 40 ára Fjölskyldan Eva, Anna Dóra og Fjölnir slaka á heima hjá sér í Hörgársveitinni. Með nýjan bíl í smíðum Tekist á loft Fjölnir á bíl sínum, Evu, á Íslandsmótinu í torfæru á Bílaklúbbssvæðinu við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 2019. Torfærukappinn Fjölnir eftir að hafa fest sig í mýri á Hellu. 50 ára Jóna Heiðdís ólst upp í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi en býr í Áshlíð í Hruna- mannahreppi. Hún er iðjuþjálfi að mennt og vinnur á leikskólanum Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jóna Heiðdís er djáknakandídat og sér um barnastarf í Hrunaprestakalli. Maki: Þorbjörn Sigurðsson, f. 1969, loð- dýrabóndi. Börn: Ásbjörn Örvar, f. 1990, Telma Þöll, f. 1993 og Sandra Mjöll, f. 1996. Barnabörn eru Orri og Gunnhildur Ásbjörnsbörn. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson, 1931, d. 2003, og Jóhanna Gústafsdóttir, f. 1942. Þau voru bændur í Hólmaseli og Jó- hanna er búsett á Selfossi. Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn Garðabær Ella Margrét Striz Eriks- dóttir fæddist 7. ágúst 2020 kl. 2.41. Hún vó 3.775 g og var 52 cm löng. For- eldrar hennar eru Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Sólveig Björk Ingimars- dóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.