Morgunblaðið - 07.01.2021, Síða 64
Myndlistarmenn á sýningum
Þrátt fyrir að sýningarsalir hafi lengst af verið lokaðir á liðnu ári af völdum veirufaraldursins var myndlistarlífið samt býsna líflegt og fjöl-
breytilegar sýningar settar upp, í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum. Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og umsjónarmaður
menningarefnis hér í blaðinu, myndaði listamennina sem sköpuðu verkin á mörgum áhrifaríkustu sýningunum – og enn fleiri voru góðar
Margrét H. Blöndal Ein af eftirminnilegustu sýningum liðins
árs var Loftleikur – Aerotics Margrétar í i8 galleríi. Hún stillti
þar fram vatnslitaverkum og skúlptúrum í hárfínu jafnvægi.
Ásgerður árið 1991 Í desember var öld frá fæðingu veflistakonunnar Ás-
gerðar Búadóttur. Áhrifarík yfirlitssýning á verkum hennar var á Kjarvals-
stöðum og í Listasafni Íslands sýning á veflistarverkum henni til heiðurs.
Anna Jóa Á sýningunni Fjörufundum í Nesstofu stillti Anna
fallega fram tveimur röðum verka; úr bókinni Hamir/Sheaths
og verkum innblásnum af ströndinni og menningarminjum.
Gilbert & George Listamennirnir frægu eru hér á vinnustof-
unni í London við módelið að The Great Exhibition í Listasafni
Reykjavíkur, sýningu sem þeir hafa ekki séð en stendur enn.
Sigurður Árni Sigurðsson ÓraVídd er heiti framúrskarandi
yfirlitssýningar á verkum Sigurðar Árna sem enn stendur yfir
á Kjarvalsstöðum, með góðu úrvali eldri verka í bland við ný.
Daði Guðbjörnsson Daði hefur lengi verið í fremstu röð lista-
manna hér sem vinna með grafík. Hann gaf Listasafni Reykja-
nesbæjar 400 verk og var sett upp sýning með hluta þeirra.
Daníel Þ. Magnússon Transit var heiti sýningar Daníels í
Hverfisgalleríi, á litljósmyndum sem hann hefur tekið á
undanförnum áratug, nærmyndum af manngerðum heimi.
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021
Opinberun ársins í myndlistinni var
sýningin Í ljósmálinu með verkum
Gunnars Péturssonar ljósmyndara í
Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin á
verkum Sols LeWitt í Listasafni
Reykjavíkur frábær. Hrífandi var
að sjá samankomin á Kjarvals-
stöðum verkin sem Jóhannes Kjar-
val málaði í Frakklandi árið 1928.
Sýningin Tíðarandi á verkum úr
einkasafni Skúla Gunnlaugssonar í
Listasafni Árnesinga var ánægju-
leg og sýning á raunsæismál-
verkum, Allt sem sýnist, á Kjarvals-
stöðum var mjög vel lukkuð.
Samsýning Myndhöggvarafélags-
ins, Hjólið, í Grafarvogi bauð upp á
fjölbreytileg upplifunarævintýri.
Sú eina sýningaspyrða sem ég sá í
Listasafninu á Akureyri var mjög
góð (Jóna Hlíf Halldórsdóttir,
Heimir Björgúlfsson, Brynja Bald-
ursdóttir) sem og árleg sýning
Safnasafnsins og samsýningin
Gæsahúð í Verksmiðjunni á Hjalt-
eyri. Og ónefndar eru enn margar
minni en áhugaverðar sýningar
sem glöddu á liðnu ári. efi@mbl.is
Sol LeWitt, Gunnar, Kjarval, safn Skúla