Morgunblaðið - 11.01.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
HRÖKKBRAUÐ
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segist enn gera ráð fyrir að
meirihluti Íslendinga verði bólusett-
ur um mitt ár. Hún segir að bólu-
efnasamningar breytist hratt en að-
eins í jákvæða átt. Framleiðslugeta
bóluefnaframleiðenda fari sívaxandi
og því geti horfurnar aðeins batnað.
Richard Bergström, talsmaður Ís-
lands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart
ESB um bóluefnakaup, sagði við rík-
isútvarpið um helgina að hann teldi
að hér á landi yrðu allir fullorðnir
bólusettir um mitt ár. Hann segir
einnig að ESB hafi eyrnamerkt Ís-
landi ríflega milljón skammta af
bóluefni frá fimm framleiðendum;
Pfizer, Moderna, AstraZeneca,
Janssen og Curevac. Spurð út í orð
hans segir Katrín:
„Ég hef áður sagt að mínar vænt-
ingar séu þær að stór hluti þjóðar-
innar verði bólusettur fyrir mitt ár.
Það má einnig segja að hér hafi
gengið mjög vel, það gat enginn séð
það fyrir nokkrum mánuðum að við
yrðum komin á þetta stig,“ segir hún
í samtali við Morgunblaðið.
Hvorki náðist í Svandísi Svavars-
dóttur heilbrigðisráðherra og að-
stoðarmenn hennar né Þórólf
Guðnason sóttvarnalækni við vinnslu
fréttarinnar í gær.
Katrín bendir á að nú þegar fram-
leiðslugeta bóluefnaframleiðenda
aukist þá muni ganga betur að fá
fleiri skammta til landsins. Hlutirnir
muni því aðeins gerast hraðar eftir
því sem líður á og halda áfram að
gerast hraðar og hraðar þar til þorri
landsmanna verði bólusettur. Ný-
lega fékk bóluefni framleiðandans
Moderna markaðsleyfi í Evrópu og
þar með hér á landi líka. Von er á
fimm þúsund skömmtum frá Mod-
erna í janúar og febrúar sem dugar
þá fyrir um 2.500 manns. Eftir það
verður dreifingin hraðari að því er
segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Samningur Íslands við Moderna
kveður á um að hingað til lands komi
128 þúsund skammtar sem duga þá
fyrir 64 þúsund einstaklinga. Þá hef-
ur lyfjarisinn Pfizer tvöfaldað þann
fjölda bóluefnaskammta sem Evr-
ópusambandið fær. Það þýðir að Ís-
land á von á helmingi fleiri skömmt-
um en áður var talið eða um 500
þúsund skömmtum sem duga fyrir
250 þúsund Íslendinga, en hingað til
hefur verið ráðgert að um 284 þús-
und Íslendingar verði bólusettir við
kórónuveirunni.
Þrátt fyrir að
þetta sé ljóst er
þó enn margt á
huldu. Ekki ligg-
ur þannig fyrir
hvenær þessir
500 þúsund
skammtar frá
Pfizer koma til
landsins og yfir
hve langt tímabil.
Þá liggur heldur
ekki fyrir hvenær allir skammtar frá
Moderna og AstraZeneca koma til
landsins. Þetta segir Katrín að eigi
alls ekki bara við um Íslendinga.
„Eðlilega finnst fólki óvissan erfið
en það er nú bara þannig að umræð-
an í löndunum í kringum okkur er
keimlík. Í Bretlandi til að mynda,
þar sem bóluefni voru tekin í notkun
fyrr en annars staðar, þar er umræð-
an svipuð og hér heima,“ segir Katr-
ín um óvissu gagnvart afhendingar-
tíma bóluefna.
Þórólfur Guðnason greindi frá því
í ríkisútvarpinu í gær að það væri
ekki við íslensk stjórnvöld að sakast
að ekki væri hér til meira af bóluefn-
um en raun ber vitni. „Það er ekkert
land með dreifingaráætlun eða tíma-
plan og mér finnst það ekki sann-
gjarnt að vera endilega að skammast
út í ráðherra, heilbrigðisráðherra
eða heilbrigðisráðuneytið varðandi
þetta,“ sagði Þórólfur.
Ísraelar fyrri til
Viðræður Þórólfs og Kára Stef-
ánssonar forstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar við Pfizer hafa enn ekki
borið árangur. Þær hafa snúist um
að fá hingað til lands nægt magn
bóluefnis frá Pfizer á skömmum tíma
til að ná svokölluðu hjarðónæmi í til-
raunaskyni. Þetta mun þó raunger-
ast í Ísrael þar sem samningar hafa
náðst við Pfizer um tilraunaverkefni.
Þar í landi hafa nú um 20% allra full-
orðinna fengið fyrri skammt bólu-
efnis frá Pfizer og í gær var Benja-
mín Netanjahú, forsætisráðherra
Ísraels, bólusettur öðru sinni með
bóluefni Pfizer, fyrstur Ísraela. Til
samanburðar hafa um 1,4% Íslend-
inga verið bólusett, sem er í takt við
löndin í kringum okkur. Kári Stef-
ánsson sagði við mbl.is um helgina
að árangur Ísraels sýndi hversu mik-
ilvægt það gæti verið fyrir ríki
heimsins að geta samið um bóluefna-
kaup á eigin spýtur. Spurður hvort
viðræðum hans við Pfizer væri lokið
sagði Kári: „Það þarf ekki að vera.
Að minnsta kosti er þetta ekki að
hreyfast mjög hratt, svo mikið er
víst. Ég er kominn mjög nálægt því
að gefast upp á þessu en ég er ekki
búinn að gefast alveg upp.“
Katrín heldur sig við fyrri spár
Umræðan um afhendingartíma sú sama í öðrum löndum að sögn ráðherra Bóluefnaboltinn muni
aðeins rúlla hraðar og hraðar á komandi misserum Ísrael og Pfizer gera samning um tilraunaverkefni
AFP
Kári
Stefánsson
Katrín
Jakobsdóttir
Þórólfur
Guðnason
Bólusetning Forsætisráðherra heldur sig við fyrri spá og segist enn vænta þess að þorri landsmanna verði bólusettur við kórónuveirunni fyrir mitt ár.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það eru sóknarfæri á ákveðnum
sviðum samfélagsins. Þar er ég
fyrst og fremst að horfa til íþrótta-
og menningarstarfsemi,“ segir Run-
ólfur Pálsson, prófessor í lyflækn-
isfræði og yfirlæknir á lyflækn-
ingasviði Landspítala. Vísar hann í
máli sínu til takmarkana sem nú eru
í gildi vegna faraldurs kórónuveiru.
Fyrir helgi var ákveðið að slaka á
samkomutakmörkunum úr tíu
manns í tuttugu. Reglugerð heil-
brigðisráðherra tekur gildi 13. jan-
úar, en tilslakanir ná m.a. til íþrótta,
líkamsræktarstöðva og sviðslista.
Hvað líkamsræktarstöðvar varðar
verður starfsemin heimil en þó með
miklum takmörkunum. Þannig
verður einvörðungu opið fyrir hóp-
tíma með tuttugu manns að há-
marki. Ekki verður hægt að fara í
tækjasal. Aðspurður segist Run-
ólfur ekki geta fullyrt hvers vegna
svo sé.
„Ég átta mig ekki alveg á því, en
tækjabúnaðurinn getur borið smit.
Þetta fer eftir því hvernig fólk met-
ur smithættu. Í hóptímum er um að
ræða stórt loftræst rými þar sem
ákveðin fjarlægð er á milli fólks.
Smithættan þar er því takmörkuð,
ég býst við því að þetta sé hugsað
þannig,“ segir Runólfur og bætir við
að hugsanlega sé hægt að opna
tækjasali með ákveðnum takmörk-
unum.
Ákveðnir þættir umdeildir
„Hvað sem verður gert þá þarf að
hugsa það til enda. Ég tel að það séu
sóknarfæri víða ef við hugum að
sóttvörnum. Ef opna á tækjasali
þyrfti að hafa eftirlit með því þar
sem starfsmenn myndu sótthreinsa
búnað að notkun lokinni. Þetta er
allt spurning um áhættumat,“ segir
Runólfur.
Að hans sögn er eðlilegt að ein-
hverjar reglur séu umdeilanlegar.
Þá sé hugsanlegt að skoða verði
ákveðna þætti betur. „Þetta þarf
allt að vera mjög vel ígrundað. Um
leið og smit fer af stað er hætta á að
það dreifist því maður veit aldrei
hvenær smitaður einstaklingur
kemur til sögunnar. Það þarf að
eiga sér stað umræða um hvar sókn-
arfæri séu en auðvitað geta
ákveðnir þættir verið umdeildir.“
Gott eftirlit nauð-
synlegt í ræktinni
Sóknarfæri ef sóttvörnum er fylgt