Morgunblaðið - 11.01.2021, Page 10

Morgunblaðið - 11.01.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú þarf að spretta úr spori og gera fleirum kleift að reyna sig í hestamennskunni. Ég vil leggja mitt af mörkum til að fjölga iðk- endum í þessu skemmtilega sporti, sem ég hef stundað frá barnsaldri,“ segir Guðni Halldórsson sem á dög- unum var kjörinn formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Inn- an vébanda sambandsins eru 43 félög á öllu landinu og í röðum þeirra um 12.500 manns. Fólk sem stundar hestamennsku er þó mun stærri hópur og fá áhugamál njóta meiri vinsælda landans. „Lífleg skoðanaskipti um móta- og keppnishald, áherslur í ræktunarstarfi og einstaka gæð- inga, hverjar séu bestu reiðleið- irnar; þetta og fleira er áberandi umræðuefni í hestamennskunni,“ segir Guðni. „Innan lands- sambandsins hefur oft verið rígur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar og ólík sjónarmið um hvort áhersla á afreksstarf sé á kostnað verkefna í þágu þeira sem stunda hestamennskuna sér aðeins til ánægju. Að of miklu sé varið í þágu landsliðsins í stað þess til dæmis að skapa aðstöðu við hest- húsahverfin, leggja reiðvegi og slíkt er sömuleiðis álitaefni margra.“ Eflt landsliðsstarf hefur skilað sér Um fjögur ár eru síðan Guðni hóf þátttöku í félagsmálum hesta- manna sem fulltrúi í landsliðsnefnd. Lengi tíðkaðist að nokkrum vikum fyrir stórmót erlendis væru bestu knaparnir valdir í landliðið, sem nú starfar árið um kring og fá knap- arnir þar reglulega og fjölþætta þjálfun. Um tuttugu manns eru í lið- inu, auk þess sem búið er að setja á fót landslið knapa 21 árs og yngri. Fyrir efnilegustu unglingana er síð- an svonefnd hæfileikamótun, for- dyri að U21. „Eflt landsliðsstarf hefur skil- að sér, samanber að á heimsmeist- armóti íslenska hestsins í Berlín ár- ið 2019 unnu Íslendingar til sjö gullverðlauna af níu. Árangur á öðrum mótum var sömuleiðis prýðilegur, svo landsliðsfólkið verður sterkar fyrirmyndir og hvatning til unglinganna okkar um að stefna hátt. Því þarf að gera ungmennum auðveldara fyrir að prófa hestamennsku, sem þarf að vera jafngild öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi sem sveitarfélögin styrkja,“ segir Guðni og heldur áfram: „Hestamannafélögin þurfa að bjóða krökkunum að prófa sig í sportinu og komast á bak svo þau og foreldrarnir finni útgjaldalítið hvort hestamennskan henti þeim. Þetta þarf raunar að bjóða fólki á öllum aldri og félaganna er að finna útfærsluna og koma mál- unum í framkvæmd með góðum stuðningi okkar í forystunni. Fyrst og síðast krefst þetta vilja og góðs skipulags.“ Glæsileg aðstaða sköpuð Á sl. fimmtán árum eða svo hefur aðstaða og umgjörð hesta- mennsku í landinu verið bætt til muna með byggingum, stígagerð og fleiru. Meiri peningar en áður eru sömuleiðis en áður í sportinu, sem margir vinna við. Þá hefur víða úti um land verið sköpuð glæsileg aðstaða – reiðskemmur og stór hesthús – sem fært hafa land- búnað í sveitum landsins í nýja vídd. Afsetja geðvonda gripi „Í ræktunarstarfi síðustu ára hefur náðst frábær árangur, ef við skoðum aðeins fárra ára gamlar myndir sést hvað hross í dag eru miklu fallegri og gangbetri en áð- ur. Íslenskir hestar eru því eftir- sóttir víða um heim og í fyrra var 2.321 hross selt úr landi, sem er 53% aukning frá fyrra ári. Eftir- sóttustu stóðhestarnir seljast vænt- anlega á vel yfir 100 milljónir króna svo af því má ráða hve mikið er undir,“ segir Guðni. Vegna kórónuveirunnar var landsmótinu sem halda átti á Hellu sl. sumar frestað til ársins 2022. Ekki þótti gerlegt að landsmót væri á sama ári og heimsmeist- aramót, en það verður í Herning í Danmörku nú í sumar. Hér heima verður hins vegar margvíslegt ann- að sýninga- og keppnishald á árinu, svo sem félaga- og fjórðungsmót, stóðhestasýningar, kappreiðar og útreiða. Sjálfum finnst mér fátt skemmtilegra en stússa í kringum hrossin, moka undan þeim, kemba, fara einn hring og vera í samfélagi með góðu fólki. Leyfa sér svo að dreyma um skemmtilegar hesta- ferðir næsta sumar og þá koma Löngufjörur, uppsveitir Borgar- fjarðar og Dalirnir fljótt í hugann. Þangað fer fjölskyldan oft og finnst gaman.“ fleira skemmtilegt á dagskrá sem hefst strax nú á útmánuðum. Hvað prýðir góðan hest? Að þeir séu ganggóðir og taugasterk- ir er mikilvægast, segir Guðni, sem segir betri menntun tamninga- manna einfaldlega skila betri hrossum. „Svo þarf einfaldlega að afsetja geðvonda gripi, en halda áfram með bestu hestana hvort sem það er í ræktun, keppni eða til Uppbygging og ræktunarstarf í hestamennskunni hefur fært íslenskan landbúnað í nýja vídd Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hestamaður Halda áfram með bestu hestana í ræktun, keppni og til útreiða, segir Guðni Halldórsson með sinn góða hest, Án frá Arnbjörgum á Mýrum sem er undan Sóloni frá Skáney og Birtu frá Borgarlandi. Sprett úr spori Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reiðnámskeið Útreiðartúr er upplifun fyrir krakkana og mikilvægt er að gefa sem allra flestum kost á að kynnast þessu skemmtilega sporti.  Guðni Halldórsson, formað- ur Landssambands hesta- mannafélaga, fæddist árið 1973. Guðni er viðskiptalög- fræðingur frá Háskólanum á Bifröst og starfar sem lögfræð- ingur og ráðgjafi í fyrirtækja- ráðgjöf Íslenskra verðbréfa, við kaup, sölu og samruna fyrir- tækja.  Guðni er Mýramaður aftur í ættir. Er alinn upp á stóru kúa- búi í Þverholtum á Mýrum sem foreldrar hans, þau Halldór Gunnarsson sem nú er látinn og Ragnheiður Guðnadóttir ráku. Guðni býr nú á Skrauthól- um á Kjalarnesi. Hver er hann? Starfshópur sem heilbrigðisráð- herra fól að gera tillögur að bættri barneignarþjónustu, með áherslu á að auka samþættingu milli með- gönguverndar, fæðingarhjálpar og þjónustu við konur í sængurlegu, hefur skilað ráðherra tillögum sín- um. Tillögurnar taka mið af áherslum heilbrigðisstefnu og fela í sér framtíðarsýn til ársins 2030. Niðurstaða starfshópsins felur í sér áherslu á samþættingu þjónust- unnar með teymis- og samvinnu þar sem sérþekking mannauðsins er nýtt til hins ýtrasta, segir í tilkynn- ingu frá ráðuneytinu. Samvinna milli staða Starfshópurinn leggur áherslu á að barneignarþjónusta eigi að vera samfellt þjónustuferli þótt þjónustan sé veitt á mismunandi stöðum og á mismunandi stigum heilbrigðisþjón- ustu. Meðal tillagna hópsins er að skilgreint verði eitt eða fleiri stöðu- gildi héraðsljósmóður með vaktþjón- ustu í dreifðari byggðum þar sem ekki er fæðingarþjónusta. Samvinna verði skipulögð milli stærri og minni fæðingarstaða, með- al annars með tilliti til sérhæfðari þjónustu fæðingar- og kvensjúk- dómalækna. Fjöldi og dreifing fæðingarstaða á landsvísu verði skoðuð sérstaklega og tryggt að ákvarðanir um breyt- ingar þar að lútandi byggist á fagleg- um grundvelli með hliðsjón af öryggi og gæðum þjónustunnar og rétti kvenna til þess að eiga val um barn- eignarþjónustu. Heimaþjónusta í sængurlegu verði veitt af ljósmæðrum í heilsu- gæslu og/eða fyrirtækjum ljós- mæðra sem tryggt geta mönnun þjónustunnar alla daga ársins. Tillögur að bættri barneignarþjónustu  Héraðsljósmóðir verði í dreifðari byggðum landsins Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fæðing Tillögur eru um að sam- hæfa betur fæðingarþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.