Morgunblaðið - 11.01.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2021, Blaðsíða 26
Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik kann enn að skipta um gír og spæna fram úr andstæðingunum eins og það var þekkt fyrir á tímum silf- urdrengjanna. Ekki er nú svo ýkja langt síðan en nógu langt til þess að nýtt lið hefur verið mótað og er ef til vill enn í mótun. Ísland vann Portú- gal með níu marka mun í und- ankeppni EM 2022 á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær 32:23 og stakk gest- ina af í síðari hálfleik en Portúgal hafði fimm marka forskot þegar langt var liðið á fyrri hálfleik. Portúgal var yfir 12:7 en þá skor- aði íslenska liðið fimm mörk í röð. Portúgalska liðið er áhættusækið í þeim skilningi að liðið beitir oft þeirri leikaðferð að taka markvörðinn út af í sókn og sækja með sjö menn. Þegar vel tekst til skapa þeir sér galopin marktækifæri með þessu. Sá böggull fylgir þó skiljanlega skammrifi að missi þeir boltann getur andstæðing- urinn skoraði opið markið. Þetta eru nú handboltaunnendur farnir að þekkja en einnig hefur lið Makedóníu notast við þessa leikaðferð en Ísland og Makedónía dragast ansi oft saman á EM og HM. Svo fór í gær að Ísland skoraði fjögur mörk í röð í opið mark- ið hjá Portúgal og komst þannig inn í leikinn með því að minnka muninn í 11:12. Fram að þessu leist manni satt að segja ekki vel á leik íslenska liðsins. Dauft var yfir mönnum og þegar bar- áttan er ekki fyrir hendi er ekki von á góðu í landsleikjum í íþróttinni. Allt annað var hins vegar að sjá til ís- lenska liðsins í síðari hálfleik og þá virtist leikur þess smella saman bæði í vörn og sókn. Um leið var eins og Portúgalarnir brotnuðu. Þeir höfðu höndlað spennuna nokkuð vel í fyrri leik liðanna og landað sigri en gáfust nánast upp í gær. Ef til vill áttu þeir bara engin svör þegar íslenska liðið fann taktinn. Ekki hjálpaði heldur til fyrir portúgalska liðið að þegar því tókst að komast í góð skotfæri í síðari hálf- leik varði Ágúst Elí Björgvinsson ítrekað frá þeim. Þar sem Ísland vann í gær stærri sigur en Portúgal vann gegn Íslandi á miðvikudag á Ís- land nú alla möguleika á að vinna rið- ilinn og sæti á EM er svo gott sem í hendi. Ísland á eftir að mæta Litháen á útivelli og spila tvívegis gegn Ísrael. Tólf leikmenn skoruðu „Já við eigum að vinna riðilinn úr því sem komið er og það er okkar markmið. Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari] setti dæmið upp á einfaldan hátt og benti okkur á að með því að vinna þennan leik með meira en tveimur mörkum ættum við að geta unnið riðilinn. Við gerðum það og göngum ekki ósáttir frá þessum leik. Níu marka sigur er ekkert lítið á móti Portúgölum sem eiga góða handboltamenn,“ sagði Ágúst þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Ásvöllum í gær. Sameiginlegt átak skilaði góðum sigri í gær. Margir leikmenn fengu að spreyta sig enda skoruðu tólf leik- menn fyrir Ísland í leiknum. Ef taka á einhvern út fyrir sviga í þetta skipt- ið fer best á því að nefna frammistöðu Ágústs í markinu. Hann kom inn á eftir tólf mínútur og varði frábærlega í síðari hálfleik. „Einhvern veginn fundum við ís- lenska hjartað. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra hvernig þetta gerðist í síðari hálfleik en leikmenn Portúgals virtust alveg týna sínum leik um leið. Í fyrri hálfleik var hörkubarátta en í þeim síðari var sama hvað þeir gerðu því við áttum svör við því. Þeir áttu einnig í erf- Gírkassinn í góðu lagi hjá liðinu í aðdraganda HM  Ísland setti í fimmta gír og stakk Portúgal af á Ásvöllum  Fyrir vikið blasir efsta sæti riðilsins við í undankeppni EM 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021 England Bikarkeppnin, 3. umferð: Everton – Rotherham..................... (frl.) 2:1  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn sem vara- maður hjá Everton á 66. mínútu. Arsenal – Newcastle................................ 2:0  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Arsenal. Burnley – MK Dons.................... (1:1) 5:4 (v)  Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 83 mínúturnar með Burnley. Boreham Wood – Millwall....................... 0:2  Jón Daði Böðvarsson kom inn sem vara- maður hjá Millwall á 61. mínútu. Blackpool – WBA ....................... (2:2) 5:4 (v)  Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 99 mín- úturnar með Blackpool. Nottingham Forest – Cardiff .................. 1:0 Luton – Reading ....................................... 1:0 Norwich – Coventry ................................. 2:0 Chorley – Derby ....................................... 2:0 Bournemouth – Oldham........................... 4:1 Stevenage – Swansea ............................... 0:2 Bristol Rovers – Sheffield Utd ................ 2:3 Blackburn – Doncaster ............................ 0:1 Stoke – Leicester ...................................... 0:4 Wycombe – Preston.................................. 4:1 QPR – Fulham.................................. (frl.) 0:2 Exeter – Sheffield Wednesday................ 0:2 Huddersfield – Plymouth......................... 2:3 Brentford – Middlesbrough..................... 2:1 Manchester United – Watford ................ 1:0 Barnsley – Tranmere ............................... 2:0 Crawley – Leeds ....................................... 3:0 Bristol City – Portsmouth........................ 2:1 Manchester City – Birmingham.............. 3:0 Chelsea – Morecambe .............................. 4:0 Cheltenham – Mansfield ................. (frl.) 2:1 Marine – Tottenham................................. 0:5 Newport – Brighton ................... (1:1) 3:2 (v) Þýskaland Augsburg – Stuttgart .............................. 1:4  Alfreð Finnbogason var allan tímann á varamannabekk Augsburg. Staðan: Bayern München 15 10 3 2 46:24 33 RB Leipzig 15 9 4 2 26:12 31 Leverkusen 15 8 5 2 30:15 29 Dortmund 15 9 1 5 31:19 28 Union Berlin 15 6 7 2 31:20 25 Wolfsburg 15 6 7 2 22:17 25 Mönchengladbach15 6 6 3 28:24 24 Freiburg 15 6 5 4 28:24 23 Eintracht Frankfurt 15 5 8 2 25:23 23 Stuttgart 15 5 6 4 30:22 21 Augsburg 15 5 4 6 17:23 19 Hertha Berlín 15 4 4 7 23:25 16 Werder Bremen 15 3 6 6 17:24 15 Hoffenheim 15 4 3 8 22:30 15 Arminia Bielefeld 15 4 1 10 10:24 13 Köln 15 2 5 8 13:27 11 Schalke 15 1 4 10 12:39 7 Mainz 15 1 3 11 14:33 6 B-deild: Darmstadt – Hannover............................ 1:2  Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leik- mannahópi Darmstadt. Spánn Osasuna – Real Madrid ............................ 0:0 Granada – Barcelona ................................ 0:4 Staðan: Atlético Madrid 15 12 2 1 29:6 38 Real Madrid 18 11 4 3 30:15 37 Barcelona 18 10 4 4 37:17 34 Villarreal 18 8 8 2 26:17 32 Real Sociedad 19 8 6 5 29:16 30 Sevilla 16 9 3 4 21:13 30 Granada 17 7 3 7 19:29 24 Celta Vigo 18 6 5 7 22:28 23 Cádiz 18 6 5 7 15:22 23 Levante 17 5 6 6 23:24 21 Athletic Bilbao 18 6 3 9 21:22 21 Real Betis 17 6 2 9 20:31 20 Valencia 18 4 7 7 24:25 19 Eibar 18 4 7 7 15:18 19 Alavés 18 4 6 8 16:23 18 Real Valladolid 18 4 6 8 16:25 18 Getafe 16 4 5 7 12:17 17 Elche 15 3 7 5 13:18 16 Osasuna 17 3 6 8 15:25 15 Huesca 17 1 9 7 14:26 12 B-deild: Málaga – Real Oviedo.............................. 1:1  Diego Jóhannesson var allan tímann á varamannabekk Real Oviedo. Ítalía Genoa – Bologna ...................................... 2:0  Andri Fannar Baldursson var allan tím- ann á varamannabekk Bologna. Staða efstu liða: AC Milan 17 12 4 1 37:19 40 Inter Mílanó 17 11 4 2 43:23 37 Roma 16 10 4 2 37:23 34 Juventus 16 9 6 1 35:16 33 Holland Zwolle – AZ Alkmaar .............................. 1:1  Albert Guðmundsson var allan tímann á varamannabekk AZ Alkmaar. Belgía Oostende – Charleroi............................... 3:2  Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 72 mín- úturnar með Oostende. Grikkland PAOK – Volos ........................................... 3:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði eitt mark. Panetolikos – Olympiacos....................... 1:2  Ögmundur Kristinsson var allan tímann á varamannabekk Olympiacos.  Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði fyrir Burnley er liðið vann MK Dons í vítakeppni í 64-liða úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í 2:1-sigri Everton á Rotherham í framlengdum leik. Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í liði Millwall sem lagði Boreham Wood að velli, 2:0, og Daníel Leó Grétarsson byrjaði fyrir C-deildarlið Blackpool sem vann frækinn sigur á úrvalsdeildarfélag- inu West Brom í vítakeppni. Íslendingaliðin áfram í bikarnum AFP Endurkoma Jóhann Bergi sneri loks aftur í lið Burnley eftir meiðsli. Knattspyrnumaðurinn Emil Páls- son leitar sér að nýju félagi eftir að samningur hans við norska úrvals- deildarliðið Sandefjord rann út um áramótin en hann er þó ekki tilbú- inn að snúa aftur til Íslands. Miðjumaðurinn, 27 ára, er frá Ísafirði en spilaði lengst af með FH hér heima á árunum 2011 til 2017. „Hugurinn er alltaf úti, ég tel mig eiga fullt erindi í að spila í Skandin- avíu,“ sagði Emil í útvarpsþætti fót- bolta.net í gær. „Mér líður ekki eins og ég sé tilbúinn að koma heim á þessum tímapunkti.“ Ekki tilbúinn að koma aftur heim Morgunblaðið/Eggert Útlönd Emil Pálsson ætlar ekki að snúa heim til Íslands alveg strax. Ásvellir, undankeppni EM karla, sunnu- dag 10. janúar 2021. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:4, 5:7, 6:9, 7:12, 12:12 12:13, 15:13, 16:14, 18:17, 25:17, 26:18, 29:19, 32:23. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 9, Elvar Örn Jónsson 5, Ómar Ingi Magn- ússon 3/1, Arnór Þór Gunnarsson 3, El- liði Snær Viðarsson 3, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Ólafur Guðmundsson 1, Viggó Kristjánsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Gísli Þorgeir Krist- jánsson 1, Ágúst Elí Björgvinsson 1. Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 10/1. ÍSLAND – PORTÚGAL 32:23 Utan vallar: 12 mínútur Mörk Portúgals: Antonio Ro- drigues 5/1, André Gomes 5, Victor Iturriza 3, Fábio Magalha- es 2, Belone Moreira 2, Miguel Martins 1, Pedro Portela 1/1, Rui Silva 1, Daymaro Salina 1, Diogo Branquinho 1, Leonel Fernandes 1. Varin skot: Alfredo Quintana 6, Humberto Gomes 2. Utan vallar: 8 mínútur Dómarar: Renars Licis og Zig- mars Sondors, Lettlandi. Áhorfendur: Engir. Snorri Einarsson endaði í 41. sæti á Tour de Ski- mótaröðinni eftir frábæran endasprett í Val di Fiemme á Ítalíu í gær. Mótaröðin hófst 1. janúar og keppt var á sjö mótum í þremur löndum. Í keppni dagsins endaði Snorri í 30. sæti og voru þetta hans bestu úrslit á móta- röðinni. Lokaganga mótsins fór fram í Val di Fiemme með 10 kílómetra göngu með frjálsri aðferð og notast var við hópræsingu. Snorri hóf leik í 43. sæti en vann sig upp um alls 13 sæti, meðal annars þökk sé frábærum enda- kafla en síðasta klifrið er þrír og hálfur kílómetri upp skíðabrekku þar sem hækkunin er alls 420 metrar. Snorri endar á svipuðum stað og á mótaröðinni í fyrra þar sem hann lauk keppni í 37. sæti en að þessu sinni, eins og fyrr segir, var hann í 41. sæti af alls 84 keppendum. Skíðasamband Íslands hefur fylgst með árangri Snorra á heimasíðu sinni. Frábær endir í Val di Fiemme Snorri Einarsson Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi áttu ekki í vandræðum með að vinna 34:20-heimasigur á Austurríki í undankeppni EM karla í handbolta í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Antonio Metzner var markahæstur í þýska liðinu með fimm mörk Alfreð hefur farið mjög vel af stað með þýska liðið og stýrt því til sigurs í fimm fyrstu leikjum sínum. Þýskaland hefur leik á HM í Egyptalandi á föstudag- inn kemur með leik gegn Úrúgvæ en Grænhöfðaeyjar og Ungverjaland eru einnig í riðlinum. Í Slóveníu gerðu heimamenn jafntefli við lærisveina Erlings Rich- ardssonar í hollenska landsliðinu 27:27. Hollendingar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér góð úrslit gegn sterkum andstæðingi. Holland er í þriðja sæti riðilsins með þrjú stig, eins og Slóvenía, en Pólland er í toppsæt- inu með fjögur stig. Alfreð á EM með Þýskalandi Alfreð Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.