Morgunblaðið - 11.01.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THE HOLLYWOOD REPORTER
CHICAGO SUN-TIMES
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarkonan Salóme Katrín hlaut
bæði lof og athygli í fyrra fyrir EP-
plötu sína Water, hlaut í desember
Kraumsverðlaunin fyrir hana en
verðlaunin eru veitt árlega fyrir
íslenskar hljómplötur sem þykja
hafa skarað fram úr á árinu hvað
varðar gæði,
metnað og frum-
leika. Auk þess
sæmdi Árni Matt-
híasson Salóme
titlinum „nýliði
ársins“ í ársupp-
gjöri sínu um hlljómplötur ársins
2020 í Morgunblaðinu.
Water kom út seint í nóvember og
hefur að geyma fimm lög eftir
Salóme sem eru jafnframt þau fyrstu
sem hún samdi, tók upp og sendi frá
sér. Segir í tilkynningu að ekki sé að
finna eiginlegan söguþráð á plötunni
eða boðskap heldur sé verkið ein stór
hugleiðing ungrar konu sem mann-
eskjur af öllum toga geti kafað í eða
speglað sig við, líkt og ýmsar mik-
ilvægar plötur sem orðið hafi á vegi
tónlistarkonunnar um ævina. Salóme
samdi lögin á Ísafirði og í Reykjavík
á árunum 2017-19, tók þau upp í Sví-
þjóð, Hafnarfirði og Reykjavík á ár-
unum 2019-20 í samstarfi við Baldvin
Hlynsson sem útsetti einnig nokkur
þeirra. Um hljóðblöndun og tónjöfn-
un sá Magnús Árni Øder Kristins-
son. Salóme syngur og leikur á píanó
en einnig var leikið á strengjahljóð-
færi, blásturshljóðfæri og slagverk.
Uppvaxtarárin oft átakanleg
Í tilkynningu skrifar Salóme að
það hafi blundað lengi í sér draumur
um að semja og gefa út eigin tónlist
en á sama tíma hafi hluti af henni
alltaf haldið að það væri ekki mögu-
leiki þar sem hún væri ekki til þess
fallin. „En svo hófst atburðarás í lífi
mínu sem ég gat engan veginn náð
utan um í hausnum á mér eða komið í
orð. Nema þegar ég sat við píanóið
og leyfði tilfinningum og hugrenn-
ingum að flæða. Allt sem ég gat ekki
sagt – við sjálfa mig, við aðra – lék
þar lausum hala og mér tókst loksins
að hugsa skýrt og skilja sjálfa mig og
umheiminn að marki,“ skrifar Sal-
óme.
Blaðamaður spyr Salóme nánar út
í atburðarásina sem hún nefnir,
hvaða atburðarás var það?
„Það er stór atburðarás sem ég
vísa í og gríðarlega persónuleg á
marga vegu. Til að einfalda þetta –
eða kannski ekki – er hún þessi tími í
lífinu frá því maður er unglingur og
að því að fullorðnast aðeins. Upp-
vaxtarárin „part two“ sem eru oft
mjög átakanleg, þegar maður er að
læra ýmislegt um lífið og sjálfan sig,
ýmislegt sem maður gat ekki séð fyr-
ir,“ svarar Salóme.
Lífsnauðsynlegt og -hættulegt
Salóme fæddist árið 1995 og er því
25 ára. Hún er fædd og uppalin á
Ísafirði og sótti báða tónlistarskóla
bæjarins sem barn, lærði á píanó og
söng. „Þegar ég kláraði menntaskóla
flutti ég suður og byrjaði í djasssöng
í Tónlistarskóla FÍH,“ segir hún.
Djassinn er hins vegar ekki áberandi
á Water, hvorki í hljóðfæraleik né
söng, lögin falleg og tilfinningahlaðin
með tregafullum selló- og píanóleik.
Hvað nafngift plötunnar varðar,
Water eða Vatn, segir Salóme að hún
heiti eftir samnefndu lagi á plötunni
sem hún telji það besta á henni.
„Ástæðan fyrir því að lagið heitir
„Water“ og að mér þótti það hæfa
plötunni í heild er helst sú að það
tekst á við tilfinningar. Platan er um
tilfinningar, þegar öllu er á botninn
hvolft, og vatn er svolítið eins og til-
finningar. Það er lífsnauðsynlegt en
líka lífshættulegt,“ útskýrir Salóme.
Hún hafi alist upp í nálægð við hafið
á Vestfjörðum, horft á það út um
gluggann heima hjá sér og hlustað á
það. „Það er að koma út tónlistar-
myndband við titillagið og það er
tekið upp á Ísafirði,“ bætir Salóme
við.
Renndi blint í sjóinn
Hvað hinar góðu viðtökur varðar
segir Salóme þær ómetanlegar og þá
sérstaklega á þessum óvissutímum
Covid-19. „Ég renndi alveg blint í
sjóinn með þetta allt saman, gaf út
eitt lag í mars, rétt áður en sam-
komubann hófst og hélt þá tónleika.
Það var stappfullt á þeim,“ segir
Salóme. Platan hafi svo komið út
þegar allt tónleikahald hafi legið
niðri vegna fjöldatakmarkana.
Hvað við tekur árið 2021 er erfitt
að segja en Salóme segist þó ætla að
gefa út fleiri lög og þá stök lög en
ekki plötu, „nema eitthvað magnað
gerist“. Annað sem liggur fyrir eru
tónleikar hennar á Iceland Airwaves
í nóvember sem var aflýst í fyrra
vegna farsóttarinnar.
Ljósmynd/Kata Jóhanness
Tilfinningar Salóme segir plötu sína Water fjalla um tilfinningar, þegar öllu sé á botninn hvolft.
Tónlistin er eins og vatnið
Salóme Katrín hlaut Kraumsverðlaunin 2020 fyrir Water Ein stór hugleið-
ing ungrar konu Uppvaxtarárin „part two“ eru oft mjög átakanleg, segir hún
Listi yfir söluhæstu hljómplötur og
vinsælustu lög ársins 2020 hefur
verið gefinn út og í toppsætinu á plö-
tulistanum er plata Hafdísar Huldar
Vögguvísur og eru seld eintök sam-
tals 3.939. Næst kemur Bríet með
plötuna Kveðja, Bríet sem seldist í
3.313 eintökum og þá plata Pop
Smoke, Shoot For The Stars Aim
For The Moon. The Weeknd á plöt-
una í fjórða sæti, After Hours. Af
öðrum plötum íslenskra flytjenda
má nefna Debussy – Rameau, plötu
Víkings Heiðars Ólafssonar píanó-
leikara, GDRN með samnefndri
söngkonu og JóiPé og Króli eru í
tíunda sæti með plötuna Í miðjum
kjarnorkuvetri. Plötulistinn nær yfir
streymi, geisladiska- og vínilplatna-
sölu og í tilviki geisladiska og vínils
er um að ræða smásölu í þeim versl-
unum sem þátt taka í Tónlistanum
en eins og áður vantar inn nær alla
sölu sem á sér stað utan verslana,
svo sem sölu á tónleikum eða „beint
frá býli“ að því er segir í tilkynningu
og að slík sala geti í mörgum til-
fellum verið veruleg. Þá er streymi
umreiknað í seld eintök samkvæmt
alþjóðlegri venju og þarf hvert lag
af 10 laga breiðskífu að ná 100
streymum, eða öll 10 lögin samtals
1.000 streymum, til að jafngilda einu
seldu eintaki af breiðskífu.
Hvað lagalistann fyrir árið 2020
varðar er tekið fram að útvarpshlut-
inn sé „vigtaður“ með þeim hætti að
bæði fjöldi spilana og heildarhlustun
á viðkomandi útvarpsstöð hafi þar
vægi. Sá hluti sé unninn í samstarfi
við Radiomonitor.com en útvarps-
stöðvarnar séu Rás 2, Bylgjan,
FM957, X-ið 97,7 og K100. Á toppi
listans er lagið „Blinding Lights“
með kanadíska tónlistarmanninum
The Weeknd og næst kemur „Esjan“
með Bríeti. Í þriðja sæti er „Í kvöld
er gigg“ með Ingó veðurguð og í
fjórða sæti „Think About Things“
með Daða og Gagnamagninu.
Hafdís og Weeknd
í toppsætum
Hafdís Huld The Weeknd