Morgunblaðið - 12.01.2021, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 9. tölublað 109. árgangur
INNBLÁSINN
AF RÁKUM
Á HIMNI SVIFU MEÐ TILÞRIFUM
FJÓRIR ÍSLENSKIR
ÞJÁLFARAR
Á MÓTINU
NORÐURLJÓS 6 HM Í HANDKNATTLEIK 26LUDVIG KÁRI 28
Omeprazol
Actavis 20mg14 og 28 stk.
Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka
efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast-
andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar,
varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi-
seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar
um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi:
Actavis Group PTC ehf.
T
ev
a
0
2
8
0
6
2
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alexander G. Edvardsson, fram-
kvæmdastjóri Hringrásar, segir
mikla hagræðingu fylgja sameiningu
félagsins við HP gáma. Áætlað sé að
veltan verði um þrír milljarðar í ár.
Sameiningin er enn einn vitnis-
burðurinn um hraðan vöxt á markaði
með sorp og endurvinnslu.
Verða gegnt álverinu
Fjölskyldufyrirtækið Hópsnes á
hið sameinaða félag. Á síðari hluta
síðasta árs fjárfestu eigendurnir í
nýju athafnasvæði við Álhellu í
Hafnarfirði, gegnt álverinu í
Straumsvík, á ríflega 27 þúsund fer-
metra lóð og stendur þar til að taka í
notkun þúsund fermetra byggingu.
Brytjar bíla og flokkar brakið
Að sögn Alexanders er fyrirhugað
að byggja þar upp aðstöðu til að taka
á móti og vinna margvíslegan úr-
gang sem fellur til hjá einstaklingum
og fyrirtækjum. M.a. verði tekinn í
notkun tætari sem geti til dæmis
tætt í sundur heilu bílflökin, flokkað
málmana og þannig aukið verðmæti
hráefnisins. Ekki sé áformað að
fjölga starfsstöðvum meira.
Varðandi athafnasvæði Hring-
rásar í Klettagörðum segir Alexand-
er leigusamning renna út í árslok
2022. Með þetta í huga hafi félagið
tryggt sér athafnasvæðið á Álhellu.
Hringrás flutti í fyrra út 40 þús-
und tonn af brotajárni og yfir 300
gáma, 40 feta, af öðru efni. Mestur
hlutinn hjólbarðar. »12
Stefna á að velta þremur milljörðum
Samruni Hringrásar og HP gáma
Skoða flutning úr Klettagörðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vaxandi markaður Fyrirtæki á sorpmarkaði hafa eflst á síðustu árum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Talsmenn tveggja netverslana segja
að salan hafi aukist mikið í fyrra.
Næsta víst sé að söluaukninguna
megi rekja að miklu leyti til kórónu-
veirufaraldursins.
„Stærstu breytingarnar voru í
matvörunni en þar rétt rúmlega þre-
faldaðist veltan ef árið er skoðað í
heild,“ sagði Guðmundur Magnason,
framkvæmdastjóri Heimkaupa.
Meiri vöxtur var í sölu á raftækjum,
leikföngum, snyrtivörum og annarri
sérvöru 2020 hjá Heimkaupum en
undanfarin ár. „Hjá okkur er mat-
varan að auki orðin stærri en sér-
varan sem verður líka að teljast
fréttir því við byrjuðum ekki í matn-
um fyrr en í lok árs 2018 en höfum
verið í sérvörunni í sjö ár.“
Hann sagði að vefverslun með
matvörur á Íslandi hlypi á milljörð-
um króna. „Nýliðið ár kom mjög vel
út hjá okkur. Við sáum bæði aukna
sölu á vörum og aukningu í sölu á
þjónustu eins og dekri, hóteltilboð-
um og ýmissi afþreyingu,“ sagði
Sindri Reyr Smárason, sölustjóri hjá
Hópkaupum. Eftirspurn eftir heilsu-
og líkamsræktarvörum jókst eftir að
kórónuveirufaraldurinn fór af stað.
Innflutningur á neysluvöru jókst
mikið í nóvember 2020, að sögn
Hagstofunnar. Verðmæti vöru-
innflutnings í mánuðinum nam 61,5
milljörðum króna en var 59,2 millj-
arðar í nóvember 2019. Mest (43%)
jókst innflutningur á neysluvörum
eins og heimilistækjum, fatnaði og
lyfjum.
Sala þrefaldaðist árið 2020
Aukin netverslun rakin til faraldursins Verslun með matvörur jókst mikið hjá
Heimkaupum Innflutningur neysluvöru jókst um 43% í nóvember frá fyrra ári
MMikil söluaukning … »10
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála felldi nýverið úr gildi
ákvörðun Skipulagsstofnunar frá
því í maí í fyrra um að fyrirhuguð
uppbygging verslunar- og þjón-
ustusvæðis í landi Leynis 2 og 3 í
Landsveit skuli ekki háð mati á um-
hverfisáhrifum. Skipulagsstofnun
mun á næstunni ákvarða hvort
framkvæmdin í Leyni þurfi að fara
í umhverfismat, að teknu tilliti til
uppfærðrar greinargerðar fram-
kvæmdaaðilans, malasíska kaup-
sýslumannsins Loo Eng Wah.
Hann hyggur á uppbyggingu
ferðaþjónustu á svæðinu og hefur
stórar hugmyndir sem vakið hafa
mikla athygli. Umfang fyrirhug-
aðrar uppbyggingar hefur á sama
tíma sætt gagnrýni. »4
Þarf aftur að skoða
uppbyggingaráform
Morgunblaðið/Hari
Landsveit Loo hyggur á uppbyggingu.
Kirkjugarðasamband Íslands tel-
ur breytingar í frumvarpi um aukið
frelsi í varðveislu eða dreifingu
ösku látinna „varhugaverðar og að
þær geti falið í sér ófyrirséðar og
óæskilegar afleiðingar“.
Sambandið bendir meðal annars
á að ekki virðist gert ráð fyrir því
að nöfn hinna látnu verði færð í leg-
staðaskrá eða að skráð verði graf-
arnúmer eða staðfesting, sem hægt
verði að vísa til vilji síðari kynslóðir
kanna hvar jarðneskum leifum til-
tekins einstaklings var fyrir komið.
Á rúmum sautján árum frá því að
öskudreifing var samþykkt hafa um
133 skráningar um öskudreifingu
borist, eða 7,4 beiðnir á ári.
Kirkjugarðar
gagnrýna frumvarp
Það var stillt og kyrrlát stund í Hafnarfjarðar-
höfn þegar þessum kajökum var róið fram hjá
öllu stórgerðari togurunum, sem þar lágu
bundnir við kajann. Þeir fiska kannski ekki mik-
ið sem róa út á húðkeipum, en öll skapa fleyin
ræðurunum verðmæti, hvert á sinn hátt.
Morgunblaðið/Eggert
Litadýrð í
Hafnarfirði