Morgunblaðið - 12.01.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Í samræmi við lög VR óskar uppstillinga-
nefnd eftir frambjóðendum til að skipa
lista stjórnar og trúnaðarráðs vegna
listakosningar um trúnaðarráð í félaginu.
Uppstillinganefnd stillir upp lista til
trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið
eins ogmögulegt er hvað varðar aldur,
kyn og störf félagsmanna. Einnig verður
litið til félagsaðildar og starfa
fyrir félagið.
Hlutverk trúnaðarráðs VR er að
vera stjórn félagsins ráðgefandi
varðandi ýmis stærri málefni sem
upp koma í starfsemi félagsins,
svo sem við gerð kjarasamninga
og stærri framkvæmdir.
UppstillinganefndVR
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Viltu leggja þitt af
mörkum í starfiVR?
Uppstillinganefnd VR óskar eftir
frambjóðendum til trúnaðarráðs VR.
Áhugasöm geta gefið kost á sér
með því að senda erindi á netfangið
uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12.00
á hádegi þann 22. janúar næstkomandi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Nú bíðum við bara. Ég mun ekki
gefa út nein framkvæmda- og bygg-
ingarleyfi fyrr en þetta liggur fyrir,“
segir Haraldur Birgir Haraldsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi
Rangárþings ytra.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála felldi nýverið úr gildi
ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því
í maí í fyrra um að fyrirhuguð upp-
bygging verslunar- og þjónustu-
svæðis í landi Leynis 2 og 3 í Land-
sveit skuli ekki háð mati á
umhverfisáhrifum. Skipulagsstofn-
un mun á næstunni ákvarða hvort
framkvæmdin í Leyni þurfi að fara í
umhverfismat, að teknu tilliti til
uppfærðrar greinargerðar
framkvæmdaaðilans.
Sá er malasíski kaupsýslumaður-
inn Loo Eng Wah en áform hans um
uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð-
inu hafa vakið mikla athygli á síð-
ustu misserum eftir umfjöllun
Morgunblaðsins. Loo, sem fer fyrir
hópi fjárfesta frá Malasíu, hefur
stórar hugmyndir um svæðið en
óánægju hefur gætt með áform hans
meðal hagsmunaaðila í kring og
kærðu þeir úrskurð Skipulagsstofn-
unar. Umfang uppbyggingarinnar
hefur verið gagnrýnt sem og að upp-
byggingin hafi hafist án þess að til-
skilinna leyfa hafi verið aflað. Eftir
mótmæli nágranna breytti Loo
áformum sínum nokkuð og eru þau
minni í sniðum en upphaflega var
stefnt að.
Óttast mengun og jarðskjálfta
Í úrskurði úrskurðarnefndar er
rakið að Loo hyggist reisa allt að 200
fermetra þjónustuhús fyrir tjald-
svæði í Leyni 2 og 3, allt að 800 fer-
metra byggingu fyrir veitingastað,
verslun, móttöku og fleira og allt að
45 gestahús á einni hæð, sum þeirra
60 fermetra að stærð og kúluhús við
hvert og eitt. Gestahúsin gætu rúm-
að allt að 180 gesti. Athugasemdir
komu fram við áform um skólp-
hreinsun enda sé uppbyggingin á
skilgreindu fjarsvæði vatnsverndar.
Þá bentu kærendur á að verulegur
vafi hefði verið á því hvort Skipu-
lagsstofnun hefði búið yfir fullnægj-
andi eða réttum upplýsingum við
meðferð málsins og vísa þar til þess
að mikil sprungumyndun sé á svæð-
inu og stutt niður í grunnvatnsyfir-
borð. Ríkt tilefni hefði verið til þess
að rannsaka það, bæði með tilliti til
hættu á grunnvatnsmengun og í
tengslum við hættu á jarðskjálftum.
Loo er í startholunum
Í athugasemdum frá Loo var þess
krafist að kæru kærenda yrði vísað
frá úrskurðarnefndinni þar sem þeir
eigi ekki lögvarða hagsmuni af úr-
lausn málsins, einkum vegna fjar-
lægðar frá fyrirhuguðu fram-
kvæmdasvæði. Athugasemdum
kærenda var alfarið hafnað.
Í úrskurðinum er gerð athuga-
semd við að Skipulagsstofnun hafi í
engu vikið að undirlagi jarðvegs á
svæðinu þó tilefni hafi verið til. Seg-
ir að ákvörðun Skipulagsstofnunar
sé slíkum annmörkum háð að ekki
verði komist hjá ógildingu hennar.
„Loo bíður bara, hann er í start-
holunum. Ég veit ekki hvað hann
gerir ef hann þarf að fara í tveggja
ára umhverfismat,“ segir Haraldur
Birgir hjá Rangárþingi ytra en þar á
bæ er enn stefnt að því að uppbygg-
ing verði á Leyni 2 og 3. Skipulags-
stofnun samþykkti nýlega breytingu
á landnotkun þar og verður deili-
skipulag svæðisins kynnt á íbúa-
fundi í sveitarfélaginu í vikunni. „Við
getum ekki leyft okkur að bíða með
skipulagið þótt þetta standi yfir. En
á meðan ekki liggur fyrir ákvörðun
Skipulagsstofnunar get ég ekki gef-
ið leyfi á forsendum skipulagsins,“
segir hann ennfremur.
Loo gæti þurft umhverfismat
Skipulagsstofnun þarf að taka á ný fyrir áform Malasíumannsins Loo Eng Wah
um uppbyggingu ferðaþjónustu í Landsveit Nágrannar telja hættu á mengun
Morgunblaðið/Hari
Stórhuga Malasíumaðurinn Loo Eng Wah við hjólhýsi og kúluhús sín í Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra.
Unnið var við það í gær að þétta
tanka fóðurprammans Munins sem
sökk út af Gripalda, skammt frá
Eyri, í sunnanverðum Reyðarfirði í
illviðri aðfaranótt sunnudags. Mark-
miðið var að loka öllum mögulegum
loftgötum til að koma í veg fyrir að
díselolía seytlaði út og tryggja
mengunarvarnir á svæðinu.
Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa ehf., sagði í gær
að þessi vinna hefði gengið vel og
verður verkinu haldið áfram í dag.
Ekki hefur verið orðið vart við leka,
að sögn Jens Garðars, en um tíu
þúsund lítrar af díselolíu voru í
skipinu, auk um 300 tonna af laxa-
fóðri.
Starfsmenn Köfunarþjónust-
unnar köfuðu niður að skipinu í gær
og unnu ásamt starfsmönnum Laxa
við þéttinguna. Yfirvöld fylgdust
með aðgerðum. Jens Garðar segir
að í framhaldi verði ástand pramm-
ans metið og tekin ákvörðun um
hvernig honum verður náð upp.
Fulltrúar tryggingafélags fyrir-
tækisins voru í Reyðarfirði í gær.
Stakkst á stefnið
Pramminn er 22 metrar að lengd
og hefur verið notaður sem fóður-
eyja við kvíarnar. Hann kom til
landsins 2017 og gæti svona prammi
kostað nálægt 400 milljónum króna
samkvæmt upplýsingum blaðsins.
Pramminn stakkst á stefnið við kví-
arnar og er framendinn á 36 metra
dýpi, en skuturinn á um 18 metrum.
Enginn var um borð í prammanum
þegar hann sökk.
Aðspurður segir Jens Garðar að
fyrirtækið sé með fóðurbáta með
fóðurbyssum og verði þeir notaðir
þangað til varanleg lausn finnst.
Laxar eru með 32 laxeldiskvíar í
notkun á tveimur svæðum í Reyðar-
firði. aij@mbl.is
Ekki vart við olíu-
leka í Reyðarfirði
Munu nota báta með fóðurbyssur
Ljósmynd/Aðsend
Reyðarfjörður Kafarar búa sig undir að kafa að fóðurprammanum í gær.
Von er í dag á fyrstu sendingu frá
lyfjaframleiðandanum Moderna til
landsins. Búist er við 1.200 skömmt-
um, en efnið er flutt með fraktvél
Icelandair Cargo frá Belgíu.
Alls greindust þrjú smit kórónu-
veirunnar innanlands í fyrradag.
Allir þeirra voru í sóttkví. 17 smit
greindust á landamærunum. Af
þeim bíða 12 niðurstöðu mótefna-
mælingar.
Nú eru 143 í einangrun. 352 eru í
sóttkví og 2.002 í skimunarsóttkví.
Annað farsóttarhús á vegum Rauða
krossins var opnað í gær, en hingað
til hefur einungis eitt af fimm far-
sóttarhúsum verið í notkun, við
Rauðarárstíg.
Undirbúningur fyrir framkvæmd-
ina á því að skylda fólk í farsóttar-
hús, velji það 14 daga sóttkví við
komuna til landsins, er nú í gangi.
Sóttvarnalæknir mælist til þess að
Íslendingar fari ekki utan í ferðalög
að nauðsynjalausu.
liljahrund@mbl.is
AFP
Bóluefni Von er á 1.200 skömmtum.
Fyrsta send-
ing Moderna
kemur í dag
1.200 skammtar