Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg greiði Knatt- spyrnusambandi Íslands 42 milljónir króna vegna þeirrar ákvörðunar að Fram hætti að leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli frá og með árinu 2019. KSÍ rekur Laugardalsvöll. Frá árinu 2019 hafa Framarar leik- ið heimaleiki sína í knattspyrnu á fé- lagssvæðinu við Safamýri. Þar með féllu niður leikir félagsins á Laug- ardalsvelli, sem gert var ráð fyrir í samningi borgarinnar og KSÍ. Þegar hið nýja svæði Fram í Úlfarsárdal verður tilbúið færast leikirnir þang- að, svo Framarar munu ekki leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli um fyrirsjáanlega framtíð. KSÍ ritaði borgarstjóra bréf í júní 2019 vegna þeirrar stöðu sem upp var komin. Á fundi borgarráðs 30. apríl 2020 var samþykkt að fela embætt- ismönnum borgarinnar að hefja við- ræður við KSÍ. Niðurstaða vinnunnar var sú að mæla með því að árlegt framlag Reykjavíkurborgar til rekst- urs Laugardalsvallar verði 57 millj- ónir frá og með 2020. Þá verði innt af hendi 42 milljóna króna eingreiðsla vegna niðurfellingar heimaleikja. Greiða til KSÍ hækkar um 7,7 millj- ónir árlega 2020-2025. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalsvöllur Fram hefur ekki leikið heimaleiki þar síðan árið 2018. Greiða KSÍ bætur  Tekjutap þegar Fram hætti að leika á Laugardalsvelli  Borgin bregst við Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fasteignaskattar af íbúðar- og at- vinnuhúsnæði í flestum eða nær öll- um stærri sveitarfélögum landsins ættu að lækka á yfirstandandi ári. Álagningarprósenta fasteignaskatta í ellefu af 20 stærstu sveitarfélögum landsins á nýbyrjuðu ári lækkar frá í fyrra, ýmist af íbúðarhúsnæði eða at- vinnuhúsnæði, og lækkar í sumum sveitarfélögum milli ára í báðum þessum flokkum samkvæmt nýrri samantekt hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Álagningarprósentan á íbúðarhús- næði hækkar í einu sveitarfélagi, Akraneskaupstað, eða úr 0,241% af fasteignamati í 0,251%, en þar lækk- aði hins vegar fasteignamat milli ára. Í Múlaþingi hækkar álagning á at- vinnuhúsnæði úr 1,646% í 1,650% en álagning á íbúðarhúsnæði lækkar og í Grindavíkurbæ hækkar álagning á atvinnuhúsnæði úr 1,320% í 1,450% en álagning á íbúðarhúsnæði lækkar. Fjögur lækka í báðum flokkum Fjögur sveitarfélög af 20 stærstu lækka álagningarhlutföll fasteigna- skatta bæði af íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði en þau eru Kópavog- ur, Reykjanesbær, Norðurþing og Hveragerðisbær. Álagningarhlutfall fasteigna- skatta er óbreytt í báðum flokkum á milli ára í átta sveitarfélögum en þau eru Seltjarnarnes, Garðabær, Borg- arbyggð, Akureyri, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Árborg og Suður- nesjabær. Í eftirtöldum sveitarfélögum lækkar álagningarprósenta vegna íbúðarhúsnæðis en helst óbreytt af atvinnuhúsnæði; í Hafnarfirði, Ísa- firði og í Skagafirði. Álagning fasteignaskatta í Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ lækkar á atvinnuhúsnæði á þessu ári en er óbreytt af íbúðarhúsnæði. Ef eingöngu er litið á höfuðborg- arsvæðið má sjá af talnasamantekt sambandsins að álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði er óbreytt í öllum sveitarfélögunum á svæðinu nema Reykjavík þar sem hún lækkar. Hlutfallið er þó hæst í borginni eða 1,600%, Í Garðabæ er það 1,590%, Í Mosfellsbæ 1,560%, 1,470% í Kópa- vogi, 1,400% í Hafnarfirði og 1,188% á Seltjarnarnesi. Álagningarhlutfallið á íbúðarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu er hæst í Hafnarfrði, 0,258%, 0,212% í Kópa- vogi, 0,207% í Mosfellsbæ, 0,185% í Garðabæ, 0,180% í Reykjavík og 0,175% á Seltjarnarnesi. Í samantekt sambandsins er á það bent að vegna áætlaðra verðlags- breytinga í ár, þar sem spáð er 2,7% hækkun neysluverðsvísitölunnar, muni tekjur allra 20 stærstu sveitar- félaganna af fasteignasköttum bæði vegna íbúðar- og atvinnuhúsnæðis lækka að raungildi um 2,2% frá í fyrra. Raunlækkun tekna af fast- eignasköttum af íbúðarhúsnæði verði 0,9% og 2,9% lækkun af at- vinnuhúsnæði. Fasteignaskattarnir lækka  Ellefu af 20 stærstu sveitarfélögunum lækka álagningu fasteignaskatta  Fjögur lækka bæði af íbúðum og atvinnuhúsnæði  Tekjurnar lækka að raungildi Morgunblaðið/Hari Sveitarfélög Tekjur af fasteigna- skatti ættu að lækka milli ára. Karl og kona sem slösuðust í hlíð- um Móskarðshnjúka á sunnudag liggja á Landspítalanum. Þau hafa verið í rannsóknum en eru ekki í lífshættu. Lögreglan ræddi stuttlega við þau í gær og benda fyrstu upplýs- ingar til þess að hálka og klaki hafi valdið slysinu. Ekkert liggur nánar fyrir um meiðslin sem fólkið hlaut eða aldur þess. Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var á svæðinu þegar slysið átti sér stað. Björgunarsveit- armenn og sjúkraflutningamenn komu á vettvang á sexhjólum og þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landspítalann. Morgunblaðið/Eggert Hnjúkar Slysið varð á sunnudag. Hálka hafi valdið slysi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Síðastliðið ár var ár mikilla breyt- inga hjá Heimkaupum, að sögn Guð- mundar Magnasonar framkvæmda- stjóra. „Stærstu breytingarnar voru í matvörunni en þar rétt rúmlega þrefaldaðist veltan ef árið er skoðað í heild sinni,“ sagði Guðmundur í skriflegu svari. Hann sagði að vef- verslun með matvöru á Íslandi væri farin að hlaupa á milljörðum króna. „Hjá okkur er matvaran að auki orðin stærri en sérvaran sem verður líka að teljast fréttir því við byrjuð- um ekki í matnum fyrr en í lok árs 2018 en höfum verið í sérvörunni í sjö ár,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyr- ir þetta var meiri vöxtur í sölu á raf- tækjum, leikföngum, snyrtivörum, og annarri sérvöru hjá Heimkaupum í fyrra en undanfarin ár. Guðmundur sagði ljóst að kórónu- veirufaraldurinn hefði keyrt þennan mikla vöxt áfram að miklu leyti. „Ég myndi líka segja að hjá okkur hafi orðið ákveðin kaflaskil að geta sent matvöru af stað með 90 mínútna fyr- irvara og að hafa náð gæðunum á grænmetinu og ávöxtunum þannig að margir eru farnir að treysta okk- ur betur en að fara sjálfir út í búð að kaupa ferskvöruna.“ Hann segir að þeim sem prófa að kaupa matvöru hjá Heimkaupum þyki þægilegt að fá hana senda heim að dyrum og haldi því oftar en ekki áfram. „Þar af leiðandi sjáum við fram á áframhaldandi vöxt í ár þó að hann verði trúlega ekki sá sami í pró- sentum talið,“ sagði Guðmundur. Hann segir að markmiðin hjá Heim- kaupum árið 2021 séu þau að tryggja að Heimkaup séu fyrsti valkostur þeirra sem panta í matinn á netinu með því að bjóða meira úrval og betri þjónustu en keppinautarnir. Söluaukning hjá Hópkaupum „Nýliðið ár kom mjög vel út hjá okkur. Við sáum bæði aukna sölu á vörum og aukningu í sölu á þjónustu eins og dekri, hóteltilboðum og ýmissi afþreyingu,“ sagði Sindri Reyr Smárason, sölustjóri hjá Hóp- kaupum. Breytingar urðu á eftirspurn við- skiptavina í fyrra. Þannig jókst t.d. spurn eftir heilsuvörum og ýmsum vörum til líkamsræktar eftir að kór- ónuveirufaraldurinn fór af stað í mars. Það hélst fram eftir ári þegar fólk þurfti að halda sig heima við og gat ekki farið í ræktina. Salan á þess- um vörum hélst góð út árið. Viðskiptavinum Hópkaupa fjölg- aði einnig í fyrra. „Það var eins og fólk gæfi sér meiri tíma til að versla á netinu og hefði lært betur á vefversl- anir,“ sagði Sindri . Mikil söluaukning í netverslunum  Mikil aukning í matvöru hjá Heim- kaupum  Vöxtur hjá Hópkaupum Morgunblaðið/Árni Sæberg Netverslun Kórónuverirufaraldurinn hafði þau áhrif að netverslun jókst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.