Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 21
nöfn ættingjanna á hreinu, hvað þeir voru að gera og talaði ætíð um alla af stolti, hafði gaman af að sýna myndir af þeim og segja frá. Segja má að Magga hafi verið örlagavaldur í mínu lífi. Ég hafði ekki komið nokkur sumur í Ás þar sem ég var farin að vinna sum- arvinnu í Reykjavík en heimsókn- in að vorlagi 1985 norður í Keldu- hverfi varð til þess að ég kynntist mínum manni sem bjó í sveitinni, settist þar að árið 1988 og hef búið þar síðan. Alltaf héldum við Magga góðu sambandi og vorum saman í Kvenfélagi Keldhverfinga um árabil þar sem við fórum m.a. saman í viku skemmtiferð til Par- ísar árið 1993. Hún var alltaf tilbú- in til að taka þátt í samveru, var fróðleiksfús og dugleg að sækja viðburði sem henni stóðu til boða enda hrókur alls fagnaðar. Í byrjun desember heyrði ég í henni þegar hún var á Kristnesi og við áttum langt og gott spjall um heima og geima. Það er dýr- mætt að hafa átt þetta samtal við hana þótt ég hafi ekki náð að hitta hana fyrir jól þegar ég vissi í hvað stefndi. Möggu auðnaðist langlífi, var heilsuhraust og bjó sjálfstætt alla sína tíð enda sagðist hún ekki ætla á elliheimili. Hún ætlaði beint upp í „garð“ þegar hún færi úr Reykhúsum. Minningin um lífs- glaða og einstaka konu mun lifa í hug og hjarta okkar sem urðum henni samferða á lífsins leið. Hrund Ásgeirsdóttir. Góð vinkona okkar og nágranni Magga í Ási er látin. Hún kom úr Reykjavík kaupakona til bræðr- anna Yngva og Braga sem voru bændur í Ási, með henni kom þriggja ára drengur, Smári, við systkinin á næsta bæ, Ásbyrgi, stutt á milli bæja. Magga var glæsileg stúlka, bráðskemmtileg og alltaf glöð, við munum hana ekki öðruvísi, það fylgdi henni svo margt gott. Ógleymanlegar minningar skjóta upp kollinum. Mamma og við syst- ur þrjár gerðum margt saman og Baldvin og Smári urðu leikfélagar. Sólardagar eru margir í minning- unni, t.d. syntum við í Ástjörninni með fuglalífið allt um kring og flórgoðann allsráðandi. Fyrsta minning um Smára er þegar hann kom með hest í bandi niður brekk- una ofan úr Ási. Munum Möggu og Yngva í tilhugalífinu leiðast eft- ir barminum uppi á björgum, við systur og Magga að máta föt, Siva elst okkar systkina og snemma góð í fatavali. Við að skottast upp í Ás með skilaboð úr símanum, ekki kominn sími á alla bæi. Í minning- unni erum við endalaust að skreppa upp í Ás enda alltaf gam- an að kom til Möggu. Fjölskylda hennar stækkaði ört og sjálf átti hún mjög stóra fjölskyldu og vini fyrir sunnan og við sögðum stund- um að það væri hótel hjá Möggu og Yngva á sumrin. Magga gaf okkur bréf sem mamma hafði skrifað henni eftir að foreldrar okkar fluttu suður og búin að vera nokkra mánuði í Reykjavík, það var einlægt og gaman að fá það. Í minningu okkar Stínu stendur upp úr síðasta heimsókn foreldra okkar í Ás. Við flugum norður og tókum bíl og keyrðum í margar heimsóknir, byrjuðum í Ási. Eins og alltaf veisla hjá Möggu, mikið hlegið og rifjaðar upp gamlar minningar. Á myndum sem við Stína eigum af þessari heimsókn er sólskinsbros á öllum enda sögð- um við að pabbi hefði sleppt stafn- um þegar hann kom á þessar gömlu góðu heimaslóðir. Eftir að við systkinin vorum öll flutt suður og komin með fjölskyldur var ekki oft komið í Ásbyrgi án þess að heimsækja Ás líka. Ófá eru símtöl- in á milli gegnum árin, enginn munur á Möggu, minnið óbreytt og jólakortin skrifaði hún eins og komst á kortið. Við systkinin þökkum samfylgdina og vináttuna og vottum börnum hennar og af- komendum öllum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Hulda Kristín og Baldvin Jóhann. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Guðbjörg er gift Ólafi Einari Sigurðssyni, fæddur 1947. Þeirra börn eru Guðvarður Björgvin Fannberg, fæddur 1977 og Sigurbjörg Ósk, fædd 1979. Guðvarður er kvæntur Hrefnu Sif Gísladóttur, fædd 1984. Synir þeirra eru Guðjón Gísli, fæddur 2012, Björgvin Rúnar, fæddur 2014 og Arnór Kári, fæddur 2016. Sigurbjörg Ósk er gift Sig- urði Arnari Jónssyni, fæddur 1977. Börn þeirra eru Sara Dögg, fædd 2002 og Einar Þór, fæddur 2005. Lengst af starfaði Jóna Bríet sem dómritari hjá bæjarfóg- etanum í Hafnarfirði og sýslu- manni Kjósarsýslu. Hún var vel lesin og fróð um náttúru Íslands og hafði ferðast mikið og gengið um landið sitt. Útförin fer fram 12. janúar 2021 klukkan 13. Vegna aðstæðna verða ein- göngu nánasta fjölskylda og vin- ir viðstödd. Hægt verður að nálgast streymi á: https://youtu.be/n2k7tdeI4Og Virkan hlekk má nálgast á: https://mbl.is/andlat Einar Sigurðsson, 1912-1942, og Ind- íana Elísabet Guð- varðardóttir, 1911- 2006. Börn Jónu Bríet- ar og Guðvarðar eru Guðjón, fæddur 19. janúar 1953 og Guðbjörg, fædd 5. júlí 1956. Guðjón kvæntist Hjördísi Ingu Sig- urðardóttur, fædd 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru Sig- urður, fæddur 1976, Jóna Bríet, fædd 1977 og Anton, fæddur 1991. Jóna Bríet var gift Steini Hafliðasyni, fæddur 1977. Þau skildu. Börn þeirra eru Hinrik Dagur, fæddur 2003, Hjördís Lind, fædd 2006 og Lilja Sól, fædd 2015. Seinni kona Guðjóns er Ásdís Sigurðardóttir, fædd 1950. Hún á fimm uppkomin börn frá fyrra hjónabandi. Jóna Bríet, mamma, var skáti af lífi og sál. Hún lifði sam- kvæmt hugsun skátastarfins, hjálpsöm, greiðvikin og alltaf viðbúin. Hún kynntist pabba í skátastarfinu og þegar hann og vinir hans stofnuðu Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði var hún rit- ari félagsins og fundir voru oftar en ekki haldnir við eldhúsborðið á heimili þeirra að Fögrukinn 14. Hún tók iðulega þátt í æfing- um og leitum sveitarinnar. Hún varð ung ekkja, með þriggja ára dreng og langt gengin með annað barn. Það þarf ekki að fjölyrða um hvernig ástandið var. Þá var enginn op- inber stuðningur, henni stóð ekki annað til boða en halda áfram á eigin spýtur. Við áfallið flutti hún til for- eldra sinna í Kópavogi með drenginn og þar fæddi hún dótt- ur rúmum tveimur vikum eftir fráfall eiginmannsins. Fyrstu árin dvaldi hún hjá foreldrum sínum og hóf störf utan heimilis. Á meðan hún var í vinnu voru börnin í öruggu skjóli hjá ömmu og afa. Með staðfestu og dugnaði hélt hún áfram. Hún lauk við húsið þeirra sem var rúmlega fokhelt þegar pabbi féll frá, flutti inn nokkrum árum seinna og bjó börnum sínum gott og fallegt heimili. Þar bjó hún fram á elli- ár. Mamma var vel lesin og fróð um landið sitt, jarðfræði, ör- nefni, náttúru. Hún ferðaðist mikið innanlands, oftast með Ferðafélagi Íslands og svo Úti- vist. Hún sótti myndakvöld þessara félaga þegar hún gat. Ekki má gleyma Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, þar sótti hún fróðleik á fræðslufundum og fór í ferðir sem buðust. Hún gekk mikið, um hálendið, nágrenni Hafnarfjarðar og Reykjanesið, þar sem hún þekkti vel jarð- fræði og jarðsögu. Hún var vandvirk handa- vinnukona, hvort sem um var að ræða útsaum, prjónles eða ann- að. Hún var alltaf virk í skáta- starfinu, var ein af stofnendum St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og leið best ef hún gat gert eitt- hvert gagn. Hún var skáti fram á síðustu stund. Jóna Bríet var vel liðin í starfi, dugleg og fljót að tileinka sér nýjungar. Hún var dómritari og þegar tölvurnar tóku við af ritvélunum varð henni að orði að ef hún gæti ekki lært á tölv- urnar gæti hún eins hætt störf- um. Þetta lýsti vel viðhorfi henn- ar, vandamálin voru til að leysa þau. Hún var ótrúleg, ég er henni þakklát fyrir gott veganesti. Guðbjörg. „Lífið er erfitt, en um leið og þú hefur áttað þig á því verður það örlítið léttara.“ Þetta gætu vel verið einkunnarorð mömmu í gegnum erfiða lífsbaráttu. Ég var bara krakki þegar hún fór að fara með mig með sér í útilegur inn á hálendið. Þær urðu óteljandi, þvílík þraut- seigja að þvælast með krakka, síðan ungling, ungan mann, með fjölskyldu minni og svo að lok- um allra síðustu ár sem hún var rólfær, fór hún með okkur Ás- dísi í hennar uppáhaldsstað Landmannalaugar og víðar. Af hálendishrifningu afa og mömmu fékk ég minn skerf, bý við alla ævi. Það þurfti að spá í hvern aur, að sjálfsögðu, samt var það svo að ég fann það ekki mikið í sam- skiptum við félaga mína, hún veitti mér ábyggilega meir en hún gat í raun og veru, sem hef- ur verið erfitt á þeim umbrota- tímum sem ’68-kynslóðin ólst upp við, verkstjórar hjá Bæjarútgerðinni horfðu stund- um í gegnum fingur sér með ald- urstakmörk til vinnu við mig, sennilega hefur það hjálpað til við tískufatakaup mín. Flest jól þáði hún að vera fyr- ir austan hjá okkur, mér er nær að halda að í augum ömmu- barnanna hafi hún verið ómiss- andi hluti af jólunum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir andlegt veganesti sem hún veitti mér, það er nokkuð sem mölur og ryð fá ekki grandað og fylgir mér ævina út. Að lokum vil ég þakka; Óla fyrir þolinmæði, góðmennsku og hjálpsemi sem hann var alltaf tilbúinn til að veita henni, Hjör- dísi fyrir einlæga vináttu í henn- ar garð, Ásdísi minni fyrir alveg einstök vináttutengsl sem þær mamma mynduðu sín á milli, þar fór margt hvíslið á milli sem enginn heyrði nema þær. Ásdís fylgdi henni úr hlaði í hennar síðustu ferð, með sameiginlegu bænahaldi. Eftir á fannst manni eins og það eina sem væri eftir að mamma segði væri „ég er tilbúin.“ Ásdís hjó líka á hnút sem áratugum saman hafði verið óleystur, okkur ber að þakka það. Nú er komið að því, mamma mín, að þið pabbi hittist í land- inu þar sem sólin sest aldrei. Guðjón. Jóna Bríet Guðjónsdóttir ✝ Jóna BríetGuðjónsdóttir, Bíbí, fæddist 5. mars 1933 í Breið- holti í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 16. desember 2020. Jóna Bríet var dóttir hjónanna Guðjóns H. Jóna- tanssonar renni- smiðs frá Breiðholti í Vest- mannaeyjum, 1910-1993, og Guðríðar Árnadóttur frá Hrólfs- staðahelli í Landsveit, 1906- 1984. Bræður Jónu Bríetar voru Árni, 1934-2015, og Rúnar, 1939-1957. Eiginmaður Jónu Bríetar var Guðvarður Björgvin Fannberg Einarsson húsasmiður frá Hafn- arfirði, fæddur 21. júlí 1931, dá- inn 17. júní 1956. Foreldrar Guðvarðar voru Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN ÁGÚST, Engjavegi 53, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum á Selfossi sunnudaginn 3. janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 14. janúar klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni streymt á vef Selfosskirkju. Guðmunda Auður Auðunsdóttir Auðunn Hermannsson Bergþóra Þorkelsdóttir Birna Gerður Hermannsd. Björn Sigþórsson Hulda Soffía Hermannsdóttir Gunnar Þór Jónsson Auður Ágústa Hermannsd. Guðjón Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, mjólkurfræðingur frá Snælandi, Austurvegi 53, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 9. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Guðmundur Sigurðsson Bergljót Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Kristín Björnsdóttir Guðrún I. Sigurðardóttir Sigurjón Þórðarson Einar Þorbjörnsson Sigrún Erlendsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÁRNASON frá Auðsstöðum í Vestmannaeyjum, lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 1. janúar. Útförin fer fram föstudaginn 15. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt frá heimasíðunni www.landakirkja.is. Kristinn Karl Bjarnason Guðmundur Árni Pálsson María Höbbý Sæmundsdóttir Andri Páll Guðmundsson Arnar Ási Guðmundsson Guðni Sigurður Guðmundsson Ástkær eiginkona mín, RAGNHEIÐUR ÞÓRA KOLBEINS, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans sunnudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. janúar klukkan 17. Aðstandendur afþakka blóm og kransa. Þeim sem vilja minnast Ragnheiðar Þóru er bent á námssjóð Rósu Guðbjargar dóttur okkar: banki 515-26-121004, kennitala 121004-2240. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Vinir og vandamenn eru hvattir til klæða sig upp, koma saman í hæfilega stórum hópum og upplifa athöfnina með okkur í beinu streymi á vefslóðinni http://beint.is/streymi/ragnheidurthora. Jarðsett verður í kirkjugarði Kotstrandarkirkju í Ölfusi með hækkandi sól. Ást og friður. Guðmundur Pálsson og fjölskylda. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR ÁRSÆLSSON, fyrrv. rafmagnseftirlitsmaður, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 7. janúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verður útförinni streymt á slóðinni beint.is/streymi/haukura. Upplýsingar eru einnig á Mbl/andlát. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Gísli Hauksson Hrafnhildur Snorradóttir Ólafur Hauksson Sigurlaug Bragadóttir Ársæll Hauksson Helga Haraldsdóttir Þorleifur Hauksson Jóhann Hauksson Björk Ásgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG VERMUNDSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu á Nesvöllum miðvikudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn 15. janúar klukkan 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á hlekknum www.streyma.is. Sigríður Fjóla Þorsteinsd. Þráinn Maríusson Brynja Hjarðar Þorsteinsd. Jón Gunnar Sigurðsson Guðríður Helga Þorsteinsd. Kristján Símonarson Elvar Þór Þorsteinsson Aníta Ósk Guðbjargardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR A. ÞORMAR tannlæknir, lést 3. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu vinir og ættingjar viðstaddir. Hægt verður að fylgjast með útförinni á www.streyma.is. Kristín Þormar Andrea Þormar Atli Már Jósafatsson Ólafur Þormar Sveinbjörn Þormar Kristín Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.