Morgunblaðið - 12.01.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 12.01.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Nám & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 15. janúar 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir klukkan 12 þriðjudaginn 12. janúar SÉRBLAÐ Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. –– Meira fyrir lesendur 60 ára Arnfríður er Siglfirðingur en býr í Kópavogi. Hún er með embættispróf í guð- fræði frá HÍ og dokt- orspróf í guðfræði frá Lútherska háskólanum í Chicago. Arnfríður er prófessor í trúfræði við HÍ og situr í stjórn Stofnunar Sigurbjörns Einarssonar. Maki: Gunnar Rúnar Matthíasson, f. 1961, sjúkrahúsprestur. Börn: Guðmundur Már, f. 1991, Anna Rún, f. 1997, og Margrét Tekla, f. 2004. Foreldrar: Guðmundur Jónasson, f. 1918, d. 2016, búfræðingur og útibús- stjóri KEA á Siglufirði, og Margrét María Jónsdóttir, f. 1927, d. 2012, húsmóðir á Siglufirði. Arnfríður Guðmundsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver ólga innra með þér sem þarfnast útrásar. En til eru þeir dagar þar sem þú skalt fara varlega í hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er rétti tíminn til að hringja í gamla vini eða skrifa þeim bréf. Leitaðu uppi fólk með svipað lífsviðhorf og njóttu fjörlegra samræðna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjötrar fortíðarinnar losna af þér í dag. Talaðu við vini þína, félaga og maka. Varastu að taka hlutina of alvarlega og forðastu að treysta um of á innsæi þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gætir fundið til leiða í vinnunni eða vantrúar á sjálfa/n þig. Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að ljúka við það stóra verkefni sem þú hefur tekið að þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana en með réttu hug- arfari ferðu létt með það. Hættu að eyða tímanum til einskis og drífðu þig! 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Næsta mánuð munu samskipti við aðra kenna þér margt um þig. Reyndu ekki að stjórna öllum í kringum þig og snúðu þér að eigin málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er nauðsynlegt að staldra við og gefa sér tíma til að skoða hlutina vand- lega. Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dramatíkin laðar og lokkar. Sýndu sérstaka þolinmæði í samskiptum við þína nánustu og mundu að mál hafa fleiri en eina hlið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til að koma skipu- lagi á hlutina bæði í vinnunni og á heim- ilinu og hefja að því loknu nýjan kafla. Haltu áfram þegar niðurstaðan liggur fyrir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að læra að hafa betri stjórn á skapi þínu, þar sem þér hættir einkum til að særa þá sem nærri þér standa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lífið er bæði flóð og fjara og nú mun eitthvað raska ró þinni. Mættu því af festu og láttu staðreyndirnar tala. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er kominn tími til þess að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni hvort sem er heima eða heiman. Endaðu vikuna á að gera eitthvað óvenjulegt. urður doktorsnám við dýrafræðideild Háskólans í Liverpool á Englandi en rannsóknarverkefnið fjallaði um árum voru uppi áætlanir um að sökkva stórum hluta veranna undir miðlunarlón.“ Haustið 1976 hóf Sig- S igurður Sveinn Snorrason fæddist 12. janúar 1951 í Hamarstíg 2 á Akureyri á heimili móðurforeldra sinna, Sveins og Guð- bjargar Bjarman, og dvaldist þar fram á vorið 1952. „Þá var mér komið í fóstur til afabróður míns, Stefáns Bjarman, og Þóru Eiðsdóttur konu hans, sem þá bjuggu á Dalvík. Svo háttaði til að faðir minn hafði farið til náms í skógfræði í Noregi og mamma ákvað þarna um vorið að flytja út til hans en sá ekki möguleika á að taka mig með. Ég dvaldi hjá Þóru og Stef- áni í u.þ.b. tvö ár en flutti þá út til for- eldranna í Ási í Noregi. Þegar pabbi lauk námi vorið 1956 fluttum við heim og settumst að í Vesturbænum í Reykjavík en haustið 1958 fluttumst við á Freyjugötu 1 og ég settist í sjö ára bekk í Miðbæjar- barnaskólanum þaðan sem ég út- skrifaðist með barnaskólapróf vorið 1964. Á þessum árum eyddi ég fyrst sumrunum hjá Stefáni og Þóru, sem þá voru flutt til Akureyrar. Sumarið 1960 komst ég svo í sveit hjá sæmd- arhjónunum Sigurði Karlssyni og Kristínu Jónsdóttur á Draflastöðum í Fnjóskadal og var þar í kaupa- mennsku í fimm sumur.“ Haustið 1964 settist Sigurður í Hagaskóla þar sem hann lauk lands- prófi vorið 1967 og þaðan í MR og lauk hann stúdentsprófi þaðan vorið 1971. „Sumarið 1965 fékk ég sum- arvinnu hjá Skógræktinni, nánar til- tekið hjá Ágústi Árnasyni, skógar- verði í Hvammi í Skorradal, en um mitt sumar 1968 hóf ég störf við gróð- urrannsóknir og gróðurkortagerð hjá Yngva Þorsteinssyni hjá Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins. Dvölin á Draflastöðum og sumar- störfin hjá skógræktinni og RALA vöktu áhuga minn á náttúrufræði og haustið 1971 hóf ég nám til BS-prófs í líffræði og lauk því vorið 1974. Á námsárunum í HÍ stundaði ég ýmis rannsóknastörf á sumrin, lengstum tengd rannsóknum á líffræði heiða- gæsar í Þjórsárverum, en á þessum dýralíf á botni Þingvallavatns og var hluti stærra verkefnis, undir stjórn Péturs M. Jónassonar, sem fól í sér að greina megindrætti í vistkerfi vatnsins. Hann dvaldi í Liverpool til sumarsins 1980 en flutti þá heim. Eft- ir heimkomuna vann Sigurður áfram við rannsóknir á lífríki Þingvallavatns auk þess að sinna stundakennslu við líffræðiskor HÍ. Hann varði dokt- orsritgerðina haustið 1982. Hann varð lektor við HÍ 1989, dósent 1992 og prófessor 2005. Hann var for- stöðumaður líffræðistofnunar HÍ 1999-2011 og forseti líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ 2008- 2012. „Árið 1981 hóf ég undirbúning að rannsóknum á bleikjuafbrigðum í Þingvallavatni, tók upp þráðinn þar sem Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson höfðu skilið við á fyrri hluta 20. aldarinnar. Með mér störf- uðu tveir framhaldsnemar, Hilmar J. Malmquist, nú forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands, og Skúli Skúlason, prófessor og fv. rektor Há- skólans á Hólum. Það er skemmst frá Sigurður Sveinn Snorrason prófessor – 70 ára Ljósmynd/Sigurður S. Snorrason Fjölskylduboð Snorri, Greipur, Steinunn, Vigfús, Hrefna og Björg á 70 ára afmæli Hrefnu í fyrra. Lífríki Þingvallavatns helsta viðfangsefnið á ferlinum Hestamaðurinn Sigurður með vini sínum, Stjarna. 40 ára Pan ólst upp í 101 og Vesturbænum í Reykjavík og býr í Þingholtunum. Hann er tónlistarmaður og hefur gefið út fjöl- margar plötur, m.a. með föður sínum. Pan er nú að vinna að verki með Þorkeli Atla- syni tónskáldi sem verður gefið út í Bret- landi í maí. Hann hefur einnig unnið að skipulagningu tónlistarviðburða, þ.á m. Extreme Chill Festival. Maki: Guðrún Lárusdóttir, f. 1971, fata- hönnuður. Sonur: Mikael Thorarensen, f. 2009. Foreldrar: Óskar Thorarensen, f. 1958, tónlistarmaður, bús. í Reykjavík, og Inge- borg Linda Mogensen, f. 1955, d. 2017. Pan Thorarensen Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.