Morgunblaðið - 12.01.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Finnur Tómas Pálmason, miðvörð-
urinn ungi hjá KR, er á leið til
sænska úrvalsdeildarliðsins Norr-
köping. Jónas Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri KR, staðfesti við Fót-
bolta.net í gær að samningar
félaganna á milli væru í höfn og Ex-
pressen sagði í framhaldi af því að
Finnur væri búinn að ganga frá
málum við Norrköping og yrði
formlega kynntur hjá félaginu síð-
ar í vikunni. Finnur er 19 ára og
hefur leikið 31 leik með KR í úr-
valsdeildinni á undanförnum tveim-
ur árum.
Finnur á leiðinni
til Norrköping
Morgunblaðið/Hari
Svíþjóð Finnur Tómas Pálmason
fer frá KR til Norrköping.
Manchester United verður á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta
sinn síðan Alex Ferguson hætti
störfum sem knattspyrnustjóri árið
2013, fái liðið stig úr leik sínum
gegn Burnley á Turf Moor í kvöld.
Liverpool er efst með 33 stig og
betri markatölu en Manchester
United, sem einnig er með 33 stig
en á leikinn í kvöld til góða. Með
sigri eða jafntefli fer United í topp-
sætið með 36 eða 34 stig. Á sunnu-
daginn kemur mætast síðan Liver-
pool og Manchester United á
Anfield í sannkölluðum toppslag.
Í fyrsta sinn frá
Ferguson-árum?
AFP
Efstir? Leikmenn Manchester
United gætu fagnað vel í kvöld.
HM 2021
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenskir og spænskir þjálfarar stjórna flestum lið-
um á heimsmeistaramóti karla í Egyptalandi sem
hefst í Kaíró á morgun, miðvikudag, með upphafs-
leik Egypta og Sílebúa.
Liðin í lokakeppni HM eru 32 talsins, fleiri en
nokkru sinni fyrr, en þeim hefur verið fjölgað úr 24
frá síðasta móti. Þjálfararnir eru 33 talsins en
Tékkar mæta til leiks með tvo fyrrverandi lands-
liðsmenn sína, Jan Filip og Daniel Kubes, við
stjórnvölinn. Af þessum 33 þjálfurum eru fjórir Ís-
lendingar og fjórir Spánverjar en engin önnur þjóð
á fleiri en tvo þjálfara á mótinu.
Tuttugu af þessum 32 landsliðum eru undir
stjórn heimamanns eða heimamanna og því aðeins
tólf sem eru með erlendan aðalþjálfara.
Alfreð einn sá reyndasti á HM
Alfreð Gíslason er í hópi reyndustu þjálfara
mótsins en hann tók við þýska landsliðinu á síðasta
ári eftir afar farsælan feril með þýsk félagslið allt
frá árinu 1997. Hann þjálfaði íslenska landsliðið á
árunum 2006 til 2008 og var hársbreidd frá því að
koma því í undanúrslit á HM 2007.
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans en hann
hefur verið með liðið í fjögur ár, eða síðan hann
hætti með þýska landsliðið eftir að hafa stýrt því til
Evrópumeistaratitils í Póllandi og bronsverðlauna
á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar lið Barein en
hann tók við því í nóvember eftir að hafa áður þjálf-
að 19 ára og 21 árs landslið Persaflóaríkisins.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er síðan fjórði ís-
lenski þjálfarinn á mótinu en hann hefur stýrt ís-
lenska liðinu frá 2018 og var áður með það 2001-
2004 og 2008-2012. Guðmundur vann silfurverðlaun
á ÓL í Peking 2008 og bronsverðlaun á EM í Aust-
urríki 2010 sem landsliðsþjálfari Íslands og hreppti
ólympíugull sem þjálfari Dana á ÓL í Ríó árið 2016.
Jordi Ribeira stýrir spænska liðinu en landar
hans Valero Rivera, Manolo Cadenas og Roberto
García þjálfa lið Katar, Argentínu og Egyptalands.
Spænsku þjálfararnir fjórir á mótinu eru því með
lið hver í sinni heimsálfu.
Sænskir þjálfarar stjórna tveimur erlendum
landsliðum en Ljubomir Vranjes þjálfar Slóvena og
Robert Hedin þjálfar lið Bandaríkjanna sem er á
stórmóti í fyrsta sinn í tuttugu ár.
Athyglisvert er að aðeins einn þýskur þjálfari
starfar á mótinu en Velimir Petkovic, sem er fædd-
ur í Júgóslavíu, stjórnar landsliði Rússa.
Þjálfarar liðanna 32 eru eftirtaldir:
A-riðill:
Þýskaland: Alfreð Gíslason – Ísland
Ungverjaland: István Gulyás – Ungverjaland
Úrúgvæ: Jorge Botejara, – Úrúgvæ
Grænhöfðaeyjar: José Tomaz – Grænh.eyjar
B-riðill:
Spánn: Jordi Ribera – Spánn
Túnis: Sami Saidi – Túnis
Brasilía: Marcus Oliveria – Brasilía
Pólland: Patryk Rombel – Pólland
C-riðill:
Króatía: Lino Cervar – Króatíu
Katar: Valero Rivera – Spánn
Japan: Dagur Sigurðsson – Ísland
Angóla: Nelson Damiao Catito – Angóla
D-riðill:
Danmörk: Nikolaj Jacobsen – Danmörk
Argentína: Manolo Cadenas – Spánn
Barein: Halldór Jóhann Sigfússon – Ísland
Kongó: Francis Guzolana – Kongó
E-riðill:
Noregur: Christian Berge – Noregur
Austurríki: Ales Pajovic – Slóvenía
Frakkland: Guillaume Gille – Frakkland
Bandaríkin: Robert Hedin – Svíþjóð
F-riðill:
Portúgal: Paulo Pereira – Portúgal
Alsír: Alain Portes – Frakkland
Ísland: Guðmundur Guðmundsson – Ísland
Marokkó: Noureddine Bouhaddioui – Marokkó
G-riðill:
Svíþjóð: Glenn Solberg – Noregur
Egyptaland: Roberto García – Spánn
Tékkland: Jan Filip/Daniel Kubes – Tékkland
Síle: Mateo Jesús Garralda – Síle
H-riðill:
Slóvenía: Ljubomir Vranjes – Svíþjóð
Hvíta-Rússland: Iouri Shevtsov – Hv.Rússland
Suður-Kórea: Il-koo Kang – Suður-Kórea
Rússland: Velimir Petkovic – Þýskaland
Komast allir fjórir í milliriðla?
Af íslensku þjálfurunum fjórum er Alfreð sá sem
mætir til leiks með mesta pressu á bakinu. Þjóð-
verjar vilja vinna til verðlauna á öllum stórmótum,
hversu raunhæft sem það svo er hverju sinni. Stað-
reyndin er sú að frá því Þýskaland varð heims-
meistari árið 2007 er Dagur Sigurðsson eini þjálf-
arinn sem hefur komið þýska liðinu á verðlaunapall
á stórmóti, og það tvívegis. Þjóðverjar enduðu í
fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti, á sínum
heimavelli fyrir tveimur árum.
Guðmundur á raunhæfa möguleika á að komast
nokkuð langt með íslenska liðið, sem ætti að fara í
milliriðil án teljandi vandræða. Eftir það þyngist
róðurinn verulega en hann ætti að geta barist með
íslenska liðinu um sæti í átta liða úrslitum.
Dagur á ágæta möguleika á að fara með jap-
anska liðið í milliriðil en Japanir munu væntanlega
slást við Angóla um þriðja sæti C-riðils og um að
fara áfram. Hætt er við að japanska liðið eigi erfitt
uppdráttar gegn Króötum og Katarbúum.
Halldór Jóhann gæti líka hæglega komið liði
Barein í milliriðil. Bareinar ættu að vera sigur-
stranglegri gegn Kongó og gætu slegist við Arg-
entínu um annað sæti D-riðils. Ekkert þessara liða
mun hinsvegar ógna öflugu liði dönsku heimsmeist-
aranna.
Ef allt gengur að óskum gætu Íslendingarnir
fjórir allir verið með í milliriðlakeppni mótsins sem
hefst 20. janúar.
Flestir þjálfaranna á HM
eru frá Íslandi og Spáni
Tólf lið af 32 með erlenda þjálfara og þrjú þeirra með Íslending við stjórnvölinn
Morgunblaðið/Hari
Barein Halldór Jóhann Sigfússon er
þriðji Íslendingurinn með liðið.
Ljósmynd/@DHB_Teams
Þýskaland Alfreð Gíslason á að
fara langt með þýska liðið á HM.
Morgunblaðið/Eggert
Ísland Guðmundur Þ. Guðmunds-
son hefur náð frábærum árangri.
AFP
Japan Dagur Sigurðsson hefur
stjórnað liðinu í fjögur ár.
Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már
Friðriksson var í liði vikunnar í litháísku
A-deildinni í körfuknattleik en deildin
birti úrvalslið sitt í gær. Elvar var í lyk-
ilhlutverki hjá Siauliai, einu sinni sem
oftar, þegar lið hans lagði Neptunas að
velli á sunnudaginn, 93:88. Hann skor-
aði ellefu stig og átti ellefu stoðsend-
ingar, og fékk samtals 25 framlagsstig,
sem var þriðja hæsta stigatalan í síð-
ustu viku í deildinni.
Bjarki Pétursson, Íslandsmeistari í
golfi, var kjörinn íþróttamaður Borg-
arfjarðar árið 2020. Bjarki sigraði á Ís-
landsmótinu sem haldið var í Mos-
fellsbæ að þessu sinni og gerði það
með glæsibrag en Bjarki lék holurnar
72 á samtals þrettán höggum undir pari
sem er mótsmet. Kristín Þórhalls-
dóttir, margfaldur methafi í kraftlyft-
ingum, hafnaði í 2. sæti í kjörinu og
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir körfu-
knattleikskona í 3. sæti. Hún er í liði
Skallagríms sem varð bikarmeistari og
vann einnig Meistarakeppni KKÍ.
Ekki eru öll lið tilbúin til að hefja
keppni á Íslandsmóti þótt leyfi hafi
fengist til þess frá heilbrigðis-
yfirvöldum. Vestfjarðaliðið Vestri getur
ekki teflt fram liði í úrvalsdeild karla í
blaki um næstu helgi. Vestramenn
unnu óvæntan sigur á meisturum
Þróttar frá Neskaupstað í fyrsta leik
sínum í Mizuno-deild karla í byrjun
október, 3:1, en það reyndist eini leik-
urinn til dagsins í dag þar sem keppni
var frestað í kjölfarið. Um næstu helgi
átti Vestri að taka á móti Hamri á Ísa-
firði í Mizuno-deild karla en þeim leik
hefur nú verið frestað þar sem fjórir af
leikmönnum Vestra eru erlendir og
komast ekki til landsins í tæka tíð.
Englandsmeistarar Liverpool heim-
sækja Manhcester United á Old Traf-
ford í fjórðu umferð ensku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu en dregið var í gær.
Leikurinn fer fram laugardaginn 23.
janúar. United hefur unnið keppnina
tólf sinnum á meðan Liverpool hefur
unnið hana sjö sinnum.
Enska knattspyrnufélagið Arsenal
vonast til þess að kaupa markvörð í jan-
úarglugganum en landsliðsmarkvörð-
urinn Rúnar Alex Rúnarsson er samn-
ingsbundinn úrvalsdeildarfélaginu.
David Ornstein, blaðamaður The Athle-
tic, greinir frá því að Rúnar Alex hafi
alltaf verið hugsaður sem þriðji mark-
vörður liðsins og að Mikel Arteta, stjóri
Arsenal, vonist til þess að fá inn vara-
markvörð í janúar til þess að berjast af
alvöru við Bernd Leno um markvarð-
arstöðuna. Rúnar Alex hefur ekki fengið
mörg tækifæri með liðinu en hann var í
byrjunarliði Arsenal sem tapaði 4:1-fyrir
Manchester City í undanúrslitum enska
deildabikarsins í desember í London.
Þar gerði hann sig sekan um slæm mis-
tök og hefur hann ekki fengið tækifæri í
byrjunarliðinu síðan. Ef Arsenal tekst
að klófesta annan
markvörð í gluggan-
um verður Rúnari
Alex leyft að yfirgefa
Arsenal á láni og hafa
nokkur lið sýnt
markverð-
inum áhuga
sam-
kvæmt
The
Athletic
og Orn-
stein.
Eitt
ogannað