Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Þar sem mér er fátt menningar-
legt óviðkomandi lét ég plata mig
í skólaferðalag til Benidorm sum-
arið 1996. Var það í fjölmennum
hópi með Fönklistagenginu,
Steina sleggju og fleiri hressum.
Einhver sparkáhugamaður
komst á snoðir um að á svæðinu
væri í gangi fjögurra liða undir-
búningsmót fyrir komandi spark-
tíð í Evrópu.
Úr varð að nokkrir úr hópnum
fóru og sáu leik Valencia og
Feyenoord á leikvangi sem lét lít-
ið yfir sér. Internetnotkun getur
ekki hafa talist almenn á þessum
tíma og menn voru því ekki með
nýjustu upplýsingar um
leikmannahópa liðanna en vissu
að Brasilíumaðurinn Romario
hafði gengið í raðir Valencia.
Hafði hann töluvert aðdráttar-
afl á þessum tíma og eftir á að
hyggja finnst mér gaman að hafa
séð hann spila en þetta varð síð-
asta tímabil hans í Evrópu. Í
marki Valencia var Zubizarreta
en í lið Feyenoord vantaði Ronald
Koeman og Henrik Larsson.
Varamarkvörður Feyenoord í
leiknum var Jerzy Dudek.
En eftirminnilegasta atvik leiks-
ins varð þegar markvörður hol-
lenska liðsins, hinn hávaxni Ed
de Goey, missti gersamlega
stjórn á skapinu. Sóknarmaður
Valencia reitti tröllið til reiði. Ekki
var það Romario en ef til vill Or-
tega eða Claudio Lopez. Þeir
voru ekki frægir frekar en Van
Bronckhorst og Boateng hjá
Feyenoord.
De Goey ætlaði að hjóla í and-
stæðinginn sem tók til fótanna
með rúmlega tveggja metra
markvörð á eftir sér. Þegar de
Goey sá að hann myndi ekki
hlaupa andstæðinginn uppi lét
hann nægja að henda tuðrunni,
sem hann var með í fanginu þeg-
ar ósættið hófst, á milli herða-
blaðanna á andstæðingnum. Var
í framhaldinu stillt til friðar.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
HM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eftir tvo leiki í undankeppni EM
karla í handknattleik getur maður
velt vöngum yfir hverju má búast við
af íslenska landsliðinu á HM í
Egyptalandi. Fyrsti leikur Íslands
er á fimmtudagskvöldið og andstæð-
ingurinn er Portúgal eins og ræki-
lega hefur komið fram að undan-
förnu. Sama lið og það íslenska
hefur glímt við síðustu vikuna.
Ísland fór vel út úr þeim viður-
eignum fyrir utan höggin sem Alex-
ander Petersson fékk í andlitið. Ís-
land tapaði naumlega ytra og vann
stóran sigur á heimavelli. Ásættan-
leg niðurstaða sem gerir það að
verkum að efsta sæti riðilsins í und-
ankeppni EM blasir við og flott
frammistaða í síðari hálfleik á
sunnudag gefur vonir um að liðið
hafi fundið taktinn, rétt fyrir HM.
Fyrst er rétt að taka fram að
þjálfarateymið gat ekki valið úr öll-
um þeim leikmönnum sem Íslend-
ingar eiga í atvinnumennskunni um
þessar mundir. Fyrirliðinn og
fremsti leikmaður þjóðarinnar, Aron
Pálmarsson, er ekki með vegna hné-
meiðsla. Einn af framtíðarmönnum
landsliðsins, Haukur Þrastarson,
sleit krossband í haust og er því
einnig á sjúkralistanum. Fyrir svo
hæfileikaríkan leikmann er afar leitt
að slíta krossband í kringum tvítugs-
aldurinn og auk þess nýbúinn að
semja við stórlið í Evrópu. Í fjarveru
Arons hefði Haukur væntanlega
fengið stórt tækifæri á HM.
En lítið þýðir að fást um svona
lagað sem er fylgifiskur íþróttanna.
Varðandi Aron þá er líklega jákvætt
að strax fékkst úr því skorið hvort
hann gæti leikið eða ekki. Fyrst
hann þurfti að meiðast þá er líklega
betra að afskrifa þátttöku hans en að
menn séu með það hangandi yfir sér
hvort besti leikmaður liðsins muni
geta beitt sér eða ekki og svarið fáist
ekki fyrr en mótið er hafið. Þá er
væntanlega skárri kostur að skipu-
leggja liðið út frá þeim mönnum sem
eru heilir.
Flinkir og snöggir
Þegar maður horfir á sóknarleik-
inn blasir við að ekki eru margir í
liðinu sem geta skotið af löngu færi
með góðu móti. Ólafur Guðmunds-
son, Elvar Örn Jónsson og Kristján
Örn Kristjánsson geta einna helst
ógnað með þeim hætti. Í íslenska
hópnum eru nokkuð margir leik-
menn sem ekki eru mjög hávaxnir
en flinkir og snöggir. Ekki þarf þó
að taka fram að komist menn á
punktalínuna óáreittir geta lang-
flestir þessara leikmanna refsað
með skotum í gegnum vörnina.
Janus Daði Smárason, Gísli Þor-
geir Kristjánsson, Ómar Ingi Magn-
ússon, Viggó Kristjánsson og Magn-
ús Óli Magnússon eru allir frekar
lágvaxnir en snöggir. Elvar og Alex-
ander Petersson eru svo sem ekkert
sérstaklega hávaxnir heldur. En
þessi atriði er hægt að vinna með.
Eins og liðið er mannað gæti ís-
lenska liðið spilað hraðan sóknarleik
og komið þannig hreyfingu á varnir
andstæðinganna þar til menn finna
glufur. Flestir þessara leikmanna
eru mjög snjallir í að nýta sér glufur
sem myndast. Hraði þeirra og
snerpa getur komið andstæðing-
unum í vandræði. Að mínu viti ætti
íslenska liðið að reyna að láta bolt-
ann ganga eins hratt og mögulegt er
og sjá hvaða möguleikar opnast í
stöðunni maður-á-móti-manni.
Ef ekki skapast góð færi fyrir ut-
an er hægt að senda hornamennina
inn úr hornunum. Mögulega gæti
hornaspilið orðið meira og betra en
oft áður hjá íslenska liðinu. Liðið er
vel sett með Bjarka Má Elísson, Odd
Gretarsson, Arnór Þór Gunnarsson
og Sigvalda Björn Guðjónsson í
hornunum. Allt miklir markaskor-
arar með sínum félagsliðum. Miðað
við hvernig hornaspilið var á köflum
gegn Portúgal ætti íslenska liðinu að
ganga vel að nýta hornamennina.
Hvað eftir annað galopnaðist vinstra
hornið fyrir Bjarka á sunnudaginn
með þeim hætti að hann gat svifið út
í miðjan teig áður en hann skaut.
Ungir menn bera ábyrgð
Vörnin hefur verið misjöfn á síð-
ustu tveimur stórmótum að mér
finnst. Liðið hefur spilað leiki þar
sem hún hefur verið virkilega góð.
Til dæmis á móti Portúgal á EM í
fyrra. En svo hafa komið leikir þar
sem andstæðingarnir fá dauðafæri á
löngum köflum í leikjum. Er það
gallinn við þennan ágenga varnar-
leik að þegar vörnin opnast þá opn-
ast hún illa. Þegar vel gengur verða
sóknir andstæðinganna vandræða-
legar því þeir ná aldrei neinu flæði í
spilinu áður en farið er út í leik-
menn. Áhugavert verður að sjá
hvernig vörnin kemur til með að
virka í Egyptalandi en er ekki fyrir-
sjáanlegt.
Ýmir Örn Gíslason og Arnar
Freyr Arnarsson verða væntanlega
töluvert í miðri vörninni. Þeir eru
ekki nema 23 ára gamlir og hafa
þurft að læra hratt síðustu ár. Þeir
eru ekki farnir að toppa sem íþrótta-
menn en farnir að þekkja stórmótin.
Enn yngri leikmaður, Elliði Snær
Viðarsson, mun létta undir með
þeim en hann er í góðum höndum
hjá Guðjóni Val Sigurðssyni í Þýska-
landi og virðist vera framtíðarmaður
í landsliðinu.
Sitthvorumegin ættu Elvar Örn,
Ólafur Guðmunds og Alexander að
vera mjög góðir í bakvarðastöðunum
í vörninni en enn er óljóst hvenær
Alexander verður búinn að ná sér,
útlitið mun þó vera ágætt. Ómar,
Viggó og Kristján Örn eru ekki eins
góðir í vörn og Alexander en heldur
ekki slæmir, enda leikmenn í sterk-
um deildum.
Þegar vörnin virkar vel ættu
hornamennirnir að geta skorað auð-
veld mörk úr hraðaupphlaupum.
Markvarslan er svo, eins og yfirleitt
í handboltanum; framlenging af
vörninni. Ef vörnin verður góð er
engin ástæða til að ætla að Ágúst Elí
Björgvinsson, Viktor Gísli Hall-
grímsson og Björgvin Páll Gúst-
avsson geti ekki skilað sínu. Ágúst
Elí kemur inn í mótið með sjálfs-
traust eftir leikina gegn Portúgal,
Viktor er mjög hæfileikaríkur og
Björgvin hefur reynsluna og er sér-
fræðingur í að verja vítaköst.
Spila þarf sóknirnar
með bensínið í botni
Snerpa leikmanna býður upp á viss sóknarfæri Betra hornaspil en áður?
Morgunblaðið/Eggert
Marksækinn Sennilegt er að Bjarki Már verði markahæstur Íslendinga á HM enda markakóngur í Þýskalandi.
Thea Imani Sturludóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, er gengin til
liðs við Val en hún skrifaði undir
samning sem gildir út tímabilið
2024 á Hlíðarenda. Thea rifti samn-
ingi sínum við danska úrvalsdeild-
arfélagið Aarhus United á dög-
unum en hún hélt utan í atvinnu-
mennsku árið 2017 þegar hún
samdi við Volda í norsku B-deild-
inni. Þaðan gekk hún til liðs við
Oppsal árið 2019 og þaðan lá leiðin
til Danmerkur síðasta sumar þar
sem hún hefur lítið getað beitt sér
vegna meiðsla.
Valur krækti í
landsliðskonu
Ljósmynd/Valur
2024 Thea Imani er mætt aftur í
íslensku úrvalsdeildina eftir hlé.
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðs-
markvörður í handknattleik er bú-
inn að skrifa undir samning við
franska félagið Nantes um að leika
með því frá og með keppnis-
tímabilinu 2022-2023. Þetta var
fullyrt í hlaðvarpsþættinum Hand-
kastinu í gærkvöldi. Viktor Gísli er
samningsbundinn danska úrvals-
deildarfélaginu GOG sem er á toppi
dönsku úrvalsdeildarinnar. Nantes
er eitt allra sterkasta lið Frakk-
lands en liðið varð franskur meist-
ari árið 2017 og fór alla leið í úrslit
Meistaradeildarinnar vorið 2018
Markvörður á
leið til Frakklands
Ljósmynd/FPA
Nantes Viktor Gísli er á leið til
Frakklands eftir næsta tímabil.
NBA-deildin
Detroit – Utah ...................................... 86:96
LA Clippers – Chicago..................... 130:127
Brooklyn – Oklahoma City .............. 116:129
New York – Denver............................ 89:114
Houston – LA Lakers ...................... 102:120
Minnesota – San Antonio..................... 96:88
Golden State – Toronto.................... 106:105
Boston – Miami.................................. frestað
England
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Stockport – West Ham ............................ 0:1
Dregið til 4. umferðar:
Cheltenham – Manchester City
Bournemouth – Crawley
Swansea – Nottingham Forest
Manchester United – Liverpool
Southampton/Shrewsbury – Arsenal
Barnsley – Norwich
Chorley – Wolves
Millwall – Bristol City
Brighton – Blackpool
Wycombe – Tottenham
Fulham – Burnley
Sheffield United – Plymouth
Chelsea – Luton
West Ham – Doncaster
Brentford – Leicester
Everton – Sheffield Wednesday
Grikkland
Lamia – AEK Aþena................................ 0:1
Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 74
mínúturnar með Lamia.
Holland
B-deild:
Dordrecht – Jong PSV............................ 2:3
Kristófer Ingi Kristinsson lék allan leik-
inn með Jong PSV.