Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
THE HOLLYWOOD REPORTER
CHICAGO SUN-TIMES
Franski djass-
píanóleikarinn
og tónskáldið
Claude Bolling
er látinn, níræð-
ur að aldri. Boll-
ing var ekki síst
þekktur fyrir
bræðing djass og
klassíkur en
hljómplatan með
samstarfsverkefni þeirra flautu-
leikarans Jean-Pierres Rampals,
Suite for Flute and Jazz Piano, frá
1975, var í heilan áratug á metsölu-
listum klassískrar tónlistar og er
með söluhæstu klassísku plötum.
Bolling samdi tónlist við fjölmargar
kvikmyndir.
Píanistinn Claude
Bolling látinn
Claude Bolling
Fyrir rúmum tveimur árum höfðaði
bandaríska tónlistarkonan Tracy
Chapman mál gegn löndu sinni,
hinum vinsæla rappara Nicki Min-
aj, eftir að þá óútgefið lag, „Sorry“,
með Minaj var leikið í útvarps-
útsendingu og taldi Chapman það
taka mikið úr lagi sínu „Baby Can I
Hold You“. Samkvæmt fréttum
hafa sættir nú náðst í málinu án
þess að dómur hafi fallið og hefur
Minaj greitt Chapman 450 þúsund
dali í bætur, um 57 milljónir króna.
Samkvæmt The New York Times
hefur málið vakið mikla athygli og
umræðu meðal sérfræðinga í höf-
undarrétti þar sem lagið, sem Minaj
flutti ásamt rapparanum Nas, var
aldrei formlega gefið út og hljóm-
aði einungis einu sinni í útvarpinu.
Chapman
sagði Minaj hafa
beðið um leyfi
fyrir að nota stef
frá sér en því var
hafnað. Minaj
hélt því fram á
móti að notkun
sín félli undir
svokölluð „fair
use“, sem veiti
flytjendum und-
anþágu frá höfundarréttarákvæð-
um. Deilan snerist síðan um það
hvernig lagið, sem enn var í
vinnslu, hafi borist útvarpsþætt-
inum. Haft er eftir lögmanni Minaj
að ákveðið hafi verið að semja um
lyktir málsins, það hefði verið enn
dýrara að láta dómstóla dæma.
Minaj greiddi Chapman 57 milljónir kr.
Nicki Minaj
Félagsfundur Klassís, Fagfélags
klassískra söngvara á Íslandi, lýsir
yfir vantrausti á stjórn og óperu-
stjóra Íslensku óperunnar, Stein-
unni Birnu Ragnarsdóttur, vegna
stjórnunarhátta stofnunarinnar á
undanförnum árum, segir í tilkynn-
ingu sem Klassís hefur sent frá sér.
Vantraustsyfirlýsingin var sam-
þykkt á fjölmennum fjarfundi. Í til-
kynningunni segir að söngvarar inn-
an vébanda félagsins hafi sýnt
langlundargeð gagnvart stjórn-
unarháttum Íslensku óperunnar um
langt skeið en nú sé það þrotið.
„Söngvarar hafa alla tíð stutt óp-
eruflutning á Íslandi með sínu fram-
lagi og haft ríkan skilning á þröngri
fjárhagsstöðu óperunnar. Söngvarar
hafa þannig oftar en ekki sungið fyr-
ir Íslensku óperuna fyrir brot af því
sem þeir fá greitt fyrir sína vinnu er-
lendis,“ segir í tilkynningunni. „Að-
koma söngvara að stjórn Íslensku
óperunnar var mikil í upphafi en hef-
ur farið stöðugt minnkandi og er nú
svo komið að aðkoma þeirra er eng-
in. Dæmi eru um að stjórnin hafi
markvisst komið í veg fyrir aðkomu
söngvara, til dæmis með því að
breyta samþykktum sínum á lok-
uðum fundi til að koma í veg fyrir að
réttilega tilnefndir söngvarar tækju
sæti í stjórn. Undanfarin ár hefur
stjórn og óperustjóri Íslensku óp-
erunnar endurtekið sýnt áhugaleysi
á að heyra sjónarmið, umkvörtunar-
efni og tillögur frá söngvurum og
öðru fagfólki á sviði óperulistar.“
Gallaðir verksamningar
Þá segir: „Íslenska óperan er nán-
ast eini starfsvettvangurinn fyrir
óperusöngvara á Íslandi, enda eina
stofnunin sem fær fé úr ríkissjóði
eyrnamerkt óperustarfsemi. Í krafti
einokunarstöðu sinnar og að-
stöðumunar hefur þessi sjálfseign-
arstofnun aðeins boðið söngvurum
gallaða verksamninga, sem gera
ákvæði sem vísa í kjarasamning við
stéttarfélögin (FÍH og FÍL) að
engu, eins og nýfallinn dómur hefur
nú leitt í ljós.“
Þá segir að stjórnunarhættir og
stefna Íslensku óperunnar í kjara-
málum söngvara hafi leitt til þess að
laun söngvara hafa lækkað að raun-
gildi. Enn fremur séu dæmi um tölu-
verðan óútskýrðan launamun
kynjanna. „Sjá má mikla fylgni milli
þess að fólk kvarti eða leiti réttar
síns og þess að fá ekki aftur vinnu
hjá Íslensku óperunni, eða mögu-
leika á vinnu með fyrirsöng.
Óperustjóri hefur einhliða breytt
ákvæðum um flytjendarétt og tekið
út rétt til greiðslu vegna sýninga í
sjónvarpi og ennfremur bætt við
ákvæðum um að söngvarar afsali sér
rétti til viðbótargreiðslna vegna
streymis innanlands sem utan. Um
leið og þetta er gert hefur streymi
sýninga Íslensku óperunnar á al-
þjóðlegum streymisveitum orðið að
nýrri tekjulind fyrir óperuna.“
Vísar ásökunum á bug
Í samtali við Steinunni Birnu á vef
RÚV í gær vísar hún ásökunum
söngvaranna á bug en að það sé eðli-
legt að uppi séu ólíkar skoðanir um
stjórnun menningarstofnana. Hún
segist líka eiga í mjög góðum sam-
skiptum við fjölmarga söngvara sem
koma fram á vegum Íslensku óp-
erunnar svo þessi viðbrögð hafi
komið henni mjög á óvart.
Ásakanir eins og um að söngvarar
sem komi fram með umkvörtunar-
efni séu ekki ráðnir aftur og um
launamun kynja segir Steinunn
Birna ekki eiga við rök að styðjast.
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Ópera Frá uppfærslu Íslensku óp-
erunnar á La traviata eftir Verdi.
Vantraust á
óperustjórann
Félag söngvara ósátt við óperuna
Í Louvre-safninu í París hefur
undanfarna tíu mánuði verið rólegt
um að litast, sem er æði óvenjulegt í
þessu vinsælasta safni jarðar. Árið
2019 heimóttu 9,6 milljónir manna
safnið og stefndi í enn meiri aðsókn í
fyrra, vegna einstakrar sýningar á
verkum eftrir Leonardo da Vinci
sem sett var upp þegar 500 ár voru
frá láti hans. En safnið var lokað
stóran hluta ársins vegna kórónu-
veirufaraldurins og komu því aðeins
2,7 milljónir gesta á árinu; nam sam-
drátturinn milli ára 72 prósentum.
Eftir langa lokun í fyrravor var
Louvre opnað aftur í fyrrasumar en
með miklum takmörkunum. Telja
stjórnendur safnsins það hafa misst
af um 90 milljónum evra í tekjur. Á
venjulegu ári eru þrír af hverjum
fjórum gestum í heimsókn í Frakk-
landi en í fyrra breyttist hlutfallið
með færri ferðamönnum og voru um
70 prósent gesta franskir.
AFP
Tómlegt Mona Lisa Da Vincis horfir yfir tóman Salle des Etats-salinn í Louvre, þar sem venjulega er þröng gesta.
Aðsókn dróst saman um 72%