Morgunblaðið - 12.01.2021, Blaðsíða 32
Hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen heldur
tvenna tónleika í vikunni, þá fyrri 14. janúar í Gamla
bíói og þá seinni 15. janúar á Hótel Selfossi, og hefjast
hvorir tveggja kl. 20.30. Vegna fjöldatakmarkana er
takmarkað magn miða í boði, að því er fram kemur á
tix.is. Hljómsveitina skipa Unnur Birna Björnsdóttir á
fiðlu, Björn Thoroddsen á gítar, Skúli Gíslason á
trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa.
Tvennir tónleikar með hljómsveit
Unnar Birnu og Björns Thoroddsen
það hafi ekki verið í boði vegna veir-
unnar. „Ég held að fólk sé fegið að
það sé verið að gera eitthvað, að
reyna að breyta hversdagsleik-
anum.“
Skólastarfið á tíma veirunnar hef-
ur verið mjög óvenjulegt, að sögn
Þóru Rannveigar. Hún hafi til dæmis
verið vön því að kynnast nýju fólki á
hverri önn en það hafi ekki gerst á
þessum tíma. „Tengingin er langt því
frá eins góð og áður og maður sér
engin ný andlit. Kannski fáum við
ekki að fara aftur inn í skólann eins
og áður og þá verður það leiðinlegt
en fyrirkomulagið verður að vera
eins og það verður að vera.“
Þrátt fyrir neikvæð áhrif veir-
unnar segir Þóra Rannveig að
ástandið komi ekki öllum illa. „Þótt
skemmtilegra sé að hitta krakkana í
frímínútum finnst mér þægilegt
námsins vegna að vera í fjarnámi.“
Foreldrar hennar eru í áhættuhópi
og því býr hún hjá ömmu sinni og
hittir bara hana og kærasta sinn.
„Allir dagar hafa einhvern veginn
verið eins en með hverjum deginum
sem líður færist maður nær því að
þessu ástandi ljúki og þá ætla ég að
gera sem mest,“ segir Þóra Rann-
veig, sem stefnir í haust á háskóla-
nám í sköpun eða hönnun, arkitektúr
eða byggingarverkfræði.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Félagslíf í framhaldsskóla er mikil-
vægur hluti skólastarfsins, en vegna
samkomutakmarkana í kórónuveiru-
faraldrinum hafa nemendur þurft að
bregða út af vananum. „Það var
skrýtið að taka við stjórn nemenda-
félagsins þegar öll starfsemi var löm-
uð en við höfum samt reynt að gera
ýmislegt skemmtilegt,“ segir Þóra
Rannveig Emmudóttir, forseti nem-
endafélags Fjölbrautaskólans í
Breiðholti.
Nemendur FB í list- og verknámi
hafa stundum mátt mæta í skólann
en aðrir hafa verið í fjarnámi. Þóra
Rannveig er á listnámsbraut og út-
skrifast sem stúdent í vor. Hún segir
að bryddað hafi verið upp á ýmsu í
ljósi breyttra aðstæðna. Þau hafi til
dæmis fengið Jón Jónsson tónlistar-
mann til þess að syngja og spjalla við
nemendur á samskiptaforritinu
Teams á nýnemakvöldinu og Pálma
Ragnarsson hvatningarfyrirlesara á
miðri haustönninni.
Söngur, sýningar og bingó
„Jón var með „peppræðu“ fyrir
nýnemana í þeim tilgangi að hrista
þá saman og koma þeim í stuð og
Pálmi talaði um jákvæð samskipti,“
segir Þóra Rannveig. Leikarinn Vil-
helm Neto hafi verið með uppistand
á youtube-streymi, sem hafi verið
eingöngu fyrir FB, og boðið hafi ver-
ið upp á ýmsar uppákomur tengdar
náminu. Í því sambandi nefnir hún
rafræna tískusýningu frá lokaárs-
nemendum á textílbraut og rafræna
myndlistarsýningu myndlistarnema.
Farið hafi verið í leiki á instagram
eins og til dæmis hreyfikeppni, þar
sem nemendur hafi skrásett í sér-
stakt app hreyfingu sína, göngu,
hlaup og hjólatúra, og nokkrir hafi
síðan verið dregnir út og fengið verð-
laun. Eins hafi verið ljósmynda-
keppni á instagram og rafrænt
bingó. „Við höfum aldrei verið með
svona instagram-leiki áður og raf-
rænar tísku- og myndlistarsýningar
voru líka nýbreytni í skólanum. Mjög
margir tóku þátt í bingóinu rétt fyrir
jólin, það heppnaðist sérlega vel og
við ætlum að endurtaka það.“
Þóra Rannveig segir að flestir
nemendur vilji venjulegt félagslíf en
Fjölbreytt félagslíf í FB
Nemendafélagið á skemmtilegum rafrænum nótum
Biðin eftir „eðlilegu“ ástandi styttist með hverjum deginum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jákvæð Þóra Rannveig Emmudóttir, forseti nemendafélags FB.
Þórska
ffi á K1
00 -
öll laug
ardags
kvöldm
illi
8 og 12
Á Þórsk
affi spilu
m við gö
mul
og góð d
anslög í
bland vi
ð það
vinsæla
sta í dag
-
Hver v
ar þinn
uppáh
aldssk
emmt
istaðu
r?
Var það
Ingólfs
kaffi, T
unglið,
Sportk
affi, Ka
ffi Ólive
r eða
Thorva
ldsen?
Við rifju
m upp s
kemmti
legar sö
gur
af skem
mtistöð
um og h
eyrum í
fólki
sem van
n á þess
um stöð
um og
auðvitað
líka í þei
m sem s
kemmtu
sér á þe
ssum st
öðum.
Þór Bæring sér um að allir
skemmti sér vel á Þórskaffi -
öll laugardagskvöld á K100
frá 20.00 til 00.00
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 12. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Mögulega gæti hornaspilið orðið meira og betra en oft
áður hjá íslenska liðinu. Liðið er vel sett með Bjarka Má
Elísson, Odd Gretarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Sig-
valda Björn Guðjónsson í hornunum. Allt miklir marka-
skorarar með sínum félagsliðum. Miðað við hvernig
hornaspilið var á köflum gegn Portúgal ætti íslenska
liðinu að ganga vel að nýta hornamennina,“ segir með-
al annars í grein um karlalandsliðið í handknattleik í
blaðinu í dag en Ísland mun hefja leik á HM í Egypta-
landi á fimmtudagskvöldið. »27
Hornaspil íslenska liðsins gæti
orðið betra á HM en oft áður
ÍÞRÓTTIR MENNING