Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Tilnefningarnefnd
auglýsir eftir tilnefningum
eða framboðum
til stjórnar
Eik fasteignafélag hf. // Reykjavík, 14. janúar 2021
Tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf. auglýsir eftir tillögum hluthafa að fram
bjóðendum til stjórnarkjörs sem og framboðum annarra til stjórnar félagsins vegna
aðalfundar hluthafa sem stendur til að halda 25. mars 2021.
Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd
félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á heimasíðu félagsins www.eik.is/hluthafar.
Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið tilnefningarnefnd@eik.is eða í
lokuðu umslagi á skrifstofu félagsins, eigi síðar en 4. feb rúar 2021. Nefndin mun ekki
leggja mat á tillögur eða framboð sem berast eftir tímamarkið.
Rökstudd tillaga nefndarinnar skal kynnt með fundarboði aðalfundar og vera
aðgengileg hluthöfum á heimasíðu félagsins a.m.k. þremur vikum fyrir aðalfund.
Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimildir til þess að skila inn fram
boðum til stjórnar minnst 7 sólarhringum fyrir aðalfund í samræmi við 3. mgr. 20. gr.
samþykkta félagsins.
Eik fasteignafélag hf.
Sóltún 26, 105 Reykjav ík // www.eik.is
hljóðrituð til þess að safna raungögn-
um. Ekki er nóg með að hlutfall
enskra aðkomuorða hafi aukist meðal
íslenskra unglinga á tveimur áratug-
um heldur hefur rithátturinn sömu-
leiðis breyst. Færri tilraunir eru nú
gerðar til þess að aðlaga aðkomuorð-
in að íslenskum ritvenjum. Ragnheið-
ur bendir þó á að greina megi nýjar
og athyglisverðar leiðir í aðlögun
orða úr ensku. Þar spila inn í áhrif
stafrænnar tækni á rithátt, greinar-
merkjanotkun og fleira.
„Ljóst er að talsverðar breytingar
hafa átt sér stað í slangurorðaforða
unglinga á Íslandi á síðustu tveimur
áratugum, áhrif stafrænnar menn-
ingar eru greinileg og enska fær stöð-
ugt meira vægi. Ef til vill þarf að leita
leiða til þess að sporna við þessari
þróun og vekja áhuga unglinga á ís-
lenskri tungu, en það má líka hafa
það hugfast að hver ný kynslóð ung-
linga gæðir málið nýju lífi og þó að
sitt sýnist hverjum um málið þá hafa
áhyggjur af glötun tungumálsins
hingað til reynst óþarfar,“ segir í
lokaorðum ritgerðarinnar.
„Þegar ég skoðaði söguna kom það
mér á óvart hvað fólk hefur verið
svartsýnt á stöðu íslenskunnar í
gegnum tíðina. Ég fann greinar frá
miðri síðustu öld þar sem talað var
um að við værum að glata tungumál-
inu. Það sýnir held ég að við getum
alveg verið róleg núna,“ segir Ragn-
heiður.
Ungmenni nota ensku daglega
Hún bendir á að enskan sé allt-
umlykjandi í umhverfi ungmenna í
dag. Krakkarnir sem tóku þátt í vef-
könnuninni voru einkum 16-18 ára
unglingar, flestir á höfuðborgar-
svæðinu en einnig á Suðurlandi og
Norðurlandi. Yfir helmingur þeirra
sagðist nota ensku daglega og átti þá
ekki við enskunotkun í skólanum.
„Samkvæmt niðurstöðum vefkönn-
unarinnar er óvirk enskunotkun
(hlustun og lestur) meiri en virk
enskunotkun (tal og skrif) á meðal
unglinga, og hlustun á ensku virðist
mest. Flestir sögðust hafa áhuga á
tónlist, kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum, og nær allir þátttakendur
vefkönnunarinnar nota tölvur eða
snjalltæki daglega,“ segir í saman-
tektarkafla.
„Unglingar í dag nota svo mikla
ensku og fjölbreytnin í svörunum
sýnir hvað þeir eru duglegir að til-
einka sér orð. Þetta sáum við enn
frekar á samtölum þeirra sem við
hljóðrituðum,“ segir Ragnheiður sem
viðurkennir fúslega að hún hafi sjálf
stundum þurft að spyrja unglinga
hvað einstök orð þýddu. Það hafi til
að mynda verið nýtt fyrir henni að
„bae“ þýðir kærasta/kærasti og orðin
„popo“ og „twelve“ merkja lögregla.
Þá hefur það kannski vafist fyrir fólki
að „fá sér smellý“ þýðir að reykja.
Æ meiri enska í slangri unglinga
Ragnheiður Jónsdóttir rannsakaði ensk aðkomuorð í slangri unglinga Mun fleiri ensk orð nú en
fyrir 20 árum Áhrif stafrænnar menningar eru greinileg Popo, bae og smellý komin til að vera?
Algengustu slanguryrði yfi r stelpur hjá unglingum árið 2000 og 2020*
Algeng slangurorð árið 2000 en ekki á topp 10 árið 2020
Mynd
vantar
GUGGA
SKVÍSA
#4
GIRL
#5 PÍA #6 KONA
#7 GAUR
#9 DAMA
#8 KERLING
GELLA
SKUTLA PÍKA TUSSA
#2
STÚLKA
árið 2020
STELPA
árið 2000
#3 2020 (10%)
og 2000 (9%)
#1 bæði árin
50% nefndu
GELLA árið 2020
og 29% árið 2000
Einnig
nefnt:
gurl, girly,
girll, girlll,
guuurl, gurrrrl, giirl,
giiirl, girlie, gorl, girlllll,
hey gurl og girlzzzzzz
Árið
2020:
TÍK
#7 árið
2000
#8 árið
2000
#9 árið 2000 #10 árið 2000
Minna vinsælt árið 2020
#10 GUGGA
2% nefndu orðið GUGGA árið 2020
girlzzz-zzz
*Skv.könnun sem lögð var fyrir unglinga árið
2000 og 2020. Heimild: Ragnheiður Jónsdóttir.
2,3% nefndu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rannsókn Ragnheiður Jónsdóttir íslenskufræðingur skrifaði meistara-
ritgerð um ensk aðkomuorð í slangurorðaforða ungmenna á Íslandi.
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Breytingar á tungumálinu byrja oft
hjá unglingum og þær gefa kannski
vísbendingar um það hvert stefnir,“
segir Ragnheiður Jónsdóttir ís-
lenskufræðingur sem hefur rann-
sakað ensk aðkomuorð í slangurorða-
forða á Íslandi. Ragnheiður skilaði
nýlega meistararitgerð sinni sem ber
heitið „Fáðu þér eina smellý og chill-
aðu broski“ en í henni er fjallað um
unglingamál á Íslandi.
Við vinnslu ritgerðarinnar kannaði
Ragnheiður hlutfall og birtingar-
myndir nýlegra aðkomuorða úr
ensku. Gerð var vefkönnun meðal
nemenda í grunn- og framhalds-
skólum veturinn 2019-2020 og voru
þátttakendur beðnir að nefna slang-
uryrði yfir hugtök úr almennu máli.
Yfir eitt þúsund svör bárust. Þessi
svör voru svo borin saman við svör úr
samskonar könnun sem gerð var árið
2000 og þannig er hægt að varpa ljósi
á þróun tungumálsins. Leiðbeinandi
Ragnheiðar var Helga Hilmisdóttir
en hún lagði einmitt fyrir könnunina
um aldamótin og er auk þess verkefn-
isstjóri rannsóknarverkefnisins Ís-
lenskt unglingamál, sem ritgerðin er
unnin innan og styrkt var af rann-
sóknarsjóði Rannís.
Nýjar kynslóðir gæða málið lífi
„Við ákváðum að endurtaka þessa
könnun og lögðum hana fyrir í aðeins
breyttri mynd en spurðum mikið til
um sömu hugtökin. Í ritgerðinni
skoða ég aðallega aðkomuorð úr
ensku, sem áður fyrr voru kölluð
slettur. Þetta eru orð sem eru ekki al-
veg samþykkt eða viðurkennd í mál-
inu og hafa fæst fengið sess í orða-
bókum. Ég komst að því að hlutfall
orða úr ensku hefur aukist mjög frá
því fyrir 20 árum,“ segir Ragnheiður
en auk áðurnefndrar könnunar voru
viðtöl við unglinga og samtöl þeirra
Tryggingafélagið VÍS lækkaði um
tæp 3,5% í 236 milljóna króna við-
skiptum í Kauphöll Íslands í gær.
Lækkun bréfanna kom í kjölfar
þess að félagið sendi frá sér já-
kvæða afkomuviðvörun eftir lokun
markaða í fyrradag.
Samkvæmt drögum að uppgjöri
félagsins fyrir árið 2020 er vænt af-
koma VÍS talsvert hagstæðari en
afkomuspá gerði ráð fyrir. Sú spá
var gefin út 17. desember og gerði
ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir
skatta yrði 1.150 milljónir króna.
Nú lítur hins vegar út fyrir að
hagnaðurinn verði 39% meiri eða
1.600 milljónir. Í fyrrnefndri til-
kynningu segir að ástæðan fyrir
betri afkomu sé hærri ávöxtun fjár-
eigna félagsins í desember 2020.
Hins vegar sé afkoma af sjálfum
tryggingarekstrinum lakari en gert
var ráð fyrir vegna meiri tjóna-
þunga á tímabilinu og útreiknings á
tjónaskuld.
Bendir VÍS á að samanlagt hafi
tjónaskuld félagsins verið hækkuð
um tæpa þrjá milljarða á nýliðnu
ári að meðtöldum áhrifum á síðasta
fjórðungi ársins. ses@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
VÍS Það sem af er ári hafa bréf tryggingafélagsins lækkað um ríflega 1%.
Lækkun í kjölfar
afkomuviðvörunar
Hagnaður VÍS meiri 2020 en vænst var