Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Rúður Þessir iðnaðarmenn létu leiðindaveðrið í gær ekki á sig fá og skiptu um rúður í blokk á Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Útlit er fyrir svipað veður í dag en það styttir upp á föstudag.
Eggert
Þau tímamót eru
fram undan í sögu
Kópavogs að það hillir
undir að miðbærinn,
Hamraborg og næsta
nágrenni, fái loks
þann sess sem honum
var ætlaður. Lagðar
hafa verið fram til-
lögur að breyttu
skipulagi hans þar
sem áherslan er á
mannlíf, verslun og þjónustu.
Fyrirhugað er að byggja um 550
íbúðir á svæðinu. Þessi þétting
byggðar skapar forsendu fyrir ið-
andi mannlíf en skipulagstillögur
gera meðal annars ráð fyrir
göngugötu, mannlífsás, sem liggur
frá Menningarhúsunum í Kópavogi
að Kópavogsskóla og verslunar- og
þjónusturými á jarðhæðum við
göngugötuna.
Bílastæði taka mikið til sín eins
og skipulagið er í dag. Í breyttu
skipulagi er ásýnd svæðisins allt
önnur þar sem bíllinn færist neð-
anjarðar. Gert er ráð
fyrir að fjölgun nýrra
bílastæða verði í nýj-
um bílakjallara sem
einnig nýtist íbúum og
gestum á svæðinu.
Þegar bílastæði eru
komin neðanjarðar
skapast skilyrði til
þess að nýta núver-
andi bílastæði fyrir
torg og mannlíf.
Borgarlína og
bíllaus lífstíll
Áhersla verður á smærri íbúðir
á þessum nýja uppbyggingarreit
og stefnt er að því að fólk geti
keypt íbúðir án bílastæðis. Þar
með skapast möguleiki fyrir þá
sem kjósa bíllausan lífsstíl að festa
kaup á húsnæði á hagstæðara
verði í hverfi sem er afar mið-
svæðis á höfuðborgarsvæðinu og
ótrúlega vel tengt við stærstu
vinnustaði landsins. Tilkoma borg-
arlínunnar mun bæta tengingar
Hamraborgarinnar enn frekar þar
sem tvær línur hennar munu liggja
um Hamraborgina.
Sem dæmi má nefna að leiðin frá
Hamraborg í Háskólann í Reykja-
vík verður sex mínútur og styttist
um 11 mínútur þegar borgarlína
yfir Fossvog verður tekin í notkun.
Að sama skapi styttist ferðatími í
Háskóla Íslands og Landspítalann
en þessir vinnustaðir tilheyra fjöl-
mennustu vinnustöðum landsins.
Þá batna tengingar við miðbæ
Reykjavíkur með öllum þeim
stofnunum og þjónustu sem þar er
að finna.
Nú þegar eru Menningarhús
Kópavogs á þessu svæði, stjórn-
sýsla, verslanir og þjónusta ýmiss
konar. Það er óhætt að fullyrða að
með fjölgun íbúða verður fram-
boðið af þjónustu enn meira og
munu allir íbúar bæjarins njóta
góðs af breytingunni.
Skipulagstillögurnar hafa vakið
verðskuldaða athygli. Áhugi íbúa í
Kópavogi þýðir að fólki er annt um
Hamraborgina og hvet ég áhuga-
sama til þess að fylgjast með
kynningarfundi um skipulagstil-
lögurnar sem streymt verður í
dag, fimmtudaginn 14. janúar, á
vef Kópavogs. Á vefnum eru einnig
ítarleg og vönduð gögn skipulags-
ins og þrívíddargögn sem gott er
að skoða.
Í þróunarferli miðbæjarins hef-
ur átt sér stað mikið samráð og
hugmyndavinna. Lagðar voru fram
tvær vinnslutillögur sem er eins-
dæmi eftir því sem ég best veit.
Nú eru tillögurnar í kynningarferli
deiliskipulags og því enn hægt að
senda inn ábendingar.
Eftir Ármann Kr.
Ólafsson » Þétt byggð, mikil
þjónusta, góðar
samgöngur og mannlíf
verða einkenni endur-
nýjaðrar Hamraborgar
Ármann Kr. Ólafsson
Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Iðandi mannlíf í nýrri Hamraborg
Teikning/ONNO/PK arkitektar
Í byrjun árs voru
breytingar gerðar á
framkvæmd skimana
fyrir krabbameinum í
kjölfar ákvörðunar
heilbrigðisráðherra
þess efnis. Fréttirnar
komu mörgum á óvart.
Landspítala hefur nú
verið falin framkvæmd
skimana fyrir krabba-
meinum í brjóstum í
samvinnu við Sjúkra-
húsið á Akureyri og heilsugæslunni
hefur verið falin framkvæmd skimana
fyrir krabbameini í leghálsi. Samhliða
því að þetta samfélagslega mikilvæga
verkefni flyst nú alfarið yfir til hins op-
inbera voru gerðar breytingar á fram-
kvæmdinni. Aldursviðmiðum var
breytt fyrir skimun brjóstakrabba-
meins og tíðni skimana fyrir legháls-
krabbameini minnkuð. Skimun fyrir
krabbameini í brjóstum og leghálsi er
mikilvæg forvörn sem býðst ein-
kennalausum konum og ég held að það
sé óhætt að segja að konur og aðstand-
endur þeirra séu þakklát fyrir hana.
Algengasta krabbamein kvenna
Viðbrögðin bera með sér að frétt-
irnar veki kvíða og ugg. Eðlilega, vil ég
leyfa mér að segja, enda
eru miklir hagsmunir í
húfi og röksemdirnar að
baki hafa ekki verið
kynntar almenningi
nema að takmörkuðu
leyti. Heilbrigðisstarfs-
fólk hefur á síðustu dög-
um líka lýst yfir efa-
semdum. Ég viðurkenni
að mér fundust þessar
fréttir óþægilegar.
Brjóstakrabbamein er
algengasta krabbamein
sem konur greinast með.
Þær tölur þekkjum við
öll. Að jafnaði greinast rúmlega 200
konur á ári. Öll gleðjumst við og get-
um verið stolt af því að 90% kvenna
eru á lífi 5 árum eftir greiningu. Hina
hliðina þekkjum við líka því miður
öll, að margar konur hafa látist
vegna brjóstakrabbameins. Mæður,
systur og dætur, vinkonur, ömmur,
vinnufélagar og grannar. Konur sem
greinst hafa með brjóstakrabbamein
eru allt um kring. Þess vegna stend-
ur okkur ekki heldur á sama þegar
breytingar eru gerðar á aðgengi að
skimunum og fyrirkomulagi þeirra.
Málið stendur mörgum svo nærri.
Það er þess vegna sem svo miklu
skiptir að forsendur og röksemdir
fylgi og að samtal fái að eiga sér stað
um hvort við viljum yfirleitt fara í
breytingar á borð við þær að hækka
aldursviðmið brjóstaskimunar um
heil 10 ár. Og ég viðurkenni að ég er í
hópi þeirra sem eru smeyk við þá
breytingu.
Tugir yngri kvenna á hverju ári
Hingað til hefur konum á aldrinum
40-69 ára verið boðið í skimun fyrir
krabbameini í brjóstum en nú verður
konum á aldrinum 50-74 ára boðið í
skimun. Konum stendur því til boða
að fara í þessa skimun lengur en ver-
ið hefur en skimun hefst hins vegar
10 árum seinna. Þá verður skimun
fyrir leghálskrabbameini á 5 ára
fresti í stað 3 ára, án þess að almenn-
ingur heyri rökin að baki. Mér sýnist
sem sú breyting að hefja brjóstas-
kimun ekki fyrr en við 50 ára aldur sé
ekki í samræmi við evrópsk tilmæli
og fram hefur komið að fagráð um
brjóstaskimun hafi mælst til þess að
aldursviðmiðið yrði 45 ár. Það eitt
vekur spurningar. Hingað til hafa
stjórnvöld talið ástæðu til þess að
miða við 40 ár og í ljósi þeirra hags-
muna sem eru í húfi þarf þetta sam-
tal að fá að eiga sér stað. Á vef
Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt
fólk með krabbamein og aðstand-
endur, segir að á árunum 2015-2019
hafi að meðaltali 31 kona á aldrinum
40-49 ára greinst árlega með brjósta-
krabbamein. Þar til viðbótar eru þær
konur sem greinast með brjósta-
krabbamein undir 40 ára aldri. Að
jafnaði greinast því einhverjir tugir
ungra kvenna með brjósta-
krabbamein á ári hverju. Það er því
ekki alveg svo að brjóstakrabbamein
hjá konum undir 50 ára aldri sé að-
ferðafræðilegur útlagi eða veruleiki
sem við könnumst ekki við.
Forsendur og
upplýsingar skortir
Eftir stendur hversu mikilvægt
það er fyrir öryggi kvenna og já-
kvæða upplifun af eftirliti að skimun
hefjist fyrr frekar en seinna. Strax af
þessari ástæðu er það grundvallar-
skylda stjórnvalda að útskýra for-
sendur að baki þessum breytingum
en verulega hefur skort á upplýs-
ingar um forsendur og röksemdir,
annars vegar hvað varðar breytingar
um aldursviðmið og tíðni skimana og
hins vegar um flutning þessa verk-
efnis yfir til heilsugæslunnar og
Landspítala. Eðlileg spurning í
þessu sambandi er til dæmis hvort
heilsugæslan hafi bolmagn til þess að
bæta þessum verkefnum við sig?
Heilsugæslan er þegar mjög verk-
efnum hlaðin. Hvað verður um þá
fagþekkingu sem byggst hefur upp?
Og hvers vegna er þessi leið betri en
sú að Sjúkratryggingar semji við
fagaðila sem geta veitt viðurkennda
þjónustu? Hvers vegna er betra að
bæta þessum verkefnum á heilsu-
gæsluna og auka álag á Landspít-
alann?
Markmiðið hlýtur að vera að eft-
irlit sé eins og best verður á kosið og
að fólk upplifi að svo sé. Forsendur
og röksemdir þarf að kynna rækilega
þegar svona veigamiklar breytingar
eru gerðar. Samtal við almenning
verður líka að fá að eiga sér stað og á
að snúast um hvernig við getum
tryggt skimun, eftirlit og meðferð
þannig að við náum besta mögulega
árangri. Þetta mál stendur okkur öll-
um nærri, snertir víða sára taug og
getur ekki átt sér stað með þessum
hætti að breyting sé kynnt án nokk-
urs samtals.
Eftir Þorbjörgu S.
Gunnlaugsdóttur » Þetta mál stendur
okkur öllum nærri,
snertir víða sára taug og
getur ekki átt sér stað
með þessum hætti að
breyting sé kynnt án
nokkurs samtals.
Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir
Höfundur er þingmaður
Viðreisnar.
Móðir, systir, dóttir, amma og vinkona