Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa/Euro) í allt að 6 mánuði. LÝSTU UPP skammdegið Pipistrello borðlampi Stillanleg hæð lampa (66-86 cm) Hönnun: Gae Aulenti (1965) Verð 249.000,- Sigtryggur Sigtryggson sisi@mbl.is Vefurinn timarit.is verður sífellt vin- sælli meðal landsmanna. Heimsókn- um inn á vefinn fjölgaði um 36% í fyrra frá árinu á undan og hafa aldrei verið fleiri. Hins vegar fækkaði flett- ingum á síðum lítillega. Heimsóknir á vefinn árið 2020 voru 1.880.393 og hafði fjölgað um 494.341 frá árinu 2019. Flettingar voru 20.320.357. Landsbókasafnið – Há- skólabókasafn hannaði og rekur þennan vinsæla vef. Morgunblaðið er sem fyrr lang- vinsælasti titillinn árið 2020 með rúmlega 26% allra flettinga. Voru yfir fimm milljónir síðna Morgunblaðsins skoðaðar á vefnum í fyrra. Morgun- blaðið hefur verið í efsta sætinu allar götur frá því vefnum var hleypt af stokkunum árið 2002. Á timarit.is er hægt að lesa alla árganga Morgun- blaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár, meira en 1,2 milljónir blað- síðna. Dagblaðið Vísir (DV) kemur næst með 10,6% flettinga og Fréttablaðið er í þriðja sæti með 5,3% flettinga. Á lista yfir 10 vinsælustu titlana er að finna nokkur blöð sem eru hætt að koma út, þar á meðal „flokksblöðin“ Tímann, Þjóðviljann og Alþýðublaðið. Röð vinsælustu titlanna er sýnd á meðfylgjandi grafi. Grænlenskt blað á listanum Á vefnum eru einnig blöð og tíma- rit frá Færeyjum og Grænlandi. Er það efni sett inn í samstarfi við lands- bókasöfn landanna. Grænlenskt blað, Atuagagdliutit, er á lista yfir mest sóttu blöðin, í 6. sæti. Á timarit.is hefur verið safnað saman tæplega 1.400 titlum af prent- uðum blöðum og tímaritum frá upp- hafi. Á árinu 2020 bættust við 96 titlar með samtals 181.336 blaðsíðum. Alls voru 1.372 titlar aðgengilegir í árslok. Blöðin og tímaritin á timarit.is hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bók- mennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Jafnt og þétt hafa bæst við safnið fleiri titlar. Vefurinn er talinn ein- stakur í sinni röð í heiminum. Sam- bærilegir gagnagrunnar eru engir jafn víðtækir. Þá er allt efnið í opnum og ókeypis aðgangi. Mikið er um að fræðimenn og skólafólk noti vefinn við rannsóknir og ritgerðasmíð. Þá leita menn að ýmsu persónulegu efni og sér til fróðleiks og skemmtunar, samkvæmt upplýsingum frá Lands- bókasafninu. Langflestar heimsóknanna eru frá íslenskum IP-tölum en einnig er vef- urinn talsvert skoðaður í tölvum víða um heim. Skoðuðu yfir fimm milljónir blaðsíðna af Morgunblaðinu  Heimsóknir á vefinn timarit.is slógu öll met í fyrra  Yfir 20 milljónir flettinga Morgunblaðið/Ómar Prentsmiðja Morgunblaðsins Blaðið hefur verið það langvinsælasta á timarit.is frá því vefurinn tók til starfa 2002. Mest sóttu titlarnir á timarit.is 2020 Heimild: Landsbókasafn Íslands Þúsundir síðna Titill á timarit.is Flettingar alls Pr. síðu Þúsundir Hlutfall Morgunblaðið 1.216 4,4 5.294 26,1% DV 420 5,1 2.148 10,6% Fréttablaðið 378 2,9 1.082 5,3% Tíminn 244 2,4 577 2,8% Þjóðviljinn 198 2,6 522 2,7% Atuagagdliutit 90 5,2 470 2,3% Vikan 156 2,6 408 2,0% Vísir 214 1,9 399 2,0% Alþýðublaðið 180 2,1 376 1,9% Dagur 78 3,9 302 1,5% Aðrir titlar Heildarfjöldi titla á timarit.is: 1.372 Samtals flettingar 2020 20.320.357 Mastur í Hvalnesskriðum, sem á voru tvær myndavélar og þrjár sól- arsellur, brotnaði í ofsaveðri sem gekk yfir austanvert landið á laug- ardaginn. Fjölmörg umferðarskilti fuku á hliðina eða skemmdust á þessum slóðum. Tjónið er talsvert. Hviður fóru upp í 50 metra á sek- úndu þegar verst lét. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar og birtar myndir af skemmdunum. Myndavélarnar á mastrinu eru hluti af Vegsjá Vegagerðarinnar sem er sem er safn vefmyndavéla um allt land. Þannig er hægt að fylgjast með færð og aðstæðum á vegum landsins. Vaktstöð Vega- gerðarinnar nýtir einnig vélarnar til upplýsingaöflunar. Einhvern tíma tekur að setja upp nýtt mastur með nýjum mynda- vélum og á meðan verður ekki hægt að skoða myndir frá Hvalnes- skriðum í Vegsjánni. „Vegurinn var þakinn möl og umferðarmerki liggja víða á hlið- inni og stikur hafa feykst í burtu. Þá voru fjölmörg umferðarmerki á Hlíðarsandi skemmd, það er eins og rúllað hafi verið upp á þau,“ seg- ir Þorleifur Olsen, flokksstjóri á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Höfn. sisi@mbl.is Ljósmynd/Vegagerðin Ógnarkraftar Mastrið brotnaði í ofsaveðrinu, þar sem hviður fóru upp í 50 metra á sekúndu þegar verst lét. Tíma mun taka að setja upp nýtt mastur. Myndavélamastur brotnaði í ofsaveðri Til athugunar er að skrá Stolt Sea Farm sem rekur eldisstöð á Reykja- nesi í kauphöllina í Ósló. Stolt- Nielsen Limited, móðurfélag Stolt Sea Farm, hefur ráðið fjármálafyr- irtæki til að undirbúa skráninguna. Stolt Sea Farm er með landeldi á flatfiski á fjórtán stöðum á Spáni, í Portúgal, Frakklandi og Noregi, auk eldisstöðvarinnar á Reykjanesi þar sem alin er senegalflúra. Ekkert kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins um sölu á hlutabréfum eða hvort hlutafé verður aukið með útgáfu nýrra hluta. helgi@mbl.is Undirbúa skráningu Stolt Sea Farm Reykjanes Senegalflúra er alin í eldis- stöð Stolt Sea Farm í Höfnum og flutt út. Sala á þorrabjór hefst í Vínbúð- unum í dag, rúmri viku áður en þorrinn gengur í garð. Alls verða 15 tegundir þorrabjórs til sölu að þessu sinni, einni fleiri en í fyrra. Fyrir bjóráhugafólk ber sjálfsagt hæst að í boði verða fjórar forvitni- legar tegundir af Surti frá Borg brugghúsi, Surtur 8.12 sem er þroskaður í kókosrommtunnum, Surtur 8.13 sem er þroskaður í Pink Tequila-tunnum, Surtur 8.14 sem er þroskaður í Peach Brandy-tunnum og Surtur nr. 83 sem er Oat Meal Imperial Stout. Auk þess verður hægt að smakka á hindberjaöli frá Víking sem kall- ast Vetrarsól og hinum vinsæla Hval 2 frá Steðja. Þá verða sömu- leiðis kunnuglegir þorrabjórar frá Segli 67, The Brothers Brewery og Kalda auk annarra. Tvær tegundir af sterku áfengi eru einnig meðal þorravara í Vín- búðinni þetta árið; brennivínið Víti frá Eimverki og Þorra Brennivín frá Háloga. Sölutímabili þorrabjórs lýkur 20. febrúar. hdm@mbl.is Fimmtán tegundir þorrabjórs í boði í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.