Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 þriggja ára endurmenntunarnám í handavinnukennaradeild Kennara- háskóla Íslands 1989-1992 og tók meðal annars listasögu í náminu í handavinnukennaradeildinni hjá Birni Th. Björnssyni. Hún hefur einnig bætt við sig námi í dönsku, ensku og ítölsku. „Ég fylgist vel með því sem er að gerast í sam- félaginu og er virk á Facebook.“ Fjölskylda Börn Guðrúnar Birnu og Sig- urðar Sigurðssonar, f. 5.12. 1931, d. 17.8. 2006, bónda og sjómanns, eru 1) Sigrún Sigurðardóttir, f. 31.3. 1955, félagsliði og ferðaráð- gjafi, búsett í Reykjavík. 2) Jó- hann Sigurðarson, f. 21.4. 1955, leikari og söngvari, búsettur í Hafnarfirði. Maki: Guðrún Sess- elja Arnardóttir hrl. 3) Ólöf Sig- urðardóttir, f. 23.7. 1958, læknir, búsett í Reykjavík. Maki: Stígur Snæsson. 4) Þorsteinn Gauti Sig- urðsson, f. 24.2. 1960, píanóleikari og skólastjóri, búsettur í Reykja- vík. Barnabörn eru samtals níu og átta barnabarnabörn. Systkini Guðrúnar Birnu eru Halldór Ingi Hannesson, f. 14.11. 1939, verkfræðingur, búsettur í Hafnarfirði; Helga Heiður Hann- esdóttir Magnússon, f. 13.6. 1942, uppeldisfræðingur, leiðsögumaður og dansari, búsett í Stokkhólmi; Hannes Jón Hannesson, f. 2.11. 1948, tónlistarkennari og gítar- leikari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar Birnu voru hjónin Hannes Björnsson, f. 12.4. 1900, d. 26.8. 1974, póstfulltrúi, bjó lengst af í Reykjavík, frá Kornsá í Vatnsdal, A-Hún., og Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5. 1914, d. 4.7. 2010, húsmóðir, bjó lengst af í Reykjavík, frá Traðar- gerði á Húsavík. Guðrún Birna Hannesdóttir Ingibjörg Eiríksdóttir vinnukona á Grund Stefán Stefánsson vinnumaður á Grund í Svarfaðardal Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja á Húsavík Jóna Björg Halldórsdóttir húsmóðir í Reykjavík Dóróthea Jensdóttir húsfreyja á Hallbjarnarstöðum Sigurjón Halldórsson bóndi á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, S-Þing. Oddný Árnadóttir vinnukona á Skagaströnd,A-Hún. Magnús Sveinsson smiður í Skagafirði Guðrún Þorbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Kornsá Björn Þórarinn Jóhannsson ráðsmaður á Kornsá í Vatnsdal,A-Hún. Þorbjörg Þórarinsdóttir húsfreyja á Geitafelli Jóhann Björnsson bóndi á Geitafelli á Vatnsnesi, V-Hún. Úr frændgarði Guðrúnar Birnu Hannesdóttur Hannes Björnsson póstfulltrúi í Reykjavík Halldór Nikulás Sigurjónsson smiður á Húsavík „JÆJA, VIÐ VIRÐUMST RUNNIR ÚT Á TÍMA.” „ÉG SÉ AÐ GAMLI, GÓÐI DOLLARINN HEFUR TEKIÐ ENN EINA DÝFUNA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga skilningsríkan maka. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI SLEIKI ÉG HATA ÞVOTTADAGA VIÐ HÖFUM BARA VERIÐ Í SAMBANDI Í VIKU ÞANNIG AÐ EF VIÐ HÆTTUM SAMAN, GERÐU ÞAÐ EKKI SEGJA AÐ ÞÚ SÉRT ALEINN OG TÝNDUR! ÓKEI… ALLA VEGANA EKKI HÉR! Ég fann í bókaskápnum mínum„Sýnisbók íslenzkra bók- mennta á 19. öld“, sem Bogi Th. Melsteð gaf út. Þar eru þessar vís- ur eftir Jón Þorleifsson (1825- 1860), sem hann kallar „Logn og hvassviðri“. Jón var prestur á Ólafsvöllum. Ljóðmæli hans og rit, þar með talin ófullgerð skáldsaga, komu út 1868. Lognið, þar sem lífið er letimók í blóma sínum, er varla í draumi veit af sér, vil ég reka úr huga mínum. En logn, sem kemur lífi af, þá lífið veit af mætti sínum, þekkir sig og þann sem gaf – það vil ég eiga í huga mínum. Hvassviðri sem hvirflar oft hverri værð af stöðvum sínum, rétt til að þeyta ryki á loft rýma vil ég úr huga mínum. En hvassviðri, sem hvíld veit af, hvetur menn að störfum sínum og vekur margan vilja er svaf vil ég eiga í huga mínum. Björn Gunnlaugsson (1788-1876) orti í Njólu: Ógn er hugsun ill og sljó að ætla föður hæða með ásetningi og alúð þó olnbogabörn sér fæða. Óhultar en áin Rín út í ratar sæinn, gjörvallt flytur gæskan þín, guð, í dýrðar æginn. Kristján Karlsson sendi mér þessa limru með þeirri at- hugasemd, að „Etti er eins og þú þekkir algeng stytting nyrðra á Ettore“: „Ef á annað borð,“ sagði Etti, „af öðru lífi ég frétti, væri mikið í lagt, þó mér væri sagt að mús léki sér þar að ketti?“ Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir limru og kallar „Smali að upp- lagi“: Helgi sem hljóp uppi kindur hamslaus sem norðaustanvindur um ufsir og kletta var alltaf að detta því Helgi var haltur og blindur. Steingrímur Baldvinsson í Nesi orti mikið kvæði, þar sem hann lýsir Laxá á björtu sumarkvöldi. Þar er þetta erindi: Hvílík dásemd á láði og legi, litadýrð yfir sjónarhring. Áin heldur að entum degi alheims fegurstu skrautsýning. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Logn og hvassviðri www.danco.is Heildsöludreifing Mikið úrval af grænmetis- og veganvörum fyrir Veganúar Kynnið ykkur tilboð hjá söludeild okkar Veisluþjónustur Skólar • Mötuneyti Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.