Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Dolorin
Hita- og verkjastillandi paracetamól
Á HAGSTÆÐUVERÐI!
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli
fyrir notkun lyfsins.
Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari
upplýsingumumáhættuogaukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Dolorin500mg
paracetamól töflur -
20stkog30stk
Fæst í verslunum okkar
á Selfossi og í Ármúla 42
BANVÆN MISTÖK
í íslenska heilbrigðiskerfinu
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Umtalsvert minna mældist af loðnu í
leiðangri fimm skipa í síðustu viku
en í desember og er ljóst að ekki
verður gefin út ráðgjöf um auknar
veiðar sem byggist á niðurstöðum
þessa leiðangurs, en endanlegt
stofnmat liggur ekki fyrir. Í loðnu-
leiðangri í byrjun desember mæld-
ust um 487,4 þúsund tonn af hrygn-
ingarloðnu og gaf Hafrannsókna-
stofnun í kjölfarið út ráðgjöf upp á
22 þúsund tonn.
Ráðgjöf um aflamark byggist á
því að 95% líkur séu á að hrygning-
arstofninn í mars verði yfir 150 þús-
und tonnum að teknu tilliti til afráns.
Birkir Bárðarson fiskifræðingur
segir að í leiðangri fimm skipa í síð-
ustu viku hafi hafís komið í veg fyrir
mælingar á loðnu úti af Vestfjörðum.
Rannsóknaskipin hafi komist yfir
minna svæði nú en í desember, en þá
var loðna við ísröndina fyrir vestan.
Hann segir að vel verði fylgst með
því hvort hafísinn gefi eftir á næst-
unni og eins hvort veður verði til
mælinga. Þegar færi gefist fari
rannsóknaskipin Árni Friðriksson
og Bjarni Sæmundsson til mælinga,
hugsanlega strax eftir helgi. Þá segir
hann að þátttaka veiðiskipa sé einnig
möguleg, en það verði skoðað í fram-
haldinu. Vel verði fylgst með því sem
kemur undan ísnum og eins göng-
unni sem nú fer austur með Norður-
landi.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum, kveðst
vera sannfærður um að loðnuna sé
að finna í hafinu enda hafi mæling á
ungloðnu haustið 2019 lofað góðu.
Mikið í húfi
Hann segir mikið í húfi og hætta
sé á að loðna detti út af mörkuðum
þar sem hæst verð fáist fyrir slíkar
afurðir. Sérhæfðir matvælaframleið-
endur erlendis finni einfaldlega aðra
vöru í stað loðnunnar eða leggi upp
laupana. »30
Til loðnumælinga þegar
hafís og veður leyfa
Umtalsvert minna mældist í leiðangri í síðustu viku
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Hoffell SU Á loðnuveiðum 2016, en loðnubrestur hefur verið tvö síðustu ár.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í
gær karlmann á sextugsaldri í 14
ára fangelsi fyrir manndráp. Þetta
staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari við mbl.is
eftir að dómurinn var kveðinn upp í
gær.
Maðurinn varð konu sinni að
bana á heimili þeirra í Sandgerði í
mars í fyrra. Maðurinn neitaði sök
við þingfestingu málsins og féllst
dómari á að hafa þinghald í málinu
lokað. Hann sat í gæsluvarðhaldi
frá apríl á seinasta ári og þar til
Landsréttur felldi það úr gildi í
október.
Málið tafðist
Þá var maðurinn látinn laus
vegna nýrrar matsgerðar um til-
drög andláts konunnar. Fleiri
ástæður andlátsins voru þar settar
fram, auk þess sem áverkar á hálsi
konunnar voru sagðir geta verið
eldri en áður var talið.
Aðalmeðferð í máli mannsins átti
að hefjast í ágúst í fyrra en tafðist
meðal annars vegna þess að einn
dómara í málinu var skipaður dóm-
ari við Landsrétt.
Morgunblaðið/Ómar
14 ár Héraðsdómur Reykjaness.
Dæmdur
í 14 ára
fangelsi
Varð konu sinni
að bana í Sandgerði
Ragnhildur Þrastardóttir
Hallur Már
Oddur Þórðarson
Sex voru fluttir á slysadeild eftir að
árás var gerð á nemendur Borgar-
holtsskóla skömmu eftir hádegi í
gær. Til átaka kom milli nemenda og
brutust út eins konar hópslagsmál. Á
myndböndum af árásinni sem fóru í
dreifingu á samfélagsmiðlum mátti
sjá ungan mann berja frá sér í allar
áttir með hafnaboltakylfu. Einnig
greindu nemendur frá því að maður-
inn hefði verið vopnaður hnífi og
hann hefði notað hann gegn þremur
nemendum, en það fékkst ekki stað-
fest hjá lögreglu. Á einu myndbandi
af árásinni má heyra fólk æpa: „Hníf-
ur, hnífur!“
Ársæll Gunnarsson, skólameistari
Borgarholtsskóla, staðfesti í samtali
við mbl.is að hnífar hefðu verið not-
aðir í árásinni. Hann lýsir atburðum
gærdagsins sem einum þeim alvar-
legustu sem upp hafi komið í íslensku
skólakerfi. Töluverður viðbúnaður
var við skólann í gær og mættu lög-
regla og sjúkrabílar á vettvang
ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra
eftir að tilkynning um árásina barst
lögreglu klukkan 12.57. Í tilkynningu
frá lögreglu segir að rannsókn máls-
ins sé nú þegar hafin og hún sé enn á
frumstigi. Ekki fengust upplýsingar
um líðan þeirra sem fluttir voru á
slysadeild. Lögregla var nokkuð fljót
að ná stjórn á vettvangi í gær.
Ekki nemendur skólans
Ársæll Gunnarsson, skólameistari
Borgarholtsskóla, sagði að starfsfólk
og nemendur væru í áfalli eftir árás-
ina. Hann segir þetta árás á íslenska
skóla- og lýðræðishefð. Þannig sé
árásin ekki bara árás á Borgarholts-
skóla. Hann segir að árásarmaðurinn
hafi verið einhver utanaðkomandi og
þegar atburðarásin hófst hafi verið
hringt í lögreglu. Eftir að búið var að
tryggja öryggi nemenda var þeim
hleypt heim og skólanum lokað.
Hann verður þó opnaður í dag sam-
kvæmt stundaskrá svo skólahald
megi halda áfram.
„Já, ég hef verið hátt í 30 ár í fram-
haldsskólum og ég held að þetta sé
það alvarlegasta sem hefur komið
upp gagnvart þessari íslensku lýð-
ræðishefð og bara ungu fólki al-
mennt. Svona gróft opið ofbeldi fyrir
opnum tjöldum algerlega og hér í ís-
lenskum skóla,“ sagði Ársæll í sam-
tali við mbl.is í gær. Hann segir jafn-
framt að áfallahjálp verði boðin öllum
þeim sem hana þurfa.
Hræðsla greip um sig
Ebba Magnúsdóttir, nemi við
Borgarholtsskóla, ræddi við mbl.is í
gær og lýsti aðstæðum á vettvangi.
Hún segir að nemendur hafi verið
hræddir en forvitnir. Margir nem-
endur sendu skilaboð sín á milli og
spurðu hver annan hvort allt væri í
lagi með þá.
„Nemendum var gert að sitja inni í
stofum og það var verið að rýma alla
ganga. Okkur var svo hleypt út í holl-
um og gert að fara heim þar sem allir
tímar falla niður eftir hádegi. Þá voru
lögreglur með skjöld og sérsveitin
var þarna og mikið af lögreglum,
sjukrabílum og slökkviliðsbílum,“
sagði hún og bætti við:
„Það voru náttúrlega allir mjög
forvitnir um það sem var að gerast en
svo voru líka allir mjög hræddir,
sendu vinum sínum skilaboð og
spurðu hvort það væri allt í lagi.“
Sex á slysadeild eftir árás
Sérsveit lögreglu kölluð út að Borgarholtsskóla Maður vopnaður hafnabolta-
kylfu og hnífi réðst að nemendum og kennurum Málið til rannsóknar lögreglu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarholtsskóli Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi í gær og var lögregla fljót að ná stjórn á aðstæðum.
Skjáskot Árásin var tekin upp og
myndefni dreift á félagsmiðlum.