Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2020 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Veruleg vonbrigði eru meðal loðnu- útgerða yfir að ekki hafi fundist næg loðna til að Hafrannsóknastofnun sjái ástæðu til að auka útgefna ráð- gjöf fyrir loðnu í kjölfar loðnuleið- angurs fimm skipa sem lauk á mánu- dag. Ráðgjöf stofnunarinnar stendur því óbreytt í 22 þúsund tonnum og bendir allt til þess að aflamark í loðnu verði veitt erlend- um skipum þar sem myndast hefur skuld við erlend ríki vegna al- þjóðlegra skuldbindinga við önnur strandríki, svo sem með Smugu- samningnum við Norðmenn. „Það þarf ekkert að velta því fyrir sér, það er búið að eyðileggja þenn- an markað,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, spurður um áhrif- in á markaðina fyrir loðnu og loðnu- hrogn ef fer sem horfir. Hann segir markaðina algjörlega tóma eins og stendur. „Þetta er ekki bara tjón í ár. Þetta er risatjón inn í framtíð- ina.“ Varanleg áhrif Hann segir stöðuna sérstaklega slæma ef loðnan dettur alfarið af markaði því þá munu framleiðendur aðlaga sig breyttum aðstæðum og með því að fjárfesta í annarri mat- vælaframleiðslu. „Verksmiðjur með sérhæfingu og þekkingu á að áfram- vinna loðnu – þessu verður öllu lokað á endanum og menn fara í eitthvað annað.“ Ef loðna kemur aftur á markað síðar telur Binni ekki líklegt að framleiðendur grípi til kostn- aðarsamra fjárfestinga í þeim til- gangi að nýta loðnu á ný. „Stóra málið er að það er engin önnur vara í staðinn. Það er engin loðna frá öðr- um heimshluta í boði, frá Noregi eða Kanada. Loðnan fer bara út. Ég hugsa að við á Íslandi séum með um 90% af heimsframleiðslu á loðnu, loðnuhrognum og loðnuafurðum,“ útskýrir hann og segir gríðarlega erfitt að koma vörunni á markað aft- ur. Í húfi séu miklar tekjur fyrir ís- lenskt þjóðarbú. Þá hefur markaðsstöðu loðnu- afurða verið bjargað af kórónu- veirufaraldrinum þar sem lokun veitingahúsa og hótela hefur dregið úr eftirspurn. Þetta hefur gert selj- endum kleift að varðveita tveggja ára gamlar birgðir sem seljast hægt og á háu verði. Birgðastaðan er samt sífellt að versna og bendir flest til þess að birgðirnar klárist á þessu ári. Binni kveðst sannfærður um að loðnu sé að finna í sjónum umhverfis Ísland. „Það ungviði sem þeir mældu er ekki týnt. Það er ekki allt saman dautt,“ segir hann og vísar til þess að töluvert af ungloðnu fannst við stofnmælingu loðnu haustið 2019 og voru síðast í haust vísbendingar um að á vertíðinni yrði ráðgjöf 170 þúsund tonn. „Loðnan finnst, hún er þarna.“ Segir ungloðnuna ekki hafa horfið  Loðnuleysið hefur langtímaáhrif Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Áhyggjur Það stefnir í tjón segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Afurðaverð á markaði 12. janúar 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 271,97 Þorskur, slægður 350,49 Ýsa, óslægð 271,06 Ýsa, slægð 244,78 Ufsi, óslægður 145,76 Ufsi, slægður 146,64 Gullkarfi 182,72 Blálanga, óslægð 254,69 Blálanga, slægð 238,30 Langa, óslægð 190,13 Langa, slægð 232,06 Keila, óslægð 51,42 Keila, slægð 87,49 Steinbítur, óslægður 251,98 Steinbítur, slægður 319,43 Skötuselur, slægður 718,88 Grálúða, slægð 337,17 Skarkoli, slægður 406,34 Þykkvalúra, slægð 574,16 Langlúra, óslægð 155,00 Langlúra, slægð 159,00 Sandkoli, óslægður 62,00 Bleikja 1.455,00 Gellur 1.187,54 Grásleppa, óslægð 1,81 Hlýri, óslægður 12,00 Hlýri, slægður 343,53 Hrogn/þorskur 330,22 Hvítaskata, slægð 30,00 Lúða, slægð 480,24 Lýsa, óslægð 40,96 Lýsa, slægð 15,00 Rauðmagi, óslægður 258,10 Skata, slægð 134,40 Stórkjafta, slægð 140,00 Undirmálsýsa, óslægð 122,83 Undirmálsýsa, slægð 166,00 Undirmálsþorskur, óslægður 136,75 Undirmálsþorskur, slægður 137,55 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fiskmarkaðir fara vel af stað á fyrstu tólf dögum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hafa um 3.860 tonn farið um markaðina á tímabilinu og nemur verðmæti þeirra 1.125 milljónum króna. Hefur magnið aukist um 219% og veltan um 131% milli ára, en um 1.208 tonn fóru um markaðina á fyrstu tólf dögum ársins 2020 og nam veltan 487 milljónum króna, segir í gögnum Reiknistofu fiskmarkaða. Líklega hafa veðurskilyrði veiða mikið að segja en það var stöðug ótíð í desember 2019 og vel fram á vetur 2020. Varð þetta til þess að skortur myndaðist á mörkuðum sem um sinn ýtti undir hagstætt verð. Þannig nam meðalverð á kíló af þorski sem seldur var á fiskmörkuð- um fyrstu tólf daga síðasta árs 527,24 krónum en meðalverð á sama tíma- bili í ár var 353,06 krónur á kíló og dróst þannig saman um 33%. Sala á þorski jókst hins vegar um 336% milli ára. Verð fylgir framboði Þá jókst framboð af ýsu um 198%, skarkola um 39%, ufsa um 63% og gullkarfa um 453%. Á sama tíma lækkaði verð á hvert kíló á ýsu um 39%, ufsa um 19% og gullkarfa um 41%. Verð hækkaði hins vegar á skar- kola um 7%. Talið er að árin 2018 og 2019 hafi magn af útfluttum óunnum fiski í gámum verið helmingur þess magns sem fór í gegnum fiskmarkaði. Ekki er vitað hvort það sé einnig tilfellið nú. Staðan á fiskmörkuðum 1. til 12. janúar 2020 og 2021 2020 2021 2020 2021 Heimild: Reiknistofa fiskmarkaða Tegund Tonn Velta, m.kr. Þorskur 1.634 577 Ýsa 912 226 Gullkarfi 287 61 Skarkoli 216 92 Ufsi 161 24 Þorsklifur 159 19 Steinbítur 139 51 Undirmálsþorskur 90 14 Tegund Tonn Velta, m.kr. Langa 75 16 Keila 43 3 Þorskhrogn 23 7 Hlýri 18 7 Þykkvalúra 13 9 Ufsalifur 12 1 Undirmálsýsa 11 1 Annað 69 17 Samtals 3.861 1.126 Tegund Tonn Velta, m.kr. Þorskur 375 198 Ýsa 306 124 Skarkoli 156 61 Ufsi 99 18 Þorsklifur 62 6 Gullkarfi 52 19 Undirmálsþorskur 31 8 Tegund Tonn Velta, m.kr. Steinbítur 29 14 Langa 24 7 Undirmálsýsa 11 3 Hlýri 10 6 Keila 10 1 Annað 45 21 Samtals 1.209 487 Þorskur Ýsa Skarkoli Ufsi Gullkarfi 2020 2021 2020 2021 2020 2021 2020 2021 2020 2021 Verð, kr./kg. 527 353 406 248 395 423 182 148 359 213 Breyting milli ára: Kr./kg (%) -174 kr./kg (-33%) -158 kr./kg (-39%) 28 kr./kg (7%) -34 kr./kg (-19%) -146 kr./kg (-41%) Tonn (%) 1.259 (336%) 606 (198%) 61 (39%) 62 (63%) 235 (453%) 353 527 248 406 423395 148182 213 359 Verðþróun stærstu tegunda milli ára (kr./kg) Breyting frá 2020 219% 131% Öflug byrjun á árinu á fiskmörkuðunum  Sala jókst um 640 milljónir króna á fyrstu dögum ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.