Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 17
DAGLEGT LÍF 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Skylda til flokkunar heimilis- og rekstrarúrgangs, sam- ræming merkinga á úrgangstegundum, stuðningur við heimajarðgerð og uppbyggingu innviða til meðhöndl- unar úrgangs sem samræmast hugmyndum um hring- rásarhagkerfi. Þetta er meðal atriða sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vill að verði að lögum, sbr. kynningu hans í rík- isstjórn nú í vikunni á tillögum um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Drögin að nýrri stefnu í þessum málum hafa verið send til umsagnar alþjóðar undir heitinu Í átt að hring- rásarhagkerfi. Markmiðið sem nú hefur verið sett er að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, vinna að kolefnishlutleysi Íslands og auka endurvinnslu, draga úr urðun og hætta urðun lífbrjót- anlegs úrgangs. Markmiðið er að Ísland verði meðal leiðandi þjóða í loftslagsmálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda til hagsbóta. Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi er með því mesta sem gerist meðal EES-ríkja og er end- urvinnsla heimilisúrgangs of lítil og of mikið af honum urðað. Nýrri stefnu er ætlað að bæta úr þessu. Árið 2018 féllu til hér á landi um 1.300 þúsund tonn af úr- gangi í heild og þar af voru 216 þúsund tonn urðuð. Þetta sama ár var samanlögð losun gróðurhúsa- lofttegunda frá urðun úrgangs, sorpbrennslu og jarð- gerð hér á landi tæp 5% af heildarlosun Íslands og má rekja 95% af þeirri losun til urðunar úrgangs, seg- ir í kynningunni um mál sem varðar daglegt líf fólks- ins í landinu. sbs@mbl.is Umhverfisráðherra boðar róttæka stefnu í ruslinu Úrgangur sé flokkaður og verði endurunninn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rusl Tunnur tæmdar við hús í Reykjavík. Magn heimilis- úrgangs á hvern Íslending er með því mesta sem þekkist. Guðmundur Ingi Guðbrandsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Rölt Þegar glæra liggur á götum og gangstéttum er ráð að fara rólega og vera á góðum skóm. Þannig má forðast brot, byltur og þaðan af verri mál. námsárangur og líðan nemenda. Við teljum til mikils að vinna,“ segir Helgi. Málþroski, orðaforði og lesskilningur Breiðholtsverkefni þetta hefur fengið yfirskriftina Draumaskólinn sem aftur bergmálar við Mennta- stefnu Reykjavíkur til 2030 sem ber undirtitilinn Látið draumana ræt- ast. Kjarnaatriðin í Draumaskól- anum eru að auka hæfni leik- og grunnskólanemenda í íslensku og efla læsi, sérstaklega málörvun, málþroska, orðaforða og lesskilning nemenda með annað móðurmál en íslenskuna. Einnig að auka snemm- bæran stuðning, samstarf og sam- fellu milli leik- og grunnskóla og frí- stundaheimils; stuðla að bættri líðan nemenda og virkni í námi og síðast en ekki síst efla þekkingu skólafólks. Til þessa fæst fjöl- breyttur stuðningur og liðsinni, m.a. frá menntavísindasviði Háskóla Ís- lands með faglegri ráðgjöf lestrar- fræðings og aðkomu að mati á verk- efninu og árangri af því. „Hlutverk grunnskóla er marg- þætt, svo sem að fræða nemendur og stuðla að virkri þátttöku í fjöl- breyttu lýðræðissamfélagi. Annað er að jafna tækifæri og aðstöðumun. Með sömu undirstöðu og menntun ættu nemendur við lok grunnskóla- náms að vera jafnsettir þegar haldið er út í lífið til frekara náms og starfa,“ segir Helgi sem telur eflt ís- lenskunám ekki síst mikilvægt í Fellaskóla. Um 80% alls 330 nem- enda skólans eru tvítyngd; það er eiga annaðhvort eða bæði foreldri af erlendum uppruna. Mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna býr ein- mitt í Fellunum, sem segja má að séu fjölmenningarlegt hverfi. Til betra lífs Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri heimsóttu Fellaskóla í vikunni til að kynna sér sér áherslur verk- efnisins. Í tilkynningu er haft eftir Lilju að öflugt fagfólk í Fellaskól- anum, hennar gamla grunnskóla, þekki mátt samvinnu og gagn- reyndra aðferða, starfi að skýrum markmiðum og mikils megi því vænta. „Menntun er eitt mikilvægasta hreyfiaflið til framfara og betra lífs,“ segir Lilja. Eftir Ásmundi Einari Daðasyni er haft að eftir því sem bakgrunnur barna í leik- og grunnskólum verði fjölbreyttari sé mikilvægara að öllum nemendum líði vel. Þeir nái skilningi og fylgni við námsefni og annað starf. Verk- efnið sé því einkar spennandi. Skóli í fókus „Þetta er jákvætt og gott verk- efni sem við fórum af stað í með ráðuneytunum til þess að efla enn frekar íslenska málvitund og mál- þroska hjá krökkunum í Fellaskóla. Við höfum verið með sérstakan fók- us á skólann á undanförnum árum og fjöldi góðra verkefna þar í gangi sem lýtur að málþroska, læsi og efl- ingu móðurmáls og íslenskrar mál- vitundar,“ er haft eftir Degi B. Egg- ertssyni borgarstjóra um áhersl- urnar í Fellaskóla. Ljósmynd/Aðsend Heimsókn Borgarstjórinn í Reykjavík og ráðherrar mennta- og félagsmála mættu í Breiðholtið til þess að kynna sér starf og áherslur í skólanum góða. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fellaskóli Alls eru um 340 nemendur í skólanum og um 80% þeirra eru tví- tyngd, sem svo á ýmsa lund mótar alla menningu í Fellahverfinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólastjóri Efla málþroska og læsi, segir Helgi Gíslason um verkefnið. Íslendingar vilja borða meira af fiski. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera og kynntu í gær. Svo virðist sem fólki detti hreinlega ekki í hug að hafa fisk í matinn, þrátt fyrir að vilja borða meira af honum. Með þetta í huga var ákveðið í sjávarútvegsgeir- anum að ráðast í átak og hvetja landsmenn til að borða meira af fiski. Auglýsingastofan Brandenburg var fengin til samstarfs um málið og þaðan kom hugmyndin að því að kalla átakið einfaldlega: Fisk í mat- inn. „Til að auðvelda fólki að matreiða fisk er farin sú leið að nota fisk í rétti sem flestir kannast við. Til dæmis að hafa fisk á pítsu og þá er komin fizza, það sama á við um lasagna, sem verður þá fasagna og fiskur í tacos verður facos, svo ekki sé minnst á hið margrómaða fnitzel. Möguleik- arnir eru endalausir,“ segir SFS. Sjávarfang í svanginn Fiskur og lyst Fisksalinn Sigfús sér vel um sína. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon mjolka.is Fylgdu okkur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.