Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
þriggja ára endurmenntunarnám í
handavinnukennaradeild Kennara-
háskóla Íslands 1989-1992 og tók
meðal annars listasögu í náminu í
handavinnukennaradeildinni hjá
Birni Th. Björnssyni. Hún hefur
einnig bætt við sig námi í dönsku,
ensku og ítölsku. „Ég fylgist vel
með því sem er að gerast í sam-
félaginu og er virk á Facebook.“
Fjölskylda
Börn Guðrúnar Birnu og Sig-
urðar Sigurðssonar, f. 5.12. 1931,
d. 17.8. 2006, bónda og sjómanns,
eru 1) Sigrún Sigurðardóttir, f.
31.3. 1955, félagsliði og ferðaráð-
gjafi, búsett í Reykjavík. 2) Jó-
hann Sigurðarson, f. 21.4. 1955,
leikari og söngvari, búsettur í
Hafnarfirði. Maki: Guðrún Sess-
elja Arnardóttir hrl. 3) Ólöf Sig-
urðardóttir, f. 23.7. 1958, læknir,
búsett í Reykjavík. Maki: Stígur
Snæsson. 4) Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson, f. 24.2. 1960, píanóleikari
og skólastjóri, búsettur í Reykja-
vík. Barnabörn eru samtals níu og
átta barnabarnabörn.
Systkini Guðrúnar Birnu eru
Halldór Ingi Hannesson, f. 14.11.
1939, verkfræðingur, búsettur í
Hafnarfirði; Helga Heiður Hann-
esdóttir Magnússon, f. 13.6. 1942,
uppeldisfræðingur, leiðsögumaður
og dansari, búsett í Stokkhólmi;
Hannes Jón Hannesson, f. 2.11.
1948, tónlistarkennari og gítar-
leikari, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Guðrúnar Birnu voru
hjónin Hannes Björnsson, f. 12.4.
1900, d. 26.8. 1974, póstfulltrúi,
bjó lengst af í Reykjavík, frá
Kornsá í Vatnsdal, A-Hún., og
Jóna Björg Halldórsdóttir, f. 24.5.
1914, d. 4.7. 2010, húsmóðir, bjó
lengst af í Reykjavík, frá Traðar-
gerði á Húsavík.
Guðrún Birna
Hannesdóttir
Ingibjörg Eiríksdóttir
vinnukona á Grund
Stefán Stefánsson
vinnumaður á Grund
í Svarfaðardal
Ingibjörg Stefánsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Jóna Björg Halldórsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Dóróthea Jensdóttir
húsfreyja á Hallbjarnarstöðum
Sigurjón Halldórsson
bóndi á Hallbjarnarstöðum
á Tjörnesi, S-Þing.
Oddný Árnadóttir
vinnukona á Skagaströnd,A-Hún.
Magnús Sveinsson
smiður í Skagafirði
Guðrún Þorbjörg Magnúsdóttir
húsfreyja á Kornsá
Björn Þórarinn Jóhannsson
ráðsmaður á Kornsá í Vatnsdal,A-Hún.
Þorbjörg Þórarinsdóttir
húsfreyja á Geitafelli
Jóhann Björnsson
bóndi á Geitafelli á Vatnsnesi, V-Hún.
Úr frændgarði Guðrúnar Birnu Hannesdóttur
Hannes Björnsson
póstfulltrúi í Reykjavík
Halldór Nikulás Sigurjónsson
smiður á Húsavík
„JÆJA, VIÐ VIRÐUMST RUNNIR ÚT Á TÍMA.”
„ÉG SÉ AÐ GAMLI, GÓÐI DOLLARINN
HEFUR TEKIÐ ENN EINA DÝFUNA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga skilningsríkan
maka.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SLEIKI SLEIKI
SLEIKI SLEIKI
SLEIKI SLEIKI
SLEIKI SLEIKI
ÉG HATA
ÞVOTTADAGA
VIÐ HÖFUM BARA VERIÐ Í SAMBANDI
Í VIKU ÞANNIG AÐ EF VIÐ HÆTTUM
SAMAN, GERÐU ÞAÐ EKKI SEGJA AÐ
ÞÚ SÉRT ALEINN OG TÝNDUR!
ÓKEI… ALLA VEGANA EKKI HÉR!
Ég fann í bókaskápnum mínum„Sýnisbók íslenzkra bók-
mennta á 19. öld“, sem Bogi Th.
Melsteð gaf út. Þar eru þessar vís-
ur eftir Jón Þorleifsson (1825-
1860), sem hann kallar „Logn og
hvassviðri“. Jón var prestur á
Ólafsvöllum. Ljóðmæli hans og rit,
þar með talin ófullgerð skáldsaga,
komu út 1868.
Lognið, þar sem lífið er
letimók í blóma sínum,
er varla í draumi veit af sér,
vil ég reka úr huga mínum.
En logn, sem kemur lífi af,
þá lífið veit af mætti sínum,
þekkir sig og þann sem gaf –
það vil ég eiga í huga mínum.
Hvassviðri sem hvirflar oft
hverri værð af stöðvum sínum,
rétt til að þeyta ryki á loft
rýma vil ég úr huga mínum.
En hvassviðri, sem hvíld veit af,
hvetur menn að störfum sínum
og vekur margan vilja er svaf
vil ég eiga í huga mínum.
Björn Gunnlaugsson (1788-1876)
orti í Njólu:
Ógn er hugsun ill og sljó
að ætla föður hæða
með ásetningi og alúð þó
olnbogabörn sér fæða.
Óhultar en áin Rín
út í ratar sæinn,
gjörvallt flytur gæskan þín,
guð, í dýrðar æginn.
Kristján Karlsson sendi mér
þessa limru með þeirri at-
hugasemd, að „Etti er eins og þú
þekkir algeng stytting nyrðra á
Ettore“:
„Ef á annað borð,“ sagði Etti,
„af öðru lífi ég frétti,
væri mikið í lagt,
þó mér væri sagt
að mús léki sér þar að ketti?“
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
limru og kallar „Smali að upp-
lagi“:
Helgi sem hljóp uppi kindur
hamslaus sem norðaustanvindur
um ufsir og kletta
var alltaf að detta
því Helgi var haltur og blindur.
Steingrímur Baldvinsson í Nesi
orti mikið kvæði, þar sem hann
lýsir Laxá á björtu sumarkvöldi.
Þar er þetta erindi:
Hvílík dásemd á láði og legi,
litadýrð yfir sjónarhring.
Áin heldur að entum degi
alheims fegurstu skrautsýning.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Logn og hvassviðri
www.danco.is
Heildsöludreifing
Mikið úrval af grænmetis- og
veganvörum fyrir Veganúar
Kynnið ykkur tilboð hjá söludeild okkar
Veisluþjónustur
Skólar • Mötuneyti
Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is