Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 21
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
ALFREÐ FRIÐGEIRSSON,
Selásbraut 48, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 13. janúar í faðmi
fjölskyldunnar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórunn Sigurðardóttir
Friðgeir Már Alfreðsson Kristín Fanney Þorgrímsdóttir
Vilborg María Alfreðsdóttir Sigurður Arnar Sigurþórsson
Berglind Ósk Alfreðsdóttir Jón Vigfús Sigvaldason
Bella Fanney Friðgeirsdóttir
Emma Björt Friðgeirsdóttir
Vilborg Sigurðardóttir
Friðgeir Már Alfreðsson
Ingibjörg Sæmundsdóttir
María Kristín Jónsdóttir
Eitt sinn er við riðum í hlað í
Kotinu í miklu slagveðri tók Jón á
móti okkur með þessa vísu til-
búna:
Hérna koma konurnar
kjarkinn glöggt ég þekki.
Þær hafa bleytt sig blessaðar
bregst mér þetta ekki.
Með óendanlegu þakklæti fyrir
að hafa fengið að kynnast Siggu
og eiga með henni þessar frábæru
minningar um vináttu, fjör og
gullkorn. Við sendum fjölskyldu
Siggu okkar samúðarkveðju og
ekki síður Rúnu sem nú hefur
misst systur í 80 ár.
Bryndís, Vilborg og Margrét
Rabarbarakerlingar.
Fyrirmyndir eru mörgum mik-
ilvægar og eru svokallaðar raun-
veruleikastjörnur, misraunveru-
legar þó, fyrirmynd margra á
okkar dögum.
Að eignast áþreifanlega fyrir-
mynd sem hægt er að kynnast frá
mörgum hliðum og læra af í gleði
og sorg, er sannarlega ekki sjálf-
gefið. Þannig voru þau hjónin Sig-
ríður Ólöf Guðmundsdóttir og
Kristinn Ingvarsson frá Austur-
hlíð fyrir okkur. Sigga gat horft
með aðdáun á Kristinn sinn þegar
hann sagði sömu söguna í hundr-
aðasta skiptið og hún gat hlegið
með af innlifun eftir því sem sagan
fékk að þróast í munni sagna-
mannsins.
Það leyndi sér heldur aldrei
hvað Kristinn var skotinn í Siggu
sinni og mat hana mikils. Þetta
var alvöruást.
Ást án sýndarmennsku, ást án
skilyrða. Já, Kristinn frá Hvítár-
bakka var stóra gæfan og ástin í
lífi Siggu í Austurhlíð og sá var nú
ekki svikinn af þeirri konu. Þau
fóru stundum saman út í móa þeg-
ar Kristinn þurfti að æfa sig að
skjóta eða stilla riffilinn fyrir
grenjaskytteríið. Tvö ein fóru þau
inn á afrétt og gistu saman í tjaldi
á Hveravöllum eða í Hvítárnesi.
Þau fóru saman út á tún á trak-
tornum og Sigga sat eins og ung-
lingsstúlka á brettinu og treysti
sínum manni í hvaða bratta sem
var. Og þannig var það, þau gátu
treyst á hvort annað í lífsins ólgu-
sjó.
Það er væntanlega mesti ótti
flestra foreldra að lenda í því að
missa barnið sitt. Það er alls ekki
sjálfgefið að hjón geti unnið sam-
eiginlega úr þeirri skelfilegu
reynslu og sorg. Hvað þá að missa
tvo myndarsyni með 25 ára milli-
bili.
En þeim tókst það á svo falleg-
an og ástríkan hátt að þau urðu
sjálfkrafa okkar fyrirmyndir sem
hjón og manneskjur. Við hrifumst
af þeirra kærleik og hlýju. Margar
minningar eigum við frá gleði-
stundum úr eldhúsinu í Austur-
hlíð, í réttarsúpu og söng þar sem
húsmóðirin var í aðalhlutverki en
lét lítið fyrir sér fara en sagði þó
oft: „Syngið nú eitthvað fallegt,“
og kom með góða tillögu eða byrj-
aði sjálf og við tókum undir í hrifn-
ingu. Kristinn sat oft hjá á efri ár-
um og sagðist vera of góður
söngmaður til að syngja með okk-
ur, svo hló hann. En sennilega var
það rétt hjá honum, því hann hafði
undurfagra tenórrödd sem hann
fór sparlega með, en þeir sem
heyrðu hann syngja hrifust jafnan
af. Sigga söng alltaf með og naut
sín vel í gleði og söng.
Við fórum oft í fjárleitir með
Austhlíðingum á árum áður og
margar voru eftirleitarferðirnar
um hraun og kjarr, gil og gljúfur.
Sigga var oft á stóra Jarp og reið
skæting ef þurfa þótti. „Ég get
verið reiðfantur, ég viðurkenni
það,“ sagði hún þegar heim var
komið. Hún var öflugur liðsmaður
og naut sín vel en gat verið ákveð-
in og stjórnsöm á slíkum stundum,
en það fór henni líka vel.
Að leiðarlokum þökkum við fyr-
ir vináttu og samverustundir í
gegnum lífið og vitum að minning-
in um elsku Siggu lifir í hjörtum
þeirra sem trúa á ást og mann-
kærleik.
Fjölskyldu og ástvinum send-
um við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur,
Ólöf Anna (Ollý), Grétar
og fjölskylda.
Í dag kveðjum við vinirnir
Siggu í Austurhlíð. Siggu höfum
við þekkt síðan við urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að fara í
sveit sem börn. Annar okkar
mætti í Austurhlíð sex ára og átti
upphaflega bara að vera þrjár vik-
ur en þegar foreldrarnir komu að
sækja hann neitaði hann að fara
heim enda dvölin í sveitinni æv-
intýri líkust. Hinn mætti á svæðið
tveimur árum seinna og saman
vorum við í sveit í Austurhlíð, ann-
ar í átta sumur og hinn sex. Flest
árin vorum við mættir daginn eftir
að skóla lauk og fórum ekki heim
fyrr en daginn áður en hann byrj-
aði aftur. Aðalástæðan fyrir þess-
ari ást á sveitinni var Sigga en hún
og hennar fólk tók okkur opnum
örmum, lét okkur líða eins og við
værum hluti af fjölskyldunni og
hluti af þessu gangverki sem
sveitastörfin voru. Þar fengum við
fullkomið frelsi til að leika okkur
úti um holt og hæðir og jafnframt
með árunum tækifæri til að taka
þátt í sveitastörfunum og leggja
okkar af mörkum við störfin á
bænum. Þótt við værum þarna í
raun í pössun lét Sigga okkur allt-
af líða eins og við værum mikil-
vægur hluti af lífinu á bænum.
Hún kenndi okkur jákvætt við-
horf til vinnu, virðingu fyrir nátt-
úru og dýrum og svo ótalmargt
annað. Þegar frá líður höfum við
svo áttað okkur á því hversu mót-
andi sumrin í Austurhlíð voru. Þar
spilaði Sigga lykilhlutverk og er-
um við henni óendanlega þakklát-
ir fyrir.
Nú eru árin orðin 35 síðan við
vorum í sveit hjá Siggu. Flest
þessara ára höfum við félagarnir
kíkt saman í heimsókn í eldhús-
krókinn til hennar og átt yndis-
lega stund við upprifjun á ýmsum
bernskubrekum og jafnframt
fengið fréttir af afkomendahópn-
um hennar sem hún var alltaf svo
stolt af.
Á þeim stundum fundum við
alla tíð þá hlýju og væntumþykju
sem alltaf einkenndi hennar við-
mót til okkar og gerði það að verk-
um að fyrir öllum þessum árum
vildum við hvergi annars staðar
vera á sumrin enn í sveitinni hjá
henni.
Blessuð sé minning Siggu í
Austurhlíð og innilegt þakklæti
fyrir allt sem hún gaf okkur.
Jóhann Steinar Steinarsson,
Óskar Jón Helgason.
Það er skammt stórra högga á
millli. Melkorka dóttir mín er búin
að sjá á eftir báðum ömmum sín-
um á rétt rúmum mánuði. Rut
mamma mín féll frá í byrjun des-
ember og rúmum mánuði síðar
Sigga í Austurhlíð. Ég veit að
Sigga skipaði stóran sess í huga
og hjarta Melkorku minnar, það
gerði hún líka í hjarta okkar á
Lynghaganum.
Við viljum þakka fyrir hversu
vel og hlýlega Sigga tók alltaf á
móti okkur þegar við komum við í
Austurhlíð hvort heldur var á rétt-
ardegi eða við áttum leið fram hjá
og kíktum við til að heilsa upp á
Siggu. Þá var sest við eldhúsborð-
ið og með kaffibolla og eitthvert fí-
nerí tekið fram á meðan Sigga
spurði frétta af okkur og Sigurði
Stefáni syni okkar. Hún spurði af
áhuga og sagði okkur fréttir úr
sveitinni og af fólkinu sínu. Þegar
við komum á réttardegi var boðið
uppá Austurhlíðar-kjötsúpu og
það var til nóg af henni. Minnis-
stætt er þegar nágrannar, vinir og
ættingjar sem áðu oftar en ekki í
Austurhlíð, fengu kjötsúpu og
kannski staupuðu sig og tóku lagið
áður en aftur var stigið á bak og
ferð haldið áfram.
Það er sárt að missa ástvini en
fallegar og góðar minningar lifa.
Við munum ávallt minnast Siggu í
Austurhlíð með mikilli hlýju og
þakklæti. Kristínu, Magga og fjöl-
skyldunni allri frá Austurhlíð vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Bjarni Þór og Kristjana.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
✝ Gísli Pálssonfæddist þann
28. maí 1958 á
Akranesi. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
9. janúar 2021.
Foreldrar hans
eru Páll Gíslason, f.
3.10. 1924, d. 1.1.
2011, og Soffía
Stefánsdóttir, f.
1.5. 1924. Systkini
Gísla eru: 1) Rannveig, fædd
1952, dáin 2019. 2) Svana, fædd
1953. Maki hennar er Sigurður
Geirsson og börn þeirra eru
Freyja, Magnea og Hjalti. 3)
Guðbjörg, fædd 1956. Sonur
hennar er Héðinn. 4) Soffía,
fædd 1962. Maki hennar er Hall-
dór Jónsson og dætur þeirra
eru Helga Lára og Sigrún
Soffía.
Gísli kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Dagnýju Björk
Pétursdóttur, þann 30. júní
2007. Hún fæddist á Ísafirði 17.
júní 1959. Foreldrar hennar eru
mörg sumur í sveit á Grund í
Eyjafirði. Fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur árið 1970 og lauk
Gísli grunnskólanámi í Bústaða-
hverfinu. Gísli stundaði trésmíð-
anám í Iðnskólanum í Reykjavík
og starfaði sem trésmiður alla
ævi. Hann tók meistararéttindi í
greininni. Þekking á smíði og
uppbyggingu húsa nýttist vel í
byggingu sumarbústaðar að
Hallkelshólum sem Gísli byggði
frá grunni. Þar hafa Gísli og
Dagný komið sér upp sannköll-
uðum sælureit. Gísli var mikill
íþróttaunnandi og helsta áhuga-
mál hans var knattspyrna. Hann
æfði fótbolta sem drengur og
unglingur, fyrst með ÍA og
seinna með Víkingi. Hann var
alltaf mikill Arsenal-maður.
Útför Gísla verður gerð frá
Lindakirkju 22. janúar 2021kl.
15. Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verða einungis nánustu að-
standendur viðstaddir. Streymt
verður frá athöfninni og finna
má slóðina á heimasíðu Linda-
kirkju:
https://www.lindakirkja.is/utfarir
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Stefanía Arndís
Guðmundsdóttir, f.
24.04. 1942, og Pét-
ur Valdimarsson, f.
12.05. 1940. Áður
hafði Gísli verið
kvæntur Sylvíu
Bryndísi Ólafs-
dóttur, barnsmóður
sinni, og seinna
Margréti Kristjáns-
dóttur.
Börn Gísla eru:
1) Ólivía, fædd 22. febrúar 1979.
Börn hennar eru: Andri Freyr,
f. 2003, Sunna Natalía, f. 2005,
og Jenný Stefanía, f. 2009. 2)
Páll, fæddur 13. ágúst 1982.
Dóttir hans er Emilía Ósk, f.
2009. 3) Fríða Sædís, fædd 2.
september 1985.
Börn Dagnýjar eru: 1) Anný
Rós Ævarsdóttir, fædd 21. apríl
1982. Sonur hennar er Gabríel
Þór, f. 2012. 2) Andri Pétur
Dalmar Dagnýjarson, fæddur
11. desember 1993.
Gísli ólst upp á Akranesi til
12 ára aldurs en var sem barn
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem er engu öðru líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best
lýsir þér!
Ástin mín, bóndinn minn, Gísl-
inn minn, kletturinn í lífi mínu.
Ég veit ekki hvernig ég get hald-
ið áfram án þín en ég mun leggja
mig alla fram um að hafa þá sögu
fallega eins og sagan okkar var.
Það voru forréttindi að fá að gift-
ast besta vini sínum og eiga svo
fallegar minningar. Ég er þakk-
lát fyrir að þú þarft ekki lengur
að þjást og þér líði betur. Minn-
ingin lifir um yndislega eigin-
mann.
Elska þig.
Þín
Dagný Björk.
Nú er Gísli bróðir okkar dáinn.
Við minnumst hans og margra
góðra samverustunda. Við systk-
inin fimm ólumst upp á Akranesi
við öryggi og ástúð. Það var mik-
ið líf og fjör á heimilinu. Öll fjöl-
skyldan var í skátunum og mikið
farið á skátamót og í alls kyns
ferðalög. Gísli byrjaði snemma að
fylgjast með knattspyrnu og æfði
með ÍA af kappi. Við vorum ekki
hrifin þegar ákveðið var að flytja
til Reykjavíkur árið 1970. Þá
sagði Gísli við pabba: „En höld-
um við ekki samt alltaf áfram
með Skaganum?“ Síðar varð Gísli
þó mikill Víkingur, æfði með því
félagi og studdi það alla ævi.
Mörg sumur var hann í sveit á
Grund í Eyjafirði. Hann naut
þess að vera þar hjá Gísla frænda
sínum og Aðalsteinu, konu hans.
Þar lærði hann að umgangast dýr
og var mikill dýravinur alla tíð.
Við nutum þess líka að vera
saman í sumarbústaðnum hennar
ömmu, Vogi á Kjalarnesinu. Þar
var amma alltaf og oft var Bebbý,
föðursystir okkar, með öll börnin
sín líka. Þá var mikið spjallað og
spilað, og svo var auðvitað alltaf
spilaður fótbolti. Við fórum líka í
ferðalög með foreldrum okkar
bæði innlands og utan. Í bílnum
var mikið sungið og oft þar fyrir
utan. Gísli var í þéttum og góðum
vinahópi og var ósjaldan fjör í
kjallaranum í Rauðagerðinu. Þar
glumdi tónlistin og margar borð-
tenniskeppnir voru háðar. Vinir
Gísla tengdust fjölskyldunni vel
og tóku iðulega þátt í fjölskyldu-
veislum.
Börnin hans Gísla bættust við,
eitt af öðru í vaxandi hóp barna-
barna foreldra okkar. Oft var
glatt á hjalla þegar allur hópur-
inn hittist, bæði í Kvistalandi og
seinna í Pálslundi við Úlfljóts-
vatn. Stórfjölskyldan er samhent
og hefur í gegnum árin fundið
mörg tilefni til að hittast. Gísli
var náinn mömmu okkar og áttu
þau margar góðar samveru-
stundir. Á seinni árum hjálpaði
hann henni með ýmislegt og var
henni styrkur.
Gísli var handlaginn og lausna-
miðaður í verkum sínum. Hann
starfaði sem húsasmiður alla ævi.
Hann eignaðist góða vinnufélaga
sem urðu traustir félagar hans og
vinir. Gísli var alltaf bóngóður og
hjálpsamur við vini og ættingja.
Hann hafði góðan húmor og sá
spaugilegar hliðar á málum.
Hann var orðvar og jafnlyndur
en laumaði út sér mörgum brand-
aranum. Það kunnu barnabörnin
vel að meta. Hann naut samvista
við þau og brallaði margt með
þeim. Það var gaman að fylgjast
með honum í afahlutverkinu og
sjá hve mikil gleði fylgdi því.
Síðustu árin byggðu Gísli og
Dagný sér fallegan bústað við
Hallkelshóla. Þau lögðu mikla
vinnu og alúð í bústaðinn og um-
hverfi hans. Þar var hugað að
hverju atriði af natni og hug-
myndir urðu að veruleika. Gaman
var að heimsækja þau og sjá hve
þau voru samhent í að skapa
þennan sælureit sem þau kölluðu
sveitina. Þau nutu þess að vera
þar saman til síðasta dags.
Við systurnar eigum margar
góðar minningar um kæran bróð-
ur sem við yljum okkur við núna.
Svana, Guðbjörg og Soffía.
Það er með trega sem við setj-
umst niður og minnumst Gísla
okkar með nokkrum fátæklegum
orðum. Við hjónin kynnumst
þeim yndislegu hjónum Gísla og
Dagnýju í Lindakirkju árið 2013.
Sveinn var fræðslufulltrúi í
Lindakirkju og við hjónin stóðum
fyrir Alfanámskeiði ásamt nokkr-
um öðrum.
Dagný var í stjórn Alfa á Ís-
landi og kom til að hjálpa okkur.
Þá sáum við Gísla eiginmann
hennar í fyrsta skipti.
Við tókum strax eftir hvað þau
voru falleg saman og mikill kær-
leikur þeirra á milli. Gísli var ekki
maður margra orða. Hann var
einstaklega traustur, hjálpsamur
og samviskusamur.
Þau voru stoð og stytta fyrir
hvort annað og dugleg að rækta
hjónabandið sitt og búa sér til
ævintýri hér á landi og erlendis.
Seinna héldum við hjónanám-
skeið í Lindakirkju með þeim
hjónum. Það þurfti að færa til
borð og stóla og það var heilmikið
umstang í kringum námskeiðin.
Gísli gekk í verkin og hjálpaði til
við að ganga frá eftir námskeiðin.
Alltaf jafn fús og hjálpsamur. Það
var svo mikill fengur fyrir okkur
að hafa hann og Dagnýju með
okkur. Við hefðum ekki getað
hugsað okkur námskeiðin án
þeirra.
Það myndaðist með okkur
traust og góð vinátta sem hefur
staðið síðan.
Við höfum átt margar góðar
stundir þar sem mikið var hlegið
og spjallað. Það var alltaf gaman
að hitta þau hjón.
Gísli var einstaklega vandaður
í öllu því sem hann gerði. Hann
byggði sumarbústað ekki langt
frá okkar sumarbústað í Gríms-
nesinu. Það var unun að sjá hvað
hann gerði allt vel og var útsjón-
arsamur. Það var gaman að sjá
hvað þau hjónin sameinuðust í
sumarbústaðarbyggingunni.
Sælureit þeirra í sveitinni.
Það er mikill söknuður sem
fyllir hjarta okkur. Síðustu árin
náðum við að kynnast Gísla á nýj-
an og innilegan hátt. Hann var
vinur vina sinna.
Hann hefur nú gengið til fund-
ar við Drottin sinn og frelsara í
eilífa himnasælu.
Við þökkum Gísla samfylgdina
og biðjum góðan Guð að gefa
Dagnýju og fjölskyldunni styrk í
sorginni.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Sacer – Sb. 1886 – Valdimar
Briem)
Ykkar vinir,
Sveinn Alfreðsson og
Valdís Ólöf Jónsdóttir.
Förum heim til Gísla!
Þetta sögðum við vinirnir ansi
oft á unglingsárunum.
Hvort sem eitthvað stóð til eða
ekki, fórum við oftast heim til
Gísla í Rauðagerðið. Hann bjó
þar með sinni einstöku fjölskyldu
og alltaf var vel tekið á móti okk-
ur.
Kynni okkar af Gísla þróuðust
í djúpa vináttu þegar við byrjuð-
um saman í 1. bekk í Réttó.
Gísli tók snemma út líkams-
vöxtinn og var hann höfðinu
hærri en við vinirnir. Hann nýtti
sér stærðarmuninn vel og var
hrikalegur nagli. Þegar Gísli kom
á fartinni í fótboltanum þá þótti
okkur strákunum yfirleitt best að
víkja bara snyrtilega til hliðar svo
við yrðum ekki undir honum.
Við æfðum allir með Víkingi,
ýmist fótbolta eða handbolta. Oft
höfum við gantast með það að á
yngri árum hafi áhugi okkar á
fótbolta þvælst fyrir áhuga okkar
á kvenfólki og svo öfugt. Að sjálf-
sögðu urðum við aldrei góðir í
fótbolta, nema sem álitsgjafar, og
lærðum seint inn á duttlunga
kvenfólksins.
Okkur er minnisstætt frá ung-
lingsárunum þegar eitt sinn
heyrðist í hópnum: „förum heim
til Gísla“ en þá sagðist Gísli vera
upptekinn það kvöldið. Við fé-
lagarnir ákváðum því að hittast
hjá Lalla sem bjó í næsta húsi.
Upphófust miklar umræður um
það hvort Gísli væri að skjóta sér
í stelpu og hvernig það hefði farið
fram hjá okkur. Meðan á umræð-
unum stóð sjáum við hvar Gísli
labbar straufínn heiman frá sér
og ákváðum við í snatri að fylgja
honum eftir á laun. Kom í ljós að
Gísli stefndi beint á Grensás-
kirkju en þar átti víst að stofna
ungtemplarafélagið Trölla. Þessi
ákvörðun hans, sem við töldum
vera komna frá föður hans, átti
eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar
félaganna næstu tvö þrjú árin.
Snerust flest kvöld um það að
fara á „fundi“ í Grensáskirkju og
á böll í Templarahöllinni.
Gísli var okkur alla tíð traust-
ur vinur og yndislegur vinur vina
sinna. Við höfum allir haldið sam-
bandi í gegnum tíðina og hist með
mökum okkar árlega. Gísli naut
sín alltaf vel á þessum samkom-
um okkar með sína lúmsku
kímnigáfu og hnyttni. Árið 2006
var Gísli svo lánsamur að kynnast
eftirlifandi eiginkonu sinni Dag-
nýju sem gerði líf hans enn litrík-
ara. Þegar við hittumst allir
ásamt mökum fór drjúgur tími í
að fara yfir allt það dásamlega
sem þau hjónin höfðu farið og
gert saman. Við höfðum á tilfinn-
ingunni að það hlytu að vera fleiri
klukkustundir í þeirra sólarhring
en okkar hinna.
Gísli tók veikindum sínum af
stakri ró og ákveðni en vissi að
baráttan yrði erfið og barðist
hetjulega fram til síðasta dags.
Mikil var gæfa Gísla að hafa ást-
ina sína, hana Dagnýju, sér við
hlið og fór samheldni þeirra
hjóna ekki fram hjá neinum. Gísli
fór allt of fljótt frá okkur og mik-
ill er missir Dagnýjar, fjölskyldu
hans og vina.
Hvíldu í friði kæri vinur.
Ebeneser og Lára,
Magnús Þór og Rann-
veig, Magnús Skúla og
Jóhanna, Lárus og Dóra,
Sveinbjörn Rúnar.
Gísli Pálsson