Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 1
Mældu orkuna í snarlinu
„Við byrjuðum aftur með verklega
tíma í þessari viku. Þessir nem-
endur fengu aldrei að fara í til-
raunastofuna á haustönninni,“
sagði Selma Þórunn Káradóttir,
fagstjóri raungreina í Verzl-
unarskóla Íslands. Hún segir að
verði samkomutakmarkanir ekki
hertar og ef smit haldast lág verði
vonandi hægt að halda uppi verk-
legri kennslu til vors.
„Krökkunum finnst mjög gaman
að fá að koma í skólann og að hitt-
ast. Félagslegi þátturinn er svo
mikilvægur. Svo er gott að geta lát-
ið þau gera verklegar tilraunir,“
sagði Selma. Nemendurnir sem
voru í tilraunastofunni í gær eru á
lokaári og voru að læra um orku í
efnahvörfum. Tilraun gærdagsins
fólst í að brenna hnetur, poppkorn
og sykurpúða og mæla orkuna sem
losnaði. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Verzló Hneta var brennd undir dós með vatni og fylgst með hita vatnsins.
Verkleg kennsla í Verzlunarskólanum eftir langt hlé
F Ö S T U D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 2 1
Stofnað 1913 18. tölublað 109. árgangur
EKKI GAMAN AÐ
VERA Á VARA-
MANNABEKKNUM
SETUR FRAM
ÞJÓÐARSTEFNU
GEGN VEIRUNNI
GALDRAR
GÓÐRAR
LJÓÐLISTAR
BANDARÍKIN 14 LJÓÐSTAFUR AFHENTUR 36RAGNAR TIL ÚKRAÍNU 34
Flestar byggingar Háskóla Íslands voru á floti í gær eftir að
kaldavatnsæð við Suðurgötu rofnaði um nóttina. Jón Atli
Benediktsson háskólarektor segir ógerning að reyna að meta
tjónið að svo stöddu, en við blasi að það sé gríðarlegt. „Það er
mikil rafræn kennsla í skólanum, svo áhrifin eru minni en
ella,“ segir rektor. „Samt sem áður verða ýmsar byggingar
Háskólans úr leik í nokkra mánuði og komast jafnvel ekki í
notkun fyrr en í haust.“
Talið er að um 2.250 tonn af vatni hafi flætt um há-
skólasvæðið áður en komist var fyrir lekann, sem lætur nærri
að vera sama vatnsmagn og er í Laugardalslaug. Auk að-
albyggingar Háskólans flæddi vatn m.a. inn í Gimli, Árnagarð
og Háskólatorg og lá nær öll starfsemi Háskólans niðri í gær
meðan vatni var dælt út. Handritasafnið í Árnagarði, þjóðar-
gersemar Íslendinga, var hins vegar öruggt. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Starfsemi Háskólans truflast svo mánuðum skiptir
Stórskemmdir í HÍ vegna vatnsflaums Ógerningur að meta tjónið að svo stöddu Handritin heil
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Grænlensk stjórnvöld hafa tekið vel í
Grænlandsskýrslu utanríkisráð-
herra og þær tillögur, sem þar koma
fram um aukin samskipti landanna.
„Ég kynnti skýrsluna í fyrradag
fyrir Steen Lynge, utanríkisráð-
herra Grænlands. Viðbrögð hans
voru einstaklega jákvæð og hann
lagði það til, sem ég samþykkti fús-
lega, að við myndum kynna þetta
sameiginlega í Hringborði norðurs-
ins (Arctic Circle) í haust,“ segir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis-
og þróunarsamvinnuráðherra, í sam-
talið við Morgunblaðið. Sömuleiðis
hefðu þeir verið ásáttir um að gera
rammasamning sem fyrst, sem yrði
umgjörð um framkvæmdina.
Guðlaugur Þór kynnti Grænlands-
skýrsluna opinberlega á blaða-
mannafundi í gær, en hún var unnin
af nefnd undir forystu Össurar
Skarphéðinssonar, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra.
„Ég finn aldrei neitt nema algeran
samhljóm milli Íslendinga og Græn-
lendinga um að efla og styrkja sam-
skiptin, en það hefur vantað fastmót-
aðan grunn til að byggja á og vinna
skipulega eftir,“ segir Guðlaugur
Þór. „Þess vegna fól ég Össuri þetta
verkefni og treysti engum manni
betur til þess. Það sjá enda allir sem
lesa skýrsluna hvað hún er vönduð
og yfirgripsmikil.“ »11
Grænlendingar
taka vel í tillögur
Stefnumótun um tengsl við Grænland