Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 ✝ Sigríður ÓlöfGuðmunds- dóttir fæddist í Austurhlíð í Bisk- upstungum 29. júlí 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Lundi á Hellu 12. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Elín Guðrún Ólafsdóttir, f. 1909, d. 1991, og Guð- mundur Magnússon, f. 1902, d. 1973. Systur Sigríðar eru Guðrún, f. 1932, Eygló, f. 1935, og Solveig, f. 1938. Sigríður giftist árið 1955 Kristni Ingvarssyni, f. 1922, d. 2011. Börn Sigríðar og Kristins: 1) Magnús, f. 1953, eiginkona Rósa Paulsen, börn þeirra: a) Agnes Heiður, maki Gunnar Gunnars- son, börn Agnesar með Sigurði Sólmundarsyni: Sólmundur, Snæfríður Rós og Jóhann Hilm- ir. b) Guðmundur, maki Lovísa Dögg Viggósdóttir, dætur þeirra: Elísa Sigurrós og Sandra Kristín, fyrir átti Lovísa soninn vinkonur fyrir lífstíð. Eftir að hún og Kristinn giftu sig 1955 hófu þau ungu hjónin búskap í Austurhlíð og bjuggu þau þar og störfuðu alla sína samverutíð sem varði í tæp 60 ár. Eftir að Kristinn féll frá 2011 bjó Sigríð- ur ein í húsinu sem þau Kristinn höfðu byggt saman, en hún var umvafin sínu fólki á hinum bæj- unum í Austurhlíð og Guðrúnu systur sinni í Hlíðartúni, í túninu heima. Sigríður var á sínum tíma í ýmsum hlutastörfum með- fram búskap, við móttöku hópa erlendra gesta sem komu í mat á Hótel Geysi, við garðyrkjustörf á Syðri-Reykjum, í sláturhúsinu á haustin í Laugarási og á eina vertíð fór hún í fiskvinnslu með Guðrúnu systur sinni til Þorláks- hafnar. Einnig prjónaði Sigríður um árabil lopapeysur fyrir fyrir- tækið Hildu. Sigríður hafði yndi af því að sitja góða hesta og fór í margar hestaferðir með vinkonum sín- um í Rabarbaraflokknum. Útför Sigríðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 22. janúar 2021, klukkan 13, að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymi verður frá Youtube- síðu Skálholts: Skálholtsstaður, slóðin er: https://youtu.be/O9FSjk7CpJI/. Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat/. Viggó. c) Kristín Sigríður, maki Trausti Hjálmars- son, börn þeirra: Magnús Rúnar, Eg- ill Freyr og Ingi- björg Elín. Fyrir átti Kristín dóttur- ina Sigríði Mjöll með Sigurði Andr- ési Þorvarðarsyni. d) Níels Magnús, maki Aja Jensen, dóttir þeirra: Rósa. 2) Jóhann, f. 1958, d. 1998. 3) Guðmundur, f. 1962, d. 1973. 4) Kristín Heiða, f. 1964, börn hennar: a) Melkorka Rut Bjarnadóttir, maki Hafþór Gunnlaugsson, dóttir þeirra: Arney María. b) Kristinn Ingv- arsson, maki Kristín Alfa Arn- órsdóttir. Sigríður ólst upp á heimili for- eldra sinna í Austurhlíð ásamt systrum sínum og stundaði hefð- bundna skólagöngu þess tíma. Hún fór 18 ára ásamt Guðrúnu systur sinni til náms í Hús- mæðraskólanum Löngumýri í Skagafirði veturinn 1952-1953 og var það mikið ævintýr fyrir þær systur sem þar eignuðust Mamma. Hugtak sem ég skildi ekki til fulls fyrr en ég varð sjálf mamma. Þá áttaði ég mig á því hvers vegna mamma hafði alltaf þessar áhyggjur af mér, sem mér fannst óþarfar, hvort sem ég var krakki eða fullorðin. Að leiðarlok- um er þakklæti mér efst í huga. Takk elsku mamma fyrir að hafa gefið mér lífið og þrjóskuna. Takk fyrir að treysta mér og leyfa mér að vera eins og ég er. Takk fyrir að hafa verið mér góð mamma, börnum mínum yndisleg amma og litlu Arneyju Maríu syngjandi langamma. Elsku mamma, megir þú vera umvafin eilífu vori. Þín dóttir, Kristín Heiða (Stína). Elsku amma mín. Nú kveðj- umst við í hinsta sinn og ég fæ ekki að halda aftur í mjúku hlýju höndina þína eða finna þig strjúka á mér handarbakið með þumal- fingrinum, eins og þú gerðir alltaf og slepptir því ekki einu sinni þeg- ar ég var að bera á þig handáburð og dekra aðeins við þig. Við héld- umst oftar í hendur síðustu árin sem er svo ljúft að minnast, og ég er heppin að hafa fundið þessa hlýju frá þér og að geta veitt þér mína hlýju líka. Á þessari hinstu kveðjustund koma upp ótal minningar í kollinn. Ein er mér mest hugleikin þessa dagana og það er þegar ég var lítil og sat í fanginu á þér í eldhúsinu hjá þér og afa í Austurhlíð og þú kenndir mér allskonar lög og við sungum saman „Frost er úti fugl- inn minn“. Þetta lag hefur alltaf minnt mig á þig og þessa fallegu samveru og nú syng ég það með Arneyju minni og hugsa til þín og segi henni frá þér. Það er svo dýrmætt að Arney hafi líka fengið að upp- lifa það að sitja í fanginu á þér og syngja með þér, þó að hjá ykkur hafi „Siggi var úti“ verið aðallagið. Tæknin leyfir okkur að fanga þessar minningar og hjálpar okk- ur að halda minningunni um þig á lífi fyrir hana, með því að sýna henni, sem er svo lítil ennþá, myndbönd af ykkur að syngja saman. Þú varst alltaf með húmorinn í lagi og við gátum spjallað enda- laust saman um allt og ekkert og þú sagðir mér ýmsar sögur frá því í gamla daga. Stundum heyrðir þú bara það sem þú vildir heyra, en þannig var það bara og ég kunni líka aðeins á það. Það er svo mikil gæfa að fá að eyða svona miklum tíma með ömmu sinni og afa og stórfjöl- skyldunni. Og enn meiri forrétt- indi finnst mér að hafa fengið að upplifa frelsið í sveitinni hjá ykk- ur, fá að vera endalaust úti að leika með frændsystkinum mínum og læra ýmsan lífsins lærdóm. Þú kenndir mér líka ýmislegt í matseld og að fitja upp á prjón sem er það eina sem ég gleymi aldrei í prjónaskap, þó ég þurfi að fletta öðru upp aftur og aftur! Ég sé þig fyrir mér njóta þess að kenna mér og að vera saman að dútla við eldhúsborðið. Það voru líka ófá skipti sem við bökuðum „eina brúna“ og það er stutt síðan mér tókst að draga upp gömlu appelsínugulu uppskrifta- bókina þína og plata þig með mér í einn bakstur, sem gladdi okkur báðar mikið. Þær eru margar dýrmætar stundirnar sem ég hef átt með þér, amma, sérstaklega í eldhús- inu hjá þér sem var og er eins og hjarta heimilis þíns, þar sem við sátum og spjölluðum og hvers- dagsleikinn dýrmæti átti sér stað. Ég gæti endalaust haldið áfram að telja upp og segja frá, til dæmis öllum ferðalögunum, óteljandi sundferðum í Bjössalaug og ég veit ekki hversu margar spila- og kapalstundir. En umfram allt er það ástin og hlýjan, grínið og gleðin sem ég mun alltaf muna eftir. Hjá þér, og ykkur afa, var mitt annað heimili. Það er svo dýrmætt að hafa átt þig að og ég er óendanlega þakklát fyrir það og mun sakna þín svo mikið, elsku amma mín, en alltaf þó með gleði í hjarta. Þín ömmustelpa, Melkorka. Elsku amma, nú ert þú búin að yfirgefa þetta jarðlíf. Ég hef fulla trú á að þú hafir gert það í sátt, enda engin önnur leið fyrir konu með þína þrjósku og ég veit að þú hafðir ekki þolinmæði fyrir heilsu- leysinu. Þú varst vafalaust mesti nagli sem ég hef á ævinni kynnst og búin að þola þrautirnar ótal- margar. Nú fyllist ég djúpu þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir okkar góða og einstaka samband og sér- staklega langar mig að þakka þér fyrir að hafa kennt mér þann góða sið að hafa húmorinn alltaf á sín- um stað, sama hvað bjátar á, og takk fyrir að leyfa mér alltaf að bulla í þér endalaust og hafa gam- an af því. Ég hlakka til að grípa aftur í spil með þér einhvern tím- ann seinna, í öðru lífi, og ég bið innilega að heilsa afa gamla og líka frændum mínum, sonum þín- um, sem fóru of snemma og ég fékk ekki að kynnast. Kristinn Ingvarsson. Sigga amma. Nú ertu farin og minningarnar flæða. Þakklæti er þó efst í huga. Þú hrósaðir mér, þú sagðir mér að ég væri sterk, ákveðin og klár. Það hefur verið gott veganesti þó ég hafi nú ekki alltaf trúað þér. Þú kenndir mér að gera jafning og fleira í eldhúsinu, það gekk upp og ofan og báðar vildum við oftast ráða og vorum óþolinmóðar, átt- um erfitt með að hlusta hvor á aðra nema stutt í einu. Við rifumst, höfðum báðar rétt fyrir okkur en skildum hvor aðra. Svona var þetta oft hjá okkur. Sumir segja að við höfum verið líkar og mér þykir vænt um það. Þú varst þrjósk og þver, við vor- um svipaðar í vexti. Stundum fékk ég lánuð föt og skó hjá þér og svo lituðum við hárið okkar svart og sváfum út. Þú kenndir mér að dansa til að gleyma. Sumir sökuðu þig um að hafa mig í uppáhaldi, mér líkaði það. Þú varst til staðar fyrir mig þegar á þurfti að halda. Seinna snerist það við en bara þegar þú varst orðin mjög veik, þá fannst mér gott að geta endur- goldið þér. Þegar við fórum á hestbak reiðst þú auðvitað alltaf á undan mér og fremur hratt og mér fannst gaman að halda í við þig og ég man þegar þú kenndir mér að leggja á, þá notuðum við Ellu ömmu-hnakk og þú gafst mér fót svo ég kæmist á bak. Þú hafðir gaman af að syngja, kenndir mér vísur, texta og lög. Ég tók að mér köttinn þinn sem þú fékkst hjá mér fyrir löngu af því ég nennti ekki lengur að eiga tvo brjálaða ketti. Þú tókst kett- linginn sem hét Hús og sagðist ætla að skipta um nafn á honum af því ég afneitaði honum, mér fannst það ekki eins fyndið og þér. Hann heitir Útlagi og núna er hann aftur kominn til mín. Hann saknar þín eins og ég. Hann valdi sér nýja uppáhaldsmanneskju, Sigríði mína sem heitir í höfuðið á þér. Þú hélst að enginn vildi gaml- an kött sem ræðst á börn og gam- almenni. Við hlógum báðar þegar ég útskýrði að ég hefði nú barist við þennan kött oft áður og bæri nú eiginlega ábyrgð á tilveru hans. Þá varstu eins og oft, fyndin, dóm- hörð en full af ást. Ég er þakklát fyrir að börnin okkar hafi fengið að alast upp með þér á torfunni. Ég man hvað þú varst áhyggju- full þegar ég varð barnshafandi í fyrsta sinn en fórst ekki að ræða við mig hvernig best væri að koma í veg fyrir getnað fyrr en ég var búin að eiga þrjú börn, svo átti ég fjórða. Alltaf var samt gaman að kynna þig fyrir börnunum, sjá hvað þú varst fljót að líkja þeim við „Magga þinn“. Það er stutt síðan ég sagði þér að ég saknaði þín og það er stutt síðan ég sagði þér að ég elskaði þig. Það er langt síðan ég fékk að snerta þig en síðast þegar færi gafst þá faðmaði ég þig vel og lengi. Ég vildi óska að ég hefði getað tekið þig heim með mér frá elli- heimilinu, hér verðurðu alltaf hluti af landslaginu og sögunni. Takk fyrir að hafa verið til, takk fyrir að vera við hlið mér alla mína tíð og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég lofa þér að hugsa vel um staðinn okkar. Nú hefurðu gengið um dauðans dyr, ég vona að handan þeirra sé fjör, mikið hlegið og fíflast og þar bíði þín allir þeir sem á undan gengu. Þín nafna, Kristín Sigríður Magnúsdóttir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Hún Sigríður systir mín er til moldar borinn í dag, farin yfir móðuna miklu til ljóssins sem lýsir svo skært handan við hina jarð- nesku tilveru. Það auðveldar viðskilnað við ástvini þegar minningarnar eru ljúfar og ylja um hjartarætur. Þegar við kveðjum þig nú, elsku Sigga, þá er þessu þannig varið. Við bárum gæfu fjórar systurnar til þess að alast upp saman á ynd- islegu heimili í skjóli ástríkra for- eldra í friðsamri sunnlenskri sveit. Á æskuheimili okkar bjóst þú þér síðan þitt eigið heimili og eyddir þar lífshlaupi þínu og í næsta ná- grenni býr Guðrún elsta systir okkar. Eftir miðjan aldur átti ég sjálf því láni að fagna að koma mér upp sumarheimili á þessum æsku- stöðvum og hið sama gerði Sólveig yngsta systir okkar og um árabil vorum við allar fjórar nágrannar hvert sumar. Þá heimsóttum við þig þrjár hvern morgun, drukkum saman kaffi og spjölluðum. Eins og fleira í lífi okkar hefur þetta breyst og sumarheimsóknir þess- ar til þín heyra sögunni til. Á síð- ustu tveim áratugum liðinnar ald- ar fórum við saman fjölmarga vetur, ásamt eiginmönnum okkar, í ógleymanlegar ferðir til suð- rænna sólarstranda. Þið Kristinn voruð einstakir ferðafélagar, bæði sérlega skapgóð og rólynd. Þegar aldurinn færðist yfir okkur fór þessum ferðum að fækka, eins og sumarheimsóknunum í kaffið til þín og síðari ár lifa þær bara í minningunni. Þú fórst ekki var- hluta af andstreymi í lífinu, en átt- ir líka margar góðar stundir. Hið einstaka jafnlyndi þitt, góða skap og kær eiginmaður var grunnur- inn, þrátt fyrir allt, að gæfusömu lífshlaupi og að fá að búa allt þitt líf á sama óskastaðnum umvafin ástvinum og afkomendum. Við hjónin vottum öllum að- standendum og ástvinum okkar innilegustu samúð. Eygló Guðmundsdóttir, Sigurður Óskarsson. Rétt við jökulröndina í faðmi fjallanna standa bæirnir Austur- hlíð og Hlíðartún. Hvassbrýndar Jarlhetturnar standa vörð um fólkið sem býr við hálendið okkar. Þarna bjó hún Sigga frænka mín alla tíð, átti þar sínar fallegustu stundir og líka þær myrkustu. Hún var fastur punktur í tilveru okkar barnanna á Austurhlíðar- torfunni, samofin heimili þar sem aldrei var læst hurð eða lokaðar dyr. Áhyggjuleysi æskuáranna, ærsli, leikur með tófuyrðlinga sem Kristinn frændi kom með úr grenjaleit, heimaslátrun og hundaslagur. Allt var þetta hluti af lífi okkar frændsystkinanna. Vorum við ekki buguð af reglum að undan- skildum þremur: Ekki hleypa hundunum inn í bæ, mæta á rétt- um tíma í mat og ekki koma sér í lífsháska í bæjargilinu. Reglan um bæjargilið var þó oftast brotin. Á sumrin bættust svo við sumar- og systrabörnin með tilheyrandi fjöri, gleði og galsa. Mikið var amstur húsmæðranna í þá daga. Gleðin er sorgarinnar systir, Sigga og Kristinn sluppu ekki frá þeirri síðarnefndu. Guðmundur sonur þeirra veiktist fimm ára gamall af hvítblæði og við tók margra ára barátta sem tapaðist að lokum. Hann lést aðeins 10 ára gamall einn ískaldan janúarmorg- uninn. Þá missti ég minn besta vin og frænda. Þá var gott fyrir Siggu og Kristin að eiga góða að í túninu heima og góða granna út með hlíð- um. Allt fólkið stóð saman í því að bera birtu inn til þeirra þar sem myrkrið hafði umlukt þau í þess- um sára barnsmissi. Svo liðu árin, gleðin og hamingjan kom aftur, barnabörnin sem fæddust eitt af öðru færðu þeim Siggu og Kristni aukna lífshamingju og ferðuðust þau til suðrænna landa með til- heyrandi ævintýramennsku og fjöri. Við getum þó ekki breytt því hver fær að lifa og hver er svo næstur að deyja. Örlögin höguðu því svo að Jói sonur þeirra féll frá aðeins fertugur að aldri. Aftur þurftu þau að fylgja barni sínu til grafar. Enn og aftur risu þau upp með ótrúlegt æðruleysi að vopni. Kristinn var henni sem klettur og tók við mesta briminu. Sólin reis á ný, hægt og rólega hélt lífið áfram og stjörnurnar blikuðu áfram á næturhimninum. Sigga mín var alla tíð mjög spaugsöm og glettin. Í seinni tíð höfðum við afar gaman af fyndn- um tilsvörum hennar og athuga- semdum, sérstaklega hvað varð- aði holdafar og hörundslit okkar og annarra. Í hárri elli lést svo Kristinn kletturinn hennar Siggu en áfram bjó hún í húsinu sínu í Austurhlíð með hjálp fólksins síns, þá sér- staklega Rúnu systur sinnar og móður minnar, sem sér á eftir henni eftir óslitna 86 ára samveru. Lífsverki þessarar íslensku al- þýðukonu er nú lokið. Elsku Stína mín, Maggi og fjöl- skyldur, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Guð geymi minningu elsku frænku. Elín Margrét Hárlaugsdóttir. Sigríður húsfreyja í Austurhlíð er gengin á vit feðra sinna. Hún var móðursystir mín og þær syst- ur hafa allan sinn aldur búið á sömu torfunni í Austurhlíðar- túninu. Þar ólumst við upp systkina- börnin átta eins og einn hópur, heimagangar hvert í annars húsi. Í barnsminninu er myndin af Siggu frænku falleg. Hún var grannvaxin, há og spengileg, dökkhærð með sín brúnu augu, brosandi glöð og svo létt á fæti að erfitt var að fylgja henni eftir á göngu. Í minningunni finnst mér líka að hún hafi aldrei óttast neitt, óð í allt eins og það kom fyrir og hló svo að öllu saman ef litlu mun- aði að illa færi. Hún gat líka verið hörð í horn að taka og lét engan vaða yfir sig. Hún var töffari. Ung giftist Sigga Kristni föð- urbróður mín og saman gengu þau æviveginn sem einn maður. Þeim var úthlutað stærri skammti af sorgum lífsins en mörgum öðr- um, jörðuðu tvo syni af fjórum börnum sínum. Þrátt fyrir þetta reyndu þau að gera sitt besta til að eiga gott líf. Þau höfðu bæði yndi af ferðalög- um. Þau ferðuðust víða um landið, það voru oftar en ekki áhættuferð- ir á alltof litlum bílum í allt of stórum fallvötnum, en alltaf fór það vel. Þegar sólarlandaferðir urðu algengar sóttu þau í að fara til sólarlanda, árlega lengi vel. Sigga elskaði að vera í sólbaði og synda í sjónum. Frænka mín hafði gott auga fyrir hestum og fannst gaman á útreiðum. Hún vildi hafa hesta flugviljuga, nennti ekki að ríða lötu. Ég minnist hennar á Frúar- Jarpi. Þau höfðu sömu skapgerð, dugleg og óttalaus, svolítið hörð að utan en mjúk að innan. Saman var þeim ekkert ofviða. Þegar Kristinn féll frá fyrir 11 árum fór heldur að halla undan fæti hjá frænku, hún bjó samt áfram í sínu húsi með góðri hjálp barna, barnabarna og barna- barnabarna, sem veittu henni mikla gleði. Það var jafnan gest- kvæmt hjá Siggu, fólk sótti í hana, það var eins og heilun oft á tíðum að eiga við hana gott spjall. Sigga var húmoristi fram í fingurgóma, hafði gaman af glamri og góðum sögum, fyndin allt til enda. Þó ekki væru gullrendur á diskum eða kristall á borðum var hjartarýmið þeim mun meira á þessu fábrotna heimili. Síðustu átta mánuði dvaldi hún á hjúkrunarheimilum, það var sárt að geta ekki heimsótt hana þennan tíma vegna takmarkana. Þar naut hún góðrar umönnunar og hlýju. Vertu guði falin, elskuleg. Guðrún (Gunna frænka). Þá er Sigga í Austurhlíð komin í sumarlandið eilífa til Kristins og drengjanna sinna. Fyrir tæpum 40 árum vorum við svo lánsamar að bindast systr- unum Rúnu og Siggu órofnum vináttuböndum, eða eins og við kölluðum þær fyrst, systur í 60 ár, svo 70 og 80 ár. Vinátta systranna og væntumþykja hvor til annarrar var eftirtektarverð, enda fylgdust þær að alla sína tíð. Það þótti nú ekki gáfulegt af fimm kellingum að ríða til fjalla, karlmannslausar og „þar af leið- andi bjargarlausar“ en við hlógum og lögðum af stað. „Fimm riðu til fjalls í gær með firnin öll af nesti. Ein af fimm þó elti þær á yfirbyggðum hesti.“ (GG) Í þessari fyrstu ferð var flokk- urinn nefndur Rabarbaraflokkur- inn, dregið af frægu Rabarbara- stökki sem verður ekki útskýrt hér nánar. En í þessari fyrstu ferð okkar kom það sem oftast fylgdi okkur. „Rabarbaraveðrið“, brjál- að rok og oft rigning sbr. að okkar einu tilraun til að vera í tjaldi lauk þarna. Þegar við þessar yngri sváfum ekki fyrir roki risu syst- urnar upp og sögðu „er rok?“ og í þeim töluðu orðum fauk tjaldið. Rabarbaraflokkurinn ríður enn til fjalla var oft sungið á kvöldin, margt brallað, dansað, farið í nátt- úruskoðun, mikið tekið af mynd- um…ja nema Sigga því mikið grín var gert að eilífu braski hennar með myndavélina, það vantaði filmu, filman vitlaust þrædd og Sigga hló allra mest að þessu. Minningarnar streyma þegar við minnumst Siggu í Austurhlíð sem var gullmoli í þessum ferðum. Sigga var alltaf mjög vel ríðandi á viljugum hestum. Eftirminnileg- ust er Tinna hennar, glæsilegt hross og ekki haggaðist Sigga í hnakknum þótt hratt væri farið. Í einni ferðinni var Tinna æst á heimleið og fór hratt yfir, þegar á Pokakerlingu var komið og við hinar náðum Siggu þá var nefnt hvort Tinna væri ekki of viljug fyrir hana, þá svaraði Sigga: „Ég nenni ekki að ríða lötu.“ Alltaf sallaróleg, brosandi út að eyrum á hestbaki, þannig minnumst við Siggu. Á vorin til að hita upp fyrir stóru ferðina fórum við í dagsferð, þá riðum við á milli bæja, sungum fyrir Helgu Tomm á Gýgjarhóli, komum við í Kotinu hjá Jóni og Rönku. Og enduðum á veislu í Haukholtum. Þessa reið kölluðum við Forreið, þá fengu aðdáendur Rabarbarflokksins að koma með. Þetta eru ómetanlegar samveru- stundir. Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.