Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 5 ára lán hjá Lykli. Útborgun 600.000 kr.
Við tökum gamla bílinn uppí á 600.000
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 600.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl
(sérmerktur á plani). Þinn gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi.
Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.
Not
að
ur
up
pí
ný
le
ga
n
Afborgun á mánuði ........... 47.191 kr.**
Opel GrandlandXEnjoy ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 60þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
Chevrolet Cruze LTZ ‘16, sjálfskiptur,
ekinn 99 þús. km. Verð: 1.390.000 kr.
SsangYong Tivoli Dlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn34 þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
Toyota CorollaHybrid ‘19, sjálfskiptur,
ekinn 34þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
590758 446579 446470
SE
LD
UR
445297
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Skýrsla Grænlandsnefndar utanrík-
isráðherra var kynnt í gær, en í
henni má finna greiningu á sam-
skiptum Íslands og Grænlands
ásamt fjölþættum tillögum um
hvernig megi efla tengsl grannríkj-
anna á ótal sviðum. Össur Skarp-
héðinsson, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, var fenginn til for-
mennsku í nefndinni, en auk hans
voru í henni þau Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir og Óttarr Guðlaugsson.
Í skýrslu Grænlandsnefndar er að
finna ítarlega greiningu á stöðu tví-
hliða samskipta landanna og nær
100 tillögur um aukna samvinnu á
fjölmörgum sviðum. Hér skulu þær
helstu reifaðar.
Stjórnsýsla
Sérstaklega er fundið að því hve
afskipt Grænland hefur verið í ís-
lenskri stjórnsýslu, frá því séu for-
setaembættið og Fiskistofa nær
einu undantekningarnar. Lagt er til
að teknir verði upp árvissir fundir
forsætisráðherra landanna, tekið
verði upp formlegt tvíhliða samráð,
fundir og vinnuheimsóknir milli
ráðuneyta sem fara með sameig-
inlega hagsmuni landanna og önnur
ráðuneyti hugi einnig að samstarfi
við grænlensk stjórnvöld á sama
sviði, en einnig verði tekin upp
skipuleg starfsmannaskipti ráðu-
neyta. Sömuleiðis taki stofnanir upp
vinnusamband við systurstofnanir á
Grænlandi.
Landkynning
Þá er lagt til að gagnkvæm land-
kynning verði aukin, með græn-
lenskum dögum á Íslandi annað
hvert ár og íslenskum dögum á
Grænlandi hitt árið. Menning-
artengsl verði aukin og komið á
styrk til náms í málum þjóðanna
með það að markmiði að koma upp
hæfum þýðendum milli málanna. Þá
verði útbúið námsefni fyrir grunn-
skóla um Ísland, þjóð og menningu.
Sjávarútvegur
Gerður verði heildstæður fisk-
veiðisamningur milli landanna og
samstarf stofnana eflt, m.a. með
sameiginlegum rannsóknum á
þorskstofnum. Ýtt verði undir sam-
starf sjávarútvegsfyrirtækja m.a.
með aðkomu SFS, Fisktækniskólinn
í Grindavík skipuleggi námskeið
fyrir Grænlendinga, og drög lögð að
grænlenskum sjávarklasa.
Ferðaþjónusta
Samvinna verði höfð um sameig-
inlega ímyndar- og markaðsvinnu
landanna tveggja sem ævintýra-
áfangastaða á norðurslóðum. Yfir-
stjórn ferðamála í löndunum taki
upp skiplegt samráð, komið verði á
reglulegu stefnumóti stofnana og
fyrirtækja í ferðageira, og greitt
fyrir starfsnámi.
Námavinnsla
Í rammasamningi um samstarf
Grænlands og Íslands verði stefnu-
ákvæði um samvinnu grænlenskra
og íslenskra fyrirtækja um stoð-
þjónustu við námuvinnslu, birgða-
geymslu, umskipun og hugsanlega
fullvinnslu hráefnis á Íslandi. Eins
verði komið á skipulegri upplýsinga-
miðlun til námafélaga um stoðþjón-
ustu á Íslandi.
Félagsmál
Ríkisstjórnin styrki margháttuð
stuðningsverkefni íslenska Rauða
krossins á Grænlandi með sérstakri
áherslu á forvarnir og sálræna lið-
veislu við berskjaldaða, ungt fólk og
aldraða. Frumkvæði verði haft um
að koma íslenska forvarnalíkaninu á
í Grænlandi til þess að sporna við
vímuefnaneyslu ungmenna þar.
Eins verði íþróttasamstarf landanna
aukið í samráði við ÍSÍ. Íslendingar
bjóði aðstoð við að koma á fót sjálf-
boðaliðasamtökum á Grænlandi með
Landsbjörg að fyrirmynd.
Menntamál
Ríkisstjórnir Grænlands og Ís-
lands geri samkomulag um samstarf
á menntasviði, m.a. um innleiðingu
fjarnáms á Grænlandi og ráðgjöf
Grænlandsháskóla við innleiðingu
doktorsnáms við Háskólann á Ak-
ureyri. Stjórnvöld bjóði fram ís-
lenska reynslu við gerð fjarnáms á
verkmennta- og framhalds-
skólastigi, en löndin leiti sameig-
inlega til norrænna sjóða um inn-
leiðingu fjarnáms á Grænlandi.
Heilbrigðismál
Landspítalinn og Sjúkrahúsið á
Akureyri ráði grænlenskan hjúkr-
unarfræðing eða sjúkraliða til að
auðvelda móttöku grænlenskra
sjúklinga og Grænlendingum bjóðist
læknisfræðinám við HÍ. Kortlagt
verði á hvaða sviðum íslenska heil-
brigðiskerfið getur þjónað þörfum
þess grænlenska og lausnir í geð-
heilbrigðismálum sérstaklega
kynntar Grænlendingum. Utanrík-
isráðherra hafi frumkvæði að end-
urnýjun samstarfssamnings á heil-
brigðissviði við Grænland.
Orka og mannvirki
Tekin verði upp samvinna á
markaðslegum forsendum um
vatnsaflsvirkjanir í Grænlandi, sem
greiði fyrir markmiðum um orku-
skipti og loftslagsvernd. Samvinna á
orkusviði verði hluti af rammasamn-
ingi um samstarf landanna. Íslensk
stjórnvöld taki upp viðræður um
aukið samstarf á sviði mann-
virkjagerðar með því að fjarlægja
tæknilegar hindranir, s.s. með út-
boðum á húsnæði fyrir opinber fé-
lög, varðandi atvinnuleyfi og tungu-
mál útboðsgagna.
Flugumferð
Teknar verði upp viðræður um
gerð nýs og sveigjanlegs loftferða-
samnings landanna, sem byggi á lík-
ani „Open Skies“. Íslensk flugmála-
yfirvöld skilgreini í samráði við
Grænlendinga framtíðarhlutverk
dótturfélags Isavia í flugumsjón yfir
Grænlandi, semji um skiptingu
eignarhalds á félaginu og sam-
komulags leitað um áframhaldandi
stjórnun Isavia á núverandi
flugstjórnarsvæði. Komið verði á
samráðsvettvangi landanna um
flugumferð, m.a. vegna nýrra al-
þjóðaflugvalla í Grænlandi, og leiti
leiða til að lækka flugfargjöld milli
landanna.
Verslun og viðskipti
Ríkisstjórn Íslands hefji undir-
búning að tvíhliða viðskiptasamn-
ingi við Grænland. Viðskiptaráð geri
tillögur um afnám tæknilegra hindr-
ana til að greiða fyrir verslun við
Grænland. Stjórnvöld landanna
kanni sameiginlega aðrar leiðir til
að íslenskar lágvörukeðjur fjárfesti
í verslunum í stóru bæjunum í
Grænlandi. Athugað verði hvort
beita megi tímabundnum ívilnunum
til að ýta undir fiskflutning frá
Grænlandi um íslenskar hafnir og
flugvelli. Markaðstækifæri á Græn-
landi í kjölfar vikulegra siglinga til
Nuuk verði kynnt íslenskum birgj-
um og framleiðendum.
Austur-Grænland
Gerðar eru sérstakar tillögur um
samskiptin við Austur-Grænland.
Þær byggðir eru í senn næstar Ís-
landi og landfræðilega einangraðar
frá öðrum byggðum Grænlands, þar
er töluð önnur tunga og ýmsar sér-
stakar aðstæður, fátækt meiri og fé-
lagslegur vandi mikill. Þær tillögur
taka til ótal sviða um sérstakt átak
til úrbóta og eflingar samfélags og
atvinnulífs, en þar er byggt á fyrri
tengslum við Ísland.
Til framtíðar
Grænlandssjóði verði árlega veitt
fjárveiting af fjárlögum til að stuðla
að framkvæmd tillagna skýrsl-
unnar. Óskað verði samvinnu við
Hringborð norðurslóða (Arctic
Circle) um að setja á fót alþjóðlega
hugveitu um „Grænland og norð-
urslóðir“, til dæmis í samvinnu við
Wilson stofnunina og Norð-
urslóðasetur Harvard-háskóla. Rík-
isstjórn undirbúi stofnun Norð-
urslóðaseturs í Reykjavík, sem þá
verði framtíðarheimili Hringborðs
norðurslóða (Arctic Circle) með að-
stöðu fyrir erlenda vísindamenn og
doktorsnema auk safns um norð-
urslóðir.
Stóraukin samskipti við Grænland
Grænlandsnefnd með nær 100 tillögur Vill tvíhliða viðskiptasamning Stjórnsýslan taki við sér
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grænlandsskýrsla Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær.