Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Þökk sé kvótakerf- inu, tækniframförum og aðlögunarhæfni er sjávarútvegurinn í dag, eftir fjörutíu ár af kvóta- og markaðs- stýrðum veiðum, orð- inn allt annað fyr- irbæri en áður var. Fyrir það fyrsta er af honum mikill hagn- aður. Þó að níu af hverjum tíu krónum gjaldeyris, sem þjóðarbúið aflaði, væri vegna sjósóknar fyrir 1980 var sjávar- útvegurinn ekki sérlega arðbær. Gengið var fellt reglulega til að rétta hann af og alls kyns lána- fyrirgreiðslur tíðkuðust. Í dag fást fjórföld verðmæti fyrir hvern þorsk miðað við tímann fyrir kvótasetningu. Þessi aðferðafræði hefur óneitanlega virkað. Í meg- inatriðum ofnýtum við ekki auð- lindir sjávar og í kerfinu er hvati til þess að skapa sífellt meiri verðmæti úr hverjum fiski. Vel- gengnin hjá atvinnuveginum í heild, sem ber að fagna, hefur á hinn bóginn skapað ójafnvægi sem ekki er hægt að líta fram hjá. Áratuga illdeilur Síðustu áratugi hefur kvótinn hlaðist á sífellt færri hendur. Tíu stærstu fyrirtækin eiga 50% af heildarkvóta. Hins vegar greiða um þúsund aðilar á Íslandi veiði- gjöld. Þar er um að ræða úthöld sem eru allt frá því að vera strandveiðibátar upp í útgerðir sem hafa keypt upp sjávarútvegs- fyrirtæki í öðrum löndum, sann- kallaðir dröttungar. Flóran er því afar fjölbreytt. Um fátt er jafn mikið ritað og rifist eins og sjávarútveg, hvort hækka eða lækka eigi veiðigjöld, hvort bjóða eigi út aflaheimildir og allt þar í milli. Erfitt er því að koma með til- lögur til sátta á þessu sviði sem ekki hefur verið rifist um áratug- um saman. Hér skal þó gerð til- raun. Eitt megnasta óréttlætið sem fylgir núverandi kerfi er það að tiltölulega fámennur hópur á í raun nýtingarréttinn á fiskinum í kringum landið. Hann fer með þann rétt sem varanlega eign sína en greiðir vissulega fyrir það afkomu- tengd veiðigjöld. Gjaldið hækkar þegar vel gengur og lækkar þegar ver árar. Hversu stórt hlutfall af hagnaði þetta gjald á að vera er og verð- ur álitamál. Uppboðsleið breytir engu Sumir stjórn- málaflokkar hafa það markmið að hafa eins mikið fé út úr fiskveiðiauðlindinni fyrir þjóð- arheildina og hægt er, til dæmis með því að bjóða upp aflaheimild- irnar. Að mínu viti breytir það ekki grundvallaróréttlætinu. Það verða þá þeir sem fyrir eru á fleti sem bjóða í þessar heimildir, þeir sem eiga skip og svo framvegis. Nýleg dæmi frá Færeyjum sýna að uppboðsleiðir eru fjarri því að vera galdralausn til þess að auka nýliðun. Þeim var raunar hætt vegna þess að þær náðu ekki markmiði sínu. Þetta tel ég að Samfylking og Viðreisn viti vel en telji betra að veifa röngu tré en öngvu. Venslaleið er vænleg Margir furða sig á því að það virðist vera sem að einstaka út- gerðir séu komnar yfir 12% þakið sem á að vera á hlutfalli af heild- arkvóta. Reglurnar um tengda að- ila eru undarlegar svo ekki sé meira sagt og hægt væri að gera þær til muna gegnsærri. Til dæm- is með því að sleppa núverandi flækju alfarið og nota aðra aðferð. Það mætti brúka þá leið sem not- uð er til þess að reikna út vensl í ættartrjám og kennd er við töl- fræðinginn Sewall Wright. Það þýðir að ef að A á 10% aflaheim- ilda en á 49% hlut í fyrirtæki sem á 6% aflaheimilda telst það sem svo að A eigi 12,94% aflaheimilda. Þessi aðferð myndi ná utan um hvers konar eignarhaldsflækjur svo lengi sem þær væru gefnar upp. Félagsleg tenging yfir 5% Tólf prósent af heildarafla er mjög hátt hlutfall af heildarafla og ekki ljóst af hverju „þakið“ er sett við það mark. Ég held því fram hvað sem því líður að rétt- urinn til þess að veiða yfir 5% prósent af öllum fiski á Íslands- miðum teljist ótvírætt til forrétt- inda. Um slík réttindi þurfa að gilda aðrar reglur en fyrir trillu- karlinn. Gleymum því ekki að það var samvinnuverkefni útgerð- armanna, sjómanna, land- verkafólks og samfélagsins að skapa þau skilyrði sem gerðu það að verkum að rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja hefur gengið vel síðustu áratugi. Fyrirtækin bera í mörgum tilfellum mikla ábyrgð á afkomu heilu sveitarfélaganna. Því fylgir ójafnvægi og setur íbúa þessara samfélaga í flókna stöðu gagnvart þessum sömu fyr- irtækjum. Þetta þekkja allir sem eiga rætur í sjávarútvegsplássi. Eigi sjávarútvegsfyrirtæki að viðhalda rétti sínum til þess að nýta hátt hlutfall af heildarafla- heimildum verða þau að mínum dómi að vera að einhverju marki í eigu heimamanna og starfsfólks. Setja mætti þá reglu að fyrir hvert prósent yfir fimm prósent viðmið þyrfti tiltekinn hluti af fé- laginu að vera í eigu heimamanna og starfsfólks. Ég gef lítið fyrir kennisetningar um að slíkt gangi ekki þar sem kapítalistar séu best til þess fallnir að hámarka arð af auðlindinni. Nú þegar eru dæmi um útgerðarfélög með félagslegt eignarhald, þar sem arður af rekstri er fjárfestur innan sam- félagsins en ekki braskað með hann á fjarlægjum eyjum eða í ótengdum rekstri. Slíkt fyr- irkomuleg myndi jafna stöðuna talsvert og auka jafnræði milli íbúa í sjávarplássi eða landshluta og útgerðarfjölskyldu sem stýrir því hvort plássið lifir eða deyr með ákvörðunum sínum um ráð- stöfun aflaheimilda. Það má því segja að þetta væri ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Eftir Kára Gautason » Það má því segja að þetta væri ákveðinn vísir að sjálfstæði sjávarútvegsplássa. Kári Gautason Höfundur er í forvali fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Norðausturkjördæmi. k.gautason@gmail.com Sjálfstæður sjávarútvegur Í dag, 22. janúar, tekur sáttmáli Sam- einuðu þjóðanna um bann við kjarn- orkuvopnum gildi eft- ir að 50 ríki fullgiltu hann í lok síðasta árs. Því miður var Ís- land ekki þar á með- al. Ísland fylgir hér línu Nató sem hefur hunsað samninginn frá því nær öll ríki Nató sátu hjá við atkvæðagreiðslu Allsherj- arþings SÞ, utan Holland sem kaus gegn honum. Bandaríkin hafa gengið skrefi lengra og þrýst á ríki að afturkalla undirskrift sína, enda beinist sáttmálinn gegn kjarnorkuveldunum sem skirrast við að afvopnast. Hin opinbera lína sem utanríkisráðherra hefur hald- ið sig við er að eina leiðin til að stefna að kjarnorkuafvopnun sé með þátttöku kjarnorkuveldanna og þá í gegnum samninginn um að dreifa ekki kjarnavopnum (NPT- samninginn) frá 1968. Ekkert kjarnorkuveldanna sem undirrit- uðu hann hefur þó stefnt að út- rýmingu kjarnavopna af neinni al- vöru þrátt fyrir ákvæði í þá veru. Eftir að kalda stríðinu lauk hef- ur þvert á móti komið bakslag þar sem verið er að þróa ný og hættulegri vopn. Einn- ig hafa að minnsta kosti fjögur önnur ríki bæst í kjarn- orkuvopnaklúbbinn síðan þá. Það er því fullreynt að láta kjarnorkuveldunum sjálfum eftir að af- vopnast. Ríki heims sem eru andvíg kjarn- orkuvopnum verða að bindast böndum og setja raunverulega pressu á kjarnorkuveldin um að banna kjarnavopn. Þetta ætti að vera sjálfsögð krafa þar sem það er gjörsamlega óverjandi að beita kjarnavopnum undir nokkrum kringumstæðum og þau ógna öllu lífi á jörðinni. Íslensk stjórnvöld setja það fyr- ir sig að við séum Nató-ríki og getum ekki gengið gegn stefnu bandalagsins. Með Nató-aðild fáum við líka nokkurs konar auka- aðild að kjarnorkuvopnaklúbbnum. Fæstir Íslendingar deila þó þess- um skilningi með ríkisstjórn og ut- anríkisráðherra. Í könnun ICAN- samtakanna, sem berjast gegn kjarnavopnum, og Rauði krossinn kynnir í dag, kemur fram að 86% Íslendinga styðja aðild Íslands að sáttmálanum um bann við kjarn- orkuvopnum. Það ætti ekki að koma á óvart að stuðningsmenn flokks forsætisráðherra styðji að- ild en 85% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins og 75% sjálfstæð- ismanna gera það líka. Jafnvel þegar fólk er upplýst um möguleg neikvæð viðbrögð Nató og Banda- ríkjanna við því að Ísland skrifaði fyrst Nató-ríkja undir sáttmálann þá er meirihluti sjálfstæðismanna enn fylgjandi því og einungis 15% þeirra beinlínis andvígir. Ríkisstjórn Íslands ætti því að geta treyst á stuðning flokka sinna og þjóðarinnar allrar ef hún tæki þá sjálfsögðu en djörfu afstöðu að Ísland styddi algjört bann við kjarnorkuvopnum. Öll rök hníga að því að við sem herlaus og frið- söm þjóð beitum okkur kröft- uglega á alþjóðavettvangi til þess að losa heiminn fyrir fullt og allt við þetta damóklesarsverð sem hangir yfir höfðum okkar allra. Bönnum kjarnavopn Eftir Guttorm Þorsteinsson Guttormur Þorsteinsson » Í dag tekur gildi sáttmáli SÞ um bann við kjarnorkuvopnum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. guttormurinn@gmail.com VINNINGASKRÁ 33 9990 21042 30930 42085 50449 60891 69411 393 10718 21063 31224 42571 50565 60991 69857 471 10912 21358 31269 42713 50869 61113 69935 663 11222 21884 31375 42829 51555 61179 70739 692 11461 22622 31755 43007 51870 61275 71137 1440 11494 22624 31777 43106 52031 61568 71262 1485 11910 23318 31820 43238 52592 61576 71335 1547 12002 23643 32270 43327 52842 61584 71478 2078 12164 23994 32483 43699 53636 61592 71540 2383 12248 24361 32773 43701 53666 61692 71793 2472 12517 24428 32897 43734 53825 61728 71862 2555 12570 24570 33696 44365 54277 61925 72211 3045 12833 24748 33730 44464 54305 62903 72893 3188 13538 24749 33734 44494 54742 63029 73348 3656 13777 24919 33838 44521 55290 63346 73520 3749 14114 25068 33968 44669 55834 63564 73620 4292 14247 25245 34325 44858 55836 63757 73950 4646 14399 26274 34994 44878 56032 64344 74026 5102 14573 27041 35308 45137 56434 64401 74528 5648 14932 27380 35596 45285 56543 64519 76294 5679 15016 27480 35650 45325 56567 65652 76954 5779 15603 27638 35745 46972 56676 65812 77365 6192 15760 28023 37031 47236 57216 65848 78056 6287 15920 28131 37216 47387 57545 65852 78065 6376 16809 28151 37304 47461 57584 66957 78434 6850 17119 28492 37390 47486 58075 67032 78473 6926 17519 28543 37664 47593 58229 67145 78493 7311 17545 28595 37775 47904 58445 67158 79384 7392 18015 28611 37931 48245 58958 67452 79821 7603 18079 28737 38464 48278 59255 67696 79890 7859 18301 29452 38635 48361 59314 67759 79998 8403 18644 29732 39294 48626 59339 67991 8426 19209 29968 39441 48663 59410 68076 8483 19382 30014 39523 49211 59771 68116 8667 19852 30288 41297 49328 59957 68345 9065 20576 30681 41610 50081 60103 68865 9565 20792 30918 41876 50098 60249 69164 1064 11430 23850 38258 46067 54877 62648 69244 1848 13375 24233 38466 46228 56021 63437 69786 2287 14556 24675 39248 46540 56190 63539 71488 2719 15217 25141 40530 48647 57637 63590 72046 3313 18844 26817 40854 49237 58295 63765 72796 4242 19940 28596 41014 49587 58815 63841 75811 4891 20528 29289 43053 50399 59114 65422 76213 6210 20764 29626 43093 50871 59359 65627 76412 6725 20879 31132 43466 52701 61500 66282 77715 6749 21352 33602 43931 53951 61883 67268 7543 21437 35021 44921 54123 62090 67320 7797 21570 35497 45039 54543 62263 67597 10529 22734 38101 45161 54577 62424 68131 Næsti útdráttur fer fram 28. janúar 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 895 35192 39860 54598 78441 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3667 18183 23365 33931 42524 58877 7593 18680 24025 38319 49267 58885 14582 20896 28240 39178 50350 60475 15957 21969 32455 41105 50875 72339 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 2 2 3 4 38. útdráttur 21. janúar 2021 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.