Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Frækex Gott með ostum Gott með áleggi Gott fyrir umhverfið Gott fyrir þig Keto, vegan, gluteinlaust og að sjálfsögðu lífrænt í umhverfisvænum umbúðum „MÉR LIÐI BETUR EF ANNAÐ NAGDÝR VÆRI VIÐSTATT SKOÐUNINA.” „ÞESSI ÆTTI AÐ DUGA!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að umbera tilraunir hans í eldhúsinu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, FÆRÐU NOKKURN TÍMANN EITTHVERT LAG Á HEILANN?” ÚÐI ÚÐI ÚÐI ÉG MUN HEFNA MÍN Á ÞÉR ÉG GEFST EKKI UPP! ÉG HEF EYTT FJÖLDA ÁRA Í AÐ AFLA ÞESS SEM ÉG Á! HA! OG GERT HVAÐ? ÞÚ ERFIÐIR ALLAN AUÐ ÞINN FRÁ FJÖLSKYLDU KONUNNAR ÞINNAR! ÉG MYNDI GJARNAN VILJA SJÁ ÞIG HAFA HEMIL Á TUNGU ÞINNI Í TUTTUGU ÁR! skrifar fantasíubókmenntir. Um- fram allt elska ég þó að eyða tíma með minni yndislegu fjölskyldu.“ Hörður elskar einnig að ferðast en vegna Covid-ástandsins hefur það áhugamál ekki fengið að njóta sín. „Ég náði þó að skreppa til Fær- eyja síðasta sumar, reyndar í vinnu- ferð sem var frábær þrátt fyrir eina nótt á sjúkrahúsi Færeyja, en það er önnur saga.“ Hörður ákvað að plana ekkert á afmælisdaginn og láta öll afmælis- plön í hendur Hugrúnar, eiginkonu sinnar, og vonar það besta. Fjölskylda Eiginkona Harðar er Hugrún Geirsdóttir, f. 28.11. 1985, umhverf- isfræðingur og verkefnastjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þau eru búsett í Vesturbæ Reykja- víkur. Foreldrar Hugrúnar eru hjónin Margrét Jónína Stefáns- dóttir, f. 19.8. 1948, og Geir Ágústs- son, f. 11.1. 1947, bændur í Gerðum í Flóahreppi. Börn Harðar úr fyrra sambandi eru Högni Alvar Harðarson Önnu- son, f. 25.4. 2004, nemi í Verzlunar- skóla Íslands, og Vigdís Elfur Harð- ardóttir Önnudóttir, f. 15.6. 2006, nemi í Hagaskóla. Dóttir Harðar og Hugrúnar er Hekla Harðardóttir, f. 16.4. 2018. Albróðir Harðar er Finnur Sveinsson, f. 17.4. 1986, læknanemi, búsettur í Reykjavík, og hálfsystir Harðar er Sigrún Gyða Sveins- dóttir, f. 14.7. 1993, MA-nemi í myndlist í Hollandi. Foreldrar Harðar eru Marta Loftsdóttir, f. 19.3. 1955, viðskipta- fræðingur og verkefnastjóri nám- skeiða hjá Tækniskólanum, búsett í Kópavogi, og Sveinn Harðarson, f. 8.12. 1955, sölumaður hjá Límtré Vírneti, búsettur í Reykjavík. Þau voru gift en skildu árið 1990. Eigin- maður Mörtu er Gunnar Jóhanns- son, f. 14.9. 1955, sölustjóri hjá Hvít- list. Eiginkona Sveins er Ása Hlín Svavarsdóttir, f. 22.7. 1960, kennari og leikstjóri. Hörður Sveinsson Marta Pétursdóttir húsfrú í Reykjavík Guðfinnur Þorbjörnsson vélstjóri í Reykjavík Vigdís Guðfinnsdóttir bréfritari forstjóra í Reykjavík Loftur Jörundur Guðbjartsson bankaútibússtjóri og kennari í Reykjavík Marta Loftsdóttir viðskiptafræðingur í Reykjavík Jensína Sigríður Loftsdóttir húsfrú áAkureyri Guðbjartur Friðrik Marías Friðriksson trésmiður áAkureyri Margrét Guðmundsdóttir húsfrú og saumakona í Reykjavík Kristinn Andrésson málarameistari í Reykjavík Elín Kristinsdóttir verslunarkona og iðnrekandi í Reykjavík Hörður Sveinsson verslunarmaður og iðnrekandi í Reykjavík Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir húsfrú í Borgarnesi og Reykjavík Sveinn Sveinbjörnsson bílstjóri og verkstæðiseigandi í Borgarnesi Úr frændgarði Harðar Sveinssonar Sveinn Harðarson sölumaður í Reykjavík Guðmundur Arnfinnsson gerir„stórsigur gegn Marokkó“ að yrkisefni: Strákarnir af stakri prýði stóðu sig gegn Marokkó, handboltans í hörðu stríði höfðu sigur og enginn dó! Friðrik Steingrímsson bætti við: Allir komu aftur enginn þeirra dó, það er ekk’að þakka þeim í Marokkó. Ólafur Stefánsson orti og sagði á mánudag: „Góður dagur. Bjartsýn- in lifi!“ Þrjú þúsund skömmtum skolaði í hús, skrambi voru þeir kaldir. Eftir þeim biðu áttræðir + ítem bráðveikir taldir. Í glampandi sólskini greikkum því spor giskum – í upphafi þorra – að aftur við ferðumst utan í vor, eins og á dögum Snorra. Á miðvikudag féll niður limra eftir Eirík Jónsson: Bannsett plága eru blaðamenn! Þeir blása upp hluti, er skaða menn og birta á skjá bara ef þeir sjá blindöskuþreifandi glaða menn. Á miðvikudag skrifaði Gunnar J. Straumland í Boðnarmjöð: „Í dag munu okkar knáu handboltadreng- ir etja kappi við Svisslendinga. Af því tilefni rifjaði ég þessa limru mína upp, – en augsýnilega hefur hún ekkert með handbolta að gera …“: Ég sötraði bolla af Swiss Miss og síðan ég teiknaði riss viss fallega mynd af fölbleikri kind er hissa ég horfði á Miss Swiss. Og Hallmundur Guðmundsson gerði „leikgreiningu“: Nú mun ekki duga diss, dól og eitthvert bjánafliss. Sóknin þarf að vera viss og vörnin til að leggja Sviss. Guðmundur Halldórsson yrkir og ekki laust við að það sé sakn- aðartónn í vísunni: Nú er kalt við norðurpól nú er sögð mörg lygin nú er Dónalds náðarsól nær til viðar hnigin. Jón úr Vör orti: Ekki þarf að gylla gull gullið verður ætíð bjart; alltaf verður bullið bull þótt búið sé í rímað skart. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skömmtum og hand- boltastrákunum okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.