Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
✝ Jóna Krist-jánsdóttir hús-
mæðrakennari
fæddist í Efstakoti
á Upsaströnd 17.
september 1926.
Hún lést 11. jan-
úar 2021 á 95. ald-
ursári. Hún var
dóttir hjónanna
Kristjáns Eldjárns
Jónssonar og Þór-
eyjar Friðbjörns-
dóttur. Jóna var þrjú ár í
unglingaskólanum á Dalvík. Á
árunum 1945 til ’46 var hún í
Húsmæðraskólanum á Ísafirði
og frá 1946 til ’48 stundaði
hún nám við Húsmæðrakenn-
araskólann í Reykjavík. Jóna
gegndi skólastjórastöðu við
Húsmæðraskólann á Stað-
Þau giftu sig 17. júní 1953.
Þau eignuðust tvö börn, Sig-
urbjörgu Ingu, f. 4.3. 1953
og Þóri Kristján, f. 12.2.
1958. Fyrir átti Flosi Hjálm
Steinar, f. 23.3. 1948. Jóna
átti tvo bræður, Júlíus Krist-
jánsson, f. 16.9. 1929, d. 17.
sept. 2020 og Friðbjörn
Kristjánsson, f. 3.6. 1932. Í
Reykjavík bjuggu Jóna og
Flosi saman í Ljósheimum 20
og bjó Jóna þar til ársins
2005 en þá flutti hún inn í
þjónustuíbúð á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þar bjó hún til
2015 þegar hún flutti inn á
Litlu-Grund þar sem hún
dvaldi til æviloka.
Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 22. janúar
2021, klukkan 13. Í ljósi að-
stæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/y4ehzp2k
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
arfelli frá 1949 til
’50. Eftir það var
hún eitt ár mat-
ráðskona á Kaffi
Höll í Reykjavík
og síðan eitt ár
matráðskona hjá
ameríska sendi-
ráðinu. Síðan lá
leið hennar til
Siglufjarðar, þar
kenndi hún heim-
ilisfræði við Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar. 1963
flytur hún ásamt maka og
börnum til Reykjavíkur og
starfaði á Hagstofu Íslands til
starfsloka.
Jóna kynntist Flosa Sig-
urbjörnssyni íslenskufræðingi,
f. 13.11. 1921, d. 15.5. 1986 á
balli í Laugarnesskólanum.
Elsku mamma mín. Mig langar
að minnast stundanna sem við
áttum saman á mínum bernsku-
árum á Siglufirði, en það var á
milli áranna 1953-1963. En þá
fluttum við suður til Reykjavíkur.
Siglufjörður á alveg sérstakan
stað í hjarta mínu.
Þið pabbi voruð bæði kennarar
við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar.
Pabbi kenndi íslensku og þú
heimilisfræði. Þú varst sannköll-
uð hamhleypa til vinnu. Þar varst
þú alltaf ávörpuð „frú Jóna“ af
nemendum þínum. Þú lagðir
metnað þinn í að gera þær allar
að góðum húsmæðrum og kennd-
ir þeim að baka, strauja og um-
fram allt að elda góðan mat. Helst
þurfti allt að vera upp á tíu. Þú
varst meistarakokkur. Svo var
það baksturinn á heimilinu fyrir
jólin. Þar urðu til ótal kökuteg-
undir og síðast en ekki síst jóla-
konfektið. Það voru yndislegar
stundir hjá mömmu og pabba á
Suðurgötu 47 þegar þau vöktu
fram á nótt og bjuggu til allslags
tegundir af konfekti. Ekki feng-
um við bróðir minn að smakka
fyrr en jólin gengu í garð. Í des-
ember var allaf tekin frá helgi í
laufabrauðsgerð og þar lærði ég
að skera út. Og hluti af deiginu
varð að vera með kúmeni. Það var
þitt uppáhald. Ekki má heldur
gleyma flott skreyttu smurbrauð-
stertunum og snittunum sem
hafa prýtt mörg afmæli, veislur
og fermingar en þar hafa vinir og
vandamenn notið góðs af. Einnig
mætti nefna að þið pabbi voru í
briddsklúbb á þessum árum og
unnuð til verðlauna. Það var mik-
ið spilað á mínu heimili en þó var
aðfangadagskvöld undanskilið.
Ég var heppin að hafa fengið
að upplifa síldarárin frægu á
Siglufirði þegar sumarsíldin fyllti
firði og flóa. Þetta var sannkallað
ævintýri meðan á því stóð og mun
seint gleymast. En vegna aldurs
tók ég ekki þátt í kvöldskemmt-
unum þegar landlega var. Oft
unnuð þið pabbi bæði við síldina
því peningauppgrip voru mikil.
Ég vaknaði oft á nóttinni við það
að barið var á gluggana og úti
stóð maður og öskraði „ræs“,
mæting klukkan 8 niður á plan.
Þú reifst þig upp og saltaðir síld
oft í marga klukkutíma og tókst
mig með þér. Það var ekki not-
aður sími þá. Enn í dag hljóma
þessi orð í huga mér: „Taka
tunnu, tóma tunnu og salt“ en
þetta var eins og vel æfður kór.
Þegar ég náði að fylla tunnu
fékkst þú merki í stígvélið þitt.
Það var síðan talið í lokin. En
þarna steig ég mín fyrstu skref á
vinnumarkaði. Þú raðaðir niður
fyrstu lögunum í botninn á tunn-
unni en síðan voru sett nokkur
tunnulok undir fæturna á mér og
ég steypti mér ofan í tunnuna og
kláraði að fylla hana af síld. Ég
var sjö ára gömul þegar ég saltaði
í mína fyrstu tunnu.
Þegar ég var 12 ára fór ég svo
með þér til Seyðisfjarðar að sum-
arlagi. En þú varst ráðskona á
Haföldunni á Seyðisfirði. Ég salt-
aði síld og vann mér inn dágóðan
pening. Því handtökin frá Siglu-
firði höfðu ekki gleymst. Við átt-
um ljúfar og skemmtilegar stund-
ir saman það sumar.
Elsku mamma mín, takk fyrir
yndislegan tíma og hafðu þökk
fyrir allan stuðninginn. Sjáumst
þótt síðar verði. Guð veri með
þér.
Þín dóttir,
Sigurbjörg Inga Flosadóttir.
Elsku mamma mín. Þá er kom-
ið að leiðarlokum hjá okkur í bili.
Ég sakna þín mjög mikið og lang-
ar að skrifa um þig örfáar línur og
minnast þín.
Þú varst glæsileg kona og allt-
af mikil reisn yfir þér hvar sem
þú komst. Lífsgleði þín og hlátur
hreif fólk með sér. Þú varst hrók-
ur alls fagnaðar, hafðir gaman af
að syngja. Þú varst hreinskilin og
sagðir hlutina beint út en máttir
ekkert aumt sjá.
Á mínum yngri árum var ég
sendur í dansskóla og lærði á
blokkflautu, allt með það að leið-
arljósi að styrkja mig og hvetja til
dáða. Um tvítugt urðu örlítil
þáttaskil og brestir komu í sam-
band okkar. En mamma gafst
ekki upp. Hún hjálpaði mér og
kostaði nám til Englands. En ég
áttaði mig á því að lokum hversu
mikil áhrif hún hafði á mig og
gerði mig að þeim manni sem ég
er í dag. Hún hjálpaði mér að
finna lausnir og gaf mér góð ráð.
Ef upp komu vandamál þá gátum
við rætt saman uns lausn fannst.
Ég gifti mig árið 1999 konu frá
Taílandi sem heitir Phonchanok.
Með þeim tókust tengsl og fallegt
samband allt þar til mamma
kvaddi. Mamma hjálpaði okkur
mikið þegar sonur hennar reyndi
að koma til landsins. Hún gafst
aldrei upp. Ekki má gleyma ferð-
inni sem hún fór til Taílands með
okkur því hana langaði að kynn-
ast fólkinu hennar. Þar var henni
vel tekið. Á seinni árum sátum við
oft og spiluðum, hlustuðum á fal-
lega músík og horfðum á íþróttir.
Hún var heppin í spilum og það
var oft gaman að spila bridds. Það
síðasta sem þú sagðir var að þú
ætlaðir ekki að missa af handbolt-
anum í janúar. Síðasta ár var þér
mjög þungbært vegna einangr-
unar. Bæði nóróveira og síðan
Covid-19 gerðu það að verkum að
lífsviljinn þvarr að lokum. En þú
áttir langa og góða ævi og fyrir
það er ég þakklátur. Og þú áttir
fallegt og elskulegt heimili á
Minni-Grund. Starfsfólkinu
þakka ég innilega fyrir alla þá
ástúð sem það sýndi og einnig öll-
um þínum vinum sem voru þér
tryggir.
Elsku mamma, ég kveð þig
með söknuði. Þú varst horn-
steinninn í lífi mínu og stuðlaðir
að minni velferð. Við sjáumst hin-
um megin þótt síðar verði. Hvíl í
friði, elsku mamma. Þinn sonur,
Þórir K. Flosason.
Elsku Jóna.
Ég kynntist Jónu árið 2000 í
Khon Kaen í Taílandi. Hún kom
til þess að vera viðstödd giftingu
dóttur minnar Phonchanok og
Þóris, verðandi tengdasonar
míns. Við fjölskyldan vorum mjög
spennt að kynnast henni og eiga
fjölskyldustundir saman. Hún
var vinaleg, opin og sýndi mikla
hlýju. Við áttum góðar samveru-
stundir saman á Íslandi fyrir
tveimur árum. Það var alltaf stutt
í hláturinn og brosið og smitaði út
í andrúmsloftið.
Við fjölskyldan í Taílandi send-
um afkomendum Jónu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum fyrir henni.
Megi sál þín hvíla í friði, elsku
Jóna!
Klaaikleung Kaewthon.
Mig langar að skrifa nokkur
minningabrot sem ég á um mína
ástkæru tengdamóður, Jónu
Kristjánsdóttur.
Ég kom fyrst til Íslands árið
1999 frá fjarlægu landi, Taílandi,
sem var svo ólíkt Íslandi. En ég
hafði kynnst yndislegum manni,
Þóri Kristjáni Flosasyni, og við
höfðum ákveðið að rugla saman
reytum og gifta okkur. Þar eign-
aðist ég trausta og góða fjöl-
skyldu. En tengdamóðir mín
Jóna var mér sérstaklega hjart-
fólgin. Hún var bæði elskuleg,
klár og falleg. Hún studdi mig
alltaf og brást mér aldrei þegar á
bjátaði. Hún hjálpaði mér í byrj-
un með eldamennsku og bakstur
því þetta voru ólíkir menningar-
heimar. Það sýndi sig svo vel þeg-
ar við giftum okkur hversu mikill
vinur og ráðgjafi þú varst. Flott-
ar veitingar því ekki skyldi
standa á því. Styrkur þinn og já-
kvæðni, gleði og hlátur snertu
hjarta mitt.
Á erfiðum tímum, bæði þegar
ég missti yngri son minn í um-
ferðarslysi og þegar ég barðist
við að fá eldri son minn AE flutt-
an til Íslands. Alltaf varst þú til
staðar og gerðir allt til að hjálpa
mér. En ég hef oft hugsað mér að
ég eigi verndarengil sem hjálpar
mér í þessu kalda en fallega landi
þar sem tungumál, trú og menn-
ing eru mjög frábrugðin norður-
hluta Taílands þaðan sem ég er.
Elsku tengdamamma, ég elska
þig og vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur kennt mér. Þú hefur
einnig reynst fjölskyldu minni
góð og hjálpleg. Takk fyrir tím-
ann sem við áttum saman. Ég
mun ávallt sakna þín. Megi sál
þín hvíla í friði.
Phonchanok Kaewthon (Úa).
Elsku amma Jóna mín fór í
ferð í Sumarlandið á 95. aldurs-
ári.
Í gegnum menntaskólagöngu
mína áttum við margar gæða-
stundir, þar sem ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að borða hjá
henni í hádegishléum mínum og
öfunduðu samnemendur mínir
mig mikið af því. Þar spjölluðum
við um allt milli himins og jarðar
og oft var sungið upp á háa C-ið
við Eurovision-slagara og Abba-
lög. Það var alltaf stutt í hlátur
og gleði og hún var alltaf til í að
prófa nýja hluti með okkur
bræðrunum. Hún var dugleg að
bjarga sér og fá sínu framgengt
og minnisstæðast er ferðalagið
með henni til Sviss þar hún náði
með ótrúlegum hætti að fá sæti
fyrir okkur í Saga class án þess
að borga krónu fyrir. Það sem ég
mun taka með mér frá henni er
að hún elskaði sína nánustu og
studdi. Ég mun aldrei gleyma
því augnabliki þegar ég ákvað að
deila því með henni að ég væri
samkynhneigður. Ég var mjög
órólegur þegar ég sagði henni
frá þessu en hennar viðbrögð
einfölduðu allt: „Ef þú ert ham-
ingjusamur, þá er ég hamingju-
söm,“ sagði hún. Þetta var
ógleymanlegt augnablik í mínu
lífi.
Ég syng þér til heiðurs, elsku
amma mín, á föstudaginn og veit
að þú ert að radda á móti mér.
Við fjölskyldan, Þórður T. Al-
ison og tengdamóðir mín Gulum-
ser Kosar, sendum okkar bestu
kveðjur í sumarlandið.
Ást og friður!
Þinn dóttursonur,
Flosi Jón Ófeigsson.
Amma mín, Jóna Kristjáns-
dóttir, yfirgaf okkur eftir stutt
veikindi fyrir nokkrum dögum.
Hún skilur eftir sig mikið tóma-
rúm í lífi allra sem hana þekktu.
Hún var mikil og merkileg kona
sem hafði áhrif á alla í kringum
sig.
Hún var kvenskörungur af
gamla skólanum, stundum hörð
að utan en alltaf mjúk og blíð að
innan. Maður vissi alltaf að hægt
var að treysta á hana þegar á
reyndi.
Við upplifðum ótrúlega margt
saman við amma. Við fylgdumst
að í mörgum ævintýrum. Við
tókum meðal annars eina stór-
brotna þeysireið á snjósleða
þvert yfir Vatnajökul yfir í
Kverkfjöll, „hraðar-hraðar“,
endurtók amma hátt þar sem
hún sat fyrir aftan mig á sleð-
anum. Það fór um mig þegar ég
tilkynnti henni að sleðinn kæm-
ist ekki hraðar en 120 km/klst.
Þvílík orka í henni ömmu.
Hún heimsótti mig nokkrum
sinnum til Sviss og í einni ferð-
inni varð hún fyrir því óhappi að
festast í skíðalyftukláfi í yfir
klukkutíma af því að starfsfólkið
hélt að allir væru farnir úr lyft-
unni. Við Flosi bróðir biðum
lengi neðst í brekkunni. Þrátt
fyrir örlítið uppnám við þessar
aðstæður þá grétum við af hlátri
um kvöldið yfir góðu púrtvíns-
glasi. Ég á eftir að sakna þessara
kvölda, þar sem við sátum yfir
góðu glasi og ræddum heimsins
gagn og nauðsynjar.
Þín verður mikið saknað af öll-
um sem þig þekktu.
Við fjölskyldan, Helga Krist-
ín, Sigursteinn, Hildur, Hafþór,
Gestur, Selma Inga og Alda
Lísa, sendum okkar bestu kveðj-
ur í sumarlandið, elsku hjartans
amma! Við biðjum öll að heilsa
afa Flosa.
Ást og friður!
Aðalsteinn Hjartarson,
dóttursonur.
Nú er hún farin yfir móðuna
miklu, elsku amma Jóna. Elsku
besta langamma okkar var svo
ótrúlega hvetjandi kona. Hún
var sterkasta og sjálfsöruggasta
manneskjan sem við höfum
þekkt og var það alveg til þess
dags sem hún fór frá okkur. Hún
mun alltaf vera fyrirmyndin okk-
ar. Við elskuðum hana svo mikið
og munum alltaf geyma minn-
inguna um hana í hjörtum okkar.
Bless, elsku langamma!
Selma og Alda Að-
alsteinsdætur,
barnabarnabörn.
Kæra Jóna.
Jóna og ég hittumst aðeins
þrisvar en vinátta okkar var eins
og við hefðum þekkst allt okkar
líf. Hún var svo góð og falleg jafnt
innan sem utan. Við hlógum oft
saman. Bros hennar var alltaf
hlýtt og gefandi. Það gladdi mig
mikið að geta kynnt hana fyrir
eiginmanni mínum Ted og elsta
syni okkar William. William og
við skemmtum okkur konunglega
þegar við heimsóttum hana á
Grund fyrir tveimur árum.
Við fjölskyldan erum sorg-
mædd yfir þessum andlátsfrétt-
um og sendum fjölskyldu þinni
samúðarkveðjur. Falleg minning
þín mun fylgja okkur í hjartanu
til æviloka.
Ástarkveðjur,
Oh, Ted, William, Vin-
cent og Donovan Batch.
Það er sjónarsviptir að henni
Jónu Kristjánsdóttur. Það sópaði
að henni hvar sem hún fór. Jóna
var kjarkmikil kona og stór í snið-
um. Baðst ekki afsökunar á sjálfri
sér og þorði að taka sitt rými.
Minningarnar um Jónu eru mér
kærar og spanna meira en hálfa
öld.
Fyrst man ég eftir Jónu í
mannfagnaði að syngja dúett með
Steinari Þorfinnssyni af þvílíkum
krafti og sönggleði að þau virtust
varla einhöm. Hver var eiginlega
þessi kona, sem hlaut að vekja at-
hygli?
Örlögin höguðu því þannig að
við Jóna lentum í sama góðvina-
hópnum. Jóna var félagslynd og
hrókur alls fagnaðar á manna-
mótum. Þótt við kæmum hvor úr
sinni áttinni náðum við fljótt vel
saman og lærðum að meta hvor
aðra. Segja má að síðan höfum við
Jóna átt samleið í gleði og sorg.
Vinátta okkar entist út yfir gröf
og dauða. Jóna var mikil tilfinn-
ingavera og tilfinningar hennar
ristu djúpt. Hún lá ekki á skoð-
unum sínum og var óhrædd við að
taka afstöðu, stóð með sjálfri sér
og sínum – og vinum sínum. Jóna
var einstaklega hjartahlý og
trygglynd. Hún var gjafmild og
rausnarleg. Gaf af örlæti hjarta
síns og hún hljóp líka undir bagga
þegar með þurfti. Jóna var sann-
ur vinur.
Eiginmaður Jónu, öðlingurinn
Flosi Sigurbjörnsson, missti
heilsuna og kvaddi þennan heim
allt of snemma. Hann skildi eftir
sig stórt skarð. Við Flosi kennd-
um saman um árabil í Náms-
flokkum Reykjavíkur og það var
mannbætandi að ræða við hann
um lífið og tilveruna.
Þau Jóna og Flosi voru
skemmtileg hjón og höfðingjar
heim að sækja. Jóna var hús-
mæðrakennari að mennt og afar
fær í sínu fagi. Myndarleg í verk-
um sínum. Það var unun að njóta
þess sem hún bar fram af sinni
sérstöku smekkvísi.
Á níunda áratugnum gerði
Jóna mér og fjölskyldu minni
stóran greiða. Fyrir dyrum stóð
útskriftarveisla og von á mörgum
gestum. Þá gerðist óvæntur at-
burður sem nær kaffærði mig í
önnum. Þá steig fram Jóna, vin-
kona mín, og bauðst til að taka við
veisluundirbúningnum, sem hún
og gerði af þeim skörungsskap,
sem henni einni var lagið. Út-
skriftardagurinn varð einstak-
lega ánægjulegur og það var ekki
síst Jónu minni að þakka. Mér
fannst ég aldrei geta fullþakkað
henni þennan ómetanlega vinar-
greiða.
Sólskinsminningar á ég um
Jónu og okkar nánustu í Brekku-
skógi, á Þingvöllum og víðar. Og
eftirminnilegt var að heimsækja
hana í gamla fjölskylduhúsið á
Dalvík og fá leiðsögn hennar um
bæinn þar sem hún ólst upp og
þekkti hverja þúfu.
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni og það á svo sannarlega
við um börnin hennar Jónu, þau
Sigurbjörgu og Þóri. Þau eru ein-
staklega hlýjar persónur, sem
sinntu móður sinni af miklum
kærleika og alúð.
Þegar við Jóna töluðum sein-
ast saman í síma í vikunni áður en
hún lést spurði ég hvar hún væri.
Meinti hvort hún væri inni í her-
berginu sínu eða frammi í sam-
eiginlega rýminu. Og Jóna svar-
aði að bragði: „Ég er í
Ljósheimunum.“ Þá skynjaði ég
að hinsta förin var ekki langt und-
an. Yfirleitt var Jóna vel áttuð.
Gjöfulu og gæfuríku lífi er lok-
ið. Heimurinn finnst mér fátæk-
legri við brotthvarf Jónu. Á
kveðjustund fyllist hugur minn
þakklæti fyrir að hafa átt hana,
með sitt heita hjarta, svo lengi að
vin.
Ég og fjölskylda mín sendum
börnum þeirra Flosa og öllu
þeirra fólki innilegar samúðar-
kveðjur.
Minning Jónu Kristjánsdóttur
lifir.
Rannveig Jónsdóttir.
Á fögrum haustdegi árið 1946
hittumst við fjórtán stúlkur í and-
dyri Háskóla Íslands. Tilefnið var
skólasetning Húsmæðrakenn-
araskólans og það var skólastjóri
hans, frk. Helga Sigurðardóttir,
sem tók á móti okkur. Skólinn var
nýlega stofnaður, hafði braut-
skráð fyrstu húsmæðrakennar-
ana þá um vorið.
Frk. Helga vísaði okkur á vist-
arverur skólans sem þá voru í
kjallaranum á norðurálmu Há-
skólans. Þar flutti hún skörulega
setningarræðu og bauð okkur
velkomnar. Og þarna áttum við
skólasysturnar eftir að þola sam-
an súrt og sætt í tvo vetur en á
Laugarvatni sumarið á milli.
Við komum héðan og þaðan af
landinu skólasysturnar og engri
þeirra hafði ég áður kynnst svo
það var forvitnilegt að virða hóp-
inn fyrir sér. Allar komu þær vel
fyrir, hver með sínum hætti, en
einkum varð mér starsýnt á
myndarlegu stúlkuna frá Dalvík,
þessa ljóshærðu og glaðlegu!
Hún hét Jóna Kristjánsdóttir.
Henni kynntist ég svo smátt og
smátt og úr varð vinátta sem eng-
inn skuggi hefur á fallið alla þá
áratugi sem síðan eru liðnir.
Hún Jóna hafði svo margt til
brunns að bera: tígulega fram-
komu, tungutak sem rithöfundar
hefðu getað dregið lærdóm af,
hjartahlýju, glaðværð og skör-
ungsskap.
En nú er prímadonnan stigin
út af sviðinu og hún hlaut einstak-
lega flott endadægur: 11.1. 2021.
Ég kveð þig með söknuði,
kæra vinkona. Góðar vættir
geymi þig.
Sigrún Árnadóttir.
Söngur, gleði og glens er of-
arlega í huga þegar litið er til
baka á okkar kynni. Af mörgu er
að taka, margar gleðilegar sam-
verustundir sem gaman er að
rifja upp. Ég held að ég muni
aldrei gleyma hlátri þínum, hár
og áberandi sem hreif alla með.
Þannig minnist ég þín, hlæjandi.
Þú varst í mörg ár verkstjóri yfir
laufabrauðsgerð og kleinubakstri
fjölskyldunnar. Hélst uppi virku
gæðaeftirliti. Allt skyldi vera gert
eftir bókinni, nema magnið af
kardimommudropum í kleinu-
deigið. Ég er ansi hræddur um að
flöskunum eigi eftir að fækka í
kílóið héðan í frá og er það miður.
Kleinurnar voru afbragðsgóðar
hjá þér. Ég man það vel þegar þú
reyndir að kenna laglausum mér
Ísland ögrum skorið. Þú lést lítið
á því bera þó tónarnir hafi ekki
verið hjómfagrir, en við skemmt-
um okkur vel og það skipti mestu
máli. Jóna mín, takk fyrir góð og
skemmtileg kynni. Ég á eftir að
sakna hlátursins og söngsins. Ég
mun minnast þín í árlegri kleinu-
gerð fjölskyldunnar með því að
lauma kardimommudropum í
deigið, raulandi Ísland ögrum
skorið. Góða ferð á þann stað sem
förinni er heitið. Þar mun logn-
mollan fjúka burt um leið og þú
kemur inn um dyrnar. Það er ég
viss um.
Sævar Helgi Lárusson.
Jóna
Kristjánsdóttir