Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
✝ Fjóla H. Guð-jónsdóttir var
fædd á Akranesi
7. september
1926. Hún lést á
Líknardeild Land-
spítalans 12. jan-
úar 2021.
Foreldrar Fjólu
voru Anna
Björnsdóttir, hús-
móðir og
áhugaleikkona á
Akranesi, f. 19.10. 1899, d.
30.11. 1979 og Guðjón Júlíus
Jónsson skipamálari á Akra-
nesi, f. 22.7. 1896, d. 4.7. 1968.
Systkini: Guðbjörn, f. 21.6.
1925, d. 6.6. 2000, Sigrún Anna,
f. 12.8. 1928, d. 14.1. 1970.
Maki: Agnar Guðnason,
fæddur 13. febrúar 1927, fv.
landbúnaðarráðunautur hjá
Bændasamtökunum og stofn-
andi ferðaskrifstofunnar
Bændaferðir.
Börn:
1) Anna Lillian Björgvins-
dóttir, f. 18. janúar 1948, gift
Halldóri Þorsteinssyni, f. 5.3.
1946. Dóttir þeirra var Hug-
rún, f. 2.2. 1995, d. 12.10. 1996.
2) Guðjón Sverrir Agn-
arsson, f. 3.1. 1954, giftur Ey-
Synir Hilmars og Hólmfríðar
Bjarnadóttur frá fyrra hjóna-
bandi eru Georg Kári, f. 8.1.
1982, Andri Freyr, f. 14.7.
1987, Gabríel Daði, f. 30.6.
1997.
Fjóla var húsmóðir og
handavinnukennari. Hún stofn-
aði og rak Bændaferðir með
Agnari manni sínum og ferðað-
ist með honum í yfir 40 ár með
Íslendinga til margra landa.
Hún stundaði handavinnukenn-
aranám í Myndlista- og hand-
íðaskólanum í Reykjavík og
hlaut síðar víðtækari kennslu-
réttindi frá KHÍ. Þá sótti hún
alla tíð fjölda námskeiða til við-
bótar- og símenntunar, m.a. til
Noregs og Englands svo og
innanlands. Hún starfaði sem
handavinnukennari við Hrafn-
istu, Breiðagerðisskóla og
Hagaskóla í Reykjavík og Víg-
hólaskóla í Kópavogi, hélt
saumanámskeið víða í sveitum
landsins og leiðbeindi síðar í
eldriborgarastarfi, m.a. í Bú-
staðakirkju og Langholtskirkju.
Þá var hún ein af stofnendum
kvennakórsins Glæðurnar við
Bústaðakirkju og söng með
þeim til fjölda ára.
Útför Fjólu verður gerð frá
Grafarvogskirkju 22. janúar
2021 kl. 13.
Slóð á streymi:
https://youtu.be/w937oGPHchQ
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
rúnu Antonsdóttur,
f. 24.3. 1954. Synir
Sverris og Sigríðar
Hermannsdóttur frá
fyrra hjónabandi
eru Agnar, f. 13.9.
1974, Pétur Rúnar,
f. 12.10. 1977, Kári
Óskar, f. 3.12. 1981,
Valþór Örn, f.
17.12. 1982, Sverrir
Birgir, f. 1.2. 1987.
3) Guðni Rúnar, f.
17.2. 1956, giftur Sofie Wräng-
hede, f. 13.1. 1972.
Börn: Dóttir Guðna Rúnars
og Vivan Óttarsdóttur frá fyrra
hjónabandi er Urður Úa, f.
19.7. 1980. Dætur Guðna Rún-
ars og Sigríðar Völu Haralds-
dóttur frá fyrra hjónabandi eru
Síta Björk, f. 1.2. 1987 og Una,
f. 10.9. 1988. Börn Guðna Rún-
ars og Sofie eru Sóley María, f.
1.12. 1998, Nadja Rós, f. 5.1.
2001, Guðjón Sebastian, f. 17.5.
2003, d. 16.6. 2003, Davíð
Sindri, f. 13.9. 2006, Tindur
Mikael, f. 19.10. 2010, Viljar
Eldur, f. 13.3. 2014, Sofia Náð,
f. 27.1. 2019.
4) Hilmar Örn, f. 9.5. 1960,
giftur Björgu Þórhallsdóttur, f.
27.11. 1964.
Mig langar að minnast hér í
fáum orðum elskulegrar tengda-
móður minnar. Við áttum sam-
leið í tíu ár eða frá því ég kom
inn í fjölskylduna. Ég fann
hvernig hún virti mig fyrir sér
meðan hún var að taka mig að
hjarta sér og brátt tókst með
okkur djúpur trúnaður með
gagnkvæmri virðingu.
Fjóla var einstök manneskja
og mér mikil fyrirmynd á svo
margan hátt. Hún var t.d. stór-
kostlegur kokkur og langt á und-
an sinni samtíð í gerð hollustu-
og grænmetisrétta. Hún fylgdist
vel með nýjungum og var ein-
staklega frumleg. Nánast fram á
síðasta dag blandaði hún alls-
kyns græna heilsudrykki fyrir
Agnar sinn með spínati, avókadói
og engiferi og Guð má vita
hverju, enda voru þau ungleg og
slétt og ávallt hress í anda. Þar
var henni lifandi lýst þegar hún
óskaði t.d. eftir að fara á ind-
verskan veitingastað á 93 ára af-
mælisdaginn!
Ég hef aldrei kynnst jafn lif-
andi og skýrri konu, kominni
hátt á tíræðisaldur, með svo mik-
inn lífsneista, viljastyrk, andleg-
an styrk og þrautseigju, vakandi
hugsun, óbrigðult minni og eft-
irtekt og síðast en ekki síst opna
framtíð, hún hafði alltaf eitthvað
að stefna að. Hún gafst aldrei
upp þrátt fyrir mikinn heilsu-
brest. „Ég verð að ná mér upp“
sagði hún einatt og það gerði hún
svo sannarlega og mjög oft þegar
við því var varla og jafnvel alls
ekki hægt að búast. Hún bjó
nefnilega líka að því að gera sína
morgunleikfimi á hverjum degi
og hélt þannig liðleika og frá-
bærri hreyfigetu og snerpu.
Maður átti stundum fullt í fangi
með að halda í við hana í búð-
arferðunum.
Og þótt hún væri orðin lög-
blind hélt hún sínu striki, eldaði
fyrir Agnar sinn, sem var orðinn
svo góðu vanur að erfitt var fyrir
hana að hætta því. Þegar þau
fluttu í íbúð við Hrafnistu á
Brúnavegi fyrir tæpum þremur
árum hlakkaði hún til að draga
úr eldamennskunni og nýta sér
mötuneytið á Hrafnistu. En það
var sko ekki í boði fyrir herra
Agnar því allt var bragðdauft og
seigt sem hún ekki eldaði!
Hannyrðakonan lét heldur
ekki sjóndepruna halda aftur af
sér við hannyrðir því lengi vel
sat hún og heklaði eða prjónaði,
að manni fannst næstum bara
eftir minni, og hlustaði á sögur
frá Blindrabókasafninu. Og hún,
nær blind konan, stýrði Agnari í
umferðinni, rataði allt, bjó yfir
náðargáfu ratvísinnar sem hún
var fræg fyrir á ferðalögum er-
lendis.
Síðustu árin átti hún við erfið
veikindi að stríða. Við tengdumst
mjög náið í gegnum allt hennar
veikindaferli og það er mér mjög
dýrmætt að hafa fengið tækifæri
til að styðja hana í því ferli, bæði
sem tengdadóttir og hjúkrunar-
fræðingur. Oftar en ekki þegar
ég fylgdi henni á spítala til inn-
lagnar sagði hún við mig: „Æ,
biddu þau að líta ekki á kennitöl-
una mína!“ Hún vildi ekki eiga á
hættu að vera dæmd úr leik fyrir
aldurs sakir.
Fjóla var djúpvitur og næm og
fullnýtti sína miklu lífsreynslu.
Hún gaf mér innsýn í sinn víð-
tæka styrk og þó að okkar sam-
leið væri ekki löng var hún okkur
báðum dýrmæt gjöf. Ég kveð
hana með miklu og kæru þakk-
læti og bið Guð að varðveita hana
og okkur sem lifum hana allar
góðu minningarnar.
Björg Þórhallsdóttir.
Amma mín og mamma mín.
Að kveðja þig er svo erfitt, þú
varst best í að hvetja og styðja.
Þú vildir alltaf öllum það besta
og þínar síðustu óskir voru að
vera mjög náin öllum í fjölskyld-
unni, sem segir svo mikið um
hjartað þitt. Þú ert stór partur af
því hver ég er í dag og verður
alltaf partur af því hver ég verð.
Ég er svo þakklátur fyrir allar
þær stundir sem við áttum sam-
an, ég mun geyma þær í hjarta
mínu um ókomna tíð. Þú munt
alltaf eiga stóran hlut í hjarta
okkar bræðra. Við vitum að þú
ert á betri stað í dag og erum all-
ir þakklátir fyrir allt sem þú
kenndir okkur. Takk fyrir allt
elsku amma/mamma. Takk fyrir
að gera mig að betri manni. Góða
ferð.
Kári.
Síðasta amma mín er farin,
elsku amma Fjóla. Ég er gífur-
lega lánsamur og þakklátur að
hafa fengið að njóta nærveru og
vináttu ömmu minnar jafn lengi
og ég hef fengið. Amma var full
af mjúkri og sannri umhyggju,
kærleika, hlýju, fórnfýsi, örlæti,
hógværð, auðmýkt, forvitni, lífs-
vilja, lífsgleði og æðruleysi. Hún
veitti mér skilyrðislausa ást og
stuðning á öllum stigum lífsins.
Hún var með fallegustu hend-
ur sem ég hef séð. Hendur svo
hlýjar og mjúkar, þær gáfu bestu
strokurnar, þær héldu best í
hendurnar á mér og umvöfðu
mig djúpu faðmlagi þegar ég
þurfti. Hlátur hennar var ein-
stakur og brosið hennar tært.
Hennar heimili, faðmur og hjarta
stóðu mér alltaf opin. Þrátt fyrir
allar fallegu minningarnar og
þakklætið sem mun lifa áfram í
hjarta mínu er sorgin stór.
En það er gífurlega dýrmætt
að eiga sér slíka fallega fyrir-
mynd, sem lifði lífinu af slíkri
reisn, þrautseigju og kærleika.
Hún mun lifa áfram í sögunum
og minningunum sem ég mun
segja dóttur minni.
Hvíldu í friði elsku amma mín.
Georg Kári Hilmarsson.
Tíminn líður trú þú mér, Fjóla
blessunin er dáin. Við vorum sex
hjón búin að halda vinahópinn í
yfir sextíu ár. Flest kynntust í
upphafi í Dansskóla Hermanns
Ragnars. Fljótlega tengdist
þessi hópur vinaböndum og fór
að hittast mánaðarlega hvert hjá
öðru, þá með matarboðum, kát-
ínu, söng og dansi.
Agnar og Fjóla voru ein af
þessum hjónum. Fjóla var ynd-
isleg kona, fjölhæf, söngvin, kát
og skemmtileg. Hún var handa-
vinnukennari að mennt og bar
allt hennar handbragð vott um
listfengi. Síðar fór hún að mála á
postulín og voru það sannkallaðir
listmunir. Hún var einstaklega
vandvirk í öllum sínum verkum.
Í glettni okkar á milli fórum við
að kalla hópinn D.S.A. Dansskóla
Agnars Guðnasonar. Um tíma
bjuggu þau í svo stóru húsi að
þau gátu tekið eitt herbergi frá
fyrir danspláss. Þangað fórum
við oft að dansa undir harmón-
ikkuleik Finnboga Eyjólfssonar
heitins félaga okkar. Þar var
ekkert slegið af jafnt í gömlu
dönsunum sem suðrænum
sveifludönsum. Eitt sinn fengu
þau hjón danskennara til að
segja okkur til í vestrænum
sveitadönsum. Í annað sinn
fengu þau þekktan danskennara
til að kenna okkur að dansa
lansje. Þetta voru ógleymanlegir
tímar. Þetta var ekki síður ferða-
klúbbur sem gekk undir nafninu
„Klíkan“. Hópurinn fór vítt og
breitt um landið en Fjóla og
Agnar skipulögðu margar þess-
ara ferða. Hvar sem við komum
var sem allir þekktu Fjólu og
Agnar og var tekið á móti okkur
með gleði og vinskap. Einnig
ferðuðumst við víða um Evrópu.
Agnar stofnaði Ferðaþjónustu
bænda og var öllum hnútum
kunnugur og Fjóla sá um reikn-
ingshaldið, sem var mikið og ná-
kvæmt. Það fórst henni vel úr
hendi, nákvæmri og glöggri.
Fjóla var réttsýn og áreiðanleg í
öllum samskiptum. Við fórum
víðar um Evrópu, til Lúxem-
borgar, Þýskalands, suður um
Ítalíu, Feneyjar og alla leið til
Rómar, til baka um Mónakó,
Spán, upp allt Frakkland til Par-
ísar, Rúðuborgar og víðar.
Skipulagið var oftast í höndum
þeirra hjóna. Þetta voru yndis-
legar ævintýraferðir og bundu
okkur sterkari vinaböndum.
Þegar Fjóla og Agnar komu til
okkar stuttu fyrir jól fór ekki á
milli mála að farið var að daprast
yfir hópnum.
Nú erum við bara fimm eftir
og minningarnar sækja á. Ekki
er rými fyrir þær í lítilli minning-
argrein en mikið erum við þakk-
lát fyrir öll þessi ár sem við höf-
um átt með þessum frábæra
vinahópi. Fjóla var yndisleg,
traustur hlekkur í hópnum.
Hennar verður sárt saknað. Við
vottum Agnari og öllum strákun-
um þeirra ásamt öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð, við
fráfall Fjólu. Ljósið magnar
mynd um mæta konu.
Helga og Hörður Pétursson.
Fjóla H.
Guðjónsdóttir
✝ GuðmundurKort Krist-
jánsson fæddist 27.
maí 1954 á Flat-
eyri. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 13. jan-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru Kristján Guð-
mundsson, fæddur
1918, dáinn 1988 og
Árelía Jóhannes-
dóttir, fædd 1923, dáin 2014.
Guðmundur var 5. í röð 12
systkina. Átta af þeim eru á lífi
en einn drengur lést í fæðingu,
einn bróðir, Magnús, lést árs-
gamall og Elísabet Alda systir
hans lést 47 ára gömul.
Guðmundur ólst upp á jörð-
inni Brekku á Ingjaldssandi í
Önundarfirði. Hann átti góða
æsku í sveitinni. Hann gekk í
barnaskóla á Ingjaldssandi og
var aðeins í Héraðsskólanum á
Núpi í Dýrafirði. Síðar stundaði
hann nám við Bændaskólann á
Hvanneyri. Þaðan útskrifaðist
hann upp úr 1980 sem búfræð-
ingur. Hann flutti aftur heim að
Brekku og starfaði við búið með
föður sínum og síðar móður.
Kona Guð-
mundar var Elín
Gylfadóttir. Leiðir
þeirra skildi. Eign-
uðust þau tvo
drengi. Gylfa Frey
árið 1985. Maki
hans er Gunnhildur
Gunnarsdóttir og
eiga þau eitt barn
saman. Fyrir á
Gylfi tvo drengi.
Yngri sonur þeirra
er Kristján. Maki hans er Krist-
ín Rún Sævarsdóttir, eiga þau
eitt barn saman, fyrir á Kristján
tvö börn.
Árið 1988 tóku Guðmundur
og Elín við búinu eftir að faðir
hans lést og bjuggu þar til
haustsins 1991 er þau fluttu til
Keflavíkur. Í Keflavík starfaði
hann hjá áhaldahúsinu um tíma
auk þess sem hann sinnti ýmsum
öðrum störfum gegnum árin,
einkum tengd vélum og þess
háttar.
Útförin fer fram 22. janúar
2020 í Keflavíkurkirkju, kl. 11. Í
ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir at-
höfnina.
Hann stóð úti í garði sunnan
við húsið 27. maí, þá 13 ára. Var í
nýprjónaðri peysu með munstri
sem Dóra hafði gefið honum í af-
mælisgjöf. Hann miðaði upp í
loftið og sagði: „Ég gæti hæft
hrafn“, um leið og hann sleppti
strengnum. Örin sveif hátt upp í
loftið, í fallegum boga, tók svo að
falla og lenti síðan niður við
Brunnhús. Ég var bara átta ára.
Mér fannst Mummi vera hetja,
þarna frjáls maður, geta gert
hvað sem er og farið hvert sem
er.
Hann hætti í gagnfræðaskóla,
þrátt fyrir að vera einn besti
nemandinn. Skrifaði góða stíla og
hafði fallega rithönd. Foreldrar
okkar botnuðu ekkert í þessari
ákvörðun hans en hann hafði bet-
ur í þessari glímu. Seinna fór
mamma á miðilsfund og þar kom
afi fram og sagði „að Mummi
væri mun þroskaðari en jafnaldr-
ar hans“. Engin úrræði voru um
greiningu eins og nú. Þessi var
því látin duga.
Eitt af hans áhugamálum var
að fara að veiða, silung. Hann
fékk mig oft með sér. Þetta var
þolinmæðisverk. Fara fram í
Hraunshyl, niður í Brúarhyl,
þaðan niður í Nes og síðan í Sæ-
bólsfljót. Allan daginn í súld og í
rigningu. Við gleymdum stað og
stund.
Hann var oft svangur og veðr-
ið var svakalegt. Mig verkjaði í
handlegginn að halda á stönginni
fram hjá Steinholtinu á leiðinni
heim, yfir Brúarholtið, ána og
upp Árdalsbrekkuna og heim.
Hann bar aflann.
Þegar Mummi var sextán ára
og sjálfráða fékk hann Magnum-
haglabyssu. Þetta vopn var ætlað
á refaveiðar. Hann ætlaði að
verða tófuskytta eins og afi.
Til að verða klár skytta þurfti
útsjónarsemi og nákvæmni.
Mummi var ein besta skytta sem
ég man eftir á þessum árum.
Hann hafði alltaf betur í skotfimi
en aðrir. Skaut fugla á flugi og
hlaupatófur á mörg hundruð
metrum. Mér fannst það mjög
merkilegt þegar hann byggði
hænsnakofa úr torfi og grjóti,
enda laghentur. Oft var ég með
við byggingarvinnuna. Þannig
unnum við saman þegjandi.
Við voru saman í stjórn Ung-
mennafélagsins Vorblóms. Hann
samdi mjög góðar fundargerðir,
vel skrifaðar og með fallega rit-
hönd. Ég var meira út á við, enda
formaður en hann var meira inn á
við. Hann var ekki gefinn fyrir
mikil mannamót. Hann fór að
nota áfengi nokkuð snemma. Þá
varð hann allsgáður. Ég ók hon-
um á böll, á Þingeyri, Flateyri og
í Hnífsdal. Var hann tregur að
fara heim eftir böll, því að það
sogaðist að honum kvenfólk,
enda myndarmaður og mikil
týpa.
Hann fór og lærði búfræði og
var því að heiman í nær tvö ár.
Ég tók þátt í búrekstri með
pabba, eins og Mummi. Hann átti
því hluta í búinu eins og ég. Þeg-
ar hann kom frá Hvanneyri vildi
hann taka búið yfir en ég fór suð-
ur í nám.
Pabbi sagði að ég ætti að vinna
með fólki og í viðskiptum en hann
í búskap.
Seinna sagði Mummi mér að
hann væri haldinn kvíða og þung-
lyndi. Hann lýsti því sem köfn-
unartilfinningu að koma meðal
fólks.
Hann undi sér því frekar inni á
bókasafni að grúska í horfinni
menningu. Lífið er ris og hnignun
eins og píla í boganum hans.
Hann undi sér meira einn síðustu
árin en þjáðist oft innra með sér.
Honum þótti mjög vænt um mig.
Finnbogi Kristjánsson.
Guðmundur Kort
Kristjánsson
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður,
sonar og bróður,
ÁGÚSTAR H. GUÐMUNDSSONAR,
Skógartröð 5, Eyjafjarðarsveit.
Minning hans er ljós í lífi okkar.
Guðrún Gísladóttir
Ásgerður Jana, Júlíus Orri og Berglind Eva
Ásgerður Ágústsdóttir Guðmundur J. Bergsveinsson
og aðrir aðstandendur
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VALTÝR EYJÓLFSSON
frá Lambavatni, Rauðasandi,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði 14. janúar.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
föstudaginn 29. janúar klukkan 11.
Eyjólfur V. Valtýsson Ludene Valtýsson
Sigurður H. Valtýsson Siv E. Sæmundsdóttir
Bylgja Valtýsdóttir Jóhann Sigurþórsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir minn og afi,
SIGURÐUR GREIPSSON
örverufræðingur,
Birkehegnet 51, Greve,
Danmörku,
lést á heimili sínu að morgni
miðvikudagsins 20. janúar.
Útförin fer fram í Danmörku.
Greipur Gísli Sigurðsson
Anton Hrafn Greipsson